Færslur: 2009 Nóvember

05.11.2009 18:01

Guðrún Hlín BA 122 / Kristinn Lárusson GK 500


                72. Guðrún Hlín BA 122 © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Sigurður Bergþórsson


                72. Kristinn Lárusson GK 500 © mynd úr safni Emils Páls, ljósm. ókunnur

Smíðanr. 72 hjá Kaarbos Mek Verksted A/S i Harstad Noregi 1963. Yfirbyggður í Vestnes, Noregi 1987, auk þess sem sett var ný brú á hann. Lá við bryggju í Hafnarfirði frá upphafi árs 2007 til júní 2008 að hann fór í pottinn til Danmerkur. Áður hafði hann verið seldur til Noregs i lok október 2007, en fór þá aldrei.

Nöfn: Grótta RE 28, Grótta AK 101, Heiðrún EA 28, Guðrún Hlín BA 122, Hrafnseyri ÍS 10, Hrafnseyri GK 411 og Kristinn Lárusson GK 500.

05.11.2009 11:11

Bjarni KE 23 / Ársæll Sigurðsson HF 80


                                        1873. Bjarni KE 23, í Sandgerðishöfn


        1873. Ársæll Sigurðsson HF 80, í Sandgerðishöfn í nóv. 2009 © myndir Emil Páll

Smíðanr. 476 hjá Bátalóni hf. í Hafnarfirði 1987. Kom fyrst til heimahafnar í Keflavík 13. nóv. 1987. Lengdur 1995. Pera sett á stefnið 2001.

Nöfn: Bjarni KE 23, Bjarni BA 65, Askur GK 65, Már GK 265 og núverandi nafn Ársæll Sigurðsson HF 80.

05.11.2009 09:55

Einir GK 475 / Helgi S KE 7 / Guðrún Björg HF 125


                                     76. Einir GK 475, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll


                   76. Helgi S KE 7, í Njarðvíkurhöfn © mynd Þorgeir Baldursson 


                            76. Helgi S KE 7, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll 1982


              76. Guðrún Björg HF 125, í höfn í Hafnarfirði © mynd Þorgeir Baldursson


Smíðanr. 409 hjá V.E.B. Volkswerft Stralsund, Þýskalandi 1959, eftir teikningum Hjálmars R. Bárðarsonar og var eitt af 12 systurskipum sem komu öll hingað til lands og gengu undir nafninu Tappatogari. Endur- og yfirbyggt hjá Slippstöðinni hf. Akueyri frá júní 1981 til feb. 1982. Í framhaldi af því var skipið hið fyrsta íslenska og jafnvel víðar, sem hafði saunabað um borð. Þá átti þetta skip eftir að verða það fyrsta íslenska sem keypt var og notað sem línuveiðiskip í Barentshafi. Endalok skipsins urðu þau að það fór sökk 27. nóv. 2008, austur af Aberdeen, í drætti hjá Grétu SI, á leið í pottinn til Danmerkur..

Skipið var slegið Tríton sf. á nauðungaruppboði, en það fyrirtæki gerði aldrei út skipið og gekk ekki frá kaupunum á tilskildum tíma og því missti það skipið til næst hæstbjóðanda sem var Fiskveiðisjóður. Eftir það lá skpið við bryggju í Hafnarfirði frá sept. 1996 til jan 1999 og í Njarðvík fyrst eftir að Íslandsbanki eignaðist það eða til 25. mars 2002 að því var siglt til Reykjavíkur og lá þar fram í feb. 2003. Fór það þá í útgerð en lá síðan í Hafnarfirði allt árið 2006 og það sökk á leið sinni í pottinn eins og fram kemur hér fyrir ofan. En 2006 var það afskráð sem fiskiskip.

Nöfn: Jón Trausti ÞH 52, Hafrún ÍS 400, Hinrik KÓ 7, Danni Péturs KÓ 7, Danni Péturs KE 175, Frigg BA 4, Helgi S. KE 7, Einir HF 202, Einir GK 475, Mummi GK 120, Særún GK 120, Særún HF 4, Kristján ÓF 51, Njarðvík GK 275, Tjaldur RE 272 og Guðrún Björg HF 125.
        

