Færslur: 2009 Nóvember

11.11.2009 00:00

Plastbátar


  5843. Júlíanna Guðrún GK 313, í Sandgerðishöfn í ágúst 2009, en bátur þessi hefur verið innsiglaður í meira en heilt ár fyrir að róa án kvóta


                       2086. Mangi í Búðum SH 85, í Ólafsvíkurhöfn í ágúst 2009


                        6634. Nonni GK 129, í Grófinni Keflavík í júlí 2009


                         7082. Rakel SH 700, í Ólafsvíkurhöfn í ágúst 2009


                        6936. Sandvík ST 20, í höfn í Grindavík í ágúst 2009


                        6117. Sigrún Ásta HF 6, í Hafnarfjarðarhöfn í ágúst 2009


              6546. Sigurborg SH, í Ólafsvíkurhöfn í ágúst 2009 © myndir Emil Páll

10.11.2009 21:34

Sigursæll AK 18 / Veiga ÍS 19


  1148. Sigursæll AK 18, í höfn í Vestmannaeyjum, en þó skráður sem Valaberg VE 6 © mynd Jóhann Þórlindsson 2009


     1148. Veiga ÍS 19. í höfn í Súðavík í dag © mynd Jón Grunnvíkingur 10. nóv. 2009

Smíðanr. 24 hjá Trésmiðju Austurlands hf. á Fáskrúðsfirði 1971, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Sökk í höfninni á Súðavík 8. mars 2002, Slökkvilið Ísafjarðar bjargaði bátnum upp samdægurs og var hann dreginn til Ísafjarðar til viðgerðar.

Bátur þessi hefur í raun samkvæmt opinberum skýrslum borið þrjú nöfn það sem af er árinu, þó aðeins tvö þeirra hafi verið máluð á hann. Nöfn þessi eru Sigursæll AK 18, sem seldur var til Vestmannaeyja í apríl þar sem hann var skráður sem Valaberg VE 6 og í júní var hann aftur seldur og nú til Laxdals ehf. í Súðavík þar sem hann fékk nafnið Veiga ÍS 19.

Annars er saga hans þessi: Bára RE 26, Hringur SH 35, Hringur HU 42, Bára ÍS 66 ( í 24 ár), Sigursæll AK 18, Valaberg VE 6 og núverandi nafn Veiga ÍS 19.

10.11.2009 18:57

Jón Júlí BA 157 og Kópur BA 175


   610. Jón Júlí BA 157 og 1063. Kópur BA 175 © mynd úr Flota Tálknafjarðar, Bibbý Villers

10.11.2009 18:39

Gígjasteinn SH 237


                                  694. Gígjasteinn SH 237 © mynd Emil Páll 1987

Smíðaður í Skipasmíðastöð KEA á Akureyri 1957. Sökk í Skerjadýpi um 40 sm. VSV af Reykjanesi 25. júní 1992.

Nöfn: Níels Jónsson EA 6, Níels Jónsson EA 106, Arnarnes ÍS 133, Arnarnes HF 43, Arnarnes EA 206, Kristján Stefán ÞH 119, Hari HF 69, Káraborg HU 77, Magnús SH 237, aftur Káraborg HU 77, Gígjasteinn SH 237, Gunnar Sveinn GK 237, Geiri í Hlíð GK 237, og að lokum enn og aftur Káraborg HU 77.

10.11.2009 14:41

Brimnes BA 800


              1527. Brimnes BA 800 © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Sigurður Bergþórsson

Smíðanr. ?? hjá Dráttarbrautinni hf. Neskaupstað og nr. 19 hjá Skipavík hf. Stykkishólmi, 1979. Skrokkurinn var smíðaður á Neskaupstað, en fullnðarfrágangur fór fram í Stykkishólmi. Afhentur 8. febrúar 1979. Báturinn var upphaflega smíðaður fyrir Síldarvinnsluna hf. á Neskaupstað en þeir hættu við. Lengdur, nýr skutur o.fl. breytingar gerðar hjá Slippstöðinni hf. Akureyri 1999.

Nöfn: Gullfaxi SH 125, Særún EA 251 og Brimnes BA 800.

10.11.2009 08:29

Geir BA 326 / Geir KE 67 / Faxi RE 24


               1581. Geir BA 326 © mynd úr Flota Tálknafjarðar, Sigurður Bergþórsson


                        1581. Geir KE 67, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll


                 1581. Faxi RE 24, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll í ágúst 2009

Smíðanr. 462 hjá Bátalóni hf. í Hafnarfirði 1981. Afhentur 1. apríl 1981. Lengdur Bátalóni hf. í júní 1984. Breytt í farþegaskip m.a. til hvalaskoðunar í Njarðvík maí til júní 2007.

Nöfn: Halldór Runólfsson NS 301, Geir KE 67, Þorsteinn Pétursson BA 326, Geir BA 326, Geir ÍS 280, Berghildur SK 137 og núverandi nafn Faxi RE 24.

10.11.2009 08:14

Guðfinnur KE 19 / Bergur Vigfús GK 100 / Hannes Andrésson SH 737


                        1371. Guðfinnur KE 19,í Keflavíkurhöfn  fyrir allar breytingar


                          1371. Bergur Vigfús GK 100, árið 2003, trúlega í Keflavík


         1371. Hannes Andrésson SH 737, í höfn á Akranesi 2008 © myndir Emil Páll

Smíðanr. 4 hjá Vélsmiðjunni Stál hf. á Seyðisfirði 1974. Lengdur, breikkaður og sett á hann perustefni hjá Ósey hf, Hafnarfirði, haustið 1995. Endurbótum lokið hjá Ósey vorið 1996 og síðasta áfanga lauk síðan hjá sama fyrirtæki 17. júní 1997. Þá var hann lengdur og hækkaður og nánst sem nýr á eftir.

