Færslur: 2009 Nóvember

13.11.2009 15:52

Steinunn Finnbogadóttir RE 325 í útgerð á ný

Nú síðdegis kom Hans Jakob GK 150 með Steinunni Finnbogadóttur RE 325 sem legið hefur  í nokkur ár í Reykjavíkurhöfn, til Njarðvíkur, þar sem hann var tekinn upp í slipp. En báturinn mun eiga að fara á skutuselsveiðar á vegum Níelsar Ársælssonar.


  Hér sjáum við 1639. Hans Jakob GK 150, koma með 245. Steinunni Finnbogadóttur RE 325, til Njarðvíkur í dag og aðstoðar 2219. Seigur, bátanna © mynd Emil Páll í dag 13. nóv. 2009

13.11.2009 13:04

Helga Guðmundsdóttir BA 77 / Steinunn Finnbogadóttir RE 325


                           245. Helga Guðmundsdóttir BA 77 © mynd Snorri Snorrason


      245. Helga Guðmundsdóttir BA 77 © mynd úr Flota Patreksfjarðar, safn Sjómanndagsráðs

          245. Steinunn Finnbogadóttir RE 325 © mynd Emil Páll í dag 13. nóv. 2009

Smíðanr. 199 hjá Bolsönes Værft O A/S í Molde, Noregi 1964. Yfirbyggður við bryggju í Reykjavík af Vélsmiðju Orra hf. Mosfellssveit 1987. Hefur legið við bryggju í Reykjavík í fjölda ára, eða þar til í dag að hann var dreginn til Njarðvíkur þar sem hann er að fara í út gerð á ný og mun Skipasmíðastöð Njarðvíkur endurbæta bátinn.

Nöfn: Helga Guðmundsdóttir BA 77, Látraröst Ba 177, Ásborg RE 50, Ásborg GK 52 Dofri BA 25, Helga Guðmundsdóttir BA 77, Helga Guðmundsdóttir SH 108, Þórsnes SH 108, Steinunn Finnbogadóttir BA 325 og Steinunn Finnbogadóttir RE 325.

13.11.2009 12:55

Lómur BA 257 / Sólfari


                  1156. Lómur BA 257 © mynd úr Flota Táknfirðinga, Sigurður Bergþórsson


            1156. Sólfari, í höfn í Keflavík © mynd úr safni Markúsar Karls Valssonar

Smíðanr. 34 hjá Slippstöðinni hf. Akureyri 1961, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar.  Yfirbyggður 1987. Afskráður sem fiskiskip 2007. Hefur legið í Hafnarfjarðarhöfn í nokkur ár.

Nöfn: Arnbjörn RE 54, Elías Steinsson VE 167, Fagurey SH 71, Sólfari AK 170, Lómur SH 177, Lómur BA 257, Jón Klemenz ÁR 313, Trausti ÁR 313, Látraröst ÍS 100, Látraröst GK 306, Sólfari RE 26, Sólfari BA 26, Sólfari RE 16,og Sólfari SU 16.

13.11.2009 11:41

Dísa GK 19 seld úr landi


                     1930. Dísa GK 19, í höfn í Njarðvík © mynd Emil Páll 2009

Smíðanr. 4 hjá Skipasmiðjunni Herði hf. í Njarðvík og sjósettur 30. mars 1988. Lengdur 1991. Komst fyrr á þessu ári í eigu Landsbankans sem seldi hann strax úr landi.

Nöfn: Jón Pétur ST 21, Ívar SH 287, Ívar NK 124, Ívar SH 324, Kópur GK 19 og Dísa GK 19.

13.11.2009 08:22

Patrekur BA 64


                1640. Patrekur BA 64 © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Óli Rafn Sigurðsson

Skrokkur bátsins hafði smíðanr. 131 hjá FEABöMarstrand Verken A/B, Marstad, Svíþjóð og síðan í Noregi. Kom skrokkurinn hingað til lands í september 1980. Skipið var síðan fullfrágengið og lengt um 6 metra hjá Skipavík hf. í Stykkishólmi og fékk þá smíðanr. 21 frá þeirri stöð. Afhentur 4. nóvember 1982. Seldur til Seychelles, Suður-Afríku 2003 og þaðan til Namibú 2005 og til Belize á sama ári.

