Færslur: 2009 Nóvember
15.11.2009 13:51
Valafell SH 157 / Sævar KE 19
867. Valafell SH 157 © mynd Snorri Snorrason
867. Sævar KE 19 © mynd Emil Páll
867. Sævar KE 19 © mynd Emil Páll
Smíðaður í Nyköbing M. í Danmörku 1960. Strandaði í Sandgerðishöfn 15. feb. 1980. Slysavarnarsveitin Sigurvon í Sandgerði fékk bátinn gefins frá Vélbátatryggingu Reykjaness, þar sem hann var á strandstað í Sandgerðishöfn. Rifu þeir það nýtilega úr honum og brenndu síðan skrokkinn í grjótuppfyllingu í höfninni 30. ágúst 1980.
Nöfn: Valaberg SH 157 og Sævar KE 19.
Skrifað af Emil Páli
15.11.2009 13:42
Arney SH 2 / Jón Sör ÞH 220
1094. Arney SH 2 © mynd Emil Páll
1094. Jón Sör ÞH 220 © mynd Emil Páll
Smíðanr. 33 hjá Dröfn hf. Hafnarfirði 1970, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Yfirbyggður 1982. Seldur til Noregs 30. mars 1995. Breytt í skemmtiferðaskip í Osló í Noregi 1995. Fór til niðurrifs til Fornaes í Danmörku í okt. 2007.
Nöfn: Arney SH 2, Arney KE 50, Jón Sör ÞH 220, Frosti II ÞH 220, Eyrún EA 155 og Eyrún.
Skrifað af Emil Páli
15.11.2009 11:20
Ársæll Sigurðsson GK 320 / Arney KE 50 / Ársæll ÁR 66
1014. Ársæll Sigurðsson GK 320 © mynd Emil Páll
1014. Arney KE 50 © mynd Emil Páll
1014. Ársæll ÁR 66 © mynd Þórarinn Ingi Ingason 2009
Smíðarn. 21 hjá Brattvag Skipsinnredning A/S, Brattvaag, Noregi 1966. Yfirbyggður hjá Slippstöðinni hf. á Akureyri 1982.
Nöfn: Ársæll Sigurðsson GK 320, Arney KE 50, Auðunn ÍS 110, Nansen ÍS 16, Steinunn SF 10, Ársæll SH 88, Dúi ÍS 41 og núverandi nafn Ársæll ÁR 66.
Skrifað af Emil Páli
15.11.2009 11:07
Ólafur Sólimann KE 3 / Pólstjarnan KE 3 / Freyja GK 364 / Keli
1209. Ólafur Sólimann KE 3 © mynd Emil Páll
1209. Pólstjarnan KE 3 © mynd Emil Páll
1209. Freyja GK 364 (þessi blái fyrir innan nöfnu sína) © mynd Emil Páll
Keli, í Króatiu (ex 1209)
Smíðanr. 45 hjá Skipasmíðastöð Marsellíusar Bernhardssonar, Ísafirði 1972, Kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Keflavík 2. mars 1972. Yfirbyggður hjá Vélsmiðjunni Stál hf. Seyðisfirði 1988. Seldur úr landi til Írlands 20. desember 1994 og þaðan til Króatíu 2004.
Nöfn: Ólafur Sólimann KE 3, Pólstjarnan KE 3, Freyja GK 364, Freyja SO, Kelly J og Keli.
Skrifað af Emil Páli
14.11.2009 21:48
Muninn II GK 343 / Svanur KE 90
929. Muninn II GK 343, í höfn í Sandgerði © mynd úr safni Emils Páls, ljósmyndari ókunnur
929. Svanur KE 90, siglir inn Hafnarfjörð © mynd Jóhann Þórlindsson
929. Svanur KE 90 © mynd úr safni Emils Páls
929. Svanur KE 90, eins og hann er í dag í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll í nóv. 2009
Smíðaður í Gilleleje í Danmörku 1945. Hefur frá því um veturinn 2003 legið í höfnum, s.s. Njarðvíkurhöfn, Reykjavíkurhöfn og aftur í Njarðvíkurhöfn.
