Færslur: 2009 Nóvember

18.11.2009 18:32

Grímsey ST 2
                                 741. Grímsey ST 2 © myndir Jón Halldórsson  2009

Smíðaður hjá Scheepswerft Kaaer í Zaandam, Hollandi 1955.

Nöfn: Sigurbjörg SU 88, Sigurbjörg GK 527, Sólborg GK 527, Sigurjón Helgi GK 527, Ársæll SH 88, Benni Vagn ÍS 96, Reynir AK 18, Auðbjörg II SH 97, Grímsey ST 2, Grímsey ST 102 og aftur Grímsey ST 2.

18.11.2009 17:37

Ásbjörg ST 9 / Númi KÓ 24 / Númi HF 62


                   1487. Ásbjörg ST 9, í Keflavíkurhöfn  © mynd Emil Páll


                          1487. Númi KÓ 24, í Hafnarfirði © mynd Emil Páll í júli 2009


                    1487. Númi HF 62, í Reykjavík © mynd Emil Páll í ágúst 2009

Smíðanr. 15 hjá Skipavík hf., Stykkishólmi 1977 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Báturinn hljóp af stokkum 15. júní 1977 og var afhentur 1. júlí.

Nöfn: Ásbjörg ST 9, Ásbjörg RE 79,  Alli Júl ÞH 5, Valdimar SH 106, Númi KÓ 24 og núverandi nafn er Númi HF 62.

18.11.2009 16:55

Poseidon EA 303


                                  1412. Poseidon EA 303 © mynd Jón Halldórsson

18.11.2009 16:09

Einn á eyðieyju...                         Einn á eyðieyju.... © mynd Emil Páll í morgun 18. nóv. 2009

18.11.2009 14:20

Kræklingaeldi Grímseyjarmanna á Ströndum

Hér birtum við skemmtilega myndasyrpu sem Jón Halldórsson sem einnig er með vefinn holmavik.123.is, hefur tekið og heimilað okkur að nota hér. Um er að ræða Kræklingaræktun/eldi þeirra sem gera út Grímsey ST 2 og gengur það vel. Sýna myndirnar sem eru viku gamlar m.a. flokkun, sem þá stóð yfir og mun útlitið vera mjög gott að sögn vefsins.


   Kræklingaeldi Grímseyjarmanna á 741. Grímsey ST 2 © myndir Jón Halldórsson, Hólmavík.123.is

18.11.2009 08:57

Keflvíkingur KE 100 / Marta Ágústsdóttir GK 14


                                                  967. Keflvíkingur KE 100


                                      967. Keflvíkingur KE 100, í höfn í Njarðvík


                              967. Marta Ágústsdóttir GK 14, í Njarðvíkurhöfn


                                 967. Marta Ágústsdóttir GK 14, í Grindavík


                                967. Marta Ágústsdóttir, í Njarðvíkurslipp 2008


                   967. Marta Ágústsdóttir GK 14, í Grindavík 2008 © myndir Emil Páll

Smíðanr. 403 hjá Veb. Elbewerdt í Boizenburg, Þýskalandi 1965, eftir teikningu Hjálmar R. Bárðarsonar. Yfirbyggður að hluta við bryggju í Njarðvik 1976 og framkvæmdum lokið í Danmörku 1977-78. Um leið var hann lengdur þar ytra.

Samkvæmt sölusamningi átti Miðnes hf. að afhenta Njáli hf. skipið 15. nóv. 1995 en gerði ekki. Fóru leikar því þannig að kaupandi krafðist með dómi að skipið yrði tekið úr vörslu seljanda og féll sá dómur 9. feb. 1996 og var skipið kyrrsett á Reyðarfirði 12. feb. og eftir það var samið um afhendingu að lokinni loðnuvertíð.

Nöfn: Keflvíkingur KE 100, Bergur Vigfús GK 53, Marta Ágústsdóttir GK 31 og núverandi skráning er Marta Ágústsdóttir GK 14.

18.11.2009 08:35

Gjafar VE 600 / Oddgeir EA 600


                                    1039. Gjafar VE 600, í höfn í Vestmannaeyjum


      Hér sjáum við 1039. Gjafar VE 600, lengst til vinstri, aftan við hann er það 556. Elliðaey VE 45, ekki klár á þessum bláa, en hér fremst er það afturendinn á 244. Glófaxa VE 300, í Vestmannaeyjum


                            1039. Oddgeir EA 600 í Grindavíkurhöfn 2009


                      1039. Oddgeir EA 600, í Grindavík 2008  © myndir Emil Páll

Smíðanr.  445 hjá Veb. Elbewerft í Boizenburg, Þýskalandi 1967. Yfirbyggður 1979. Lengdur hjá Stálsmiðjunni, Reykjavík. Seldur úr landi til Svolfaar, Noregi 22. okt. 1976. Keyptur aftur til landsins 7. okt. 1977. Kom sem Jóhann Gíslason til Þorlákshafnar 22. mars 1977 og sem Gjafar VE 600 til Vestmannaeyja 21. ágúst 1977.

Nöfn: Magnús Ólafsson GK 494, Njörvi SU 620, Víðir AK 63, Víðir, Jóhann Gíslason ÁR 42, Gjafar VE 600 og núverandi nafn Oddgeir EA 600.

