Færslur: 2013 Ágúst

15.08.2013 17:19

Hólmavík


                 Hólmavík © mynd Jón Halldórsson, 12. ágúst 2013

15.08.2013 16:21

Faxi RE 9 og Ingunn AK 150

             1742. Faxi RE 9 og 2388.  Ingunn AK 150, á Vopnafirði © mynd Faxagengið, í ágúst 2013

15.08.2013 15:50

Skuttogari út af Keflavík


               Óþekktur skuttogari út af Keflavík © mynd Emil Páll, 1965

15.08.2013 15:26

Ingunn AK 150, við bryggju á Vopnafirði


        2388. Ingunn AK 150, við bryggju á Vopnafirði © mynd Faxagengið, faxire9.123.is, í ágúst 2013

15.08.2013 13:34

Lómur ÍS 410


                                 7562. Lómur ÍS 410, í Súðavík © mynd bb.is

15.08.2013 12:45

Sæunn KÓ 30 ex GK 660, gerður út frá Drangsnesi

Bátur sá sem Bláfell ehf., átti inni í aðstöðu sinni, þegar eldsvoði kom þar upp nokkrum dögum eftir hvítasunnu hefur nú fengið skráningastafina KÓ 30, en heldur áfram sama nafni. Er hann skráður í eigu Metaco ehf., í Kópavogi og hefur undanfarna daga lagt upp á Drangsnesi.


         6917. Sæunn GK 660 sem nú heitir Sæunn KÓ 30 og er í eigu Metaco ehf. Kópavogi, í aðsetri Bláfells á Ásbrú, 3. maí 2013 © myndir Emil Páll

15.08.2013 11:03

Ingunn AK-150, að koma inn til Vopnafjarðar með um 550 tonn
           2388. Ingunn  AK-150,  að koma inn til Vopnafjarðar með um 550 tonn © myndir Faxagengið, faxire9.123.is í ágúst 2013

15.08.2013 10:25

Helga Björg HU 7


                   180. Helga Björg HU 7, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll

Smíðaður á Akranesi 1962, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar og var fyrsta skipið sem smíðað var á Íslandi með perustefni.  Endalok bátsinsu urðu þau að hann var rifinn við bryggju á Ísafirði og vélin sett í geymslu hjá skipasmíðastöðinni. Leifar bátsins voru svo urðaðar í félagsskap gamla lóðsbátsins og Blika ÞH 50. Úreltur vorið 1992.

Nöfn: Sigrún AK 71, Helga Björg HU 7, Hólmsberg KE 16, Þórður Sigurðsson KE 16, Framfari SH 42, Jón Halldórsson RE 2, Garðar GK 141 og Þorbjörn II GK 541.

15.08.2013 09:30

Lómur KE 101


                      145. Lómur KE 101, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll

Smíðanúmer 198 hjá Bolsönes Verft A/S, Molde, Noregi 1963. Stækkaður 1964. Yfirbyggður hjá Dannebrogverft í Århus, Danmörku 1985. Elísabet Ólafsdóttir, eiginkona Halldórs Bryjólfssonar, gaf skipinu nafnið  ,,Lómur". Skipið kom til heimahafnar í Keflavík 24. júní 1963. Fékk netin í skrúfuna og rak upp í Krísuvíkurbjarg 10. mars 1997 og þar ónýttist skipið á örskammri stundu.

Nöfn. Lómur KE 101, Kópur RE 175, Kópur GK 175 og Þorsteinn GK 16.

15.08.2013 08:41

Hamravík KE 75 o.fl. í Keflavíkurhöfn


             82. Hamravík KE 75 o.fl. í Keflavíkurhöfn, fyrir tugum ára © mynd Emil Páll

15.08.2013 07:00

Freyfaxi KE 10


                          58. Freyfaxi KE 10, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll

 

Smíðaður í Korsör í Danmörku 1956. Stækkaður 1980. Úreldur 1988. Fargað 3. feb. 1989.


Nöfn: Gunnólfur ÓF 35, Freyfaxi KE 10, Óli Toftum KE 1, Jakob SF 66, Dröfn SI 67 og Júlíus ÁR 111.

AF FACEBOOK:

Þorgrímur Ómar Tavsen Ég var stýrimaður á þessum 1985-86 og þá var hann orðin mjög fúinn og lekur.

 

 

15.08.2013 06:00

Jón Guðmundsson KE 4


               53. Jón Guðmundsson KE 4, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll

Smíðaður í Svíþjóð 1946. Endurmældur 1967 og aftur 1970. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 4. des. 1980.

Nöfn: Andvari  RE 8, Fiskaklettur RE 8, Fiskaklettur GK 131, Kristín VE 71, Jón Guðmundsson KE 4 og Sandgerðingur GK 517

14.08.2013 22:30

Hólmavík sl. sunnudag - síðasti dagurinn sem örtröð var þar

Hér koma myndir sem Jón Halldórsson, tók á síðasta degi sem bátafjöldinn var í hámarki á Hólmavík, því síðar um kvöldið og morgunin eftir fór bátum að fækka, enda hafði aflabrögðin dottið niður og eftir því sem leið á hefur bátunum fækkað enn meir og nú eru þarna fremur fáir, en þó einhverjir ennþá.

Ekki er hægt að skrifa um þetta, nema minnast sérstaklega á Jón Halldórsson, sem einnig gefur út vefsíðuna holmavik.123.is, því hann á heiður skilið yfir dugnaðinum við að ná bátunum og umsvifunum á myndir og hafa lesendur þessara síðum meðal annars notið dugnaðar Jóns.

Hér kemur hluti af þeim myndum sem hann tók á sunnudag.


            Þétt setin höfnin á Hólmavík sl. sunnudag © myndir Jón Halldórsson, 11, ágúst 2013

14.08.2013 22:08

Fröybas SF-75-B


                 Fröybas SF-75-B, í Aalesund, Noregi © mynd Shipspotting Aage 6. ágúst 2013

14.08.2013 21:44

Báturinn er 1174.

Þá er komið í ljós hvaða bátur þetta var sem ég spurði um í hádeginu. Ekki er um Bátalónsbát að ræða, heldur var þessi smíðaður á Siglufirði 1971 og bar nöfnin Dröfn SI 67, Særún EA 202, Æskan EA 202, Æskan GK 222 og Æskan VE 222 og var síðan fluttur upp í Fljótshlíð.

Birti ég hér mynd af honum sem Svafar Gestsson tók af honum er hann var að koma inn til Flateyjar á Skjálfanda,.

 - Færi ég kærar þakkir til þess sem kom mér á sporið -


          1174. Æskan EA 202, að koma inn til Flateyjar á Skjálfands © mynd Emil Páll