Færslur: 2012 Júlí
19.07.2012 11:00
Reykjafoss
Reykjafoss, í Halifax, © mynd shipspotting, Mac Mackay, 13. des. 2008
Reykjafoss, í Emden, Þýskalandi © mynd shipspotting, Jochen Wegener, 15. júlí 2011
19.07.2012 11:00
Ársæll Sigurðsson HF 12
19.07.2012 10:00
Ársæll SH 88 / Ársæll ÁR 66
1014. Ársæll SH 88, í Stykkishólmi © mynd Hilmar Snorrason, 2005
1014. Ársæll ÁR 66, í Þorlákshöfn © mynd Hilmar Snorrason, í apríl 2007
19.07.2012 09:00
Vestri BA 63
182. Vestri BA 63 © mynd Hilmar Snorrason, 11. feb. 2010
19.07.2012 08:00
Á Grænlandi, - Grænlenskur ex Færeyskur
Tina Rosengren GR 8-298, í Grænlandi ex Miðvingur VA 299 ex Havörnin FD 298 © myndir Skipini í Vágum, vagaskip.dk. ljósm.: Jens Kleist, Grænlandi
19.07.2012 07:30
Varðskipið Þór gert út til áramóta
Varðskipið Þór fer fljótlega til eftirlits á miðunum og er gert ráð fyrir rekstri Þórs alveg út árið, að sögn Ásgríms L. Ásgrímssonar, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar.
Varðskipið Týr kom til hafnar á mánudaginn var eftir að hafa sinnt eftirliti á miðunum við landið sunnan- og austanvert. Varðskipsmenn fóru m.a. um borð í færeysk og íslensk fiskiskip. Einnig var lagt út öldumælisdufl undan Kögri og unnið við nokkur ljósdufl.
Varðskipið Ægir er í slipp í Reykjavík þar sem sinnt er reglubundnu eftirliti og viðhaldi. Stefnt er að því að Ægir fari í Miðjarðarhafið síðar í mánuðinum og taki þátt í gæslu landamæra Schengen-svæðisins fyrir Frontex, landamærastofnun ESB.
19.07.2012 07:00
Erika fékk ekki að landa makríl hér á landi
Grænlenska makrílveiðiskipið Erika fékk ekki að landa hér makríl sem það veiddi í grænlensku efnahagslögsögunni. Útgerðin hafði reiknað með að geta landað á Íslandi. Skipið var búið að fá 550 tonn, að sögn fréttavefjarins Sermitsiaq, þegar bannið kom í fyrradag og átti aðreyna að landa í Færeyjum.
Ane Hansen, sem fer með sjávarútvegsmál í grænlensku landstjórninni, hafði samband við íslensk stjórnvöld vegna málsins. Stjórnarformaður útgerðar Eriku sagði Íslendinga haga sér gagnvart Grænlendingum eins og þeir sökuðu ESB um að koma fram við sig.
Eiríkur Björnsson Fiskistofustjóri sagði ástæðuna fyrir því að Erika fékk ekki að landa hér að finna í íslenskum lögum. Í lögum um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands (22/1998) segi að skip sem stunda veiðar úr fiskistofnum sem ekki eru samningar um nýtingu á, eins og makrílstofninum, sé óheimilt að koma til hafna á Íslandi. Eiríkur benti á að lögin væru frá 1998 og því nokkuð langsótt að tengja þetta makríldeilunni.
Erika GR 18-119 © mynd Svafar Gestsson 2011
19.07.2012 06:55
Makrílveiðar íslenskra skipa við Grænland stöðvaðar
Íslensk stjórnvöld banna veiðarnar með reglugerð.
Tveir frystitogarar Brims, þeir Guðmundur í Nesi RE og Brimnes RE, eru þessara dagana við makrílveiðar í grænlenskri lögsögu við Austur-Grænland. Um er að ræða tilraunaveiðar með veiðileyfi frá grænlenskum stjórnvöldum. Íslensk stjórnvöld hafa nú gert ráðstafanir til þess að stöðva þessar veiðar.
