Færslur: 2013 Ágúst

18.08.2013 22:23

Æskan GK 506, í gær og Fjöður GK 90 í dag - syrpa

Hér kemur syrpa með tveimur bátum, aðra syrpuna, þ.e. þá fyrri tók ég í gær af bátnum á Keflavíkinni, en hina syrpuna tók ég í dag af viðkomandi bát vera að koma inn til Sandgerðis.

                                                      1918. Æskan GK 506


                       1918. Æskan GK 506, á Keflavíkinni í gær, 17. ágúst 2013


                                                 6489. Fjöður GK 90
                 6489. Fjöður GK 90, kemur inn til Sandgerðis, í dag 18. ágúst 2013

                                                                © myndir Emil Páll

18.08.2013 22:07

Jón Oddur GK 104


                 1199. Jón Oddur GK 104, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll


Smíðaður í Tomra, Romsdal, Noregi 1969. Úreldur 9. sept. 1993. Lá við bryggju í Vestmannaeyjum fram í mars 2007 að hann var tekinn upp í slipp og rifinn.

Nöfn: Ötröying MB-8-MD, Jón Oddur GK 104, Jón Guðmundsson GK 104, Jón Guðmundsson KE 6 ( í eina viku þar sem hann hafði ekki leyfi fyrir þessu nr.) aftur Jón Guðmundsson GK 104, Krossanes SU 5, Frár VE 78 og Frár VE 7.

18.08.2013 21:19

Hrönn KE 48


                              1152. Hrönn KE 48, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll


Smíðanr. 388 hjá Bátalóni hf., Hafnarfirði 1971.

Síðustu árin  var báturinn notaður sem þjónustubátur við laxeldi á Sundunum í Reykjavík, þegar laxeldið var upp á sitt besta. Slitnaði báturinn upp af legu á Grafarvoginum og rak upp í Geldinganes, fyrir þó nokkrum árum og er þar ennþá..

Nöfn: Hrönn KE 48, Magnús Jónsson BA 35, Þórunn Jónsdóttir RE 101, Þórunn Jónsdóttir EA 205, Þórunn Gunnarsdóttir KE 207, Særós KE 207, Sif ÁR 207 og Lax III.

18.08.2013 20:22

Glaður KE 67


                              1065. Glaður KE 67, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll

Smíðaður í Svíþjóð 1968. Strandaði við Flatey á Breiðafirði 27. okt. 1987 og ónýttist.

Nöfn: Glaður KE 67, Glaður HU 67 og Glaður ÍS 28.

18.08.2013 19:21

Súlan EA 300, að koma inn til Keflavíkur


               1060. Súlan EA 300, að koma inn til Keflavíkur © mynd Emil Páll

18.08.2013 18:41

Hafborg KE 54


                              1032. Hafborg KE 54, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll

Smíðanr. 20 hjá Trésmiðju Austurlands hf., Fáskrúðsfirði 1967. Síðasti báturinn sem smíðaður var undir stjórn Einars Sigurðssonar.

Sökk í Bíldudalshöfn 18. okt. 1994. Náð upp aftur

Nöfn: Hafborg KE 54 og  Pilot BA 6

18.08.2013 17:28

Nýja Samherjaskipið Carisma Star SF-10-V á Akureyri í dag


           Nýjasta línuskip íslenska flotans, þ.e. hið nýja skip Samherja, á Akureyri í dag © myndir Sigurbrandur Jakobsson, 18. ágúst 2013

18.08.2013 17:18

Kæja ÍS 19, núna áðan
                                1873. Kæja ÍS 19, á Stakksfirði, út af Keflavíkinni, í dag


              1873. Kæja ÍS 19, á Vatnsnesvíkinni, út af Hafnargarðinum í Keflavík, núna áðan © myndir Emil Páll, 18. ágúst 2013

18.08.2013 16:59

Páll Rósinkransson KE 42 - í dag hvalaskoðunarskipið Náttfari


               993. Páll  Rósinkransson KE 42, í Njarðvikurhöfn - í dag er þetta hvalaskoðunarskipið Náttfari, á Húsavík © mynd Emil Páll

18.08.2013 15:46

Þerney KE 33


               787. Þerney KE 33, í Njarðvíkurhöfn, eftir endurbyggingu og lengingu © mynd Emil Páll

Báturinn sem upphaflega var smíðaður í Frederikssund í Danmörku 1955, strandaði í Keflavíkurhöfn 17. janúar 1970 og var síðan bjargað af Björgun hf., Endurbyggður og lengdur í Njarðvik 1971 og stórviðgerð í Keflavík 1982.

