Færslur: 2009 Nóvember

23.11.2009 18:39

Drangsnes

Hér sjáum við fjórar myndir sem Árni Þór Baldursson í Odda hefur tekið og látið okkur fá til birtingar. Eru þær teknar nú í sumar á Drangsnesi.


                    2608. Gísli Súrsson GK 8 © mynd Árni Þór Baldursson í Odda 2009


          1859. Sundhani ST 3 ex Sunna Líf © mynd Árni Þór Baldursson í Odda 2009


                             Drangsnes © mynd Árni Þór Baldursson í Odda 2009


                   2478. Sigurey ST 22 © mynd Árni Þór Baldursson í Odda 2009

23.11.2009 17:52

Boði KE 132 / Eldeyjar-Boði GK 24 / Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 25


                                971. Boði KE 132, í höfn í Keflavík © mynd Emil Páll


                     971. Eldeyjar-Boði GK 24, í höfn í Njarðvík © mynd Emil Páll


         971. Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 25, í Reykjavík © mynd Sigurður Bergþórsson 2009

Smíðanr. 407 hjá V.E.B. Elbe-Werft G.m.g.H í Boizenburg, Þýskalandi 1965, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Yfirbyggður í Noregi 1986. Úteldingastyrkur var samþykktur 12. jan. 1995, en ekki notaður.

Stakkavík hf. Keflavík var með skipið á leigu frá því að Íslenskir aðalverktakar eignuðust það og þar til leigusamningurinn rann út 4. jan. 1995.

Nöfn: Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 102, Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 364, Boði KE 132, Boði GK 24, Eldeyjar-Boði GK 24, Aðalvík KE 95, Sævík GK 257, Valur ÍS 82 og núverandi nafn Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 25.
 


23.11.2009 14:32

Friðrik Sigurðsson ÁR 107 / Stafnes KE 130


                         980. Friðrik Sigurðsson ÁR 107 © mynd úr safni Emils Páls


                   980. Stafnes KE 130, út af Vatnsnesi í Keflavík © mynd Emil Páll

Smíðanr. 1220 hjá Scheepswerft De. Beer N.V. og nr. 202 hjá N.v. Sleephelling Maatschappi j, Zaadam, Hollandi 1965, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar.  Yfirbyggður í Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. 1982. Seldur í brotajárn til Danmerkur í okt. 2004.

Nöfn: Sigurborg SI 275, Freydís AK 275, Hrönn VE 366, Andvari VE 100, Friðrik Sigurðsson ÁR 107, Friðrik Sigurðsson ÓF 30, Sigurfari ÓF 30 og Stafnes KE 130.

23.11.2009 14:09

Ásþór RE 395 / Stafnes KE 130


                                         235. Ásþór RE 395 © mynd Snorri Snorrason


                         235. Stafnes KE 130, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll


                        235. Stafnes KE 130, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll

Smíðanr. 73 hjá Flekkefjord Slipp & Maskinfabeikk A/S, Flekkefjord, Noregi 1963, eftir teikningu Ágústs G. Sigurðssonar.  Selt úr landi til Noregs 13. okt. 1988.  Eftir að skipið komst í norskra eigu var því breytt í tankara (brönnbat) 1988. Lengdur Noregi sennilega 2005.

Nöfn: Ásþór Re 395, Stafnes KE 130, Stafnes og Thorsland.

23.11.2009 08:46

Saxhamar SH 50


                               1028. Saxhamar SH 50 © mynd Þorgeir Baldursson


                    1028. Saxhamar SH 50, í höfn á Rifi © mynd Emil Páll í ágúst 2009


                        1028. Saxhamar SH 50 © mynd Sigurður Bergþórsson

Smíðanr. 440 hjá Veb. ElbeWerft, í Boizenburg, Þýskalandi 1967 eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Kom til landsins á skírdag 1. apríl 1967. Lengur og yfirbyggður 1987. Lengur og endurbættur í Póllandi 1999.

Nöfn: Hrafn Sveinbjarnason GK 255, Sigurður Þorleifsson GK 10, Sæljón SU 104, Sjöfn ÞH 142, Sjöfn EA 142 og núverandi nafn Saxhamar SH 50.

23.11.2009 08:33

Steingrímur Trölli KE 81 / Jón Þórðarson BA 80


                      201. Steingrímur Trölli KE 81 © mynd af líkani, Sigurður Bergþórsson


          201. Jón Þórðarson BA 80 © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Haraldur Karlsson

Smíðanr. 408 hjá V.E.B. Volkswerft Stralsund í Stralsund, Þýskalandi 1959. Einn af 12 systurskipum sem gengu undir nafninu ,,tappatogari" og voru eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar.  Talinn ónýtur 21. okt.1982. Stálfélagið hf. eignaðist skipið og seldi til Englands til niðurrifs í sept. 1984.

