Færslur: 2009 Nóvember

25.11.2009 23:07

Stapafell


  1545. Stapafell, við gömlu trébryggjuna sem nú er horfin, í heimahöfn skipsins, Keflavík © mynd Emil Páll

Smíðarn. 763 hjá J.G. Hitzlers Schiffswerft, Lauenburg, Elbe, Þýskalandi 1979. Selt úr landi til Ekvador í maí 2001.
 
Hljóp af stokkum 2. júní 1979 og kom fyrst til landsins 16. okt. og þá til Hafnarfjarðar, en til heimahafnar Keflavíkur kom það 17. okt. 1979.

Nöfn: Stapafell og núverandi nafn: Salango

25.11.2009 22:43

Brúarfoss


                                        Brúarfoss © WJ. Hordijk, Marine Traffic

25.11.2009 22:37

Fróði II ÁR 38


                                        2773. Fróði II ÁR 38 © mynd Marine Traffic

25.11.2009 20:48

Hamraborg SH 222 / Jakob Einar SH 101


                  1436. Hamraborg SH 222, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll 1975


   1436. Jakob Einar SH 101, við slippbryggjuna hjá Skipavík ehf., Stykkishólmi © mynd Emil Páll í ágúst 2009

Smíðanúmer 1 hjá Vélsmiðjunni Herði hf., Sandgerði 1975, eftir teikningu Bolla Magnússonar. Hækkað afturþilfar 1987.

Fyrsti stálbáturinn sem smíðaður var á Suðurnesjum. Smíðin stóð í raun yfir frá 1972, en báturinn var sjósettur 17. júlí 1975 og afhentur í sama mánuði. Hann var upphaflega smíðaður fyrir Matvælaiðjuna hf. á Bíldudal, en þeir hættu við áður en smíði lauk. Báturinn var leigður Ósk ehf. Keflavík frá 1. nóv. 2004 og fram yfir áramótin, vegna bruna í Ósk KE.

Nöfn: Hamraborg SH 222, Hamraborg GK 35, Jón Pétur ST 21, Snæbjörg ÓF 4, Snæbjörg HF 277, Snæbjörg BA 11, Snæbjörg ÍS 43, Snæbjörg HU 43, Jakob Einar ST 43 og núverandi nafn Jakob Einar SH 101.

25.11.2009 20:36

Stafnes KE 38 / Hafliði ÁR 20


   784. Stafnes KE 38, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, einhvernt tíman á árunum 1974- 1978


  784. Hafliði ÁR 20, í Daníelsslipp í Reykjavík © mynd Emil Páll 1981

Smíðanr. 8 hjá Skipasmíðastöðinni Dröfn hf., Hafnarfirði 1954, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Brann og sökk 17. maí 1992 í Húnaflóadýpi um 50 sm. N af Skagatá.

Nöfn: Reykjanes GK 50, Stafnes GK 274, Stafnes KE 38, Stafnes EA 14, Hafliði ÁR 20, Sigmundur ÁR 20, Helgi Jónasson ÁR 20, Helguvík ÁR 20, Narfi ÁR 20, Narfi ÁR 13 og  Litlanes ÍS 608,

25.11.2009 19:46

Erlingur VE 295                  392. Erlingur VE 295, í höfn í Vestmannaeyjum © myndir Emil Páll

Smíðaður hjá Friðrikssund Skipsverft, Freerikssund, Danmörku 1930. Gerður að safngrip í Vestmannaeyjum 25. okt. 1990.

Strandaði í sinni fyrstu heimferð í Garðinn, á Mýrdalssandi við Slýjafjöru 2. okt. 1930. Brotnaði og sökk í sandinn. Tekinn af skrá. Síðan bjargað úr sandinum og settur aftur á skrá 1933 eftir að hafa verið endurbyggður hjá Dráttarbraut Vestmannaeyja.

Nöfn: Gardi, Erlingur GK, Erlingur VE 295, Erlingur I VE 295, aftur Erlingur VE 295 og Erlingur Rán HF 342. Var með nafnið Erlingur VE í 57 ár.

