Færslur: 2010 Ágúst
21.08.2010 17:45
Hlýri VE 172

1226. Hlýri VE 172 © mynd úr auglýsingu í Sjómannadagsblaði Austurlands 1997
21.08.2010 17:31
Eskifjörður 1997

Frá Eskifirði © mynd úr Sjómannadagsblaði Austurlands 1997
21.08.2010 16:26
Hafbjörg GK 58

1091. Hafbjörg GK 58, í Sandgerðishöfn 1997
© forsíðumynd Emil Páll 1997
21.08.2010 16:20
Í lengingu á Seyðisfirði

1855. Sæfari ÁR 170 í lengingu á Seyðisfirði 1994 © mynd úr Sjómanndagsblaði Austurlands 1997
21.08.2010 16:16
Jurmo

Jurmo, í morgun á leið innúr © mynd Emil Páll, 21. ágúst 2010
21.08.2010 14:18
Jón Baldvinsson RE 208 á strandstað



Jón Baldvinsson RE 208 á strandstað 30. mars 1955
21.08.2010 08:16
Hefur þú séð nýju heimasíðuna hjá DUUS?

Hefur þú skoðað nýju heimasíðuna hjá Kaffi Duus, sem staðsett er við smábátahöfnina í Grófinni í Keflavík? Það gæti borgað sig, því eftir helgi birtist hér á síðunni getraun þar sem spurt er úr heimasíðunni og verðlaunin eru ýmislegt girnilegt sem kítlar bragðlaukanna.
Sjá: www.duus.is
21.08.2010 00:00
Öll syrpan með Ásdísi SH 154
Aðeins birti ég örfáar myndir á fimmtudag, en birti nú syrpuna alla, eða alls 27 myndir, er það gert svona til að sjá ýmis skemmtileg tilþrif sem komu í siglingunni, raunar allt frá Njarðvík og inn í Grófina og að lokum endurtek ég myndina af eigandanum við hlið bátsins. Fyrir þá sem þekkja aðstæður er hægt að fylgjast með landslaginu, sem hefst með Innri-Njarðvík í baksýn, síðan Vogastapa, fiskeldið undir Stapanum, Vogana og inn Vatnsleysuströndina.



























Myndtexta þarf ekki undir hverja mynd fyrir sig, enda lítið að segja, aðalbreytingarnar eru á landslaginu sem er í baksýn. Síðasta myndin sýnir þó Gylfa Gunnarsson, eiganda og skipstjóra við bátinn, er hann var kominn að landi í Grófinni © myndir Emil Páll, 19. ágúst 2010
20.08.2010 22:55
Frá Kokkálsvík á Selströnd
Frá Kokkálsvík á Selströnd í morgun © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is 20. ágúst 2010
20.08.2010 22:03
Var þjófnaður orsökin fyrir því að Stormur SH sökk?
Mikið hefur borið á því að bátar sem legið hafa í höfnum í nokkurn tíma, hafi orðið illilega fyrir barðinu á fingralöngum, þ.e. þjófur. Er þá ekki eingöngu átt við að menn hafi sóst í lyfjakisturnar, heldur líka nánast berstrípað báta af öllu nýtilegu.
Nú virðist sá grunur um að eitthvað hafi það gerst með Storm SH sem sökk á dögunum í Njarðvik, sem tengist slíku. En búið var að útbúa sjálfvirka rafmagnsdælu sem tengd var landrafmagni og var um borð í bátnum. Dældi hún úr þegar búnaður fann að lekinn var kominn í ákveðna hæð, en engu að síður sökk Stormur.
Enda hefur komið í ljós eftir að bátnum var náð upp aftur, að dælunni og búnaðnum sem henni fylgdi hafði verið skorinn af landtengingunni og því var ekkert sem gaf til kynna þegar sjórinn um borð hækkaði og heldur engin dæla sem fór í gang og því fór sem fór. Telja menn því að grunur þeirra um að það séu verk þjófa að báturinn sökk, sé að verða sterkari og sterkari.
586. Stormur SH 333, í Njarðvík í kvöld © mynd Emil Páll, 20. ágúst 2010
20.08.2010 20:54
Já mikill er hann Pétur Mikli

Hér sést hvað 7487, stendur langt aftur fyrir t.d. Steinunni Finnbogadóttur BA

Hann nær einnig langt fram fyrir bátanna

Hérna koma stærðarhlutföllin vel fram bæði afturfyrir og eins framfyrir hina bátanna.

7487. Pétur Mikli í Njarðvíkurslipp í kvöld © myndir Emil Páll, 20. ágúst 2010
20.08.2010 20:02
Úr Höfnum

Már

Nafnlaus

Hér sjáum við þá báða, í Höfnum á Reykjanesi nú í kvöld © myndir Emil Páll, 20. ágúst 2010