Nöfn: Steingrímur Trölli ST 2, Steingrímur Trölli KE 81, Hólmanes SU 120 og Jón Þórðarson BA 180. (samkvæmt myndinni hér að ofan var hann BA 80, en skráður sem BA 180).

23.11.2009 00:00

Guðmundur RE 29 / Sturla GK 12


        1272. Guðmundur RE 29, við gömlu trébryggjuna í Keflavík, sem er löngu horfin, en hér er Guðmundur óyfirbyggður © mynd Emil Páll


             1272. Guðmundur RE 29, kemur að landi með afla © mynd Emil Páll


       1272. Guðmundur RE 29, að koma að landi í Keflavík eða Njarðvík © mynd Emil Páll


             1272. Guðmundur RE 29, við bryggju í Reykjavík © mynd Emil Páll


    1272. Guðmundur RE 29, við bryggjuna í Reykjavík, þar sem skip HB Granda liggja oftast við í dag © mynd Emil Páll


       1272. Sturla GK 12, við bryggju í Grindavík © mynd Markús Karl Valsson í júní 2009

Smíðanr. 6 hjá Karmsund Verft & Mek. Verksted A/S, Karmöy, Noregi 1967. Lengdur Noregi 1970. Stækkaður 1972. Yfirbyggður Noregi 1974.

Skipið var i jan 1975 talið það langbest út´búna hérlendis. Það var fyrsta skipið hérlendis sem fékk útbúnað til að stjórna spilinu frá brúnni o.fl. Þá var þetta fyrsta skipið í heiminum sem hafði sérstakan mælir til að mæla vírinn sem rennur út. Voru tæki þessi frá Rapp A/S í Noregi.

Selt úr landi til Grænlands í júní 1998. Keypt aftur haustið 2000.

Breytt í línuveiðiskip í Póllandi 2004 og var þá stærsta línuskip landsins. Kom aftur til Grindavíkur upp úr miðjum júlímánuði 2004.

Nöfn: Senior B-33-B, Senior H 033, Guðmundur RE 29, Guðmundur VE 29, Tunu GR 1895, aftur Guðmundur VE 29 og núverandi nafn Sturla GK 12.

22.11.2009 21:43

Andvari ÍS 56


                                            281. Andvari ÍS 56 © mynd Emil Páll

Smíðaður á Seyðisfirði 1961. Úreltur 16. des. 1994 og fargað.

Nöfn: Andvari NS 10, Andvari ÍS 56, Rannveig HF 56, Frigg BA 400, Frigg BA 4 og Trausti SH 72.

22.11.2009 21:36

Albert Ólafsson KE 39


                              1082. Albert Ólafsson KE 39 © mynd Emil Páll

Smíðanr. 5 hjá Skipavík hf. Stykkishólmi 1969 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. 

Átti að úreldast 1997, en var settur á land í Daníelsslipp í Reykjav´k og þar stóð ahnn fram eftir árinu 2003 og í september var hann nánast brotinn niður. Endanlega var hann fjarlægður úr slippnum um áramótin 2004/05,

Nöfn: Fróði ÁR 33, Hersteinn ÁR 37, Albert Ólafsson KE 39, Skúli fógeti VE 185 og Svanur Kvikk RE 666.

22.11.2009 20:31

Ágúst Guðmundsson GK 95


                        262. Ágúst Guðmundsson GK 95, í Njarðvík © mynd Emil Páll

Smíðanr. 14 hjá Brattvag Skipsbyggeri A/S, Brattvag í Noregi 1964. Yfirbyggður 1988 hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. Lagt í Reykjavíkurhöfn i júní 2001 og færður til Grindavíkurhafnar á árinu 2002. Seldur til Mexíkó 1. des. 2002 og sigldi út undir íslenskri skráningu Thor GK 951.