25.11.2009 19:33

,, Jón sífulli " síðar Ólafur Vestmann VE 180

Meðan hann hét Jón Kjartansson, gekk hann undir nafninu ,,Jón sífulli" sökum góðra aflabragða á síldveiðum undir skipstjórn Þorsteins Gíslasonar.
   385. Ólafur Vestmann VE 180, í höfn í Vestmannaeyjum © myndir Emil Páll, einhvern tímann á áttunda áratug síðustu aldar

Smíðaður í Fredrikshavn í Danmörku 1956. Úreldingasjóður 27. maí 1982.

Fyrsti báturinn með radar á Íslandi.

Sem Jón Kjartansson SU, gekk báturinn undir nafninu ,,Jón sífulli" sökum góðra aflabragða á síldveiðum undir skipstjórn Þorsteins Gíslasonar.

Nöfn: Jón Kjartansson SU 111, Einir SU 250, Einir SF 11, Einir VE 180, Ólafur Vestmann VE 180 og Jón Pétur ST 21.

25.11.2009 18:18

Víðir KE 101 og Ólafur Bjarnason SH 137


  1819. Víðir KE 101 og 1304. Ólafur Bjarnason SH 137, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll 1987


         1304. Ólafur Bjarnason SH 137, í höfn í Reykjavík © mynd Emil Páll í ágúst 2009

1304.
Smíðanr. 29 hjá Þorgeir & Ellert hf., Akranesi 1973, eftir teikningu Benedikts Erlings Guðmundssonar. Yfirbyggður 1997, skutlenging 1997.

Upphaflega smíðaður fyrir Hólma hf., Keflavík, en þeir hættu við áður en smíði lauk.

Nöfn: Hefur alltaf borið þetta sama nafn Ólafur Bjarnason SH 137, eða í 36 ár.


1819. Smíðaður í Stálsmiðjunni hf., Reykjavík 1987. Kom fyrst til heimahafnar í Keflavík 14. ágúst 1987.

Nöfn: Víðir KE 101, Þórir Arnar SH 888, Bylgjan SK 6, Bylgjan HF 150, Mundi SH 737 og núverandi nafn: Mundi SU 35.

25.11.2009 17:42

Víðir KE 101 og Víðir KE 101 /Sandra GK 25


           1560. Víðir KE 101 og 2372. Víðir KE 101 © mynd Emil Páll ágúst 1999


                     1560. Sandra GK 25 ex Víðir KE 101 © mynd Emil Páll 2008


1560.
Smíðanr. 18 hjá Guðmundi Lárussyni, Skagaströnd 1979. Var fyrst skráður þilfarsbátur, síðan opinn bátur frá 1992-1994, þá aftur þilfarsbátur. Lengdur 1997 og aftur skráður opinn bátur frá 2001.

Nöfn: Jökull RE 139, Var AK 39, Siggi Villi NK 17, Búi SU 174, Búi GK 230, Búi ÍS 56, Gísli á Bakka BA 25, Jökulberg SH 398, Dagur RE 10, Draupnir GK 122, Víðir KE 101, Víðir KE 301, Sandra GK 25 og núverandi nafn Sandra SH 71.

2372. Af gerðinni Cleopatra 28 frá Trefjum ehf. Hafnarfirði 1999. Kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Keflavík laugardaginn 21. ágúst 1999. Seldur til Noregs 4. júní 2008.

Nöfn. Víðir KE 101, Lundi VE 205 og Lundi HF 94, en ekki vitað um nafnið í Noregi.

25.11.2009 17:05

Vigdís Helga VE 700 / Gissur hvíti SF 55                        1626. Vigdís Helga VE 700 © mynd af Heimasíðu Vísis


                         1626. Gissur hvíti SF 55 © mynd Þorgeir Baldursson 2000

Smíðanr. 20 hjá Saksköbing Maskinfabrikk og Skibsværft í Saksköbing, Danmörku 1976. Upphaflega smíðað sem eins þilfara síðutogari til veiða á bræðslufiski, en 1980 var byggt yfir það og því breytt til línuveiða. Kom hingað til lands 28. júní 1982. Árið 1994 var samþykktur úreldingastyrkur á það en hann ekki notaður. Seldur til Írlands í febrúar 1996, en skilað aftur í sama mánuði og lá við bryggju í Njarðvík þar til hann var tekinn upp í Njarðvíkurslipp i jan 1997. Sett var ný brú á skipið þar og lokið við að breyta því í línuveiðiskip. Brú sú sem fór á skipið hafði verið keypt hingað til lands frá Noregi, en var áður á norska skipinu Fröyvanden, en átti að fara hér á 1361. Erling KE 45, en hann sökk áður en brúin var sett á hann. Vísir hf. var með skipið á leigu meðan það var í eigu Skinneyjar/Þinganess og keypti síðan kvótalaust. Fór það eina ferð milli Grænlands og Kanada í ársbyrjun 2005 og var eftir það lagt í Kanada, þar til það var selt þarlendum aðilum. Hefur komið til Reykjavíkur a.m.k. tvisvar til viðgerða síðan.