05.11.2009 00:00

Plastbátar


                                     2493. Hugborg SH 87, í höfn í Ólafsvík


                                          7373. Hvalsá SH 127, í höfn í Ólafsvík


                                        2624. Ívar SH 324, í höfn í Ólafsvík


                               6762. Jaspis KÓ 227, í höfn í Kópavogi


          7429. Jói í Seli, í höfn í Sandgerði © myndir Emil Páll í ágúst 2009

04.11.2009 22:39

Pilot BA 6


                       1032. Pilot BA 6 © mynd úr Flota Bíldudals, Magnús Jónsson

Smíðanr. 20 hjá Trésmiðju Austurlands hf., Fáskrúðsfirði 1967 og var síðasti báturinn sem smíðaður var undir stjórn Einars Sigurðssonar.  Sökk í Bíldudalshöfn 18. okt. 1994, náð upp aftur.

Nöfn: Hafborg KE 54 og Pilot BA 6 (sl. 25 ár)

04.11.2009 21:53

Leynir og Taurus í blíðunni í Reykjavík í dag


                                            2396. Leynir, í Reykjavíkurhöfn í dag


           Taurus, í Reykjavíkurhöfn © myndir Sigurður Bergþórsson í dag 4. nóv. 2009

04.11.2009 21:24

Sögufrægt skip - Hrólfur II RE 111 nú Herdís SH 173


                     1771. Herdís SH 173, í höfn á Rifi © mynd Emil Páll í ágúst 2008

Smíðað hjá Knörr hf. Akranesi 1987.

Bátur þessi er fyrsti báturinn sem bæjarfélag neytti forkaupsréttar á og sá eini sem sóttur var af bæjarfélagi til kaupanda, þar sem hann hafði verið seldur burt úr bæjarfélaginu án samþykkis bæjarfélagsins. Hafði aðili í Keflavík selt bátinn til Granda hf. í Reykjavík og samþykkti bæjarstjórn Keflavíkur að sækja bátinn. Fengnir voru fjórir menn sem allir voru í slökkviliði bæjarins til að sækja bátinn og meðal þeirra var bæjarstjórinn Ellert Eiríksson, svo og síðueigandi þessarar síðu Emil Páll og aðrir í áhöfninni voru Jóhannes Sigurðsson og Örn Bergsteinsson. Sigldum við bátnum til Keflavíkur á ný í júlí 1991. Þar var hann eftir smá lagfæringar seldur aðila innan bæjar sem gerði hann út í nokkra mánuði og tók af honum kvótann og seldi síðan með leyfi bæjarins bátinn út úr bæjarfélaginu að nýju, eftir að hafa auglýst hann án árangurs innan bæjarfélagsins.

Þessi sami bátur bar frá 14. júní til 14. júlí 2001 nafnið Baddý II GK 177, þó svo að annar bátur 458. Reynir, bæri þetta sama númer. Þennan tíma sem hann bar nafnið Baddý II, var hann þó skráður sem Einsi Jó GK 19.

Nöfn: Máni AK 73, Hrólfur II RE 111, Dagný AK 140, Dagný ÍS 728, Baddý II GK 177, Einsi Jó GK 19, Hreggnes SH 173 og núverandi nafn Herdís SH 173.

04.11.2009 18:11

Reynir GK 177 / Bjarmi BA 326 / Geir KE 1


                        1321. Reynir GK 177, í höfn í Njarðvík  © mynd Emil Páll


  1321. Bjarmi BA 326, á siglingu fyrir utan Reykjavík © mynd úr Flota Tálknafjarðar, Sigurður Bergþórsson


                       1321. Geir KE 1, í Njarðvík © mynd Emil Páll í febrúar 2009

Smíðanr. 314 hjá  Brastad Shipsbyggeri í Vestnes, Noregi 1968. Yfirbyggður Sandgerði 1975. Lengur og endurbættur hjá Þorgeir & Ellert hf. Akranesi 1998. Lengdur og yfirbyggður hjá Ósey hf., Hafnarfirði 1998.