Frá mars 2002 til október 2003 lá báturinn að undanskildum nokkrum mánuðum veturinn 2003 við bryggju í Sandgerði.

Nöfn: Vingþór NS 341, Sturlaugur ÁR 77, Guðfinnur KE 19 (í 21 ár), Bergur Vigfús GK 100, Guðrún HF 172, Linni SH 303, Linni II SH 308, Hjalteyrin EA 310 og núverandi nafn Hannes Andrésson SH 737

10.11.2009 00:00

Ghana


                                                          Humar


                                               Humar © myndir Svafar Gestsson

09.11.2009 21:07

Sigldi á flotbryggjuna í Sandgerði í dagSigurður hjá Köfunarþjónustu Sigurðar ehf. flutti Mumma GK-54 til viðgerðar hjá Bátasmiðjunni Sólplast

Línu- og handfærabáturinn Mummi GK-54 varð fyrir því óhappi í dag að bilun kom upp í búnaði með þeim afleiðingum að báturinn sigldi á flotbryggjuna. Við það kom stórt og mikið gat á stefnið eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Myndir: Smári/245.is | lifid@245.is

09.11.2009 20:01

Garpur RE 58 og Gustur RE 136 í Reykjavík


                        6158. Garpur RE 58, í höfn í Reykjavík 12. október 2009


   6344. Gustur RE 136, í Reykjavíkurhöfn 15. okt. 2009 © myndir Sigurður Bergþórsson

09.11.2009 18:14

Ás ÍS 63 / Nökkvi KE 87


                          1821. Ás ÍS 63, í höfn í Njarðvík © mynd Emil Páll 1990


                          1821. Nökkvi KE 87, í Grófinni © mynd Emil Páll 1995

Framleiddur í Hafnarfirði 1987. Fargað 14. júlí 1998.

Nöfn: Ás ÍS 63, Sporður KE 160, Ingólfur KE 160, Ingólfur RE 464, Nökkvi ÍS 204, Nökkvi KE 87 og Guðrún NS 111.

09.11.2009 13:07

Ósk KE 5


                                              1305. Ósk KE 5 © mynd Emil Páll

Smíðanr. 13 hjá Skipavík hf. Stykkishólmi 1973 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar.

Eftir að báturinn komst í eigu Kóps ke 8 ehf,í sept. 2005,  lá báturinn mest við bryggju í Sandgerði, eða þar til hann var seldur til Bolungarvíkur og átti þá að nota hann til siglinga fyrir ferðamenn um Ísafjarðardjúp og Jökulfirði og kom hann þangað vestur 14. júlí 2005 og hefur síðan legið þar við bryggju.

Nöfn: Auðbjörg HU 6, Auðbjörg EA 22, Ósk KE 5, Ósk II KE 5, Björgvin GK 26, Björgvin á Háteigi GK 26, Benni Sæm GK 26 og Garðar GK 53.

09.11.2009 12:55

Ósk KE 5 / Maron GK 522


                                        363. Ósk KE 5 © mynd Emil Páll


                      363. Maron GK 522, í Njarðvík © mynd Emil Páll 2008

Smíðaður í Skipasmíðastöðinni Holland Launch N.v. í Amsterdam, Hollandi 1955. Stórviðgerð Keflavík 1972. Lengdur 1988. Nýtt þilfarshús Hafnarfirði 2002.

Nöfn: Búðafell SU 90, Hópsnes GK 77, Hafberg GK 377, Torfhildur KE 32, Bjargey SH 230, Þröstur HU 131, Þröstur ÍS 222, Þröstur HF 51, Þröstur KE 51, Ósk KE 5, Þórunn GK 97 og núverandi nafn Maron GK 522.

09.11.2009 12:39

Skarfur GK 666 / Lucky Star


                      1023. Skarfur GK 666, í Grindavíkurhöfn © mynd Emil Páll 2003


                Lucky Star, út af Vatnsnesi, Keflavík © mynd Emil Páll 21. feb. 2009

Smíðanr. 438 hjá V.E.B. Elbe Werft í Boizenburg, Þýskalandi 1967. Yfirbyggður 1984. Eftir að báturinn var seldur erlendis stóð til að breyta honum í þjónustubát fyrir túnfiskveiðiskip, en það var aldrei gert. Skipið sem var selt 2008, fór ekki frá Ólafsvík fyrr en 20. feb. 2009, en þó ekki langt því það lá inni á Keflavíkinni í vari vegna slæmrar veðurspár 21. feb. 2009. Þá stóð til að það sigldi til  nýrra eiganda í Grikklandi, en það komst þó ekki nema til Kinsali á Suður-Írlandi, en þar strauk skipstjórinn frá borði og aðrir áhafnarmeðlimir voru handteknir af lögreglu og því var skipið þar, þangað til það var selt til Hollands í september sl.

Sem Skarfur GK 666 vann áhöfnin til fjölda viðurkenninga undir skipstjórn Péturs heitins Jóhannssonar. Fyrir uta að vera með aflahæstu skipum, fékk það viðurkenningu frá Fiskmarkaði Suðurnesja fyrir góð gæði og ísun aflans. Einnig viðurkenningu frá Siglingamálastofnun ríkisins fyrir góða umhirðu og gott ástand öryggismála.

Nöfn: Sléttanes ÍS 710, Sölvi Bjarnason BA 65, Eyjaver VE 7, Fylkir NK 102, Skarfur GK 666, Faxaborg SH 207, Lucky Star og nú aftur Faxaborg með heimahöfn í Freetown, Sierra Lione, en eigandi er í Hollandi.

09.11.2009 00:03

Sandgerði


           Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll á áttunda eða níunda áratug síðustu aldar