Nöfn: Muninn II GK 343, Þorsteinn Gíslason KE 90, Sandvík KE 90 og Svanur KE 90 (sl. 33 ár)
Skrifað af Emil Páli
14.11.2009 21:32
Skógey SF 53 / Bergur FD 400
974. Skógey SF 53, óyfirbyggð á síldveiðum á Seyðisfirði ásamt Vísi SF 64
Sama og hér fyrir ofan
974. Skógey SF 53, yfirbyggð © myndir Jón Haukur Hauksson, Hornafirði
974. Skógey SF 53, yfirbyggð © mynd úr safni Emils Páls, ljósmyndari ókunnur
Bergur FD 400, árið 2007
Smíðanr. 410 hjá Elbe Werft GmbH í Boizenburg, Þýskalandi 1965. Yfirbyggður hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. 1988. Eftir að allt rafmagn skipsin skemmdist í eldi í Sandgerðishöfn í júlí 1995 var ákveðið að úrelda skipið og var það þá selt úr landi 15. apríl 1996.
Skipið gekk lengi undir nafninu Austur-Þýski öldungurinn, því hann var það eina af 18 systurskipum sem ekki hafði farið í gegn um verulegar breytingar og/eða stækkun.
Nöfn: Gullver NS 12, Gullberg NS 11, Akurey II SF 53, Skógey SF 53, Bergur Vigfús GK 53 og Bergur FD 400.
Skrifað af Emil Páli
14.11.2009 18:15
Aðalbjörg RE 5
1755. Aðalbjörg RE 5, í höfn í Sandgerði © mynd Emil Páll 2008
Smíðanr. 20 hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar hf., 1987. Lengdur um miðju 1994 af Erlendi Guðjónssyni og Stál-Orku hf. í Hafnarfirði.
Nafn: Aðeins þetta eina Aðalbjörg RE 5.
Skrifað af Emil Páli
14.11.2009 18:06
Borgþór GK 100 / Aðalbjörg II RE 236
1269. Borgþór GK 100, í einu ferð sinni til Keflavíkur © mynd úr safni Jóhanns Þórlindssonar
1269. Aðalbjörg II RE 236, í höfn í Sandgerði © mynd Emil Páll
Smíðanr. 400 hjá Bátalóni hf. Hafnarfirði 1972. Stækkaður 1986. Lengdur í miðju í Hafnarfirði 1994 af Erlendi Guðjónssyni og Stál-Orku hf. Perustefni 1996,
Báturinn var smíðaður fyrir Jóhann Þórlindarson í Njarðvík, en hann gerði hann aldrei út, heldur var báturinn í Hafnarfirði þar til hann var seldur. Kom hann aðeins einu sinni til Keflavíkur sem Borgþór, er verið var að afhenda hann nýjum eigenum og þá var myndin hér fyrir ofan tekin.
Nöfn: Borgþór GK 100, Borgþór ÞH 231, Snæberg ÞH 231, Snæberg BA 35, Sigþór ÁR 107, Stakkavík ÁR 107, Gulltoppur ÁR 321 og núverandi nafn Aðalbjörg II RE 236.
Skrifað af Emil Páli
14.11.2009 14:52
Örn KE 13 / Quo Vadis
1012. Örn KE 13, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll
1012. Örn KE 13 © mynd Emil Páll
1012. Örn KE 13 í höfn í Njarðvík © mynd Emil Páll
1012. Örn KE 13, í höfn í Njarðvík © mynd Emil Páll
1012. Örn KE 13 © mynd Emil Páll
1012. Örn KE 13 © mynd Þorgeir Baldursson
1012. Örn KE 13 © mynd Guðmundur St. 1. feb. 2003
1012. Quo Vadis HF 23, í Morocco © mynd Svafar Gestsson
Smíðanr. 72 hjá Ankerlökken Verft, Florö, Noregi 1966. Yfirbyggður og lengdur í Grimstad, Noregi 1976. Lengdur 1987. Breytingar og lenging i Nauta Shipyard Ltd í Gdynia, Póllandi 1996, smíðað var nýtt framskip og það tengt við gamla hluta skipsins. Var þetta talin einstök breyting á fiskiskipi í eigu íslendinga. Ný framhlutinn var lengri, breiðar og dýpri en sá sem fyrir var. Skipið var rúmlega tvöfallt stærra, miðað við neðra þilfar, en þegar þaðkom nýtt til landsins og 1997 meiri breytingar hjá Geneal, Gdansk, Póllandi og úr þeim breytingum kom skipið 9. mars 1998. Þá var sú staða komin upp að allt var nýtt í skipinu nema ein plata undir vélinni, svo um endurnýjun teldist vera.
