Færslur: 2013 Ágúst

21.08.2013 10:49

Gert verður við Magnús SH á Akranesi og stefnt að verklokum í mars

skessuhorn.is:

               1343. Magnús SH 205, í slippnum á Akranesi © mynd skessuhorn.is

Búið er að taka ákvörðun um að gera við Magnús SH, skip Skarðsvíkur ehf í Rifi, í skipasmíðastöð Þ&E á Akranesi. Eins og kunnugt er kom upp eldur í skipinu þegar unnið var við lengingu þess og viðgerðir 30. júlí síðastliðinn í Slippnum á Akranesi. Upptök brunans eru rakin til rafmagnstækis í eldhúsi. Tryggingamiðstöðin hefur bókfært tjón vegna brunans upp á 180 milljónir króna, en tjónið á skipinu er þó mun meira. Það var þó ekki dæmt ónýtt en óvissa var um tíma um hvort gera ætti við það eða ekki. Nú hefur verið ákveðið, að sögn eiganda skipsins, að láta gera skipið upp og verður verkið unnið hjá Þorgeiri og Ellert hf. á Akranesi. Skipta þarf m.a. um lítinn hluta af ytra byrði stjórnborðsmegin, smíða nýja brú og endurinnrétta allt í kringum brunasvæði í skipinu. "Það verður klárað að gera við skipið hjá Þ&E, enda er skipið þar og erfitt að flytja það annað í þessu ástandi. Þeir hjá Þ&E vinna vel og það er búið að gera mikið fyrir skipið. Það hefði verið afar leiðinlegt að þurfa að henda þessu öllu," sagði Sigurður Kristjónsson skipstjóri og útgerðarmaður Magnúsar SH í samtali við Skessuhorn.

Samkvæmt tilboðinu um viðgerðir á skipinu eiga lagfæringar á Magnúsi SH að standa yfir í sex mánuði og á báturinn að verða klár til veiða í mars. Aðspurður hvort mögulegt verði að ná að veiða kvóta Magnúsar SH á þeim tíma sem þá verður eftir af kvótaárinu, svaraði Sigurður: "Já, við verðum að veiða af krafti og taka alvöru stemningu á þetta þegar skipið kemur úr viðgerð."


21.08.2013 10:21

Garðar ÞH 122, á Þórshöfn


                2339. Garðar ÞH 122. á Þórshöfn © mynd Bjarni Guðmundsson, 12. ágúst 2013

21.08.2013 09:26

Elsa ÞH 90, á Þórshöfn


              1823. Elsa ÞH 90, á  Þórshöfn © mynd Bjarni Guðmundsson, 12. ágúst 2013

21.08.2013 08:53

Áfram NS 169 og Krístín NS 35 o.fl., á Bakkafirði


               1770. Áfram NS 169 og 7323. Kristín NS 35 o.fl., á Bakkafirði © mynd Bjarni Guðmundsson, 12. ágúst 2013

21.08.2013 07:00

María ÞH 41, Eva NS 197, Manni ÞH 88 o.fl. á Þórhöfn


           1687. María ÞH 41, 6181. Eva NS  197 og 2328. Manni  ÞH 88 o.fl. á Þórhöfn © mynd Bjarni Guðmundsson, 12. ágúst 2013

21.08.2013 06:00

Markús ÍS 777, eftir að Köfunarþjónusta Sigurðar náði honum á flot

Í gær birti ég mynd af bátnum sem tekin var stuttu eftir að Köfunarþjónusta Sigurðar náði honum á flot, en hann sökk sem kunnugt er í Flateyjarhöfn. Áður en Köfunarþjónusta Sigurðar kom að verkinu hafði annar aðili gert tilraun að lyfta honum en það tókst ekki og komu þeir þá að verkinu. Fyrir helgi þéttu þeir bátinn og nú er þeir komu eftir helgina voru þeir með það öflugar dælur, að báturinn var alveg kominn á flot um hálfri klukkustund eftir að þeir hófu verkið aftur. Nú birti ég aðra mynd frá þessu.


           616. Markús ÍS 777, er hann var kominn á flot í Flateyrarhöfn í gær © mynd Sigurður Stefánsson, 20. ágúst 2013

20.08.2013 22:30

Fullur flóinn af makríl og myndasyrpa: 3 bátar á siglingu, 1 að landa og 5 að veiða

Mjög einkennilegt ástand er hjá þeim bátum sem eru á makrílveiðum hér í Faxaflóa, raunar bar á þessu ástandi líka eftir mestu törnina á Hólmavík.

Um er að ræða það að þrátt fyrir að flóinn sé fullur af makríl og hann sé vaðandi allt í kring um bátanna, bítur hann ekki neitt á og því eru aflabrögðin frekar léleg, sem dæmi þá eru hæstu bátar kannski með þetta 4-6 tonn yfir daginn og aðrir allt niður í 300 kíló.