Hann var síðan úreltur í febrúar 1991 og seldur úr landi 13. nóvember það ár skv. skipaskrá. Báturinn lá þó í Ólafsfjarðarhöfn þar til um miðjan janúar 1995 að draga átti hann til Garðabæjar, en á leiðinni sökk hann út af Hornbjargi. Þá vissu yfirvöld ekki annað en að báturinn hefði farið verið seldur úr landi á sínum tíma.

Nöfn: Sigurður Árnason SU 85, Þerney KE 33, Sigurður Ólafsson SF 44, Sigurður Sveinsson SH 36, Marz KE 197, Marz ST 150, Marz ÓF 44 og Guðvarður ÓF 44.

18.08.2013 15:10

Makríllöndun í Keflavík, núna áðan: Örninn GK 204 og Pálína Ágústsdóttir GK 1

Eins og ég sagði frá í morgun eru að bátarnir sem komu héðan að sunnan til Hólmavíkur í makríltörnina, flestir komnir hingað suður eða á leiðinni. Hafa þeir verið að veiðum á Stakksfirði og í Faxaflóa í dag og hér birtist syrpa sem ég tók núna áðan af löndun úr tveimur þessara báta, í Keflavíkurhöfn.


                                     2606. Örninn GK 204, kemur in ntil Keflavíkur


                                                         Landað úr bátnum
                               Landað úr 2640. Pálínu Ágústsdóttur GK 1, núna áðan


                  Hluti aflans úr Pálínu Ágústsdóttur GK 1, komin upp á bryggju í Keflavík © myndir í dag, Emil Páll, 18. ágúst 2013

18.08.2013 14:47

Grunnvíkingur RE 163


                 731. Grunnvíkingur RE 163, í Dráttarbraut Keflavíkur © mynd Emil Páll


Smíðaður á Ísafirði 1945. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 1994.

Nöfn: Reykjaröst GK 414, Reykjaröst KE 14, Ásgeir Magnússon GK 60, Grunnvíkingur GK 60, Grunnvíkingur GK 63, Grunnvíkingur HU 63, Grunnvíkingur RE 163 og Grunnvíkingur ÍS 163

18.08.2013 13:25

Manni KE 99


                 670. Manni KE 99 , í Dráttarbraut Keflavíkur © mynd Emil Páll

Smíðaður hjá Skipsmíðastöðinni H. Siegfried Eckern Förge, í Eskernföre í Þýskalandi 1960, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Kom til Keflavíkur í fyrsta sinn laugardagskvöldið 30. janúar 1960 og fór í sinn fyrsta róður 2. febrúar það ár.

Báturinn féll á hliðina í Daníelsslipp í Reykjavík og var ekki talinn viðgerðaræfur. Fargað 22. nóv. 1990.

Nöfn: Manni KE 99 og Greipur SH 7.

18.08.2013 12:41

Björgúlfur EA 312


            1476. Björgúlfur EA 312, á Fiskideginum á Dalvík © mynd Rannveig Jóhannsdóttir, í ágúst 2013

18.08.2013 11:45

Jökull ÞH 259
                259. Jökull ÞH 259, kom til Akureyrar sl. fimmtudagskvöld © myndir Sigurbrandur Jakobsson, í ágúst 2013

Smíðanúmer 165 hjá Framnes Mek Verksted A/S, Sandefjord, Noregi 1964.  Lengdur 1966. Yfirbyggður við bryggju í Keflavík 1982-1983 af Vélsmiðju Sverre Steingrímsen hf.

Sennilega eru fá skip hérlendis sem hafa átt eins tíð eigendaskipti og þetta, þó ekki hafi alltaf verið breytt um skráningu í leiðinni.

Nöfn: Súlan EA 300, Súlan EA 310, Stígandi ÓF 30, Stígandi RE 307, Jarl KE 31, Valdimar Sveinsson VE 22, Beggi á Tóftum VE 28, Beggi á Tóftum SF 222,  Bervík SH 143, Klængur ÁR 20, Margrét HF 20, Margrét SK 20, Margrét HF 20  og núverandi nafn: Jökull ÞH 259.