Nöfn: Patrekur BA 64, Valur SU 68, Gyllir ÍS 261, Hraunsvík GK 90, Hraunsvík, Hraunsvík L-1213 og enn Hraunsvík

13.11.2009 08:17

Sölvi Bjarnason BA 65


   1556. Sölvi Bjarnason BA 65, nýr í heimahöfn © mynd úr Flota Tálknafjarðar, Óli Rafn Sigurðsson

13.11.2009 00:00

Morocco


                                                          Frá höfninni


                                                           Frá höfninni


                                                        Frá Laayoune


                                         Hafnargarðurinn í Agadir. Dolitar


                                                           Höfnin


                             Hitastig mælt í sardínu  © myndir Svafar Gestsson

12.11.2009 23:41

Árni Friðriksson á leið úr suðurhöfum


                              2350. Árni Friðriksson RE 200 © mynd af arnif.123.is

Á heimleið úr suðurhöfum!

Já, takk fyrir góðan dag! Verkefni lokið í bili og Árninn með skrúfuna á 130 sn/mín. með stefnuna í 16°. Við erum vonandi loksins komnir í netsamband sem ætlar að tolla eitthvað en það hefur verið ansi rólegt á bloggfréttastofunni vegna skorts á sambandi við veraldarvefinn.
Það er búið að vera fínasta veður á okkur á heimleiðinni, reyndar kominn smá kaldaskítur núna, en þetta er þriðji sólarhringurinn á heimstími. Áætluð heimkoma er upp úr miðnætti á aðfaranótt laugardagsins, enda hátt í 1100 sjómílna kippur heim.Þessa færslu fundum við á vef Árna Friðrikssonar RE 200

12.11.2009 22:35

Seinheppnin eltir suma

Grétar Mar Jónsson útgerðarmaður og eigandi Sölku GK 79, telst heldur betur seinheppinn þessa dagana. Því þar sem tók nýverið leigutilboði í bát sinn frá öðrum útgerðarmanni, sem hafði verið sviptur veiðileyfi á bát sínum í 6 vikur, varð hann fyrir því í dag að Fiskistofa hafði afskipti af bát Grétars þar sem hann var gerður út af leigutakanum. Ástæðan var sú að hann landaði í dag 200 kg. af fiski umfram kvóta í Sandgerði. Samkvæmt viðtali við DV í kvöld óttast Grétar nú að sinn bátur verði einnig sviptur veiðileyfi, þó um fyrsta brot sé að ræða. Einnig sér Grétar fram á fjárhagslegt tjón, en leigutíminn var til 13. desember nk og hafði Grétar tekið lof af leigutaka að hann myndi passa upp á að slíkt gerist ekki, að því er fram kemur í DV.

12.11.2009 21:31

Bara ég.....


       Bara ég.............  © mynd Emil Páll í Sandgerði á níunda áratugnum.

12.11.2009 21:26

Akkerið í Sandgerði

Fyrir nokkru síðan birti ég mynd á síðu Þorgeirs af akkeri sem staðsett er við hús björgunarsveitarinnar Sigurvonar í Sandgerði. Ekki vissi ég þá hvaðan akkerið var og hef reynt að grennslast fyrir um það síðan. Kom þá í ljós að Sigurður Stefánsson kafari fann það á hafsbotni á hafnarsvæði Keflavíkurhafnar og með heimild hafnaryfirvalda náði hann því upp, en ekki er vitað frá hvaða skipi það er.


                         Akkerið í Sandgerði © mynd Emil Páll 17. okt. 2009

12.11.2009 19:08

Sigurpáll GK 375 / Sigþór ÞH 100


                                    185. Sigurpáll GK 375 © mynd Snorri Snorrason


                          185. Sigþór ÞH 100 © mynd Þorgeir Baldursson

Smíðanr. 46 hjá Marstrand Mekanisk Verksted A/B i Marstrand, í Svíþjóð 1963. Kom til Sandgerðis laust fyrir kl. 20 laugardginn 13. apríl 1963 eftir 7 mánaða smíðatíma. Endurbyggður hjá Dráttarbraut Keflavíkur hf. Keflavík 1974-1977. Yfirbyggður 1987. Lengdur, skutur sleginn út og nú brú, gert í Þýskalandi 1987.
 
Báturinn var dreginn logandi til Njarðvíkur 29. mars 1974 af Ásgeir Magnússyni II GK 59, en eldur kom upp í bátnum er hann var staddur 8 sm. út af Stafnesi.
Aftur kom upp eldur í bátnum og nú við bryggju í Sandgerði 20. feb. 2005 og stórskemmdist hann og var ákveðið að gera ekki við hann heldur láta hann í pottinn. Slitnaði báturinn aftan úr Brynjólfi ÁR sem var að draga hann og var einnig á leið í pottinn, er skipin voru við Færeyjar. Kom Færeyska varðskipið Brymill að því mannlausu á reki og tók það í tog og dró til Færeyja að morgni 10. okt. 2005. Var skipið síðan dregið til Esbjerg í Danmörku, en þangað hafði förinni verið heitið og þangað kom það í maí 2006.