Til að fullvissa sig um það hvort makríllinn væri í æti, hafa nokkrir verið skornir upp og þá kemur i ljós að svo er ekki þar sem fiskurinn er yfirleitt með tóman maga.

Hafa menn verið að bera sig saman við hvernig þetta er stundað annarsstaðar og telja sumir að þeir á Fjólu GK, kunni  þau handbrögð og því gangi þeim nokkuð vel að fiska. Þeir eru þó ekki þeir aflahæstu, heldur eru það Pálína Ágústsdóttir GK 1 og Máni II ÁR 7. Sá síðarnefndi hefur eingöngu verið að veiðum á Keflavíkinni  inn eftir Njarðvíkinni, en Pálína Ágústsdóttir er meira á ferðinni.  Virðist það því ekki skipta máli.

Vonast menn helst til að þetta lagist ef það kemur bræla, en þar er um getspá að ræða þar sem enginn veit í raun hvað sé um að ræða.

Hér kemur smá syrpa sem ég tók í gær og á morgum birti ég síðan myndir sem ég tók í dag.

               1765. Guðbjörg Kristín KÓ 6 og 2106. Addi afi GK 97, að veiða á Stakksfirði

               1666. Svala Dís KE 29 og 2500. Guðbjörg GK 666, á siglingu til Keflavíkurhafnar


                              1765. Guðbjörg Kristín KÓ 6, að landa í Keflavíkurhöfn

               2640. Pálína Ágústsdóttir GK 1 og 2110. Dísa GK 136, út af Hólmsbergi


                6996. Bolli KE 400 á siglingu út Stakksfjörðinn eftir löndun

                2640. Pálína Ágústsdóttir og 2110. Dísa GK 136, á Keflavíkinni við Hólmsbergið

                 2640. Pálína Ágústsdóttir og 2110. Dísa GK 136, á Keflavíkinni við Hólmsbergið

              2110. Dísa GK 136 og 2640. Pálína Ágústsdóttir GK 1, á Keflavíkinni

                          2640. Pálína Ágústsdóttir og 2110. Dísa GK 136, á Keflavíkinni

                          2110. Dísa GK 136 og 1887. Máni II ÁR 7, við Vatnsnesið

                            2110. Dísa GK 136 og 1887. Máni II ÁR 7, við Vatnsnesið

                   1887. Máni II ÁR 7 og 2110. Dísa GK 136, við Vatnsnesið í Keflavík

 

                                            © myndir Emil Páll, í gær, 19. ágúst 2013

20.08.2013 22:05

Zander, hinn sænski


                          Zander, hinn sænski © mynd Baldur Sigurgeirsson, 2013

20.08.2013 21:31

Grønanes


                   Grønanes, Færeyjum © mynd skipini.fo, sverri Egholm, 14. ágúst 2013

20.08.2013 21:20

Fullur flóinn að makríl - en lítil veiði - nánar með makrílsyrpunni á eftir


Nánar síðar í kvöld með makrílsyrpunni

20.08.2013 20:05

Útgerð Drífu GK 100, gjaldþrota - veiðiheimild skipsins fallin niður

Þann 10. maí sl. var útgerð Drífu GK 100 úrskurðuð gjaldþrota. En síðan þá hafa ýmsir sýnt skipinu áhuga, þar sem það er eitt fárra með veiðileyfi á sæbjúgum. Nú er hinsvegar komið í ljós að veiðiheimildin er fallin niður og því óvíst hvort nokkur þeirra sem voru að spá í bátinn hafi áhuga út frá þeim forsendum.


                 795. Drífa GK 100, í Sandgerðishöfn © myndir Emil Páll, 27. júlí 2013

20.08.2013 19:25

3 myndir úr 7. veiðiferð Þerneyjar RE 1, 2013


                                     Oddeyri EA, togari Samherja frá Akureyri


               Hilmar (t.h.) nýi vaktformaðurinn okkar og Jónas (t.v.), báðir fyrrverandi skipverjar á Venusi og sjálfur Björn bróðir Eyfirðingur í miðið


               Gamli jaxlinn, Björn Þorsteins heldur kröftuga ræðu um komandi fótboltavertíð á Englandi. Tóti hættur að hlusta og kominn í candycrush í Ipadinum

                    © myndir og myndatexti, skipverjar á 2203. Þerney RE 1, í ágúst 2013

20.08.2013 18:24

Tummas T. FD 125


              Tummas T. FD 125, kemur á Tvøroyri með 1.100 tonn © mynd skipin.fo. jn.fo

20.08.2013 17:22

FRØYVÆR ST-46-F


                                  FRØYVÆR  ST-46-F © mynd Ölver Guðnason

20.08.2013 16:15

Hvalaskoðunarskip við Húsavík


                  Hvalaskoðunarbátur á Húsavík © MYND.GENTLE GIANTS