Átti að seljast til Kenýu í nóv. 1992, en skipið fór aldrei þangað, en lá þess í stað í Þorlákshöfn þar til það var selt til Keflavíkur í nóv. 1993. Fyrir mistök var númerið ÍS 207 málað á bátinn í Njarðvíkurslipp í lok sept. 1995, en átti átti að fara á bátinn við hliðina. Var það lagfært degi síðar. Eigendur fluttu með bátinn til Grænlands 2002, en hann kom fljótlega til baka.

Nöfn: Bye Senior N194Ö, Reynir GK 177, Júlíus ÁR 111. Júlíus ÁR 110, aftur Júlíus ÁR 111, Jóhannes Ívar KE 85, Jóhannes Ívar ÍS 207 (sjá hér fyrir ofan), Jóhannes Ívar ÍS 193, Bjarmi BA 326, Bjarmi, aftur Bjarmi BA 326 og núverandi nafn Geir KE 1.

04.11.2009 08:57

Sæborg KE 177


                                821. Sæborg KE 177 © mynd Emil Páll

Smíðaður í skipasmíðastöðinni Gebr. Schurenstedt KG., Bradernfleth a.d. Weser í Bardenfleth í Þýskalandi 1956, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Báturinn var sá fyrsti sem Vestur-Þjóðverjar byggðu fyrir íslendinga eftir stríð. Endurbyggður hjá Dráttarbraut Keflavíkur hf. 1978-79 og var fyrsti báturinn sem settur var þar inn í hús. Bátnum var rennt út úr húsinu 9. mars 1979 og sjósettur 16. mars 1979.   Báturinn fórst 6 sm. úti af Rifi á Snæfellsnesi 8. mars 1989 og með honum einn maður.

Nöfn: Sæborg BA 25, Sæborg VE 22, Sæborg KE 177, Sæborg HU 177 og Sæborg SH 377.

04.11.2009 07:33

Sólrún ÍS 1


                    1679. Sólrún ÍS 1, í höfn í Njarðvík © mynd Emil Páll 1984

Smíðanr. 6 hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. Njarðvík, en skrokkurinn hafði smíðanr. 12 hjá Herfjord Slipp & Verksted A/S í Tomfjord í Noregi. Upphaflega var hér þó um að ræða smíði nr. 33  hjá Solstrand Slip & Batbyggeri A/S i Tomrefjord í Noregi. Skrokkurinn kom til Njarðvíkur 19.jan. 1983 og var þá strax ahfist handa um lokafrágang hans og var skipið sjósett i Njarðvík 27. apríl 1984 og afhent 12. júní 1984.

Samþykktur hafði verið úreldingastyrkur á skipið 12. jan 1995, en hætt var við þá aðgerð. Báturinn varð síðan alelda á vipstundu 4. feb. 1996, 100 sm. N af Skaga og dreginn af b.v. Bessa ÍS til Ísafjarðar. Var báturinn í sinni síðustu veiðiferð fyrir Frosta hf., áður en skipið yrði afhent nýjum eiganda á Rifi. Á Ísafirði tók Sólborg RE við bátnum og dró til Njarðvíkur 4. maí 1996. Síðan var báturinn eða nánast flakið dregið til nýrra eigenda í Danmörk af Dorm frá Hirsals. Lagt var af stað frá Njarðvík 26. jan 1998. Ekkert var þó úr því að báturinn yrði endurbyggður ytra, heldur hefur hann legið í fjölda ára í höfn þar.

Nöfn: Sólrún ÍS 1, Kofri ÍS 41, Öngull RE 250, Öngull SH og Öngull

04.11.2009 07:22

Sigurpáll GK 375


                            978. Sigurpáll GK 375 í Njarðvíkurslipp © mynd Emil Páll

Smíðanr. 1 hjá Hasund Mek Verksted A/S og nr. 25 hjá Ulstein Mekaniska Verksted A/S í Ulteinsvik, Noregi 1964. Yfirbyggður 1964. Fór í pottinn til Danmerkur í okt. 2007.

