Færslur: 2012 Júlí
30.07.2012 20:00
Seley SU 10
1556. Seley SU 10 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness
30.07.2012 19:29
Röst SK 17, komin úr slipp
1009. Röst SK 17, komin úr slipp í Reykjavík © mynd Jón Páll Ásgeirsson, í júlí 2012
30.07.2012 19:00
Harpa VE 25
1413. Harpa VE 25. í feb. 2001 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness
30.07.2012 18:00
Heimaey VE 1
1035. Heimaey VE 1 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness
30.07.2012 17:00
Glófaxi VE 300
968. Glófaxi VE 300 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness
30.07.2012 16:05
Makríllinn fitnar hratt
1742. Faxi RE 9 © mynd af vefsíðu HB Granda
Uppsjávarveiðiskip HB Granda hafa einbeitt sér að makrílveiðum upp á síðkastið og hafa veiðarnar gengið ágætlega. Makríllinn er heldur smærri en á sama tímabili í fyrra en hann hefur fitnað hratt og í síðustu viku var fituinnihaldið komið vel yfir 20%.
Faxi RE er á miðunum norður af Hvalbakshallinu um 115 mílur frá
Vopnafirði og er rætt var við Hjalta Einarsson, sem er skipstjóri í
veiðiferðinni, var verið að taka þriðja holið í túrnum. Aflinn í hinum
tveimur var um 290 tonn en æskilegur skammtur fyrir vinnsluna á
Vopnafirði um þessar mundir er um 350 til 400 tonn í túr.
,,Veiðin hefur verið þokkaleg og við erum að vonast til að ná
skammtinum fyrir kvöldið. Það lóðar ekki mikið á makrílinn en menn geta
verið að draga trollið á engu lóði en samt fengið ágætan afla. Við erum
mest að toga í um þrjá og hálfan tíma í einu og reynum að fara ekki yfir
fjóra tímana," sagði Hjalti er rætt var við hann nú um miðjan dag.
Flest uppsjávarveiðiskipanna hafa verið að makrílveiðum
undanfarna daga og frekar fá skip eru á síldveiðum um þessar mundir.
Aflinn, sem áhöfnin á Faxa hefur fengið í síðustu veiðiferðum, er nánast
hreinn makríll og hlutfall síldar hefur aðeins verið um 5%.
,,Þeir, sem eru á síldveiðum, eru hér mun norðar í kaldari sjó og
það er allur gangur á því hvernig aflabrögðin hafa verið. Það er erfitt
að vera einskipa á þessum veiðum enda getur þá farið mikill tími í að
leita að síld í veiðanlegu magni," sagði Hjalti Einarsson.
Ingunn AK er nú á leið á miðin en Lundey NS er í höfn á Vopnafirði. Frá 24. júlí til dagsins í dag hafa alls rúmlega 2.800 tonn af fiski, mest makríl, borist til Vopnafjarðar. Á þessari viku hefur Lundey landað þrisvar en Ingunn og Faxi eru með tvær landanir hvort skip.
30.07.2012 16:00
Svanur SH 111
811. Svanur SH 111 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness
30.07.2012 15:51
Háhyrningar í essinu sínu við Flatey
"Við vorum að koma til Flateyjar og þegar við komum í Hafnarsundið sáum við að mikið af fólkinu í eynni var að horfa á eitthvað úti í sjónum," segir Björn Samúelsson hjá Eyjasiglingu. "Þetta voru fimm háhyrningar, þar af tveir tarfar, sem voru að ná sér í makríl. Líka tóku þeir sel og hentu honum upp í loftið, hann var vankaður á eftir. Hvalirnir fóru síðan úr Hafnarsundinu og inn á Flateyjarsund," segir Björn.
Háhyrningar við Flatey © mynd Reykhólavefurinn.is 29. júlí 2012
30.07.2012 15:03
Addi afi GK 97 flottur - ný sprautaður
2106. Addi afi GK 97 í húsnæði Sólplasts í Sandgerði © myndir Emil Páll, 30. júlí 2012
30.07.2012 14:00
Halldór Jónsson SH 217
540. Halldór Jónsson SH 217 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness
30.07.2012 13:00
Ásbjörn MB 90
373. Ásbjörn MB 90 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness
30.07.2012 12:54
Víkingur AK 100 - rauður
Yfirleitt nenni ég ekki að eltast við svona athugasemdir, en þar sem ég var með við hendina mynd af Víkingi í rauða litnum, birti ég hana hér.
220. Víkingur AK 100 - rauður - © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness
30.07.2012 12:00
Þórður Jónasson EA 350 og Víkingur AK 100
264. Þórður Jónasson EA 350 og 220. Víkingur AK 100
© mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness
30.07.2012 11:15
Rifsnes SH 44
1136. Rifsnes SH 44, í Rifshöfn © mynd Emil Páll, í ágúst 2009
30.07.2012 10:11
Grindhvalir við Akranes
Mikill fjöldi grindhvala var í vöðunni við Innri-Njarðvík á laugardag. Ljósmynd/Elding
Stór grindhvalavaða er nú í Leynisvík út af Akranesi og að sögn lögreglunnar á Akranesi er um nokkur hundruð hvali að ræða.
Talið er að hvalirnir hafi komið að landi árla dags og haldið sig á svipuðum slóðum um hríð.
Hundruð grindhvala voru undir Stapanum neðan við byggðina í Dalshverfi í Innri-Njarðvík á laugardaginn og er á vefsíðu Skessuhorns leitt að því líkum að um sömu hvalina sé að ræða. Þar segir einnig að ekki sé vitað til þess að svo stór grindhvalavaða hafi sést við Akranes í seinni tíð, þótt fáeinir hvalir hafi sést.
