Færslur: 2013 Ágúst

10.08.2013 10:32

Artania

 

          Artania, í  Noregi © mynd Elfar Eiríksson, 26. ágúst 2011

10.08.2013 09:45

Eros M-29-HØ


                        Eros M-29-HØ, Noregi © mynd Elfar Eiríksson

10.08.2013 09:17

Makrílveiðin við Hólmavík eitthvað að minnka

Svo virðist vera sem hin mikla aflahrota á makrílveiðunum í Steingrímsfirði sé eitthvað að minnka, því í gær var það muna meira um að bátar öfluðu ekki eins mikið og aðrir.


           Bátar við Hólmavík um kl. 22 í gærkvöldi © mynd Jón Halldórsson, 9. ágúst 2013

10.08.2013 08:31

Ásta B., Noregi


                Ásta B, © mynd Hrafn Sigvaldason, Noregi,  4. maí 2012

10.08.2013 07:24

Þorskveiði um borð í Remøyebuen M-44-HØ fra Fosnavåg Noregi

Elfar Eiríksson hefur sent mér þó nokkuð að myndum frá Noregi sem ég mun birta í dag og á næstu dögum.

Hér eru myndir teknar um borð í Remøyebuen M-44-HØ fra Fosnavåg Noregi, afli i 4 trossur voru 16 tonn af slægðum Þorski, eða ca 19 tonn,  í lok Apríl sl.

                       - Sendi ég Elfari kærar þakkir fyrir -         Þorskur á mælinum á Loppahavet sunnan við Sørøya i Finnmark           Afrakstur að því er fram kom á mælinum © myndir Elfar Eiríksson, í apríl 2013

10.08.2013 07:00

Sigurbjörg ÓF 1

 

                1530. Sigurbjörg ÓF 1, á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 9. ágúst 2012

09.08.2013 22:15

Héðinn ÞH 57 / Hrafn GK 12 / Háberg GK 299 / Geirfugl GK 66 / Tómas Þorvaldsson GK 10

Þá er komið að einum sem er kominn vel á sjötta áratuginn, upphaflega smíðaður sem m.a. nótaskip, en síðan breytt í línuskip og varð þá stærsta línuskip landsins og þannig er hann enn í dag og í fullri útgerð, en mikið breyttur frá upphafi. Hér birtast myndir með öllum nöfnum, nema einu sem hann bar aðeins í 2 mánuði, en þ.e. Þorbjörn GK 10.


                            1006. Héðinn ÞH 57 © mynd Snorri Snorrason


                      1006. Hrafn GK 12, á strandstað í Grindavík © mynd Guðni Ölversson                           1006. Hrafn GK 12 © mynd Snorrason


                                   1006. Hrafn GK 12 © mynd úr Árbók SVFÍ, 1989


          1006. Háberg GK 299 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Grindavíkur


                          1006. Háberg GK 299 © mynd Snorrason


             1006. Háberg GK 299 © mynd Snorrason


                       1006. Geirfugl GK 66 © mynd Snorrason


                 1006. Tómas Þorvaldsson GK 10 © mynd Þorgeir Baldursson 2006


   1006. Tómas Þorvaldsson GK 10 © mynd Guðmundur St. Valdimarsson


   1006. Tómas Þorvaldsson GK 10 © af heimasíðu Þorbjörns hf


                   1006. Tómas Þorvaldsson GK 10, í Grindavík © mynd Emil Páll, 2002


        1006. Tómas Þorvaldsson GK 10, kemur til Njarðvíkur © mynd Emil Páll 5. júli 2011


             1006. Tómas Þovaldsson GK 10, í Njarðvik © mynd Emil Páll, 5. júlí 2011           1006. Tómas Þorvaldsson GK 10, siglir út Stakksfjörðinn © mynd Emil Páll, 2011


                  1006. Tómas Þorvaldsson GK 10, í Grindavík © mynd 28. júlí 2013


                  1006. Tómas Þorvaldsson GK 10, í Grindavík © mynd 28.  júlí 2013


Smíðanúmer 40 hjá Ulstein Mek. Verksted A/S, Ulsteinsvik, Noregi 1966. Lengdur Noregi 1971. Yfirbyggður 1977. Breytt í línuskip og um leið karavætt o.fl. hjá Þorgeir og Ellert hf., Akranesi 2001 eftir hönnun Skipa- og véltækni í Keflavík. Hóf skipið á ný veiðar eftir breytingarnar 14. nóv. 2001 og var þá stærsta línuskip landsins.

Í október 1998 var undirritaður kaupsamningur Þorbjörns hf. á skipinu, en það var þó ekki afhent fyrr en í apríl 1999.

