21.11.2009 20:27

Faxi RE 9 í Keflavík

Nú um kl. 20 í kvöld kom Faxi RE 9 til Keflavíkur og meðan verið var að smella af honum myndum kom flutningabíll með eitthvað af körum sem fóru um borð. En talandi um Faxa RE 9, þá er þetta þriðja færslan um bátinn í dag, hér á síðunni og því myndi einhver segja að það mætti vera minna og jafnara, en svona er lífið.


   1742. Faxi RE 9, stoppaði í Keflavík í um hálfa klukkustund og meðan verið var að mynda, kom flutningabíll með kör að skipinu og sést það á neðstu myndinni © mynd Emil Páll 21. nóv. 2009