Færslur: 2009 Nóvember

17.11.2009 08:42

Suðurnes KE 12 / Siglfirðingur SI 150


     1407. Suðurnes KE 12, í fyrsta sinn í heimahöfn, Keflavík © mynd Emil Páll í mars 1974


          1407. Siglfirðingur SI 150 © mynd úr safni Emils Páls, ljósmyndari ókunnur

Smíðanr. 36 hjá A/S Storviks Mek. Verksted, Kristjánsund, Noregi 1969. Kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Keflavík 19. mars 1974. Breytt í frystiskip 1984 hjá Slippstöðinni hf. Akureyri. Breytt og endurbætt í Þýskalandi 1986. Gert út frá Suður-Afríku 1999 af útgerðarfélagi sem Siglfirðingur hf. átti hlutdeild í og þá skráð þar. Kom síðan heim í einhverja mánuði og þá skráð hérlendis en síðan skráð aftur úti, fyrst með heimahöfn í Suður-Afríku, síðan í Litháen, en komst í eigu Rússa 2004 og eftir það er ekkert vitað um skipið.

Nöfn: Varöy F9V, Suðurnes KE 12, Fontur ÞH 225, Siglfirðingur SI 150, Asanda, aftur Siglfirðingur SI 150, og aftur Asanda.

17.11.2009 08:23

Hofsjökull

Tvö skip hafa borið nöfnin Hofsjökull og birtast nú myndir af þeim, sem ég tók af þeim.


                               246. Hofsjökull, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll

Smíðanr. 533 hjá Grangemounth Dockyard Co Ltd í Grangemounth, Skotlandi 1964. Hljóp skipið af stokkum 17. mars 1964 og var afhent 1. júní. Frá því á árinu 1969 var Hofsjökull í leigu hjá Eimskipafélagi Íslands hf. Tók Eimskip við skipinu sem eigandi þess 1. júlí 1977 og lét það strax heita Stuðlafoss og undir því nafni kom það í fyrsta sinn til Íslands  þ. 6. júlí 1977 og þá til heimahafnar í Reykjavík. Skipinu var síðan breytt í verksmiðjuskip eftir að það hafði verið selt úr landi til USA 18. apríl 1986. Síðan fór það aftur í sölu 1989 og var loks rifið í Alang 19. mars 2003.

Nöfn: Hofsjökull, Stuðlafoss, Malu, Miss Xenia og Maya Reefer.


                              1494. Hofsjökull, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll

Smíðanr. 176 hjá Kanda Shipbulding Co Ltd í Kure, Japan 1973. Afhent í apríl 1973. Selt til Noregs í mars 1998 og síðan áfram 2002, en var rifið 25. júní 2005.

Nöfn: Satsu Maru No 58, Maco Viking, Hofsjökull, Stuðlafoss, Northern Reefer, Saint Anthony og Hony. Ekkert er vitað um eigendur né heimahöfn varðandi tvö síðust nöfnin, eða hvar það var rifið.

17.11.2009 00:00

Ghana: Kanónur og markaðurinn


                                      Kanonur


                                                      Kanona frá Keta


                                                       Kanónur á ratsjá


                              Markaður við höfnina © myndir Svafar Gestsson

16.11.2009 23:36

Hver ofan í öðrum / eða í einum hnapp


     Þarna má þekkja 1012. Örn KE 13 og 1558. Dagstjörnuna KE 3 og svo man ég ekki hvaða síldarbátur var með þetta skorsteinsmerki © mynd Emil Páll

16.11.2009 21:51

Grunnvíkingur HF 163


                                2595. Grunnvíkingur HF 163 © mynd Emil Páll 2004

Smíðanr. 4 hjá Sólplasti ehf., Innri-Njarðvík 2004, af gerðinni Nökkvi 1000 og hófst framleiðsla hans i ágúst 2003 og lauk um miðjan mars 2004. Bátnum var gefið nafn 16. mars og sjósettur í Grófinni í Keflavík laugardaginn 20 mars 2004. Reynslusigling fór fram fimmtudaginn 25. mars og báturinn kom til heimahafnar í Hafnarfirði miðvikudaginn 7. apríl 2004.

Hefur hann aðeins borið þetta eina nafn: Grunnvíkingur HF 163.

16.11.2009 20:00

Seyðisfjörður: Auðbjörg NS 200

Hér kemur enn ein myndin eftir Svavar Ellertsson og sýnir hún þessi skip sem lengi var í þjónustu Seyðfirðinga Auðbjörgu NS 200, þar sem hún stendur uppi í dag, þar fyrir austan. Um er að ræða bát sem smíðaður var á Fáskrúðsfirði 1963, fyrir Seyðfirðinga.


                 Fyrrum 304. Auðbjörg NS 200, á Seyðisfirði 
                     © mynd Svavar Ellertsson í júlí 2009

16.11.2009 19:21

Fram GK 328 / Ásgeir Magnússon GK 59 / Binni í Gröf KE 127

 
  
                               419. Fram GK 328 © mynd Snorri Snorrason


                              419. Ásgeir Magnússon GK 59 © mynd Emil Páll


                                 419. Binni í Gröf KE 127 © mynd Emil Páll

Smíðaður í Frederikssund, Danmörku 1960. Tekinn af skrá 27. desember 1989. Settur á áramótabrennu í Súðavík 31. des. 1989. Þó segja aðrar heimildir að hann hafi verið brenndur við Langeyri í Álftafirði. Rúmmetrarnir voru notaðir þegar nýr Bessi kom til landsins í okt. 1989.

Nöfn. Fram GK 328, Ásgeir Magnússon GK 59, Binni í Gröf KE 127 og Nonni ÍS 440.