Sjávarútvegsráðuneytið hefur sett reglugerð sem segir að veiðar íslenskra skipa á grálúðu, kolmunna, makríl, norsk-íslenskri síld og úthafskarfa í lögsögum annarra ríkja séu óheimilar án sérstaks leyfis Fiskistofu. Skilyrði fyrir leyfisveitingu Fiskistofu sé að fyrir hendi séu samningar um nýtingu á viðkomandi stofni með tilheyrandi aðgangi að lögsögu þess ríkis sem um ræðir.
Þó er tekið fram að íslenskum skipum sem hafi þegar hafið veiðiferð fyrir gildistöku reglugerðarinnar sé heimilt að ljúka henni.
Finnur Harðarson framkvæmdastjóri Bjarnars ehf. sem sá um útvegun leyfanna hjá grænlenskum stjórnvöldum furðar sig á þessari afstöðu stjórnvalda sem sé óskiljanleg. Hér séu íslensk skip með íslenskum áhöfnum að skapa íslensku þjóðarbúi tekjur með tilraunaveiðum í lögsögu vinaþjóðar sem eigi ekki sjálf skip til slíkra veiða. Að banna slíkt komi eingöngu andstæðingum Íslendinga í makríldeilunni til góða19.07.2012 06:49
Tel að makríllinn kunni að koma frá Ameríku
Forstjóri Brims segir að evrópski makríllinn gangi varla svona vestarlega.
..Við teljum að makríllinn sem íslensk skip veiða hér fyrir vestan land sé að koma sunnan og vestan úr hafi, jafnvel frá Bandaríkjunum og Kanada. Það kemur heim og saman við legu Golfstraumsins og sömuleiðis við kort norskra og annarra evrópskra vísindamanna. Evrópski makríllinn gengur varla svona vestarlega eins og þessi makríll gerir, " segir Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims hf. í samtali við Fiskifréttir.
,,Makríllinn sem fæst hér vestan við landið og milli Íslands og Grænlands er stór og fallegur og öðru vísi en sá sem veiðist austan við Ísland," bætir Guðmundur við, en tveir frystitogarar á hans vegum hafa verið að makrílveiðum í grænlensku lögsögunni að undanförnu, eins og fram kemur í annarri frétt hér á vefnum. Þar segir að íslensk stjórnvöld hafi gefið út reglugerð sem banni íslenskum skipum þessar veiðar eftir að núverandi veiðiferðum sé lokið.
,,Við fengum þessa reglugerð ekki í hendur fyrr en seinnipartinn í gær og eigum eftir að skoða betur hvað hér er á ferðinni. Ég hélt satt að segja að okkur Íslendingum skorti erlendan gjaldeyri. Ég er jafnframt þeirrar skoðunar að þessar veiðar gætu styrkt samningsstöðu Íslands í makríldeilunni, ég tala nú ekki um ef það fæst staðfest að hér við land séu tveir makrílstofnar," sagði Guðmundur.
19.07.2012 00:00
Snæfugl SU 20 / Sordyroy
1020. Snæfugl SU 20 © mynd shipspotting, Neil Garrick 10. apríl 2007
1020. Snæfugl SU 20, Brönnöysund, Noregi © mynd shipspotting, geirolje 21. maí 2007
1020. Snæfugl SU 20, Noregi © mynd shipspotting, geirolje 26. maí 2007
Sordyroy, heimahöfn Kristjansund, brunnbátur fyrir lifandi fisk ex 1020. © mynd shipspotting, Björnar Henningsen 22. júní 2009
Sordyroy ex 1020. Snæfugl, Lerwich, U.K. © mynd shipspotting, Richard Paton 15, apríl 2012
18.07.2012 22:00
Sæmundur SF 85
1068. Sæmundur SF 85 © mynd shipspotting, Birkir Agnarsson, í okt. 2003
18.07.2012 21:00
Fram og Láki SH 55 í dag
Fram og 1373. Láki SH 55, Grundarfirði um kl. 14 í dag © myndir Heiða Lára, 18. júlí 2012
18.07.2012 20:00
Hrönn ÍS 74
241. Hrönn ÍS 74, Ísafirði © mynd Hilmar Snorrason, 2002
18.07.2012 19:00
Jón Kjartansson SU 111 - nú Lundey NS 14
155. Jón Kjartansson SU 111, í dag Lundey NS 14, á Eskifirði © mynd Hilmar Snorrason, 2002