Nöfn: Viðey RE 12, Árni Kristjánsson BA 100, Andri BA 100, Klængur ÁR 2, Ágúst Guðmundsson GK 95 og Thor GK 951

22.11.2009 19:52

Steinanes BA 399 / Vestri BA 63


                                  182. Steinanes BA 399 © mynd Emil Páll 1980


                           182. Steinanes BA 399 © mynd Emil Páll 1980


                                     182. Vestri BA 63 © mynd Emil Páll

Smíðanr. 3 hjá Karmsund Verft og Mek Verksted A/S í Nygaard, Noregi 1963. Yfirbyggður 1988. Fór 5. apríl 1999 og kom síðastu viku júlímánaðar 1999 úr stórum breytingum, m.a. breikkun. Skipt var um allt nema spil og aðalvél hjá Nauta í Gdynia í Póllandi. Raunar var skipið þá gert að litlum skuttogara, sem varð styttri en áður en þó mun stærri. Miklar breytingar s.s. skipt um vélarrúmshlutann í skrokkinum, nýr kjölur, tankar, aðalvél, gír, ljósvél. stýrisútbúnaður, stýri, skrúfa o.fl. hjá Granly A/S í Esbjerg, Danmörku frá nóv. 2005 til mars 2006. Kom heim úr þeirri ferð, beint til Patreksfjarðar 22. mars það ár.

Nöfn: Sigurður Jónsson SU 150, Freyja RE 38, Sædís ÁR 220, Steinanes BA 399, Ólafur Ingi KE 34, Grettir SH 104, Vestri BA 65 og núverandi nafn Vestri BA 63.

22.11.2009 19:37

Jón Kjartansson SU 111 / Sæberg SU 9


                               252. Jón Kjartansson SU 111 © mynd Snorri Snorrason


                                     252. Sæberg SU 9 © mynd Emil Páll

Smíðanr. 41 hjá Kaarbös Mek . Verksted A/S, Harstad, Noregi 1963, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Yfirbyggður hjá Vélsmiðjunni Herði hf. Njarðvík 1978. Sökk 30 sm. SA af Bjarnarey á Héraðsflóa 14. júli 1988.

Nöfn: Jón Kjartansson SU 111, Guðrún Þorkelsdóttir SU 211, Sæberg SU 9 og Eskfirðingur SU 9.

22.11.2009 16:20

Jóna Eðvalds í Húllinu og móts við Eldey

Skömmu fyrir kl. 15 í dag sigldi síldveiðiskipið Jóna Eðvalds SF 200 um Húllið út af Reykjanesi og tók ég þá eftirfarandi myndasyrpu, bæði með Eldey í baksýn og ekki. Var skipið á leið á síldarmiðin á Breiðafirði. Í ferðina út á Reykjanes fórum við Markús Karl Valsson báðir og er lesendum því bent á að þar sem aðdráttarlinsan hans er mun betri en mín, eru á síðu hans krusi.123.is örugglega skarpari myndir.
   2618. Jóna Eðvalds SF 200, siglir fyrir Reykjanesið, þ.e. í Húllinu og með Eldey í baksýn © myndir Emil Páll í dag 22. nóv. 2009

22.11.2009 13:32

Kópanes RE 8 á strandstað


 Hér sjáum við hluta af flaki 1154. Kópanes RE 8 sem strandaði við Grindavík í feb. 1973 © mynd Emil Páll

Smíðanr. 15 hjá Stálvík hf. í Garðabæ 1971. Skipið hafði orðið fyrir áfalli og var Sæunn GK 220 að draga það til hafnar í Grindavík er það rak upp í fjöru í innsiglingunni 28. feb. 1973 og ónýttist.

Skipið var tæplega tveggja ára gamalt og hafði aðeins borið þetta eina nafn.

22.11.2009 12:13

Eyrún GK 157 / Maggi Ölvers GK 33


                           1315. Eyrún GK 157 © mynd Emil Páll 1982 eða '83


               1315. Maggi Ölvers GK 33, í Sandgerði © mynd Emil Páll í maí 2008


    1315. Svona lítur báturinn út í dag, í Njarðvíkurslipp, en hvað nafn verður sett á hann er ekki vitað, en hann hefur verið á söluskrá um tíma. Ljóst er þó að búið er að taka vel á útliti bátsins © mynd Emil Páll 21. nóv. 2009

Smíðanr. 44 hjá Slippstöðinni hf. Akureyri 1975. Endurbættur og breytingar hjá Vélsmiðju Sandgerðis við bryggju frá nóv. 2007 til jan 2008.

Báturinn strandaði að morgni 16. febrúar 1989, vestan við dráttarbrautina í Keflavík. Báturinn hafði verið sjósettur skömmu áður, en vélin stöðvaðist þegar hann var að bakka frá bryggjunni og rak hann upp fyrir neðan fiskverkunarhús Keflavíkur hf. Dró Goðinn bátinn út með aðstoð vélskóflu og jarðýtu. Skemmdir urðu litlar.

Nöfn: Eyrún EA 157, Eyrún SH 57, Eyrún GK 157, Eyrún ÁR 66, Eyrún ÁR 26 og Maggi Ölvers GK 33.