Færslur: 2013 Ágúst

14.08.2013 06:13

Björn KE 95            344. Björn KE 95. Segja má að beinagrindin hafi staðið uppi vel á annan áratug í Dráttarbraut Eyrarbakka © mynd Emil Páll

Smíðaður i Faaborg, Danmörku 1916. Stækkaður 1945. Kom fyrst til landsins og þá á Kljálströnd 30. jan. 1917 og var farinn til línuveiðar suður fyrir land tíu dögum síðar. Talinn ónýtur 23. nóv. 1965. Beinagrindin af bátnum stóð uppi vel á annan áratug í Dráttarbraut Eyrarbakka, a.m.k. fram til 1974.

Nöfn Dröfn TH 224, Dröfn EA 396, Björn GK 396, og Björn KE 95.

13.08.2013 22:30

Adrar, skip með þremur íslenskum yfirmönnum: Einari, Baldri og Svafari

Fiskiskipið Adrar, hefur oft komið til umræðu hér á síðunni og nú birti ég myndir sem Svafar Gestsson tók í tengslum við skipið og þar sjást líka myndir af þremur íslendingum sem gegna yfirmannsstöðu þar um borð. Þetta eru Einar Ólafur Ágústsson skipstjóri og vélstjórarnir Svafar Gestsson og Baldur Sigurgeirsson.
                                      Adrar


                                    Baldur að bæta á vökvastýri með stólpípu


                                                   Baldur í klippingu hjá Svafari


                                      Capt. Einar


                                                           Einar að fa'ana


                                                         Einar fylgist með dælingu


                   Karimi, einn af vélstjórum Svafars


                                                           Landað úr Adrar


                                                            Löndun


                                       Muhammed


                                                               Sardina
                                                            Skipskötturinn


                                                  Skipverjar á Adrar


                                                       Stund milli stríða


                                                            Tedrykkja


                                                 Verið að dæla, Ayad glaðbeittur


                                     Vélstjórar Svafars, Rafik, Karimia og Ayad


             Þessi kvikindi slægjast stundum í trollið

              © myndir Svafar Gestsson, 2013

13.08.2013 22:06

Village De pêche Lassarga


                      Village De pêche Lassarga © mynd Svafar Gestsson, 2013

13.08.2013 21:14

Smábátahöfnin í Dakhla


               Smábátahöfnin í Dakhla © mynd Svafar Gestsson, 2013

13.08.2013 20:53

Víkingur siglir í þessari viku

ruv.is:

 
Farþegaskipið Víkingur hefur hlotið öll tilskilin leyfi til siglinga.
 
  •  

Farþegaskipið Víkingur fékk leyfi til siglinga á föstudag. Skipið siglir þó ekki enda hljóðar leyfið upp á mun færri farþega en aðstandendur þess vonuðust til.

Skipið Víkingur, sem ætlað er að sigla milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar fékk leyfi til farþegasiglinga á föstudag. Að sögn starfsmanna skipsins hefur það siglingar í þessari viku. Starfsmenn Viking Tours, sem á skipið, fagna leyfisveitingunni en segja óánægju ríkja með takmörkun á fjölda farþega og gildistíma leyfisins. Skipið tekur 100 farþega, en leyfið hljóðar upp á siglingar með 41 til Landeyjahafnar og 70 í útsýnissiglingar.

Að sögn Óðins Steinssonar, starfsmanns Viking Tours, hefur fyrirtækið sótt um rýmkun á leyfinu og vonast til að það verði veitt á næstu dögum. Fáist það býst Óðinn við því að skipið hefji siglingar fyrri hluta þessarar viku, þá með leyfi upp á allt að 80 farþega sem er vel undir því sem björgunarbúnaður skipsins leyfir, bæði frá Landeyjahöfn og í útsýnissiglingar. Víkingur fer ekki áætlanaferðir en átti að fara í prufusiglingu í gær þar sem allur búnaður og skipulag yrði yfirfarið.

Víkingur er þriðja skipið á Íslandi sem hlýtur leyfi til að sigla um svokallað hafsvæði B. Áður hafa Herjólfur og Sæfari hlotið leyfið.

13.08.2013 20:16

Rússadallar og herskip


             Rússadallar og herskip, út af Dakhla © mynd Svafar Gestsson, 2013

13.08.2013 19:15

Oktupusari, frá Agadir


                      Oktupusari, frá Agadir © mynd Svafar Gestsson, 2013

13.08.2013 18:20

Spánverjar
                                     Spánverjar © myndir Svafar Gestsson, 2013

13.08.2013 17:31

Vinirnir Oleg og Svafar Gestsson


                                        Vinirnir Oleg og Svafar Gestsson, í Dakhla


                                          Oleg © myndir Svafar Gestsson, 2013

13.08.2013 17:21

Stafnesið farið til Svalbarða?

Stafnes KE 130 lét úr höfn í Njarðvik nú um miðjan daginn og þegar þetta er skrifað stefnir báturinn norður Faxaflóann, en hann lét úr höfn fyrir rúmum tveimur klukkustundum. Sem kunnugt er muna hann vera við þjónustu á olíusvæðinu við Svalbarða næstu fjóra mánuðina.


                 964. Stafnes KE 130, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll, 11. ágúst 2013

 

AF FACEBOOK:

Guðni Ölversson Hver er skipstjóri þarna Emil?
Emil Páll Jónsson Garðar Valberg, sem gerði áður út vaktskipið Valberg VE 10.
Guðni Ölversson Hvaða bátur er þetta upphaflega? Ekki er þetta einn af Þrándheimsbátunum
Emil Páll Jónsson Jú. jú, smíðað í Trondheim 1964 og hét fyrst Bára SU 526.

Guðni Ölversson Það voru falegir bátar. Komu þeir ekki 4 til landsins. Bára og Vestamanneyjabátarnir Bergur og Huginn. Man ekki í svipinn hvert sá fjórði fór

13.08.2013 16:23

Kría


                                           Kría © mynd Svafar Gestsson, 2013

 

AF FACEBOOK:

Guðni Ölversson Flott mynd félagi.

13.08.2013 15:24

Höfnin í Dakhla


                               Höfnin í Dakhla © mynd Svafar Gestsson, 2013

13.08.2013 14:26

Vatnstrukkurinn og dælubúnaðurinn
                                                 Vatnstrukkurinn í Dakhla


                 Dælubúnaðurinn í Vatnstrukkunum, í Dakhla © myndir Svafar Gestsson, 2013

13.08.2013 13:32

Zander


                                     Zander, í Dakhlar © mynd Svafar Gestsson 2013

13.08.2013 12:27

Sólarlag í Afríku
                              Sólarlag í Afríku © myndir Svafar Gestsson, 2013