Nöfn: Örn RE 1, Örn SK 50, Örn KE 13 ( í 32 ár) og núverandi nafn Quo Vadis HF 23
Skrifað af Emil Páli
14.11.2009 14:40
Tveir drekkhlaðnir
Harpa RE 342 og Gígja RE 340 drekkhlaðnir í Njarðvík © mynd Emil Páll
Skrifað af Emil Páli
14.11.2009 09:52
Arnfirðingur RE 212 / Sandafell SU 210 / Siggi Þorsteins ÍS 123
11. Arnfirðingur RE 212 © mynd Snorri Snorrason
11. Sandafell SU 210 © mynd Þorgeir Baldursson
11. Siggi Þorsteins ÍS 123 © mynd Hilmar Bragi Bárðarson vf.is 2008
Smíðanr. 196 hjá Bolsnöse Verft A/S i Molde, Noregi 1963. Lengdur Þrándheimi 1966. Yfirbyggður Póllandi 1977.
Bátinn átti að rífa niður í Krossanesi i nóv. 2007, en hætt var við það og var hann seldur í apríl 2008 til Afríku, en hætt var við þá sölu og voru endalokin þau að hann fór frá Njarðvík í júlí 2008 með Hauk EA 76 í togi og báðir voru þeir á leið í pottinn fræga í Danmörku.
Nöfn: Arnfirðingur RE 212, Sandafell GK 82, Sandafell SU 210, Freyr ÁR 170, Freyr ÓF 36, Freyr ÁR 102, Freyr GK 157, Freyr ÞH 1, Freyr GK 220 og Siggi Þorsteins ÍS 123.
Skrifað af Emil Páli
14.11.2009 00:00
Gamlir togarar
Kári Sölmundarson Brutto 344 smálestir vélaafl 600 hp Eigandi Kári h/f Viðey
Karlsefni Brutto 323 smálestir vélaafl 600 hp Eigandi Geir & Thorsteinsson Reykjavík
Leiknir Brutto 316 smálestir vélaafl 600 hp Eigandi Ól Jóhannesson & Co Patreksfirði
Maí Brutto 339 smálestir vélaafl 600 hp Eigandi Hafnarfjarðar kaupstaður © myndir úr safni Svafars Gestssonar
Skrifað af Emil Páli
13.11.2009 22:28
B.v. Keflvíkingur GK 197
8. Keflvíkingur GK 197, kemur nýr til Keflavíkur 1948 © mynd úr safni Emils Páls, ljósmyndari ókunnur.
Smíðanr. 720 hjá Alexander Hall & Co Ltd, Aberdeen, Skotlandi 1948. Hljóp af stokkum 14. október 1947, afhentur í mars 1948. Seldur úr landi til Grikklands 17. maí 1965. Rifinn í Pireus 1967.
Nöfn: Keflvíkingur GK 197, Keflvíkingur KE 19, Vöttur SU 103 og Apríl GK 122, en ókunnugt er um nafnið í Grikklandi.
Skrifað af Emil Páli
13.11.2009 22:22
Hugborg SH 87
1282. Hugborg SH 87 © mynd Emil Páll
Smíðanr. 29 hjá Trésmiðju Austurlands hf., Fáskrúðsfirði 1972 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Strandaði á Balatá við Keflavíkurbjarg, milli Hellissands og Rifs 29. sept. 1994 og brotnaði það illa að ákveðið var að brenna hann á staðnum.
Nöfn: Haffari RE 126, Hugborg SH 173 og Hugborg SH 87.
Skrifað af Emil Páli
13.11.2009 19:25
Einar Benediktsson BA 377 / Keilir RE 37 / Snæfari HF 186
1615. Einar Benediktsson BA 377, í höfn í Vestmannaeyjum © mynd úr Flota Táknfirðinga, Sigurður Bergþórsson
1615. Keilir RE 37, í höfn í Njarðvík © mynd Emil Páll
1615. Snæfari HF 186 © mynd Þorgeir Baldursson
Smíðanr 670 hjá Fairmile Construction Co Ltd, Bervick-on-Tveed, Englandi 1972. Kom til landsins 29. mars 1992. Seldur úr landi til Írlands 9. júní 1992 og síðan seldur í pottinn í Esbjerg í Danmörku í desember 2005.
Nöfn: Boston Sea Sprite LT 247, Einar Benediktsson BA 377, Keilir RE 37, Snæfari HF 186 og Almar D 6.
Skrifað af Emil Páli
