Færslur: 2013 Ágúst
04.08.2013 09:00
Sjómannadagurinn í Keflavík 1964: Andvari KE 93 - í dag Happasæll KE 94 og Hagbarður ÞH 1
![]() |
13. Andvari KE 93, sem í dag er Happasæll KE 94 og framan við hann sést 538. Hagbarður ÞH 1 og kappróðrasveitir © myndir Emil Páll, á sjómannadaginn í Keflavík, 1964 |
04.08.2013 08:00
Falado Rhodos, í Keflavík í gær


Falado Rhodos, í Keflavík í gær © myndir Emil Páll, 3. ágúst 2013
AF FACEBOOK:
Tómas J. Knútsson mér þótti þessi skúta virðuleg og víðsigld að sjá
04.08.2013 07:00
S. Rafael


S. Rafael, í Reykjavík © mynd Shipspotting, Derek Sands 11. júní 2013
03.08.2013 22:20
Fönix KE 111 nú Fönix ST 177, sjósettur að nýju í mars 1986
Í gegn um árin hafa flest allir stálbátarnir sem lifað hafa einhvern tíma hér á landi, farið í algjöra endurbyggingu, þar sem þeir hafa komið svo gjörbreyttir til baka að þeir eru óþekkjanlegir frá því skipi sem var fyrir breytingarnar. Sumir hafa farið í skrokkbreytingar, en aðrir aðeins í breytingar ofandekks. Flestar hafa þessar breytingar farið fram erlendis, en ein og ein hérlendis. Hér tek ég fyrir einn sem var af árgerðinni 1960 og var nánast talinn ónýtur eftir bruna þegar Dráttarbraut Keflavíkur tók sig og keypti flakið og endurbyggði. Úr varð allt annað skip, skip sem hét áður en endurbygging hófst Jón Ágúst GK, en kom út sem Fönix KE. Þó þetta skip sé enn til, hefur það oft á tíðum litið ansi illa út, verið frekar í slæmu ástandi en er nú uppi á Akranesi, þar sem a.m.k. er verið að mála það. Þá var skipið skrá að nýju sem Arnfríður Sigurðardóttir RE 14, en fór þó aldrei í útgerð undir því nafni, heldur fór hann af stað á síðasta ári sem Fönix ST 177.
Hér birti ég nokkar myndir af Fönix, þegar hann var sjósettur að nýju hjá Dráttarbraut Keflavíkur eftir að endurbætum var lokið í marsmánuði 1986.





177. Fönix KE 111 sjósettur í Dráttarbraut Keflavíkur, eftir að hafa verið yfirbyggður og endurbættur eftir bruna

177. Fönix KE 111 og 89. Árni Geir KE 74 .
Þessir bátar eru báðir ennþá til og eru í dag: 177. Fönix ST 177 og 89. Grímsnes BA 555

Fönix KE 111, á siglingu til Keflavíkurhafnar eftir sjósetninguna í Dráttarbrautinni


177. Fönix KE 111, í Keflavíkurhöfn
© myndir Emil Páll, í mars 1986
Smíðanúmer 350 hjá Gravdal Skipbyggery, Sunde, Noregi 1960.
Endurbyggður og yfirbyggður hjá Dráttarbraut Keflavíkur hf. 1981-1986, eftir að eldur kom upp í bátnum, er hann hét Jón Ágúst GK 60, 28 sm. VNV af Garðskaga þann 31. janúar 1978. Áhöfn v/s Týs slökkti eldinn og dró bátinn síðan til Njarðvíkur.
Strandaði sem Bergvík VE 505, í Vöðlavík milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar 18. des. 1993. Við björgunartilraun á bátnum fékk björgunarskipið Goðinn á sig brot og strandaði og sökk 10. janúar 1994 og við það fórst einn skipverji Goðans, en Varnarliðið bjargaði sex skipverjum í aftakaveðri. Varðskipið Týr dró síðan Bergvíkina af strandstað lítið skemmda aðfaranótt 13. janúar 1994.
Úrelding var samþykkt 3. september 1994, en hætt var við úreldinguna 31. mars 1995.
Stefni bátsins var breytt 1998.
Breytt hjá Skipalyftunni í Vestmannaeyjum frá jan- mars 2003 í veiðiskip á þorski til áframeldis.
Lá í Reykjavíkurhöfn frá 11. nóv. 2004 til 18. des. 2009 að hann var dreginn af hafnsögubátnum Leyni upp á Akranes. Þann tíma sem báturinn lá í Reykjavíkurhöfn, var hann ýmist skráður Eykon RE 19, Adolf RE 182, eða Adolf RE 19, þó alltaf stæði á bátnum sama skráningin Eykon RE 19. Var afskráður sem fiskiskip 24. ágúst 2005 og skráður að nýju sem fiskiskip á síðasta ári.
Nöfn: Seley SU 10, Jón Þórðarson BA 80, Guðmundur Kristján BA 80, Jón Ágúst GK 60, Jón Ágúst GK 360, Fönix KE 111, Bergvík VE 505, Krossanes SU 5, Stakkur VE 650, Surtsey VE 123, Adolf Sigurjónsson VE 182, Kristjana GK 818, aftur Adolf Sigurjónsson VE 182, Eykon ÍS 177, Eykon RE 19, Adolf RE 182, Adolf RE 19, Arnfríður Sigurðardóttir RE 14 og núverandi nafn: Fönix ST 177.
03.08.2013 22:08
Celebrity Infinity
![]() |
Celebrity Infinity, á Akureyri © mynd Shipspotting, Roland Hampe 20. júlí 2013
03.08.2013 21:30
Brovig Breeze