Nöfn: Sigurpáll GK 375, Sigþór ÞH 100, Þorvaldur Lárusson SH 129, Straumur RE 79 og Valur GK 6.

12.11.2009 16:57

Fylgst með ferðum risaolíuskips út af DyrhólaeyAf vef Landhelgisgæslunnar:

Olíuskip á siglingu undan Suðausturlandi með 106 þús. tonn af hráolíu

Fimmtudagur 12. Nóvember 2009

Olíuskipið URALS STAR er nú á siglingu undan Suðausturlandi með 106 þúsund tonn af hráolíu innanborðs. Skipið stefnir 12 mílur suður af Dyrhólaey en skipið er á leið frá Murmansk til austurstrandar Bandaríkjanna með olíu til hreinsunar. Skipið tilkynnti ekki siglingu sína innan hafsvæðisins eins og lög og reglur gera ráð fyrir og hafði því vaktstöð siglinga/stjórnstöð Landhelgisgæslunnar samband við skipið kl. 15:10 í dag. Var skipið þá um 22 sjómílur SA-af Hrollaugseyjum. Olíuskipið URALS STAR er um 115.000 brúttótonn, 254 metrar að lengd og 44 metrar að breidd, með eins og fyrr segir 106.000 tonn af hráolíu innanborðs.
Var skipstjóri upplýstur um óskir Íslands um að öll skip á leið um lögsöguna upplýsi um ferðir sýnar, ekki síst skip af þessari stærð og með slíkan farm. Skipstjóra virtist ekki vera kunnugt um reglur þessar en vinnur nú í senda vaktstöð siglinga/stjórnstöð Landhelgisgæslunnar nauðsynlegar upplýsingar.  
Breytt heimsmynd ásamt hlýnun loftslags á norðurslóðum hefur þau áhrif að Landhelgisgæslan hefur orðið vör við mikla aukningu flutninga- og farþegaskipa á Norður Atlantshafi. Stærð þessara skipa fer sífellt vaxandi og er því nauðsynlegt að vera viðbúin óhöppum sem geta orðið á íslenska hafsvæðinu. Smíði varðskipsins Þórs er liður í þeim viðbúnaði enda þarf mikinn togkraft til að geta aðstoðað stór olíu- og flutningaskip sem lenda í óhöppum.  Þór er öflugt dráttarskip með 120 tonna togkraft sem sem er tvöfalt meiri en togkraftur en íslensku varðskipanna Ægis og Týs.
Grannt er fylgst með skipinu í eftirlitsbúnaði stjórnstöðvarinnar enda afar viðkvæmur farmur um borð sem myndi valda miklum skaða ef eitthvað færi úrskeiðis.

Myndir vesseltracking.com og  ships-info.info

Urals-Star-142370

URALS STAR

12.11.2009 16:36

Ragnar GK 233 / Smári ÞH 59


                           1533. Ragnar GK 233, í höfn í Keflavík © mynd Emil Páll


                   1533. Smári ÞH 59, í höfn á Akureyri © mynd Þorgeir Baldursson

Smíðanr. 454 hjá Bátalóni hf. Hafnarfirði 1979. Lengdur 1990 og 1998. Hefur að mestu legið við bryggju frá árinu 2005 s.s. á Húsavík og Akureyri.

Nöfn: Gísli á Hellu HF 313, Ragnar GK 233, Bylgja II VE 117, Gestur SU 160, Vigur SU 60 og Smári ÞH 59

12.11.2009 16:26

Reynir GK 47 / Reynir GK 355


                     733. Reynir GK 47, við bryggju í Njarðvík, © mynd Emil Páll


            733. Reynir GK 355, kemur að landi í Njarðvík © mynd Emil Páll 2008

Smíðaður hjá N. Chr. Hjörnet & Sön, Strandby, Danmörku 1958. Stórviðgerða og breytingar hjá Dráttarbraut Keflavíkur hf. 1982.

Nöfn: Reynir VE 15, Reynir ÁR 18, Reynir GK 47, Siggi Magg GK 355 og núverandi nafn Reynir GK 355.