Færslur: 2013 Ágúst

24.08.2013 10:44

Nýsmíði gefið nafn í Noregi

Elfar Eiríksson, Noregi í morgun: Sendi þér myndir sem ég tók áðan í Fosnavåg en það á að fara gefa þessu skipi nafn á eftir. Sendi fleiri myndir þegar því er lokið. Myndirnar eru teknar þegar skipið kom inn í höfnina til athafnarinnar en það þurfti að bakka inn og eins og sést á myndunum þá var svo sem ekki mikið afgangs inn rennuna.


              Nýsmíði, Havyar 832 í Fosnavåg, Noregi í morgun. Formlega verður skipinu gefið nafn á eftir og þá koma nýjar myndir © myndir Elfar Eiríksson, Noregi, 24. ágúst 2013

24.08.2013 10:23

Bylgja VE 75, að landa í Keflavík í morgun
          2025. Bylgja VE 75, að landa í Keflavík í morgun © myndir Emil Páll, 24. ágúst 2013

24.08.2013 09:36

Alpha HF 32


             1031. Alpha HF 32, á Akureyri © mynd Bjarni Guðmundsson, 15. ágúst 2013

24.08.2013 08:49

Þorsteinn ÞH 115, Sjöfn EA 142 og Hvanney SF 51

 

             926. Þorsteinn ÞH 115, 1848. Sjöfn EA 142 og 2403. Hvanney SF 51, á Akureyri © mynd Bjarni Guðmundsson, 15. ágúst 2013

24.08.2013 08:05

Jökull ÞH 259


           259. Jökull ÞH 259, á Akureyri © mynd Bjarni Guðmundsson, 15. ágúst 2103

24.08.2013 07:00

Í kvöldsiglingu með Húna II

Bjarni Guðmundsson,á Neskaupstað heimsótti nokkra útgerðarstaði á Norðurlandi nú nýverið og eiga sumar myndirnar eftir að koma en aðra hafa komið. Þegar hann kom við á Akureyri notaði hann þá snjöllu aðferð að fara í kvöldsiglingu með Húna II og eru því allar Akureyrarmyndirnar teknar frá þeim skipi. Í dag koma flestar Akureyrarmyndinrar en þó ekki allar, en þær sem eftir verða birtast einhverja næstu daga.


              108. Húni II EA 740 á Akureyri © myndir Bjarni Guðmundsson, 15. ágúst 2013

23.08.2013 22:30

Öðruvísi myndir af Mána II ÁR 7

Hér kemur myndasyrpa af Mána II ÁR 7, þegar verið er m.a. að búa hann út til markrílveiða. Um mennina sem sjást á myndunum veit ég ekkert um nema á tveimur þeirra, en þar sést útgerðarmaðurinn.


                          1887. Máni II ÁR 7, í Þorlákshöfn © myndir Ragnar Emilsson, 2013

23.08.2013 22:09

Straumur ST 65 og Sædís íS 67, á Steingrímsfirði


                2324. Straumur ST 65 og 2700. Sædís ÍS 67, á Steingrímsfirði © mynd Ragnar Emilsson, 2013

23.08.2013 21:58

Hásjávað í Keflavík í kvöld


                                    © myndir Þorgrímur Ómar Tavsen, í kvöld, 23. ágúst 2013

23.08.2013 21:13

Flugalda ÓF 15, á Steingrímsfirði

 

            2289. Flugalda ÓF 15, á Steingrímsfirði © mynd Ragnar Emilsson, 2013

23.08.2013 20:15

Sandvík SH 4 eða EA 200, á Hauganesi

Bátur þessi var keyptur til Hauganess fyrr á árinu og átti fljótlega að umskrá hann, þar sem fyrrum eigendur höfðu keypt annan bát sem fékk númerið SH 4. Var þessi þá skráður EA 200, en hélt nafnin. Samkvæmt þessari mynd hefur númerinu þó ekki verið breytt.

              2274. Sandvík SH 4, eða EA 200, að koma til Hauganess © mynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 2013

           
               

23.08.2013 19:45

3 nýjar myndir úr 7. veiðiferð Þerneyjar RE 1

Þér kemur 3. hluti af myndum úr 7. og um leið yfirstandandi veiðiferð Þerneyjar RE 1. Þegar myndirnar koma í svona smáskömmtum er það oft betra, en núna eru þær þrjár að tölu.


                          Veðrið er oft ansi fallegt, sérstaklega þegar sólin á í hlut


                         Aðeins of litill skammtur af makríl, en þessi tonn eru ekki eftir


              Skúli með afmælistertuna, tekið skal fram að hann náði ekki að klára hana

                                         © myndir skipverjar á 2203. Þerney RE 1

23.08.2013 19:16

Brynja SH 237, á Steingrímsfirði

 

          2243. Brynja SH 237, á Steingrímsfirði © mynd Ragnar Emilsson, 2013

23.08.2013 18:20

Djúpey BA 151 o.fl. við Flatey á Breiðafirði

 

            2178. Djúpey BA 151 o.fl. við Flatey á Breiðafirði © mynd Heiða Lára 13. júlí 2013

23.08.2013 17:22

ANNA EA 30 ex Carisma Star SF-10-V, á Akureyri í dag

Hið nýja skip Samherja Carisma Star SF 10-V, sem kom í fyrsta sinn til Akureyrar 18. ágúst sl. fékk í dag íslenskt nafn, Anna EA 30 og tók Sigurbrandur Jakobsson þá þessa mynd

           Anna EA 30 ex Carisma Star SF-10-V, á Akureyri í dag © mynd Sigurbrandur Jakobsson, 23. ágúst 2013