Færslur: 2009 Nóvember

07.11.2009 16:53

Jón Pétur ST 21


          1786. Jón Pétur ST 21, tilbúinn til sjósetningar, í Sandgerði © mynd Emil Páll 1987

Smíðanr. 3 hjá Skipasmiðjunni Herði hf. í Sandgerði á árunum 1982-1987. Brann 1.sept. 1988 á Faxaflóa. Flakið dregið til Sandgerðis 2. sept. 1988 af Sandgerðingi GK 268 og síðan tekið upp í Njarðvíkurslipp, þar sem Stefán Albertsson endurbyggði bátinn og breytti og var þeim framkvæmdum lokið 18. ágúst 1990. Farga átti bátnum 24. feb. 1995, en þess í stað var hann seldur til Færeyja

Nöfn: Jón Pétur ST 21, Jón Pétur II ST 21, Jón Pétur ST 211, Abba GK 247, Abba, Vikartindur, Vikartindur I og Fiskatangi FD 1209.

07.11.2009 11:20

Aron ÞH 105 / Stormur SH 333


                      586. Aron ÞH 105 í höfn í Njarðvík © mynd Emil Páll


                             586. Stormur SH 333 í höfn í Njarðvík © mynd Emil Páll

Smíðaður hjá Evera-Werft í Niendorf-Ostsee, Þýskalandi 1959 og kom til heimahafnar á Ísafirði á jólunum 1959. Báturinn er teiknaður af Egil Þorfinnssyni.

Bátur þessi var upphaflega smíðaður fyrir Guðfinn sf. í Keflavík og átti að heita Árni Geir KE 31, en vegna greiðsluvandamála hjá Ísfirðingunum, fékk Guðfinnur sf. þeirra bát þar sem hann var fyrr tilbúinn, en Hrönn hf. fékk þennan, en báðir bátarnir eru systurskip og hinn heitir nú Arnar í Hákoti SH.

Báturinn lá við bryggju í Kópavogshöfn í nokkurn tíma og sökk þar við bryggju 19. mars 2003, er verið var að bíða með að farga honum. Var honum náð upp og spurning hvað ætti að gera við hann og því var hann færður út á legu á Kópavognum. Þar slitnaði hann upp 30. nóv. 2006 og rak í strand undir Gálgahrauni i Garðabæ. Náð út aftur 2.des. 2006 og afskráður sem fiskiskip. Í nóv. 2007 var hann tekinn upp í Skipasmíðastöð Njarðvíkur þar sem til stóð að endurbyggja hann og breyta í hvalaskoðunarskip. Var þó tekin aftur niður og lagt við bryggju í Njarðvíkurhöfn í júlí 2008, þar sem ljóst var að bið yrði á framkvæmdum og óttast var að báturinn myndi þorna of mikið uppi í slipp.

Nöfn: Guðbjörg ÍS 14, Hrönn ÍS 46, Sæbjörg SH 23, Farsæll SH 30, Langanes ÞH 321, Björg Jónsdóttir ÞH 321, Fagranes ÞH 321, Aron ÞH 105, Reistarnúpur ÞH 273 og núverandi nafn Stormur SH 333.

07.11.2009 11:06

Gaui Gamli VE 6 / Ragnar Alfreð GK 183


                        1511. Gaui Gamli VE 6 © mynd Þorgeir Baldursson 1999


              1511. Ragnar Alfreð GK 183, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll í nóv. 2009

Smíðanr. 13 hjá Guðmundi Lárussyni á Skagaströnd, árið 1978 og þriðji plastbáturinn sem stöðin afhenti, en það var gert 7. maí 1978.

Nöfn: Sif ÍS 90, Jóhannes Gunnar GK 74, Freyr HF 134, Vörðurfell GK 205, Sandvík SK 188, Sandvík II SK 189, Gaui Gamli VE 6, Pétursey VE 6, Sólveig GK 39, Ragnar Alfreð HU 7 og núverandi nafn Ragnar Alfreð GK 183.

07.11.2009 00:00

Gömlu togararnir: Bragi - Egill Skallagrímsson og Geir

 


 Bragi Brutto 321 smálestir vélaaafl 600 hp Eigandi Geir & Thorsteinsson Reykjavík


  Egill Skallagrímsson Brutto 308 smálestir vélaafl 600 hp Eigandi Kveldúlfur h/f Reykjavík


   Geir Brutto 306 smálestir vélaafl 550 hp Eigandi Hrönn h/f Reykjavík © myndir úr safni Svafars Gestssonar

06.11.2009 21:17

Þuríður Halldórsdóttir GK 94


                             1009. Þuríður Halldórsdóttir GK 94 © mynd Emil Páll

Smíðanr. 262 hjá Lindstöls Skips & batbyggeri A/S, í  Risör, Noregi 1966. Breytt í skutskip á Ísafirði 1970. Yfirbyggður hjá Stálvík hf. Garðabæ 1986. Úreldingastyrkur samþykktur 12. jan. 1995, en var ekki notaður.

