14.11.2009 09:52

Arnfirðingur RE 212 / Sandafell SU 210 / Siggi Þorsteins ÍS 123


                                   11. Arnfirðingur RE 212 © mynd Snorri Snorrason


                               11. Sandafell SU 210 © mynd Þorgeir Baldursson


              11. Siggi Þorsteins ÍS 123 © mynd Hilmar Bragi Bárðarson vf.is 2008

Smíðanr. 196 hjá Bolsnöse Verft A/S i Molde, Noregi 1963. Lengdur Þrándheimi 1966. Yfirbyggður Póllandi 1977.

Bátinn átti að rífa niður í Krossanesi i nóv. 2007, en hætt var við það og var hann seldur í apríl 2008 til Afríku, en hætt var við þá sölu og voru endalokin þau að hann fór frá Njarðvík í júlí 2008 með Hauk EA 76 í togi og báðir voru þeir á leið í pottinn fræga í Danmörku.

Nöfn: Arnfirðingur RE 212, Sandafell GK 82, Sandafell SU 210, Freyr ÁR 170, Freyr ÓF 36, Freyr ÁR 102, Freyr GK 157, Freyr ÞH 1, Freyr GK 220 og Siggi Þorsteins ÍS 123.