Færslur: 2012 Júlí
23.07.2012 20:00
Nafnlaus, á AKureyri
Einn nafnlaus, á Akureyri © myndir Bjarni Guðmundsson, 19. júlí 2012
23.07.2012 19:00
Svalan
Svalan, Akureyri © mynd Bjarni Guðmundsson, 19. júlí 2012
23.07.2012 18:29
Silver River ex Langfoss
Silver River ex Langfoss, að koma til Hólmavíkur © mynd Árni Þór Baldursson, í Odda, 25. júní 2012
23.07.2012 18:00
Árni Valli
Árni Valli, Akureyri © mynd Bjarni Guðmundsson, 19. júlí 2012
23.07.2012 17:20
Veitingahúsið Vitinn opnar sýningasal með lifandi kröbbum og skeldýrum

Veitingahúsinn Vitinn í Sandgerði hefur sett upp sýningarsal í næsta húsi, en þar eru lifandi krabbar og skelfiskdýr til sýnis fyrir gesti Vitans og er velkomir að njóta sýningarinnar endurgjaldslaust.
Í dag er Vitinn eini veitingastaðurinn á Íslandi, ef ekki í Evrópu sem að býður upp á grjótkrabba. Þessa sérstöðu má einkum rekja til takmarkaðrar útbreiðslu grjótkrabbans við austurströnd N-Ameríku. Árið 2006 varð hans þá fyrst vart í Hvalfirði en síðan þá hefur hann fundist á nokkrum stöðum í innanverðum Faxaflóa og Breiðafirði.
Krabba- og skelfiskveislan sem slegið hefur í gegn, samanstendur af:
Krabbasúpu í forrétt
Grjótkrabba, öðuskel, bláskel, beitukóng og rækju í aðalrétt
Pönnuköku með jarðaberjum og rjóma í eftirrétt

Stefán vert á Vitanum og Grétar Mar sjómaður spá í eldun á Sæbjúgum
Suma daga koma sjómennirnir með fleiri krabbategundir í land t.d. gaddakrabba, bogakrabba og trjónukrabba. Þegar svo ber undir fá gestir staðarins einnig að njóta þeirra svo oft er í raun boðið upp á þrjár til fjórar tegundir af krabba.
Nánari upplýsingar gefur Brynhildur Kristjánsdóttir í síma: 772 7755
Vitatorg 7
245 Sandgerði
Sími: 423 7755
www.vitinn.is
Facebook:
http://www.facebook.com/pages/Veitingah%C3%BAsi%C3%B0-Vitinn/241751742520695
23.07.2012 16:41
Rækjuveiðar bannaðar og leyfðar aftur
Sjávarútvegsráðuneytið hefur fellt úr gildi reglugerð sem sett var á fimmtudaginn síðasta um stöðvun úthafsrækjuveiða. Atburðinn má að öllum líkindum rekja til klaufaskapar í ráðuneytinu eða þess að afladagbækur voru ekki skoðaðar nógu vel.
Í ár er leyfilegt að veiða 7.800 tonn af úthafsrækju. Þar að auki er svo leyfilegt að veiða 700 tonn úr svokölluðum Kolluál. Í síðustu viku þóttust menn sjá að markinu væri svo gott sem náð. Þá var hlaupið til og veiðarnar stöðvaðar. Þegar menn fóru svo að rýna betur í aflaskýrslur kom í ljós að hluti þess sem þegar hafði veiðst kom úr Kolluál og auk þess hafði hluti veiðst utan við íslenska lögsögu sem telst þá ekki með.
Þegar þetta lá fyrir var ljóst að ekki markinu var enn ekki náð og veiðarnar voru leyfðar aftur.
Á vef fréttaveitunnar Bæjarins Bestu á Ísafirði eru leiddar líkur að því að ísfirskir sjómenn hafi betri yfirsýn yfir rækjuveiðar en yfirvöld þar sem þeir voru sannfærðir um það strax á föstudag að rækjuveiðibannið ætti ekki við nein rök að styðjast.
23.07.2012 16:00
Andrea
2787. Andrea, í Reykjavík © mynd Faxagengið, faxire9.123.is 21. júlí 2012
23.07.2012 14:00
Magni
2686. Magni, á leið út úr Reykjavík © mynd Faxagengið, faxire9.123.is 21. júlí 2012
23.07.2012 13:00
Eyborg ST 59, Akureyri
2190. Eyborg ST 59, á Akureyri © mynd Bjarni Guðmundsson, 19. júlí 2012
23.07.2012 12:00
Jóhanna EA 31 og Ugla
1808. Jóhanna EA 31 og 1754. Ugla, á Akureyri © mynd Bjarni G., 19. júlí 2012
23.07.2012 11:00
Sigurfari BA 7
749. Sigurfari BA 7 © mynd Floti Patreksfjarðar, Snorrason
23.07.2012 10:00
Röst SK 17 og Páll Pálsson ÍS 102
1009. Röst SK 17 og 1274. Páll Pálsson ÍS 102, í slippnum í Reykjavík © myndir Faxagengið, faxire9.123.is 21. júlí 2012
