Færslur: 2009 Nóvember

09.11.2009 00:01

Grindavík


                                   Smábátahöfnin í Grindavík © mynd Emil Páll 2003

09.11.2009 00:00

Grófin í Keflavík fyrir rúmum áratug
                  Smábátahöfnin Grófin í Keflavík © myndir Emil Páll fyrir rúmum áratug

08.11.2009 22:28

Ólafur II KE 149


                   591. Ólafur II KE 149, á sjómannadag í Keflavík © mynd Emil Páll

Smíðaður í Fustenburg í Þýskalandi 1957 eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Stækkaður 1966. Fórst út af Hópsnesi aðfaranótt 2. mars 1976 ásamt átta mönnum.

Nöfn: Húni HU 1, Ólafur II KE 149 og Hafrún ÁR 28.

08.11.2009 18:49

Gylfi Örn GK 303


                     348. Gylfi Örn GK 303. í höfn í Grindavík © mynd Emil Páll

Smíðaður í Hafnarfirði 1958 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Úreltur í ágúst 1982 og brenndur undir Vogastapa 26. júní 1983.

Nöfn: Blíðfari SH 103, Siglunes SH 22, Keilir GK 24, Gylfi Örn GK 303, aftur Keilir GK 24 og Keilir GK 241.

08.11.2009 16:04

Hamar GK 32 / Hólmsteinn ÁR 27


                       542. Hamar GK 32, á teikningu © mynd Emil Páll


              542. Hólmsteinn ÁR 27, í höfn í Reykjavík © mynd Emil Páll

Smíðaður hjá A/S Rawn Byberg í Esbjerg, Danmörku 1956, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar.

Lagt í Sandgerðishöfn, eftir að vélin hrundi í okt. 1996 og átti að vera skráður sem skemmtibátur frá 1998 og breytast í þá veru. Af því varð þó aldrei, heldur lá báturinn áfram í höfninni og sökk þar nánast 28. mars 2004, en Slökkvilið Sandgerðis dældi úr honum. Um mánaðarmótin apríl/maí 2006 var báturinn talinn ónýtur og settur á land í uppfyllingunni fyrir ofan Suðurgarðinn.

Nöfn: Hamar GK 32, Hamar SH 224, Hólmsteinn ÁR 27, Óli KE 16 og  Mummi KE 30

08.11.2009 13:04

Guðmundur Jónsson GK 475 / Breki KE 61


           1459. Guðmundur Jónsson GK 475 © mynd úr safni Emils Páls, ljósm. ókunnur


      1459. Breki KE 61, í höfn Melbú í Noregi, eftir að hafa verið seldur úr landi © mynd úr safni Emils Páls, ljósmyndari ókunnur 2007

Smíðanr. 57 hjá Slippstöðinni hf. Akureyri 1976, eftir teikningum Bárðar Hafsteinssonar og Ólafs H. Jónssonar. Skipið var upphaflega byggt fyrir Álftafell hf. Stöðvarfirði, sen sökum skorts á fyrirgreiðslu hættu þeir við. Skipinu var hleypt af stokkum 29. feb. 1976 og þá talið lang fullkomnasta fiskiskip íslendinga. Var það afhent 3. júlí 1976 og kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Sandgerði 23. júlí  1976 og var þá fyrsti togarinn sem hafði þar heimahöfn. Skipið átti að heita Jón Garðar og voru gerðir upphleyptir starfir með því nafni á bóg skipsins, en á síðustu stundu var breytt um nafn. Endurbyggður hjá Slippstöðinni hf. Akureyri 1978 eftir bruna sem varð í skipinu í Slippstöðinni 2. maí 1978. Lengdur 1988. Breytt í nótaskip 1996. Seldur úr landi til Noregs í febrúar 2007 með heimahöfn í Murmansk, Rússlandi.

Nöfn: Guðmundur Jónsson GK 475, Breki VE 61, Breki KE 61 og Breki.

08.11.2009 12:57

Rasti KE 42


                           458. Rasti KE 42, í Höfnum © mynd Emil Páll 1984

Smíðaður í Bolungarvík 1917. Hvarf af skipaskrá 1932, skráður aftur sem fiskiskip og þá ný dekkaður 1963, Talinn ónýtur 27. apríl 1987.

Nöfn: Gissur hvíti ÍS 36, Sigurörn ÍS 36, Rasti KE 42 og Falur ÍS 458.

08.11.2009 10:57

Magnús KE 46

Þar sem Magnús KE 46 var ekkert kynntur um leið og færslan hér fyrir neðan var sett inn í nótt, tökum við hér kynningu á bátunum og birtum með tvær myndir af honum í teknar í björtu. Önnur tók eigandinn sjálfur í Sandgerði áður en hann fór í útileguna og hina tók Árni Þ. Baldursson í Odda af honum á Drangsnesi.


