Færslur: 2013 Ágúst

20.08.2013 15:38

3 bátasölur: Ásta GK 262, Kóni II SH 52 og Magnús Ágústsson ÞH 76

Fregnir hafa borist um sölu á eftirfarandi þremur bátum, nú nýverið. Tveir eru seldir innanlands en sá þriðji erlendis og annar þeirra sem seldur var innanlands er keyptur til þess eins að nýta kvótann á annað skip viðkomandi útgerðar.


              1231. Ásta GK 262, hefur verið seld til Póllands og fór skipið í gær til Akraness þar sem það verður tekið upp í slipp, síðan fer það til Ísafjarðar þar sem breyta á því fyrir  þjónustu við laxeldi © mynd Emil Páll, 2009


            1039. Magnús Ágústsson ÞH 76, hefur verið selt til Keflavíkur © mynd Emil Páll, í febrúar 2013


            2682. Kóni II SH 52, sá sem er næst bryggjunni, í Ólafsvík. Báturinn hefur nú verið seldur til Rifs, þar sem kvóti hans verður fluttur á skip kaupenda Tryggva Eðvalds SH 2 © mynd Emil Páll, í maí 2013

20.08.2013 15:21

Markús ÍS 777, kominn á flot á Flateyri

Eins og ég sagði frá fyrir helgi stöðvuðust björgunartilraunir á Markúsi ÍS 777, fyrir helgi að tækinlegum ástæðum. Hófust þær aftur í morgun og rétt eftir hádegi í dag var bátuinn kominn á flot, en það var Köfunarþjónusta Sigurðar sem stóð að verkinu.


           616. Markús ÍS 777, kominn á flot við bryggjuna á Flateyri
                   © mynd Sigurður Stefánsson, 20. ágúst 2013

20.08.2013 14:13

Svalan


 


                  Svalan, á Keflavíkinni © myndir Emil Páll, 18. ágúst 2013

20.08.2013 13:09

Duus.is Keflavík


                7772. Duus.is  Keflavík, í Grófinni, Keflavík © myndir Emil Páll, 17. ágúst 2013

20.08.2013 12:16

Brana HF 24 og Fjöður GK 90


                   7720. Brana HF 24 og 6489. Fjöður GK 90, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll, 17. ágúst 2013

20.08.2013 11:09

Finni NS 21, utan á Sjöfn EA 142


              1922. Finni NS 21 utaná 1848. Sjöfn EA 142, á Akureyri  © mynd Sigurbrandur Jakobsson, í ágúst 2013

20.08.2013 10:25

Tálknfirðingur BA 325


               1534. Tálknfirðingur BA 325, nýr í Noregi © mynd úr Flota Tálknfirðinga, Sigurður Bergþórsson

Smíðaður í Noregi 1979. Seldur til Noregs og tekinn af skrá hérlendis 22. feb. 1995.

Nöfn: Tálknfirðingur BA 325 og Sindri VE 60.

20.08.2013 09:35

Enn mikið af síld á makrílslóðinni fyrir austan

AF vefsíðu HB. Granda, í gær:


                            155. Lundey NS 14 © mynd af vefsíðu HB.Granda

Lundey NS er í höfn á Vopnafirði þar sem verið er að landa afla úr skipinu en í síðustu veiðiferð fengust alls rúmlega 600 tonn af makríl og síld. Að sögn Arnþórs Hjörleifssonar skipstjóra er enn mikið um að síld veiðist með makrílnum og víða er hlutfall makríls og síldar í aflanum svipað.


,,Það er alls staðar hægt að fá síld en markmiðið á makrílveiðunum er að fá sem minnst af síld sem aukaafla. Þar stendur hnífurinn í kúnni því síldin er alls staðar þar sem kastað er á makríl. Það kemur reyndar fyrir að menn fái svo til hrein makrílhol en það er hefur verið fátítt á miðunum fyrir Austur- og SA-landi," segir Arnþór en að hans sögn hafa skipin farið mjög víða í leit að hreinum makrílafla.