18.11.2009 00:00

Plastbátar - Snæfellsnesi - Hafnarfirði og Grindavík


                                       2678. Landey SH 31, í höfn á Grundarfirði


                               6241. Sigþór Pétursson SH 141, í Ólafsvíkurhöfn


                                     2174. Smyrill SH 29, í Ólafsvíkurhöfn


                                  7180. Snarfari GK 22, í höfn í Grindavík


                                 2560. Stakkhamar SH 220, í höfn á Rifi


                                     6412. Stjáni Þ. SH 80, í Grundarfjarðarhöfn


                                     7214. Stormur HF 31, í Hafnarfjarðarhöfn


               6860. Sturla SH 1, í höfn í Stykkishólmi © myndir Emil Páll í ágúst 2009

17.11.2009 23:17

Kvöldmyndir af Fróða II ÁR 38

Einn ljótasti bátur íslenska flotans Fróði II ÁR 38 kom til Keflavíkur í kvöld og tók ég eftirfarandi tvær myndir af honum í myrkrinu og bera að skoða þær sem slíkar.
   2773. Fróði II  ÁR 38 í Keflavíkurhöfn á tólfta tímanum í kvöld © myndir Emil Páll 17. nóv. 2009

17.11.2009 21:23

Keflavíkurhöfn fyrir einhverjum áratugum
   Myndasyrpa þessi sýnir Keflavíkurhöfn fyrir einhverjum tugum ára og þekki ég flesta bátanna, en gaman væri ef þið lesendur góðir þekktuð einhver nöfn og kæmuð með það. Ég mun a.m.k. ekki koma með nein nöfn alveg næstu daga © mynd Emil Páll

17.11.2009 20:20

Freyr KE 98


                                    1286. Freyr KE 98 © mynd Emil Páll


                                   1286. Freyr KE 98 © mynd Emil Páll

Smíðanúmer 5 hjá Stálsmiðjunni hf. Reykjavík 1972. Kom fyrst til heimahafnar í Keflavík 7. jan. 1973. Yfirbyggður 1991. Lengdur í Skotlandi 1995 eða 1996. Seldur til Skotlands 15. mars 1995. Sökk í Norðursjó 1999.

Nöfn: Freyr KE 98, Freyr SF 20, Andromeda FR 594 og Margona FR 594.

17.11.2009 20:09

Dagfari ÞH 70


                                          1037. Dagfari ÞH 70 kemur inn til Njarðvíkur


            1037. Dagfari ÞH 70, vel hlaðin í Njarðvíkurhöfn © myndir Emil Páll


                           1037. Dagfari ÞH 70 © mynd af málverki Emil Páll

Smíðanr. 443 hjá Veb. Elbewerft, Boizenburg, Þýskalandi 1967, eitt af 18 systurskipum eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarssonar, Lengdur og yfirbyggður 1977. Endurbyggður í Stálvík hf. Garðabæ 1978 - 1979, eftir bruna út af Vestfjörðum í okt 1978. Stytting 1995. Seldur í pottinn 2005.

Nöfn: Dagfari ÞH 70, Dagfari GK 70 og  Stokksey ÁR 40

17.11.2009 17:28

Jóna Eðvalds SF 200, Börkur NK 122 og Háberg EA 299 á síldveiðum á Kiðeyjarsundi í dag


 1100 til 1200 tonna kast hjá Jónu Eðvalds SF 200 í dag á Kiðeyjarsundi

Hér kemur smá myndasyrpa frá deginum í dag frá Svafari Gestssyni vélstjóra á Jónu Eðvalds SF 200: Við köstuðum k.l. 11:45 á Kiðeyjarsundi og dældum í okkur rúmum 900 tonnum og Háberg fékk restina. Lauslega áætlað hefur þetta verið allavegana um 1100-1200 tonna kast. Siglum nú sem leið liggur til Hafnar til löndunar. Eigum 1 túr eftir að öllu óbreyttu. Kv Svafar


                               1292. Börkur NK 122, á Kiðeyjarsundi í dag


                                              1293. Börkur NK 122, að veiðum


                              2654. Háberg EA 299, á Kiðeyjarsundi í dag


                                               2654. Háberg EA 299, í dag


  2654. Háberg EA 299, dælir úr nótu Jónu Eðvalds SF 200 í dag © myndir í dag 17. nóv. 2009

17.11.2009 13:12

Júpiter ÞH 363 og Þorsteinn ÞH 360 í Reykjavíkurslipp í morgun


             2643. Júpiter ÞH 363 og 1903. Þorsteinn ÞH 360 í Reykjavíkurslipp í morgun


                             2643. Júpiter ÞH 363, í Reykjavíkurslipp í morgun


     1903. Þorsteinn ÞH 360, í Reykjavíkurslipp í morgun © myndir Emil Páll 17. nóv. 2009

17.11.2009 08:59

Þéttur mastraskógur í Sandgerði

Þessi mynd er tekin úr Sandgerðishöfn, fyrir sögu plastbátanna, sennilega fyrir rúmum tveimur áratugum og sýnir þéttan mastraskóg.


                      Úr Sandgerðishöfn, fyrir sögu plastbátanna © mynd Emil Páll