Færslur: 2009 Nóvember
22.11.2009 11:56
Villi í Efstabæ BA 124
1126. Villi í Efstabæ BA 124 © mynd Jón Páll
Smíðanr. 4 hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar hf., Seyðisfirði 1970, eftir teikningum Ólafs Jónssonar og Stefán Jóhannssonar. Lengdur 1991.
Nöfn: Skálavík SU 500, Skálavík ÞH 178, Skálavík ÁR 185, Faxavík GK 727, Sólberg SH 66, Þorsteinn SH 145, Egill Halldórsson SH 2, Villi í Efstabæ BA 124, Álftafell SU 100 og núverandi nafn Harpa HU 4.
Skrifað af Emil Páli
22.11.2009 10:45
Valþór KE 125 / Andey BA 125
1170. Valþór KE 125, í höfn í Njarðvík © mynd Emil Páll
1170. Andey BA 125 © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Sigurður Bergþórsson
Saga skipsins verður ekki endurtekin, þar sem svo stytt er síðan hún birtist hér, en nafnalistinn er þessi: Trausti ÍS 300, Valþór KE 125, Sævík SI 3, Andey SU 150, Andey SH 242, Andey BA 125, Skúmur GK 111, Óseyri GK 1, Bervík SH 342, Klettsvík SH 342, Baldur Árna ÞH 50 og Páll á Bakka ÍS 505.
Skrifað af Emil Páli
22.11.2009 00:00
Helga Guðmundsdóttir BA 77 / Jóhanna Gísladóttir ÍS 7
1076. Helga Guðmundsdóttir BA 77 í Njarðvík © mynd Emil Páll
1076. Helga Guðmundsdóttir BA 77 © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Snorri Snorrason
1076. Helga Guðmundsdóttir BA 77 © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Halldór Þórðarson
1076. Helga Guðmundsdóttir BA 77 © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Snorri Snorrason
1076. Jóhanna Gísladóttir ÍS 7 í Grindavík © mynd Emil Páll á sjómannadaginn 2008
1076. Jóhanna Gísladóttir ÍS 7, að veiðum í Skápnum út af Langanesi © mynd Þorgeir Baldursson 2009
Smíðanr. 20 hjá Skipasmíðastöð Þorgeirs & Ellerts hf. Akranesi 1969 eftir teikningu Benedikts Erlings Guðmundssonar. Lengdur 1874. Yfirbyggður 1977 hjá Vélsmiðjunni Herði hf. Njarðvik. Lengdur aftur 1997, auk þess sem gerðar voru gagngerðar breytingar á skipinu hjá Nauta Skipyard í Gdynia í Póllandi og kom skipið úr þeim breytingum 20. febrúar 1997. Breytt í línuveiðiskip hjá Slippstöðinni hf. Akureyri 2005. Eftir það var skipið talið stærsti línubátur flotans.
Nöfn: Helga Guðmundsdóttir BA 77, Guðrún Þorkelsdóttir SU 211, Seley ÞH 381 og núverandi nafn Jóhanna Gísladóttir ÍS 7.
Skrifað af Emil Páli
21.11.2009 22:06
Já sæll......
Þessa skemmtilega mynd er fengin frá Flota Patreksfjarðar, en hún er tekin af Óla Rafni Sigurðssyni.

© mynd úr Flota Patreksfjarðar, Óli Rafn Sigurðsson
© mynd úr Flota Patreksfjarðar, Óli Rafn Sigurðsson
Skrifað af Emil Páli
21.11.2009 21:48
Kristín GK 81
276. Kristín GK 81, í Njarðvik © mynd Emil Páll
Smíðaður í Lögstör, í Danmörku 1959 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Kom nýr til Patreksfjarðar í febrúarlok 1960. Endurbyggður Akranesi 1970. Dæmd ónýt eftir árekstur við mb. Guðmund Kristinn SU, út af Austfjörðum í okt. 1979.
Nöfn: Andri BA 100, Útey KE 116, Kristín GK 81 og Votaberg SU 14.
Skrifað af Emil Páli
21.11.2009 21:16
Kristján KE 21
712. Kristján KE 21, í Dráttarbraut Keflavíkur © mynd Emil Páll
Smíðaður í Reykjavík 1965. Rak upp í Sandgerðishöfn í janúarbyrjun 1983. Dæmdur ónýtur í des. 1984.
Nöfn: Óli ÍS 68 og Kristján KE 21.
Skrifað af Emil Páli
21.11.2009 20:27
Faxi RE 9 í Keflavík
Nú um kl. 20 í kvöld kom Faxi RE 9 til Keflavíkur og meðan verið var að smella af honum myndum kom flutningabíll með eitthvað af körum sem fóru um borð. En talandi um Faxa RE 9, þá er þetta þriðja færslan um bátinn í dag, hér á síðunni og því myndi einhver segja að það mætti vera minna og jafnara, en svona er lífið.



