Færslur: 2009 Nóvember

19.11.2009 22:27

Þessum bátum hefur fækkað

Ein er sú bátategundin sem hefur fækkað mikið með árunum og batnandi tækni, en það er sú gerð báta sem við sjáum nú á myndasyrpu Jóns Halldórssonar á vefnum holmavik.123.is


                      Frá Hólmavík © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is  í sept. 2009

19.11.2009 20:16

Ari Einarsson GK 400


                         865. Ari Einarsson GK 400 © mynd af teikningu, Emil Páll  

Smíðaður á Seyðisfirði 1947.  Talinn ónýtur vegna fúa 1967, en stóð þó áfram uppi hjá Bátanausti hf. í Reykjavík og var þar að lokum endurbyggður og settur aftur á skrá 1971. Úreltur 10. apríl 1992. Brenndur á áramótabrennu ofan við Innri-Njarðvík 31. des. 1992.

Nöfn: Einar Hálfdáns ÍS 8, Völusteinn ÍS 8, Völusteinn ST 50, Uggi VE 52, Ari Einarsson GK 400, Friðgeir Trausti GK 400, Vikar Árnason KE 121, Hvalsnes GK 376, Eyvindur KE 37, Eyvindur KE 371 og Guðmundur Ingvar KE 40. 

19.11.2009 20:10

Arnarborg KE 26


                             686. Arnarborg KE 26 © mynd Emil Páll

Smíðaður í Frederikssund, Danmörku 1958. Stækkaður 1966. Endurbyggður 1975-76. Úreltur i dese. 1991. Fargað 11. maí 1992.

Nöfn: Hafnarey SU 110, Mummi II GK 21, Mummi GK 120, Dyrhólaey GK 19, Jón Freyr SH 114, Arnarborg KE 26 og Arnarborg HU 11.

19.11.2009 20:03

Andvari RE 101


                                         282. Andvari RE 101 © mynd Emil Páll

Smíðaður í Knippla,Svíþjóð 1946 og vr sá 3. í röðinni af svonefndum Svíþjóðarbátum sem kom til landsins og kom hann fyrst til Keflavíkur 30. apríl 1946.  Endurbyggður hjá Bátalóni hf. í Hafnarfirði 1968. Tekinn af skrá vegna aldrus í júní 1979. Sökkt í Halldórsgjá NV af Stóra-Enni við Vestmannaeyjar.

Nöfn: Andvari TH 101, Andvari VE 101, Andvari ÍS 101, aftur Andvari VE 101, Andvari RE 101, Andvari KE 151 og Illugi VE 101.

19.11.2009 17:53

Heimir KE 77 / Glaður HU 67


                                               12. Heimir KE 77 © mynd Emil Páll


                                 12. Heimir KE 77, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll


                           12. Glaður HU 67 © mynd Birgir Karlsson, Hvammstanga

Smíðanr. 39 hjá Kaarbös Mek. Verksted A/S, Harstad, Noregi 1963, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Yfirbyggður í South Shields, Englandi 1987. Dæmdur ónýtur 1998. Lá við bryggju í Bolungarvík til hann var fluttur til Krossaness til niðurrifs í nóv. 2007. Þar var þó ekki lokið við að rífa hann heldur var hann fluttur hálf niðurrifinn til Siglufjarðar og þar lá hann lengi í fjöruborðinu.

Kom fyrst til Sandgerðis og var aðeins 4 sólarhringa og 6 klukkustundir á leiðinni frá Noregi. Meðalhraðinn á heimleið var 10 1/2 sjómíla. Sú nýjung var við skipið að lestin var sandblásin og málum með Epoxy-málningu frá Málningu hf. og var það einnig algjör nýjung að málning væri flutt úr héðan til að setja á nýgg skip. Skipið hér í höfuðið á einum aðaleiganda Borgarkletts hf., Árna Magnússyni bónda í Landakoti í Sandgerði. En hann var kunnur sjósóknari á Suðurnesjum og var með fyrstu skipstjórum á þilskipum.

Nöfn: Árni Magnússon GK 5, Árni Magnússon SU 17, Árni Magnússon ÁR 9, Heimir KE 77, Gummi Einars ÍS ???, (stóð aðeins á bátnum í 5 daga), Guðmundur Einarsson ÍS 28, Glaður HU 67, Geysir BA 140 og Geysir RE 82.

19.11.2009 17:39

Sólfari AK 170 / Bergþór GK 125


                                197. Sólfari AK 170 © mynd Snorri Snorrason


                                  197. Bergþór GK 125 © mynd Emil Páll

Smíðanr. 204/18 hjá Skaalurens Skibsbyggeri A/S, Rosendal,  Noregi 1963. Sökk í mynni Reyðarfjarðar 19. október 1981.

Nöfn: Sólfari AK 170, Bergþór GK 125, Arnþór GK 125 og Reynir AK 18.

19.11.2009 14:16

Breyttir tímar

Ársgömul mynd sem Sigurður Bergþórsson tók af þremur bátum sem lengi þvældust um í Reykjavíkurhöfn en hafa nú allir verið teknir í slipp og fengið síðan nýtt hlutverk, sem enginn átti von á, sem betur fer. Bátarnir hétu á þeim tíma, Steinunn Finnbogadóttir SH 325, Steinunn SF 107 og Skrúður, en heita nú 245. Steinunn Finnbogadóttir RE 325, 1416. Hafursey VE 122 og 1445. Siggi Þórðar GK 197.