Brovig Breeze, á Seyðisfirði © myndir shipspotting, Derek Sands, 8. júní 2013
03.08.2013 20:27
Aidaluna
![]() |
Aidaluna í Reykjavík © mynd shipspotting Derek Sands, 11. júní 2013
03.08.2013 19:32
Kaspryba 3
Systurskip þessi og það þriðja sem staðfest var á Kanarýeyjum voru öll í eigu íslendinga, en það á Kanaríeyjum tókst fljótt að selja og þessi tvö hafa legið í Reykjavík í alllangan tíma, fyrst í gömlu höfninn og síðar við Skarfabakka. Annað þeirra hefur þó verið selt en af einhverjum ástæðum fór það aldrei. Hér birti ég mynd af skipunum sem eru við Skarfabakka

Kaspryba 3 og 1 við Skarfabakka í Reykjavík © mynd shipspotting Derek Sands, 11. júní 2013
03.08.2013 18:50
Gísli í Papey
![]() |
1692. Gísli í Papey © mynd Papeyjarferðir, Gunni Már, 1. ágúst 2013 |
03.08.2013 18:01
Þessi var smíðaður á Íslandi fyrir erlendan markað

Gáshövdi KG 318

Svona lítur hann út í dag © mynd Seapixonline.com
03.08.2013 16:45
Markús ÍS 777, sokkinn




616. Markús ÍS 777, sokinn © myndir Tómas Patrek Sigurðarson, 3. ágúst 2013
- Sendi ég Tómasi kærar þakkir fyrir myndirnar -
Smíðaður hjá Schlichting Werft, Lubeck-Travebunde, Vestur-Þýskalandi 1960. Kom til Keflavíkur í mars 1960.
Rak upp í kletta í Eyrarbakkahöfn 1. jan. 1975 og stórskemmdist. Bjargað af Björgun hf. og endurbyggður hjá Skipasmíðastöð Njarðvikur hf., Njarðvík 1975-76.
Nöfn: Jón Guðmundsson KE 4, Ísleifur ÁR 4, Askur ÁR 13, Guðbjörg ST 17, Laufey ÍS 251, Dagur SI 66, Egill BA 77, Stefán Rögnvaldsson EA 345, Stefán Rögnvaldsson HU 345, Stefán HU 38, Stefán BA 48 og núverandi nafn: Markús ÍS 777
03.08.2013 13:26
Keilir RE 37
![]() |
||
|
|
03.08.2013 12:24
Manni ÞH 81 og Guðmundur Ólafsson SH 244
![]() |
1601. Manni ÞH 81 og 715. Guðmundur Ólafsson SH 244, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, fyrir áratugum |
03.08.2013 11:27
Moby Dick og alltaf eitthvað að sjá
Hér sjáum við bátinn koma til hafnar í Keflavík eftir skoðunarferð og fer ekki á milli mála að farþegarnir sem þarna gengu í land voru sáttir við ferðina.




46. Moby Dick kemur að landi eftir skoðunarferð í hádeginu í gær © myndir Emil Páll, 2. ágúst 2013