1742. Faxi RE 9, stoppaði í Keflavík í um hálfa klukkustund og meðan verið var að mynda, kom flutningabíll með kör að skipinu og sést það á neðstu myndinni © mynd Emil Páll 21. nóv. 2009
1742. Faxi RE 9, stoppaði í Keflavík í um hálfa klukkustund og meðan verið var að mynda, kom flutningabíll með kör að skipinu og sést það á neðstu myndinni © mynd Emil Páll 21. nóv. 2009
Skrifað af Emil Páli
21.11.2009 17:37
Faxi RE 9 og varðskipið Ægir
1742. Faxi RE 9 og varðskipið Ægir, út af Stafnesi í dag
1742. Faxi RE 9 siglir fyrir Garðskaga í dag © myndir Emil Páll 21. nóv. 2009
Skrifað af Emil Páli
21.11.2009 17:33
Hólmsteinn sómir sér vel á Garðskaga
573. Hólmsteinn sómir sér vel við hlið gamla vitavarðarhússins á Garðskaga og framan við byggðasafnið © mynd Emil Páll í dag 21. nóv. 2009
Skrifað af Emil Páli
21.11.2009 17:23
Freyja KE 100
2581. Freyja KE 100, kemur til Sandgerðis í dag
Fyrsta verk eftir að komið er að bryggju er að hífa bjóðin í land
Birgir Guðmundsson, skipstjóri á Freyju KE 100 á spjalli við Fiskeftirlitsmann. aftan við Birgir sést í Markús Karl Valsson, Krúsa skipaljósmyndara og síðueiganda © myndir Emil Páll í dag 21. nóv. 2009
Skrifað af Emil Páli
21.11.2009 17:02
Eldur í báti - röng skilaboð
Björgunarsveitin Sigurvon fékk skömmu eftir hádegi tilkynningu um eld í 500 tonna fjölveiðiskipi með 15 manna áhöfn út af Hafnarbergi, sem er milli Reykjanes og Hafna. Kom hins vegar fljótt í ljós að eldurinn var í tæplega 10 tonna báti, með einum manni. Áður en hjálp barst frá Sandgerði hafði manninum tekist að slökkva eldinn með slökkvitækjum frá bátnum og eins frá fjölveiðiskipinu Faxa RE 9 sem var skammt frá. Tók síðan Faxi bátinn Guðrúnu GK 69 í tog og dró í átt að Sandgerði, en framan við innsiglingamerkin tók Þorsteinn, björgunarbátur Sigurvonar við Guðrúnu og dró að bryggju í Sandgerði og þangað komu þeir á fjórða tímanum í dag.

1742. Faxi RE 9 með 2085. Guðrúnu GK 69 í togi út af Stafnesi í dag

7647. Þorsteinn, björgunarbátur með 2085. Guðrúnu GK 69 í togi í innsiglingunni til Sandgerðis í dag