Nöfn: Michelle-Cher, Hafrenningur GK 38, Hersir HF 227, Hersir ÍS 33, aftur Hersir HF 227, Hersir ÁR 2, Klettur SU 100, Nansen ÍS, aftur Klettur SU 100, Vigdís Helga VE 700, Gissur hvíti SF 55, Gissur hvíti GK 457, og Oujukoaq.

25.11.2009 11:53

Risalúða hjá ÓSK KE 5

Áhöfnin á Ósk KE-5 fékk risalúðu í netið hjá sér í gær.  Báturinn kom að landi um tvö leitið í gær með eitt tonn af þorski,  þrjú tonn af ufsa og eina risalúðu. Ekki var búið að  vigta lúðuna þegar ljósmyndara 245.is bar að garði, en talið er að hún sé um 110 kg að þyngd.

Heimild: 245.is


Guðmundur Fannar Sigurbjörnsson ánægður með fenginn. 

Mynd: Smári/245.is | lifid@245.is

25.11.2009 08:26

Hverjir eru þetta?

Hér birtast tvær myndir af skipum og spurt er hvaða skip þetta voru, þegar myndin var tekin og þau sem enn eru til, hvað heita þau í dag, eða hvað varð um hin sem ekki eru lengur til. Á efri myndinni eru þrír veir bátar sem allir eru á íslenskri skipaskrá í dag, þó einn þeirra hafi legi lengi í höfn. En á neðri myndinni eru skip sem bæði eru í útgerð, bæði hafa skipt um nöfn og annað er nú í eigu erlendra aðila og þá erlendis. þ.e. verið selt úr landi.


 Hér sjáum við tvo báta sem er spurt um, raunar þrjá báta og allir eru þeir í íslenskum skipastól ennþá, en einn þeirra hefur þó legið mikið við bryggju í nokkur ár. Hvað heita þeir allir þrír í dag? og hvað hétu þeir þegar myndin var tekin? Spurt er um þrjá báta.


      Hvað heita þessir tveir þegar myndin var tekin og hvað er hægt að segja um þá í dag? Annar hefur verið seldur úr landi en hinn er enn í fullri útgerð, en hefur skipt um nafn, hvað hét hann og hvað heitir hann í dag? Já þarna er spurt um tvo báta og þetta á að vera mjög létt gáta, varðandi þessa neðri mynd © myndir Emil Páll fyrir einhverjum tugum ára.


25.11.2009 00:00

Algjör lúxus og mjög flott

Stærsta farþegaskip heims Oasis of the Seas, séð innan frá


                                  © myndir af síðu Gunnars Jóhannssonar, Danmörku

24.11.2009 22:04

Bornholmstraffikken


                               © myndir af síðu Gunnars Jóhannssonar, Danmörku

Ferjan sem fer milli Ystad í Svíþjóð og Rönne á Bornholm er eingin smá smíði. Hún er 1 tima og 15 min að fara á milli sem eru 86 kilómetrar, tekur 1000 farþega og 165 bíla.

24.11.2009 21:13

Erlingur SI 30 / Erlingur KE 20

ÞESSI GEKK OFTAST UNDIR NAFNINU ERLINGUR EITT TONN....


             391. Erlingur SI 30, á Siglufirði á fjórða áratug síðustu aldar © mynd Kiddi Hall


                  391. Erlingur KE 20, á siglingu á Stakksfirði © mynd Snorri Snorrason


                           391. Erlingur KE 20, í Keflavíkurhöfn © Emil Páll

Smíðaður á Akureyri 1933. Sökk í Sandgerðishöfn í okt. 1979. Náð upp degi síðar, en dæmdur ónýtur.

Gekk oftast undir nafninu Erlingur Eitt tonn.

Nöfn: Erlingur SI 30, Erlingur ÍS 321, Erlingur RE 321, Erlingur KE 20, Erlingur Björn KE 20