Er skipið kom fyrst hingað til lands og þá til heimahafnar á Siglufirði aðfaranótt 6. júlí 1964 vildu sumir meina að hann væri fyrsti skuttogari Íslendinga. Síðan hafa menn talið hann fyrsta fiskiskipið með skuttrennu hér á landi, en samkvæmt því sem áður hefur komið fram hér á síðunni var lítill bátur á Vestfjörðum sem var á undan með skutrennu.

Nöfn: Siglfirðingur SI 150, Lundi VE 110, Bjarni Ásmundar ÞH 320, Fram RE 12, Sigurpáll GK 375, Skjöldur SI 101, Súlnafell ÞH 361, Súlnafell EA 840 og Svanur EA 14.

04.11.2009 00:00

Ghana


                                                                    NN
                                                                    Parrot fish


                                          Seadevel © myndir Svafar Gestsson

03.11.2009 19:16

Síldveiðum lokið - myndasyrpa

Svafar Gestsson vélstjóri á Jónu Eðvalds SF 200 sendi okkur nú síðdegis mikla myndasyrpu sem tekin var á síðasta degi síldveiðanna, en Hafrannsóknarstofnun hefur bannað frekari veiði. Með myndunum fylgdi eftirfarandi texti frá Svafari: Manni skilst að þetta séun endalokin á síldveiðum þetta árið. Sorglegt að stjórnvöld skulu ekki leyfa frekari veiðar til bjargar þjóðarbúinu En það er svona að hafa misvitra menn sem þessu ráða. Við köstuðum 4 sinnum á Breiðasundi fengum grjót í því fyrsta rifið í öðru kasti 260 tonn í því þriðja og rúm 500 tonn í því síðasta. Siglum nú til Hornafjarðar til löndunar og fer þessi farmur allur í vinslu að mér skilst enda um mjög góða síld að ræða.     
             Kv frá Jónu Eðvalds.
             Svafar Gestsson Vélstjóri


                                        Guðmundur Sveinbjörnsson, skipstjóri


                                                Rúm 500 tonn á síðunni


                       Kristján Guðmundsson klár frammá


       

 

   Þó þekki tilheyri ekki síldveiðum Jónu Eðvalds SF, þá sigldi hann fram hjá þeim er þeir voru á veiðisvæðinu og af honum var því tekin mynd. Hér er um að ræða 7459. Veiga SH 107 © myndir Svafar Gestsson

03.11.2009 18:50

Máni II ÁR 7 sjósettur

Nú undir kvöldið var sjósettur eftir miklar endurbætur Máni II ÁR 70, í Sandgerði, en um síðustu helgi var sagt frá endurbótunum hér á síðunni. Við þetta tækifæri tók ég eftirfarandi myndir.


   Haukur Jónsson, útgerðarmaður Mána II (t.v.) ræðir við Hörð Óskarsson, útgerðarmanns á Vini GK 96 sem skemmdist mikið af eldi í sumar og verið er að endurbæta og lengja hjá Sólplasti.


  Spáð í spilin áður en lagt var af stað með bátinn til sjávar. Þarna má m.a. sjá Sigurð Stefánsson, kafara o.fl., Ragnar Emilsson, skipstjóra, Hörð Óskarsson og Haukur útgerðarmaður snýr baki í okkur


                                                      Lagt af stað til sjávar


                                          Á leið eftir Strandgötunni í Sandgerði


                                          Kanna þurfti þyngd bátsins


                            Báturinn að renna í sjóinn í Sandgerðishöfn


   Hér er 1887. Máni II ÁR 70 kominn á flot í Sandgerðishöfn nú undir kvöldið © myndir Emil Páll  3. nóv. 2009

03.11.2009 13:04

Ólafur Jónsson GK 404


                 1471. Ólafur Jónsson GK 404 á leið út frá Keflavík © mynd Emil Páll