              1381. Magnús KE 46, í Sandgerði © mynd Erling Brim Ingimundarson 2003


    1381. Magnús KE 46, í nágrenni Drangsnes © mynd Árni Þ. Baldursson í Odda 2009

Smíðanr. 425 hjá Bátalóni hf. í Hafnarfirði 1974. Bátur þessi er fyrsti Bátalónsbáturinn sem afgreiddur var með álhúsi, að ósk kaupanda, en það var þó ekki smíðað í Bátalóni. Söguna um útileguna mál lesa í færslunni hér fyrir neðan.

Í dag eru mjög fáir af þessum fjölmörgu systurskipum frá Bátalóni eftir, raunar er ekki vitað nema tvo til þrjá aðra óbreytta, en þeir munu þó ekki vera í notkun. Þá er vitað um nokkra sem hefur verið breytt algjörlega og líkjast því ekki uppruna sínum.

Nöfn: Gunnar Sigurðsson ÍS 13, Víkingur SH 86, Máni GK 557, Kofri ÍS 41 og núverandi nafn Magnús KE 46.

08.11.2009 00:26

Kominn heim eftir tæplega 5 ára útilegu

Rétt fyrir miðnætti sigldi inn í smábátahöfnina í Grófinni, Keflavík vélbáturinn Magnús KE 46, eftir að hafa farið þaðan í ársbyrjun 2005, eða fyrir tæpum 5 árum. Báturinn var í frá því í febrúar leigður manni á Drangsnesi og eftir að leigu lauk hefur báturinn verið þar fyrir norðan. Ekki þó í reiðuleysi því annar eiganda hans Erling Brim Ingimundarson er ættaður þaðan og því hefur verið fylgst vel með bátnum, en tími var kominn til að koma honum heim. Hófst heimsiglingin í síðasta mánuði, er tveir yfirmenn af varðskipunum tóku að sér að sigla honum suður, er þann 22. október sl. urðu þeir að leita vars inn á Rifi sökum veðurs og síðan kom upp bilun í bátnum. Í morgum lögðu síðan eigendur bátsins af stað heim síðasta áfangan, en þó með viðkomu í stuttmynd sem þeir voru beðnir um að vera með í og síðan héldu þeir til Keflavíkur og komu sem fyrr segir rétt fyrir miðnætti. En svo skemmtilega vill til að meðeigandi Erlings er Þórarinn Ingi Ingason flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni og því má segja að báturinn hafi verið í höndum Landhelgisgæslumanna alla leið til Keflavíkur.

                       1381. Magnús KE 46 kominn í Grófina rétt um miðnætti


    Eigendur Magnúsar KE 46 við heimkomuna með bátinn. F.v. Þórarinn Ingi Ingason og Erling Brim Ingimundarson © myndir Emil Páll 8. nóv. 2009

07.11.2009 21:40

Átti að verða bylting í bátagerð: Örninn GK 62 / Baddý GK 116

Bátur þessi var talinn fyrsti sinnar tegunar í heiminum og var talin valda byltingu í gerð hraðfiskibáta. Um var að ræða svonefnda tvíbytnu með skíðum niður með síðunum, sem átti að gera það að verkum að hann yrði mjög stöðugur, rásfastur og lipur.


              2545. Örninn GK 62, hér sjást skíðin vel, sem voru niður með síðunum


           2545. Örninn GK 62 í reynslusiglunni á Sandgerðishöfn 12. október 2002


     2545. Baddý GK 116, í Sandgerðishöfn 2009 og svona litur hann út í dag © myndir Emil Páll

Af gerðinni Örninn frá Plastverki framleiðslu ehf., Sandgerði frá árinu 2002. Eitthvað voru menn vantrúaðir á bátagerðina, því þó smíði hans hafi lokið um vorið var hann fluttur á autt svæði ofan Iðavalla í Keflavík og geymdur þar fram á haustið. Var hann að lokum sjósettur í Sandgerðishöfn laugardaginn 12. október 2002 og útgerð hófst á honum frá Grindavík í desember 2002. Í reyslusiglingunni reyndist gagnhraðinn vera 29 sjómíla. Um haustið 2003 var hann lengdur um 2 metra hjá framleiðanda, auk þess sem skutgeymar (skíðin) voru fjarlægð. Báturinn var síðan yfirbyggður hjá Sólplasti ehf. í Sandgerði sumarið 2007.

Nöfn: Örninn GK 62, Baddý GK 277, Baddý SI 277 og núverandi nafn Baddý GK 116.

