Færslur: 2012 Júní
24.06.2012 21:00
Stratos N-160-VV
Stratos N-160-VV © mynd shipspotting, frode adolfsen, 31. maí 1994
24.06.2012 20:00
Solnes
Solnes, Tromso, Noregi © mynd shipspotting, frode adolfsen, 1. júní 2012
24.06.2012 19:00
Frigg ex Kyndill
Frigg ex 1685. Kyndill © mynd shipspotting, frode adolfsen, 1. nóv. 2011
24.06.2012 18:00
Tina ex Dettifoss
Tina ex Dettifoss © mynd shipspotting, frode adolfsen, 23. september 2011
24.06.2012 17:00
Halli Eggerts ÍS 197 í Fornaes
1013. Halli Eggerts ÍS 197, í Fornaes, Danmörku © mynd Fornaes,DK
24.06.2012 16:00
TÝR sótti skip til Kanada og dró í brotajárn í Danmörku
Hebron Sea, sem Týr sótti til Kanada © mynd Fornaes.DK
24.06.2012 13:53
Kristinn Benediktsson látinn
Börnum, foreldrum, systkinum og öðrum ættingjum hans, sendi ég hugheilar samúðarkveðjur
Mun ég nú endurbirta hér grein sem ég birti 12. janúar sl. í framhaldi af kynningu á sýningu sem hann hélt þá.
Að auki birti ég þar fyrir neðan smá viðbót frá mér.
12.01.2012 19:10
Magnaðar myndir, frábært hjá Kidda og skemmtileg sjónarhorn
Kristinn Benediktsson © mynd úr Fiskifréttum
Kristinn Benediktsson, ljósmyndari, blaðamaður og útgefandi, sem undanfarin misseri hefur opnað ljósmyndasafn sitt fyrir Skipasíðu Emils Páls Jónssonar í Reykjanesbæ hefur unnið við ljósmyndun og blaðamennsku síðan 1966 er hann hóf nám hjá Þóri Óskarssyni ljósmyndara í Reykjavík árunum 1966-1970. Samhliða náminu starfaði hann hjá Morgunblaðinu þar sem hann naut Ólafs K. Magnússonar ljósmyndara. Að námi loknu var Kristinn fastráðinn ljósmyndari Morgunblaðsins til 1975 er hann fór til frekara náms í faginu í Bandaríkjunum.
Á árunum 1976-1979 starfaði Kristinn sem ljósmyndari og blaðamaður fyrir tímaritið Sjávarfréttir og eru myndirnar sem hafa nýverið birst á skipasíðu EPJ teknar á þessum árum og einnig er Kristinn starfaði sem fréttaritari Morgunblaðsins í Grindavík á níunda áratug síðustu aldar. Fréttaritarastarfið var þá aukastarf með verkstjórn í fiskvinnslufyrirtækinu Hópsnes hf í Grindavík sem hann var tengdur inn í fjölskylduböndum. Fréttaritaraárin til 1989 gáfu aragrúa skemmtilegra mynda frá sjávarsíðunni eða þar til Kristinn skellti sér á sjóinn og gerðist vinnslustjóri á togaranum Gnúp GK í Grindavík sem Þorbjörn hf. gerði út á saltfiskverkun á sjó. Stundaði Kristinn sjómennsku og verkstjórn næstu ár á eftir sem hann hefur síðan nýtt sér sem þekkingu við ljósmyndun og blaðamennsku síðustu árin en þau hefur hann ýmist helgað krafta sína Morgunblaðinu og nú síðast Fiskifréttum með greinum og myndum utan af sjó auk þess sem hann hefur átt fjölda mynda í dálknum "Leiftur frá fyrri tíð" eða Gamla myndin eins og dálkurinn er nefndur í daglegu tali.
Myndir Kristins hafa vakið mikla athygli fyrir fjölbreytni úr
sjávarútveginum á liðnum árum og hve þær undirstrika hversu fljótt
tímarnir breytast og hlutir sem eru sjálfsagðir í dag tilheyra sögunni á
morgun, nánast!
Sama mynd og hér fyrir ofan, en greinin öll með
--- Smá viðbót frá epj ---
Þrátt fyrir veikindi Kristins var hann mjög duglegur og sem dæmi þá fór hann í þó nokkrar sjóferðir til af afla efnis, fyrir Fiskifréttir og Sjómannadagsblað Grindavíkur, eftir að hann veiktist. Að venju sá hann um útgáfu Sjómanndagsblaðs Grindavíkur fyrir sjómannadaginn í ár og var með ýmis önnur útgáfumál í vinnslu, bæði fyrir Grindvíska aðila og aðra, er hann lést. Þá var hann mjög mikið að ráðleggja mér með síðuna mína og nú síðast nokkrum dögum fyrir andlátið, er ég heimsótti hann á sjúkrahúsið, ræddi hann m.a. þau mál við mig. Er ég mjög þakklátur honum fyrir bæði ómetanlegar myndir og ráð.
Mynd frá Kristni sem prýðir forsíðu Sjómanndagsblaðs Grindavíkur árið 2012 og var tekin um borð í Farsæli GK 162, fyrr á þessu ári.
Blessuð sé minning Kristins Benediktssonar
24.06.2012 13:00
Skúli ST 75 og Gummi ST 31
2754. Skúli ST 75 og 7353. Gummi ST 31 © myndir Árni Þ. Baldursson í Odda, í maí 2012
24.06.2012 12:00
Bára SI 10
1774. Bára SI 10 © myndir Árni Þ. Baldurs í Odda, í maí 2012
24.06.2012 11:00
Skorpesund T-95-KN
Skorpesund T - 95 - KN, í Svolvaer, Noregi © mynd shipspotting, frode adolfsen
24.06.2012 10:00
Skibbåtsvaerfjord N-210-BA
Skibbåtsvaerfjord N-210-BA © mynd shipspotting, frode adolfsen, 30. júní 1994
24.06.2012 09:00
Sulahav M-83-SA
Sulahav M-83-SA, í Alasundi, Noregi © mynd shipspotting, Aage, 24 .mars 2012
24.06.2012 08:00
Flipper M-74-H
Flipper M-74-H, Álasundi, Noregi © mynd shipspotting, Aage, 2. apríl 2012
24.06.2012 00:00
Charm / Keflavík / Írafoss / Aasfjord / Altair