16.11.2009 17:47

Djúpivogur


                                    Djúpivogur © mynd Svavar Ellertsson í júlí 2009

16.11.2009 17:15

Bjarni Ásmundar ÞH 197 / Bergur II VE 144 / Glófaxi VE 300


             968. Bjarni Ásmundar ÞH 197, í Njarðvíkurslipp © mynd Emil Páll 1974 eða '75


                           968. Bergur II VE 144 © mynd Emil Páll 1978 eða ´79


               968. Glófaxi VE 300 í höfn á Grundarfirði © mynd Emil Páll í ágúst 2009

Smíðanr. 404 hjá V.E.B. Elbe-Werft G.m.b.H. í Boizenburg, Þýskalandi 1964. Yfirbyggður og lengdur í Danmörku 1977.

Nöfn: Krossanes SU 320, Hilmir KE 7, Bjarni Ásmundar ÞH 197, aftur Hilmir KE 7, Bergur II VE 144, Bergur VE 44, Arnþór EA 16 og núverandi nafn Glófaxi VE 300.

16.11.2009 11:43

Dalvík

Í sumar tók Svavar Ellertsson nokkrar skemmtilegar myndir af sjávarsíðunni víða um land og fáum við þær til birtingar hér á síðunni og hér koma þrjár sem teknar voru á Fiskidögunum á Dalvík í ágúst sl.


               108. Húni II, á Fiskidögunum á Dalvík © mynd Svavar Ellertsson í ágúst 2009


            1153. Viktor, á Fiskidögunum á Dalvík © mynd Svavar Ellertsson í ágúst 2009


          2691. Sæfari, á Fiskidögum á Dalvík © mynd Svavar Ellertsson í ágúst 2009

16.11.2009 00:00

Víðir II GK 275 / Ljósfari GK 184 / Njarðvík KE 93 / Arney HU 36 / Portland VE 97

Þegar ég hóf þann leik á síðu Þorgeirs að safna saman myndum af sem flestum nöfnum, sem sama skip hefur borið, svo og flestar sýnilegar breytingar, átti ég svo sem ekki von á að það tækist, í öllum tilfellum. Þessi leikur varð hinsvegar svo vinsæll að margir aðrir síðuhaldarar hafa tekið hann upp einnig og birta hjá sér myndir af skipinu með ýmsum nöfnum. Aðal vandamálið er að maður hefur ekki alltaf við hendina í upphafi allar þær myndir sem sýna breytingar eða ný nöfn á skipinu og þegar þannig er, þá hef ég gripið til þess að birta röðina aftur þegar nýjar myndir koma, eins og t.d. nú birti ég í þriðja sinn myndir af sama skipi, en myndum hefur fjölgað frá því síðasta. Þegar um slíkar endurtekningar er að ræða, finnst mér ekki þörf á að endurtaka sögu skipsins aftur og aftur, frekar nafnalistann og ef eitthvað nýtt hefur komið fram.


                            219. Víðir II GK 275 © mynd úr safni Emils Páls


                             219. Víðir II GK 275 © mynd úr safni Emils Páls


                                219. Víðir II GK 275 © mynd Emil Páll


                                  219. Ljósfari GK 184 © mynd Emil Páll


                                          219. Ljósfari GK 184 © mynd Emil Páll


                          219. Njarðvík KE 93 © mynd Emil Páll


                                219. Arney HU 36 © mynd Þorgeir Baldursson 2007


                       219. Portland VE 97 © mynd Benóný Benónýsson 2009

Eins og sést á myndunum vantar aðeins myndir af þremur nöfnum sem skipið hefur borið, þ.e. Njarðvík KE 93, Þorsteinn SH 145 og Arney HF 361.

Myndin sem birtist af Njarðvík KE 93, er svona hálfgert grín, því eins og flestir vita þá er það mjög fátítt að eftir að sett voru ný nöfn á sveitarfélögin við sameiningu, að menn notuðu sameininganafnið sem heimahöfn. Heldur voru notuð áfram gömlu nöfnin. Tökum sem dæmi, ekkí sjást mörg skip sem eiga heimahöfn á Húsavík, skráð með heimahöfn í Norðurþingi, eða skip á Neskaupstað með heimahöfn í Fjarðarbyggð, nú eða Siglufjarðarskipin með heimahöfn í Fjallabyggð og svona má lengi telja. Varðandi heimahöfnina Reykjanesbær, þá man ég eftir þremur skipum með þá heimahöfn, hin eru annað hvort með heimahöfn í Keflavík eða Njarðvík.

Talandi um Víði II þá var það skipsnafn mjög frægt undir skipstjórn Eggerts Gíslasonar á síldveiðum, hér á árum áður.

Vil ég nota þetta tækifæri, fyrst talað er um myndir og þakka þeim sem hafa sent mér myndir til að birtingar, bæði varðandi slíkar samstæður og almennt.

15.11.2009 21:26

Berserkur


                                        1340. Berserkur © mynd Emil Páll

15.11.2009 20:20

Helgi magri EA 277


                                 794. Helgi magri EA 277 © mynd Emil Páll

15.11.2009 19:50

Pólstjarnan ÍS 85


                                    724. Pólstjarnan ÍS 85 © mynd Emil Páll

15.11.2009 18:17

Hilmir SU 171


                                             1044. Hilmir SU 171, á Stakksfirði


                         1044. Hilmir SU 171, trúlega á leið í Norðursjóinn


               1044. Hilmir SU 171, drekkhlaðinn í Njarðvíkurhöfn, 1272. Guðmundur RE 29 til hliðar © myndir Emil Páll