,,Í nýafstaðinni veiðiferð vorum við að veiðum suður úr Reyðarfjarðardjúpinu og fórum einnig út á Rauða torgið og syðst í Rósagarðinn. Þar áður fórum við allt út að miðlínunni á milli Íslands og Færeyja og við höfum reynt fyrir okkur í Héraðsflóadýpinu svo dæmi séu nefnd. Það er reyndar hægt að hitta á heinan makríl og nærtækasta dæmið um það er að í síðasta túr fékk Faxi RE góðan makríl á 12 mílna mörkunum við Hvalbak og enga síld. Þá heyrði ég í gær að Álsey VE hefði fengið um 600 tonn af stórum og góðum makríl á tiltölulega skömmum tíma í Kolluálnum en ekki veit ég hvort framhald hefur verið á þeim veiðum," segir Arnþór en hann upplýsir að það geti reynst vandkvæðum bundið fyrir skip sem landa afla sínum á Vopnafirði eða í næsta nágrenni að sækja makrílinn vestur fyrir land. Þangað er rúmlega 30 tíma sigling frá Vopnafirði og til þess að hægt sé að halda fisknum ferskum og í hæstu gæðum þurfi allt að ganga upp á veiðunum. Það megi ekki taka langan tíma að ná skammtinum fyrir vinnsluna.

20.08.2013 08:45

Gísli Magnússon SH 101


              912. Gísli Magnússon SH 101, í Flatey á Breiðafirði © mynd Heiða Lára, 2013

Smíðaður í Landsmiðjunni, Reykjavík 1947. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 13. maí 1976. Rennt á land í Flatey á Breiðafirði.

Nöfn: Vörður TH 4, Vörður ÞH 4, Guðfinnur Guðmundsson VE 445 og Gísli Magnússon SH 101

20.08.2013 07:00

Síðbúnar myndir frá komu Húna II til Flateyjar á dögunum

Hér koma fjórar myndir frá því að Húni II EA 740, kom til Flateyjar í tónleikaför sinni á dögunum.
              108. Húni II EA 740, kemur til Flateyjar, á dögunum © myndir Heiða Lára

20.08.2013 06:00

Austfirðingur SU 3


                  86. Austfirðingur SU 3 © mynd í eigu  Ljósmyndasafns Eskifjarðar.

19.08.2013 23:00

Svala Dís KE 29, Máni II ÁR 7, Gosi KE 102, Dísa GK 136, Guðbjörg GK 666 og Óli Magg BA 30

Hér kemur ein lengsta syrpa sem hér hefur komið, en kannski er það ekki svo ef syrpan er talin vera hópur af smærri syrpum, því fjallað er um sex makrílbáta sem í dag voru ýmist á Keflavíkinni, út af Vatnsnesi, Keflavík, framan við Keflavíkurhöfn eða inni í Keflavíkurhöfn. Allt kemur i ljós hér fyrir neðan.

                                                             1666. Svala Dís KE 29
                                      1666. Svala Dís KE 29, nálgast Keflavíkurhöfn

                                                          1887. Máni II  ÁR 7


                   1887. Máni II ÁR 7, á veiðum í Keflavíkinni, rétt við Vatnsnesið

                                                            1914. Gosi KE 102
                        1914. Gosi KE 102, á veiðum rétt utan við Keflavíkurhöfn


                                                  Báturinn siglir inn Keflavíkurhöfn


                             1914. Gosi KE 102, kemur að bryggju í Keflavíkurhöfn

                                                          2110. Dísa GK 136


                       2110. Dísa GK 136, á veiðum á Keflavíkinni, rétt við Vatnsnesið

                                                       2500. Guðbjörg GK 666                           2500. Guðbjörg GK 666, nálgast hafnargarðinn í Keflavík


                            Báturinn kominn fyrir hafnargarðinn og beygir inn í höfnina                                                            2578. Óli Magg BA 30


                 

                               2578. Óli Magg BA 30, kominn fyrir hafnargarðinn

                                                 Smá löndunarbið, þar til pláss losnar

                                        © myndir Emil Páll, í dag, 19. ágúst 2013

19.08.2013 22:10

Smugan


                      Smugan í tildráttarlegufærum í Sandgerðisbót, Akureyri © mynd Sigurbrandur Jakobsson, 17. ágúst 2013

19.08.2013 21:15

Brana HF 24


               7720. Brana HF 24, í Sandgerðishöfn í gær © mynd Emil Páll, 18. ágúst 2013

19.08.2013 20:25

Dalaröst, í Sandgerðisbót


               6183. Dalaröst, uppi í Sandgerðisbót,  Akureyri © mynd Sigurbrandur Jakobsson, 17. ágúst 2013