Charm © mynd Olav Moen
Charm, í Svenborg, Danmörku © mynd shipspotting, Lars Staal, 10. apríl 1982

1624. Keflavík, í Keflavík á sjómanndaginn 1983 © mynd Emil Páll

1624. Keflavík, í Keflavík á sjómannadag 1983 © mynd Emil Páll

1624. Írafoss © mynd Rick Cox
1624. Írafoss © mynd frode adolfsen

Aasfjord

Aasfjord
Aasfjord, í London U.K. © mynd shipspotting, Tomasello Lettern, 7. ágúst 2010
Aftair, ( þetta svarta) á Spáni © mynd shipspotting, Jose Mirles Pol, 19. des. 2011
Altair. Lisabon, Portúgal © mynd shipspotting Pedro Amaral, 1. mars 2012
Smíðanúmer 157 hjá Svenborg SkibsVærft A/S, Svenborg, Danmörku 1978. Keypt hingað til lands 25. júní 1982 og selt úr landi til Argentínu 11. des. 1990. Þaðan var skipið síðan selt til Noregs 1997 og á síðasta ári var það selt til Kanaríeyja, en með heimahöfn í Panama.
Skipið var gefið nafn eftir kaupstaðnum Keflavík, en þaðan voru aðaleigendur fyrirtækisins sem skráð var eigandi skipsins, auk þess sem Saltsalan hf. var með sína aðal bækistöð í Keflavík. Til stóð að næsta skip myndi heita Njarðvík, en af því varð aldrei. Framkvæmdastjóri og einn aðaleigandi skipsins var Finnbogi Kjeld úr Innri-Njarðvík og þess vegna átti næsta skip að bera nafnið Njarðvík.
M.s. Keflavík kom í fyrsta sinn til hafnar hér á landi á sjómannadaginn 1983 og þá til Keflavíkur, en til heimahafnar komst það ekki því hún var Vík ( í Mýrdal).
Nöfn: Charm, Keflavík, Írafoss, Aasfjord og núverandi nafn: Altair
23.06.2012 23:00
Havstål M-260-A
Havstål M-260-A, í Alesundi, Noregi © mynd shipspotting, Aage, 20. apríl 2012