Nöfn: Sóley  ÍS 225, Sóley ÁR 50, Þuríður Halldórsdóttir GK 94, Kristbjörg II ÞH 244, Kristbjörg ÞH 44 og núverandi nafn Röst SK 17.

06.11.2009 21:11

Sæþór KE 70


                                           1173. Sæþór KE 70 © mynd Emil Páll

Smíðanr. 9 hjá Skipavík hf. Stykkishólmi 1971 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Brann og sökk út af Ólafsvík 16. júlí 2001.

Nöfn: Sæþór KE 70, Sigrún GK 380, Egill SH 195, Egill SH 193, Krossey SF 26,  Jón Erlings GK 222, Dagný GK 295 og Dritvík SH 412.

06.11.2009 19:49

40 þús. tonna síldarkvóti

Hafrannsóknastofnunin leggur til 40.000 tonna kvóta fyrir íslenska sumargotssíld á fiskveiðiárinu 2009/10. Jafnframt leggur stofnunin til að veiðunum verði stýrt þannig að tryggt verði að sýnataka dreifist yfir hefðbundinn vertíðartíma svo hægt verði að fylgjast náið með þróun sýkingar í stofninum. HEIMILD mbl.is

06.11.2009 19:02

Patreksfjörður


                  Patreksfjarðarhöfn © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Halldór Ingólfsson


                               Patreksfjörður © mynd úr Flota Patreksfjarðar

06.11.2009 16:23

Björgvin SH 21


                          341. Björgvin SH 21, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll

Smíðaður í Rödvik, Danmörku 1947. Kom í fyrsta sinn hingað til lands og þá til Keflavíkur 9. júní 1947. Dæmdur ónýtur 15 ágúst 1979. Bátnum var lagt upp í fjöru niður af Þingvallarbænum á Snæfellsnesi og var þar enn í ágúst 2009.

Nöfn: Björgvin GK 482, Björgvin KE 82, Hafnarberg ÁR 21 og Björgvin SH 21.

06.11.2009 16:18

Blakkur RE 335


                                  893. Blakkur RE 335 © mynd Emil Páll

Smíðaður í Skipasmíðastöð Marsellíusar Bernhardssonar, Ísafirði 1955. Talinn ónýtur 28. okt. 1987.

Nöfn: Vilborg KE 51, Blakkur RE 335 og Skálavík SH 208.

06.11.2009 10:45

Kambaröst RE 120 brytjuð niður í Njarðvík

Kambaröst RE 120, sem legið hefur í Þorlákshöfn nú í rúm 3 ár og til stóð að færi á síðasta ári erlendis í pottinn, en af varð ekki, hefur nú farið sína síðustu ferð. Sú ferð var til Njarðvíkur, en þangað var hún dregin og mun verða tekin upp í slipp hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur, þar sem fyrirtækið Funa mun brytja hann niður í brotajárn.


       120. Kambaröst RE 120, í Njarðvíkurhöfn í morgun © mynd Emil Páll 6. nóv. 2009

Saga þessa skips var rakin í máli og myndum hér á síðunni fyrir nokkrum dögum og því ekki ástæða til að endurtaka það nú.

06.11.2009 07:26

Albert GK 31 / Oddeyrin EA 210


                             1046. Albert GK 31 © mynd úr safni Emils Páls


                          1046. Oddeyrin EA 210 © mynd Þorgeir Baldursson 2000

Smíðanr. 91 hjá Flekkefjord Slipp Maskinfabrikk Verksted A/S, Flekkefjord, Noregi 1967. Lengdur Noregi 1976 og aftur 1987. Yfirbyggður Noregi 1976.  Kom nýr til Neskaupstaðar 6. júlí 1967, seldur þaðan til Grindavíkur samkvæmt afsali dags 14. desember 1972. Fór í pottinn fræga til Danmerkur í júní 2005.

Nöfn: Birtingur NK 119, Albert GK 31 og Oddeyrin EA 210.

06.11.2009 07:18

Eldborg GK 13 / Albert GK 31


                                    238. Eldborg GK 13 © mynd Snorri Snorrason


                               238. Albert GK 31 © mynd úr safni Emils Páls

Smíðanr. 200 hjá Bolsönes Verft A/S, Molde, Noregi 1964. Yfirbyggður hjá Vélsmðjunni Herði hf. við bryggju í Njarðvík 1978. Seldur úr landi til Hollands 21. júní 1996 og er það til ennþá.

Nöfn: Eldborg GK 13, Albert GK 31, Hamra-svanur SH 201, Hamrasvanur II SH 261 og Ensis KG 8.

06.11.2009 00:00

Morocco


                                                       Björgunarbátur


                                                            Fiskiskip


                                                       Fiskiskip


                                      Fosfatfæriband 350 km. langt


                                                                Hannes


                                              Sandskipið Hannes


                                       Herskip © myndir Svafar Gestsson

05.11.2009 21:25

Dúan, Lundi og Raggi


                                                   6868. Dúan HF 157


                                                950. Lundi


       5996. Raggi RE 59 © myndir Sigurður Bergþórsson, í Reykjavíkurhöfn 15. okt. 2009