Færslur: 2010 Ágúst
10.08.2010 17:12
Lilja SH 16, að landa á Rifi


2540. Lilja SH 16, í Rifshöfn í dag © myndir Þorgrímur Ómar Tavsen
10.08.2010 16:00
Olíumengun í Grófinni




Mengunin var í kring um 2110. Dísu GK 136 © myndir Emil Páll, 10. ágúst 2010
10.08.2010 14:27
Sönnun fyrir lífi í kring um sokkin skip
Sést þetta á myndunum sem hér fylgja með, en þar má einnig sjá stokkinn sem búið er að setja á lestarlúguna til að nota við björgun bátsins.





Þó í dag sé aðeins að hefjast sjötta vikan frá því að báturinn sökk, þá er augjóslega komið mikið líf á hann © myndir Emil Páll, 10. ágúst 2010
10.08.2010 14:05
Polar Pioneer á leið til Longyearbyen
Í morgun sagði ég frá farþegaskipinu Polar Pioneer sem var í Keflavík. Eins og fleiri systurskip þess sem komið hafa á undanfarandi árum til Keflavíkur er hér á ferðinni rússnesk skip og þegar það fór frá Keflavík var stefnan sett á Longyearbyen á Svalbarða. Tók ég smá myndasyrpu af skipinu bæði er það naut aðstoðar frá hafnsögubátnum Auðunni og eins eftir að það sigldi út Stakksfjörðinn.



Polar Pioneer, í morgun upp úr kl. 10 © myndir Emil Páll, 10. ágúst 2010
10.08.2010 14:01
Desert Melody ?

Sennilega gríska skipið Desert Melody á leið út fyrir Garðskaga í morgun
© mynd Emil Páll, 10. ágúst 2010
10.08.2010 07:41
Þekkið þið þennan? Vitið þið hvar þetta er tekið?

Spurningin er: Hvaða bátur er þetta? Hvar er hann staðsettur? Vitið þið eitthvað meira um hann? © mynd Hilmar Bragason
10.08.2010 07:39
Guðný NS 7

2447. Guðný NS 7 © mynd Hilmar Bragason, sumarið 2010
10.08.2010 07:36
Vaka SU 25

6890. Vaka SU 25 © mynd Hilmar Bragason, sumarið 2010
10.08.2010 07:32
Þórir SF 77 með fjögurra ára millibili

1236. Þórir SF 77, um 1982

1236. Þórir SF 77, um 1986 © myndir Hilmar Bragason
10.08.2010 07:28
Polar Pioneer með stutta viðdvöl í Keflavík

Polar Pioneer, í Keflavík í morgun © mynd Emil Páll, 10. ágúst 2010
10.08.2010 07:23
Stormur SH enn á botninum

Frá Njarðvíkurhöfn í morgun kl. 7, Stormur enn á botninum og búnaður Köfunarþjónustunnar á staðnum © mynd Emil Páll, 10. ágúst 2010
10.08.2010 00:00
Maron GK 522 - myndasyrpa
Eins og ég sagði frá sl. laugardag, tók ég skemmtilega myndasyrpu af Maron GK 522 er hann kom inn til Njarðvíkur og lofaði að sýna hana síðar og nú er komið að því. Bátur þessi er einn sá elsti stálbáturinn hér á landi sem enn er í útgerð og er mjög vel við haldinn, eins og sjá má á myndunum og því birti ég þær svona margar.



















363, Maron GK 522, kemur inn til Njarðvíkur © myndir Emil Páll, 7. ágúst 2010
09.08.2010 23:45
Síðasti veiðidagur á D-Svæði
09.08.2010 20:44
Samkynhneigðasti báturinn í Reykjavíkurhöfn
Þessa frétt og með þessari fyrirsögn mátti lesa í dag á bb.is:
Önfirðingurinn Sævar Jens Hafberg skipstjóri málaði lundaskoðunarbátinn Skúlaskeið í öllum regnbogans litum í tilefni Hinsegin daga. Skúlaskeið er líklega litríkasti báturinn við Reykjavíkurhöfn um þessar mundir að því er fram kemur í Fréttablaðinu. "Ég hef gaman af því að mála og það lá beinast við að skreyta bátinn aðeins fyrir helgina. Þetta tók enga stund og báturinn hefur vakið nokkra athygli meðal manna," segir Sævar Jens í samtali við Fréttablaðið. Skúlaskeið er einn elsti farþegabátur landsins og siglir með ferðamenn út í Akurey og Lundey þar sem hægt er að skoða fjölmenna lundabyggð. Áður var báturinn notaður til að ferja fólk til og frá Viðey og dregur hann nafn sitt af Skúla fógeta í Viðey.
Sævar segist hafa fengið góð viðbrögð frá þeim ferðamönnum sem hafa siglt með honum en segir hina sjómennina við höfnina ekki jafn hrifna af uppátækinu. "Þeir hafa gert svolítið grín að mér, en ég svara þeim bara á móti og segi þá augljóslega ekki nógu örugga með sjálfa sig og þá hætta þeir," segir Sævar hlæjandi og viðurkennir að Skúlaskeið sé samkynhneigðasti báturinn við bryggjuna þessa dagana.
09.08.2010 20:26
Óveður á Hofsósi og nágrenni





© myndir úr safni Þorgríms Ómars Tavsen
