Færslur: 2012 Júlí
14.07.2012 11:00
Sæfari
2063. Sæfari, á Eyjafirði © myndir Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 1992
14.07.2012 10:00
Þytur, hafnsögu- og dráttarbátur áður fiskiskip nú ferðaþjónustubátur á Grænlandi
1191. Þytur, hafnsögu- og dráttarbátur © mynd Sigmar Þór Sveinbjörnsson, um 1992
14.07.2012 08:10
Tálknafjörður
Frá Tálknafirði © mynd Svavar Ellertsson, í júlí 2012
14.07.2012 00:15
Myndir teknar 11 júlí 2012 frá Kálfanesfjallinu. Hólmavík og Steingrímsfjörðurinn ásamt öllu hinu


© myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is 11. júlí 2012
14.07.2012 00:00
Siglufjörður aðfaranótt 12. júlí 2012
Siglufjörður © myndir Hreiðar Jóhannsson, aðfaranótt 12. júlí 2012
13.07.2012 22:32
Selja 7% hlut hvor
Stjórnendur Eimskips staðfestu í kvöld frétt Stöðvar 2 og Vísis að stærstu hluthafar félagsins, gamli Landsbankinn og Yucaipa, hyggjast selja 14% hlut í félaginu. Kaupverðið er 5,7 milljarðar króna. Hvor aðili um sig selur 14 milljónir bréfa en kaupandinn er Lífeyrissjóður verslunarmanna.
Fram kemur í fréttatilkynningu frá Eimskip að Straumur fjárfestingabanki hafði milligöngu um viðskiptin sem fara fram í undanfara að mögulegri skráningu Eimskips í kauphöll. Eimskip telja að viðskiptin falli vel að þeim áformum félagsins og með þeim breikkar hluthafahópur Eimskips. Eftir viðskiptin á Lífeyrissjóður verzlunarmanna samtals 14,6% hlut og er þriðji stærsti hluthafi Eimskips á eftir Yucaipa sem samtals á 25,3% hlut og Landsbanka Íslands sem á um 30,3% hlutafjár.
13.07.2012 22:00
Flottar frá Akureyri
Síðasta vinnudegi Svafars Gestssonar, um borð í Neptune er lokið þangað til í ágúst og fer hann til Portugals í fyrramálið. Þessar myndir tók hann á Akureyri áður en hann fór suður.
Nonnahús
Laxdalshús, byggt 1795
Í Fjörunni á Akureyri
Höfnershús á Akureyri. Þetta hús er í eigu
Neptune ehf og hýsir skrifstofur þess. Í þetta fallega hús lágu spor mín
oft í gamla daga innan úr fjöru með mjólkurbrúsa afa og ömmu minnar og
þá var þetta ekta krambúð þar sem fékkst allt milli himins og jarðar.
myndir og myndatextar: Svafar Gestsson, 13. júlí 2012
13.07.2012 22:00
Patreksfjörður
Frá Pateksfirði © mynd Svavar Ellertsson, í júlí 2012
13.07.2012 21:00
Ísafjörður og Kubburinn
Ísafjörður
Ísafjörður og fyrir miðri mynd er fjallið Kubburinn © myndir Svavar Ellertsson, í júlí 2012
13.07.2012 20:47
Fitnessdrottning á frystitogara
"Strákarnir ljúfir en hlífa mér ekkert.""Þetta er mjög erfitt en ótrúlega skemmtilegt," segir fitnessdrottningin Kristrún Sveinbjörnsdóttir en hún er háseti á Baldvini Njálssyni GK 400.
Kristrún er Íslandsmeistari unglinga í fitness en þessi 19 ára Borgfirðingur veigrar sér ekki við að slá úr 30 kílóa frystipönnum um borð. Hún er eina konan í 25 manna skipshöfn en segir strákana um borð taka sér vel.
"Þeir taka mér æðislega vel, strákarnir um borð. Þeir eru mjög ljúfir við mig. Hlógu reyndar aðeins að mér þegar þeir sáu mig fyrst upp á dekki en svo bara sýndi ég þeim hvað ég gat. Þannig að þeir eru bara ánægðir með mig. En hlífa mér ekki neitt, sem er mjög fínt."
Kristrún segir það ekki skemma að vera í formi í hásetastarfinu.
"Nei, það skemmir sko ekki. Þetta er mjög erfitt og það tekur á að vera
að meðhöndla pönnur sem eru flestar í kringum 30 kíló," en þetta er í fyrsta skipti sem Kristrún er til sjós. Hún hélt í sinn annan túr í gær, fimmtudag.
13.07.2012 20:00
Flateyri
Frá Flateyri. Svo skemmtilega vill til að báðir bátarnir sem sjást vel á neðri myndinni hafa borið nafnið Arnar KE 260, fyrir þó nokkrum árum © myndir Svavar Ellertsson í júlí 2012