Nöfn: Héðinn ÞH 57, Hrafn GK 12, Háberg GK 299, Geirfugl GK 66, Þorbjörn GK 10 og núverandi nafn: Tómas Þorvaldsson GK 10

09.08.2013 22:12

Mjallhvít KE 6, Kópur GK 158, Fengur SU 33 og Grunnvíkingur HF 163, í dag


            7207. Mjallhvít KE 6, 6708. Kópur GK 158, 5907. Fengur SU 33 og 2595. Grunnvíkingur HF 163, í Sandgerði í dag © mynd Emil Páll, 9. ágúst 2013

09.08.2013 21:21

Kópur GK 158

           6708. Kópur GK 158, í Sandgerði í dag © mynd Emil Páll, 9. ágúst 2013

09.08.2013 20:23

Fram GK 616 í dag


            5986. Fram GK 616, í Sandgerði, í dag © mynd Emil Páll, 9. ágúst 2013

09.08.2013 19:25

Palli ÞH 57, í dag


           5959. Palli ÞH 57, í Sandgerði í dag © mynd Emil Páll, 9. ágúst 2013

09.08.2013 18:25

Þörungavinnslan: Fjóla BA 150, Þristurinn, Fjarkinn og Grettir BA 39


                                        1192. Fjóla BA 150 og 9852. Fjarkinn


                                9848. Þristurinn fær afgreiðslu hjá 2404. Gretti BA 39
                                   © myndir Guðmundur Hafsteinsson, 9. ágúst 2013

09.08.2013 17:56

Tólf manns bjargað af skútu í nótt

Tólf manns var bjargað um borð í björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar af þýskri seglskútu sem sökk út af Garðskaga í nótt.

Landhelgisgæslan kallaði út Björgunarsveitina Suðurnes, Björgunarsveitina Ægi, Björgunarsveitina Sigurvon og Björgunarsveit Hafnarfjarðar skömmu fyrir miðnætti þegar neyðarkall barst skútunni. Leki hafði komið að henni um 17 sjómílur vestnorðvestur af Garðskaga, en um borð voru fjórir í áhöfn og átta farþegar.

Auk björgunarsveita voru nærstödd skip og þyrla landhelgisgæslunnar send á vettvang, en togarinn Hrafn Sveinbjarnarson kom að skútunni um miðnætti.

Gunnjón frá Garði kom fyrstur björgunarbáta að skútunni og fljótlega kom Njörður Garðarsson frá Reykjanesbæ, en Fiskakletti frá Hafnarfirði var snúið við til að sækja dælur um borð í Björgunarskipið Einar Sigurjónsson, einnig frá Hafnarfirði. Þungur sjór gerði björgunarmönnum erfitt fyrir, en laust eftir kl. 2 í nótt kom Fiskaklettur að skútunni og setti dælu um borð og björgunarmann sem hóf dælingu. Síðar kom Þorsteinn frá Sandgerði með dælu og annan björgunarmann, en illa gekk að dæla vegna hluta sem voru fljótandi í sjónum við sogbarkana.

Skömmu fyrir kl. 4 flutti Þorsteinn bátsverja yfir í Einar Sigurjónsson þar sem hlúð var að þeim, en þeir voru orðnir nokkuð kaldir. Einar Sigurjónsson tók skútuna í tog til Sandgerðis og fylgdu Gunnjón og Þorsteinn þeim þangað, en Njörður og Fiskaklettur fóru til hafnar til að undirbúa áhafnaskipti. Áður en komið var til Sandgerðis var taugin skorin skorin í sundur þar sem skútan var að sökkva.

Við komuna til Sandgerðis var búið að kalla eftir súpu og brauði frá Vitanum í Sandgerði sem bátsverjar þáðu með þökkum, enda orðnir kaldir og hraktir. Læknir frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja kom og skoðaði bátsverja og þá færði fulltrúi frá Hjálpræðishernum þeim þurr föt.


                Falado Rhodos, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 3. ágúst 2013

09.08.2013 17:50

Fram KE 105


               1271. Fram KE 105, í Keflavíkurhöfn, alveg nýr  © mynd Emil Páll


Smíðanúmer 407 hjá Bátalóni hf., Hafnarfirði 1972. Lagt í september 1989, úreldaður 6. apríl 1992 og brenndur á áramótabrennu ofan við Innri-Njarðvík 31. desember 1992.

Upphaflega smíðaður fyrir útgerðarmann í Ólafsvík, en sá hætti við og seldi bátinn rétt áður en hann var tilbúinn. Þau 20 ár sem báturinn var til var hann oft seldur meðal útgerðarmanna og því gerður út t.d. frá Keflavík, Sandgerði, Grenivík og Njarðvík.

Bar aðeins þetta eina nafn: Fram KE 105.


09.08.2013 16:25

Arney SH 2


                                     1094. Arney SH 2 © mynd Emil Páll

Smíðanúmer 33 hjá Dröfn hf., Hafnarfirði 1970 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Yfirbyggður 1982. Úreldingastyrkur samþykktur í des. 1994, seldur úr landi til Noregs 30. mars 1995.  Breytt í skemmtileiguskip í Osló, Noregi 1995. Seldur síðan í niðurrif hjá Fornaest, Danmörku í okt. 2007.

Nöfn: Arney SH 2, Arney KE 50, Jón Sör ÞH 330, Frosti II ÞH 220, Eyrún EA 155 og Eyrún.