07.11.2009 20:43

Muggur KE 57


                              2771. Muggur KE 57 © mynd Emil Páll í júlí 2008

Smíðanr. 5 hjá Sólplasti ehf., Sandgerði, af gerðinni Nökkvi 1170. Sjósettur í Sandgerðishöfn fimmtudaginn 12. júní 2008 og reynslusiglt 7. júlí 2008. Sigldi Á rekaviðardrumb í sinni 6. veiðiferð 20. ágúst 2008 og skemmdist að aftan, en komst þó fyrir eigin vélarafli til Siglufjarðar þar sem gert var við hann hjá JE-vélaverkstæði, Siglufirði en einungis var skipt um skrúfu og öxull ásamt lítilsháttar plastviðgerðum..

Hefur aðeins borið þetta eina nafn: Muggur KE 57.

07.11.2009 20:35

Guðmundur BA 78


               1673. Guðmundur BA 78, í höfn á Akranesi © mynd Emil Páll 1987

Smíðaður af nokkrum einstaklingum í húsnæði Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur hf. 1984 og verkið klárað í Reykjavík. Sökk 15 sm. NV af Akranesi 19. ágúst 1988.

Nöfn: Breiður RE 31, Guðmundur BA 78 og Villi AK 112.

07.11.2009 20:07

Muggur KE 2 og Röðull GK 142


                    2510. Muggur KE 2 og 2517. Röðull GK 142 © mynd Emil Páll 2003


                                 2517. Röðull GK 142 © mynd Emil Páll 2003


                    2517. Röðull GK 142, í höfn í Sandgerði © mynd Emil Páll 2009

2510.
  Smíðanr. 1 hjá Sólplasti ehf., Innri-Njarðvík 2001. Allt tréverk var unnið af Valberg Helgasyni. Sjósettur og afhentur 13. október 2001.  Seldur til Noregs og því lyft úr sjó í Njarðvíkurhöfn föstudaginn 12. september 2008 og fluttur með Jón & Margeir ehf, til Seyðisfjarðar þar sem Norræna flutti bátinn til Noregs og fór hann um boð í skipið 17. september 2001.

Nöfn: Muggur KE 2 og Muggur GK 70, en ekki er vitað um nafnið né eigendur í Tromsö í Noregi.

2517. Smíðanr. 3 hjá Sólplasti ehf., Innri-Njarðvík og afhentur vorið 2003.

Nöfn Röðull GK 142 og svo vegna strandveiðanna í vor var hann skráður Röðull ÍS 115.

07.11.2009 17:12

Magnús Guðmundsson ÍS 97


       2047. Magnús GuðmundssonÍS 97, tilbúinn til sjósettningar í Njarðvik © mynd Emil Páll í apríl 1990

Smíðanr. 5 hjá Skipasmiðjunni Herði hf. og nr. 1 hjá Skipabrautinni hf. í Njarðvík. Sjósettur 22. apríl 1990 og afhentur nokkrum dögum síðar.  Lengdur 1994, breikkaður að aftan um 1 m 1994 hjá Skipasmíðastöðinni Dröfn hf. Hafnarfirði. Skutlengdur hjá Ósey hf. Hafnarfirði 1996, auk þess sem þá var settur á hann nýr hvalbakur, brú lengd, þilfarið hækkað o.fl.

Nöfn: Magnús Guðmundsson ÍS 97, Máni HF 149, Vébjörn ÍS 301, Linni SH 303 og núverandi nafn Sæbjörg EA 184.

07.11.2009 17:03

Gullþór KE 70
                   1686. Gullþór KE 70, í Njarðvíkurhöfn © myndir Emil Páll í apríl 1990

Smíðanr. 3 hjá Vélsmiðjunni Herði hf. Njarðvík 1985. Gefið nafn 25. ágúst 1984, sjósettur 28. ágúst 1984 og afhentur 28. jan. 1985. Lengdur, breikkaður, settur í skipið nýjar síður og perustefni hjá Naval skipasmíðastöðinni i Gdynia, Póllandi 1996. Tóku framkvæmdirnar fimm mánuði. Ný brú, nýr afturendi, lenging o.fl. unnin í Skipasmíðastöðinni Morcsa í Póllandi haustið 2000. Þá var sett í skipið einnig ný vél og þar með varð það fyrsta skipið hérlendis með MTU-vél.

Nöfn: Haukur Böðvarsson ÍS 47, Gullþór KE 70, Gullþór EA 701, Kristján Þór EA 701, Gunnbjörn ÍS 302, Gunnbjörn ÍS 307 og núverandi nafn Valbjörn ÍS 307.