      Þessir þrír sem þarna lágu saman fyrir um ári síðan, bera nú eftirfarandi nöfn og eru komnir í annan rekstur, eða á leið í hann. 1445. Siggi Þórðar GK 197, 245. Steinunn Finnbogadóttir RE 325 og 1416. Hafursey VE 122 © mynd Sigurður Bergþórsson 2008

19.11.2009 12:13

Kurr í Grindvíkingum

Mikill kurr er meðal ýmsra Grindvíkinga í kjölfar þess að annar af ríkisbönkunum setti útgerðarfélagið Festi ehf. í gjaldþrot fyrir skemmstu. - Nánar er fjallað um málið í MOLUM - sjá: tengil hér til hliðar.

19.11.2009 09:02

Seldur á 100 kr.

Nýlega barst Reykjaneshöfn tilboð upp á 100 kr. í Svan KE 90, sem afskráður var fyrir nokkrum árum, en hefur legið að undanförnu í Njarðvíkurhöfn. Var tilboðinu tekið.


                      929. Svanur KE 90 í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll í nóv. 2009

19.11.2009 08:51

Hlökk ST 66

Hér sjáum við þegar Hlökk ST 66 kom úr róðri 16. sept. sl. á Hólmavík. Myndasmiðurinn er Jón Halldórsson á holmavik.123.is


                                     2696. Hlökk ST 66 kemur að landi á Hólmavík


                                   2696. Hlökk ST 66, búið að slá af ferðinni


   2696. Hlökk ST 66 komin að bryggju á Hólmavík © myndir Jón Halldórsson 16. sept. 2009

19.11.2009 08:39

Sigrún AK 71 / Hólmsberg KE 16 / Þórður Sigurðsson KE 16


                                        180. Sigrún AK 71 © mynd Snorri Snorrason


                                180. Hólmsberg KE 16 © mynd Emil Páll


               180. Þórður Sigurðsson KE 16, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll

Smíðaður á Akranesi 1962, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar og var fyrsta skipið sem smíðað var á Íslandi með perustefni.  Endalok bátsinsu urðu þau að hann var rifinn við bryggju á Ísafirði og vélin sett í geymslu hjá skipasmíðastöðinni. Leifar bátsins voru svo urðaðar í félagsskap gamla lóðsbátsins og Blika ÞH 50. Úreltur vorið 1992.

Nöfn: Sigrún AK 71, Helga Björg HU 7, Hólmsberg KE 16, Þórður Sigurðsson KE 16, Framfari SH 42, Jón Halldórsson RE 2, Garðar GK 141 og Þorbjörn II GK 541.

19.11.2009 00:00

Morocco: Hafnarmyndir og ísbíllinn


                                                             Höfnin


                                                     Höfnin í Laayone


                                                    Höfnin í Laayone


                                                   Höfnin í Laayone


                                                                 Höfnin


                                     Ísbíllinn © myndir Svafar Gestsson

18.11.2009 23:33

Júlíus Geirmundsson orðinn 20 ára

Júlíus Geirmundsson ÍS-270 er orðinn tvítugur.
Júlíus Geirmundsson ÍS-270 er orðinn tvítugur.

bb.is | 18.11.2009 | 15:04Júlíus Geirmundsson orðinn tuttugu ára

Tuttugu ár eru liðin frá því að frystitogarinn Júlíus Geirmundsson kom til heimahafnar á Ísafirði. Hann var keyptur af útgerðarfélaginu Gunnvöru hf. árið 1989 og þar með hófst frystitogaraútgerð félagsins. Báturinn var byggður í Stettin í Póllandi og er þriðji skuttogarinn með sama nafni. Fyrstur til að fá nafnið Júlíus Geirmundsson var 250 tonna bátur, smíðaður í Austur-Þýskalandi, sem kom til Ísafjarðar 2. mars 1967. Arftaki hans að nafninu var fyrsti skuttogari Vestfirðinga sem kom til Ísafjarðar 5. desember 1972. Hraðfrystihúsið Gunnvör ætlar að fagna þessum tímamótum með kaffisamsæti á morgun þar sem áhöfn skipsins og aðrir sem standa að útgerð þess koma saman.

HEIMILD: bb.is

18.11.2009 22:28

Sigurpáll KE 120


                                     1805. Sigurpáll KE 120 © mynd Emil Páll

Smíðanr. 53 hjá Stálvík hf. Garðabæ 1987. Breikkaður 1989.  Seldur úr landi til Færeyja 1994.

Nöfn: Hildur RE 123, Sigurpáll KE 120, Særif SH 702, Særif, Navir II og Tinganes TN 1226.

18.11.2009 21:36

Helga Jóh. VE 41 / Frár VE 78


      1595. Helga Jóh. VE 41, í Vestmannaeyjum © mynd úr safni Emils Páls, ljósm. ókunnur


                 1595. Frár VE 78, í Njarðvík © mynd Emil Páll í september 2009

Smíðanr. 36 hjá Campbeltown Skipyard Ltd, Champeltown, Skotlandi 1977. Innfluttur 21. júlí 1981. Yfirbyggður 1993 í Skipalyftunni hf., Vestmannaeyjum. Lengdur á sama stað frá okt. 2006 til mars 2006.

Vestmannabær neytti forkaupsréttar, er búið var að selja skipið til Eldhamars hf. í Grindavík 1993.

Nöfn: Von TN 381, Helga Jóh. VE 41, Frigg VE 41 og núverandi nafn Frár VE 78