7647. Þorsteinn og 2085. Guðrún GK 69 nálgast Sandgerðishöfn

Björgunarbáturinn 7647. Þorsteinn og 2085. Guðrún GK 69 komnir til Sandgerðis

2085. Guðrún GK 69 © myndir Emil Páll í dag 21. nóv. 2009
1742. Faxi RE 9 með 2085. Guðrúnu GK 69 í togi út af Stafnesi í dag
7647. Þorsteinn, björgunarbátur með 2085. Guðrúnu GK 69 í togi í innsiglingunni til Sandgerðis í dag
7647. Þorsteinn og 2085. Guðrún GK 69 nálgast Sandgerðishöfn
Björgunarbáturinn 7647. Þorsteinn og 2085. Guðrún GK 69 komnir til Sandgerðis
2085. Guðrún GK 69 © myndir Emil Páll í dag 21. nóv. 2009
Skrifað af Emil Páli
21.11.2009 12:39
Gullborg RE 38 / Gullborg VE 38 / Gullborg II SH 338
490. Gullborg RE 38 © mynd af málverki, Emil Páll
490. Gullborg VE 38, í Reykjavík © mynd Emil Páll 1973
490. Gullborg VE 38 © mynd Þorgeir Baldursson
490. Gullborg II SH 338, í Reykjavík © mynd Gunnar Th. 2008
Smíðaður hjá Nyborg Skipswærft, Nýborg í Danmörku 1946. Endurbyggð Bátalóni hf. Hafnarfirði 1967 og þá sett á hann stýrishúsið af Atla VE 14 og síðar var aftur sett á bátinn annað stýrishús.
Skipið var sögufrægt aflaskip til margar ára undir skipstjórn Benónýs Friðrikssonar, Binna í Gröf, en hann var með skipið frá 1951 til 1972.
Árið 2000 keypti Menningarsjóður stafkirkjusvæðis, Útvegsbændafélag Vestmannaeyja og Vestmannaeyjahöfn skipið og stóð til að varðveita það sem sögufrægt skip á Skansinum í Vestmannaeyjum, en frá því var horfið og kom það til Njarðvíkurhafnar 15. sept. 2001 og lá þar í höfninni fram yfir áramótin. Yfir vetrarvertíðina var skipið gert út frá Sandgerði undir skipstjórn Grétars Mar Jónssonar og á vordögum var því lagt í Reykjavíkurhöfn. Í nóv. 2006 urðu Faxaflóahafnir við ósk þeirra frænda Árna Johnsen og Gunnars Marels Eggertssonar að hætta við að rífa bátinn í Daníelsslipp í Reykjavík og þess í stað yrði Gullborg gerð upp sem safngripur í Njarðvíkurslipp, með það í huga að varðveitast á Fitjum í Njarðvík. Hætt var við þau áform og hefur skipið staðið uppi þar sem Daníelsslippur var í Reykjavík og oft rætt um að varðveita það þar.
Nöfn: Erna Durhuus, Gullborg RE 38, Gullborg VE 38, Gullborg SH 338 og Gullborg II SH 338.
Skrifað af Emil Páli
21.11.2009 10:33
Danni Péturs KE 175 / Helgi S KE 7 / Einir GK 475 / Guðrún Björg HF 125
76. Danni Péturs KE 175, í Njarðvík © mynd Emil Páll
76. Helgi S KE 7, í Keflavík © mynd Emil Páll
76. Helgi S KE 7, í Njarðvík © mynd Þorgeir Baldursson
76. Helgi S, í Keflavík © mynd Emil Páll
76. Einir GK 475, í Keflavík © mynd Emil Páll
76. Guðrún Björg HF 125, í Hafnarfirði © mynd Þorgeir Baldursson
Þar sem saga skipsins hefur verið sögð áður, birtist hér aðeins nafnalistinn, en hann er svona: Jón Trausti ÞH 52, Hafrún ÍS 400, Hinrik KÓ 7, Danni Péturs KÓ 7, Danni Péturs KE 175, Frigg BA 4, Helgi S KE 7, Einir HF 202, Einir GK 475, Mummi GK 120, Særún GK 120, Særún HF 4, Kristján ÓF 51, Njarðvík GK 275, Tjaldur RE 272 og Guðrún Björg HF 125.
Skrifað af Emil Páli
21.11.2009 00:00
Bára GK 24 / Gissur hvíti SF 55 / Narfi VE 108 / Stafnes KE 130
964. Bára GK 24, í Njarðvíkurhöfn 197 og eitthvað
964. Gissur hvíti SF 55, kemur til Keflavíkur 1985
964. Gissir hvíti SF 55, í höfn í Keflavík 1985
964. Gissur hvíti HU 35, brúarlaus við slippbryggjuna á Akureyri 1996
964. Gissur hvíti HU 35, með nýju brúnni 1996
964. Narfi VE 108, í Njarðvíkurslipp í nóv. 2008
964. Stafnes KE 130, við bryggju í Njarðvík í jan 2009 © myndir Emil Páll
Smíðanr. 32 hjá Örens Mek. verksted i Trondheim, Noregi 1964 og var 4. skipið sem sú stöð smíðaði fyrir íslendinga. Yfirbyggður 1989. Ný brú, Akureyri 1996.
Nöfn: Bára SU 526, Bára GK 24, Gissur hvíti SF 55, Gissur hvíti HU 35, Narfi VE 108 og núverandi nafn Stafnes KE 130
Skrifað af Emil Páli
