Færslur: 2012 Júní

28.06.2012 14:36

14 loðnur í bleikjumaga

fiskifrettir.is


Loðnurnar fjórtán og bleikjan sem þær komu úr. (Mynd: Sigurjón Arason).

 

Veiðimaður austur í Lóni í Lónssveit rak upp stór augu um þar síðustu helgi þegar hann spretti upp kviðnum á bleikju sem hann hafði veitt í net og út komu fjórtán ómeltar loðnur. ,,Ég á sumarbústað í Lónssveit og hef veitt þarna um þriggja áratuga skeið en aldrei upplifað það áður að fá silung með loðnu í sér," segir veiðimaðurinn, Sigurjón Arason yfirverkfræðingur hjá Matís í samtali við Fiskifréttir. 

Þorsteinn Sigurðsson fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun kveðst ekki hafa heyrt fyrr um loðnu í silungamögum. ,,Á hinn bóginn höfum við fengið margar tilkynningar um loðnu í þorskmögum síðustu vikur og mánuði eftir að loðnuvertíð lauk. Þessa hefur orðið vart á svæðinu frá Reykjanesi og alveg austur undir Langanes og í meira mæli en undanfarin ár," segir Þorsteinn. 

28.06.2012 13:45

Sædís SU 78 dreginn að landi

Eins og ég sagði frá í gærkvöldi var Sædís SU 78 dreginn til Fáskrúðsfjarðar vegna vandamáls í vélinni. Hér koma þrjár myndir frá því, en á miðnætti bætast við löng syrpa, sem Óðinn Magnason tók.

                    7677. Hafdís, kemur með 7661. Sædísi SU 78 að landi á Fáskrúðsfirði © mynd Óðinn Magnason, 27. júní 2012

28.06.2012 13:15

Geir goði endurbættur ? Til sölu

Geir godi 1115 skradur 30 tonn smiðaður 1970-1 ,,vélin Md 360hp nýjar disur nýtt oliuverk er a vélinni .. Báturin stóð i langan tíma þar sem hann éekki skodun á brúna.
 Hún hefur verid sodin upp skipt var um allar plötur upp að gluggum og fundament vid dekk eftir er ad inretta bruna baturin fekk bolskodun og oxulskodun 2010 bunadar skodun er eftir ,,baturinn var mest a uthafs rækju og var med 1200-1500 moskva troll hann er med skrufuhring hann viktadi 75 ton i slipnum svo hann er stodugur eg held ad hann taki 16 tonn i kor i lestina hann er finn a makril þessi og rækjuna - þetta er lýsingin á bátnum, sem nú er auglýstur á Hananum.is og virðist því vera ljóst að búið sé að endurbæta bátinn verulega.


        1115. Geir goði RE 345, við bryggju í Hafnarfirði © mynd Emil Páll, 2. nóv. 2010

28.06.2012 12:22

Vinnslustöðin segir upp 41 starfsmanni

fiskifréttir.is

Ástæðan er skerðing aflaheimilda í makríl og þorski og stórhækkað veiðileyfagjald.


Gandí VE ( Mynd: útgerð skipsins).

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefur ákveðið að segja upp 41 starfsmanni í hagræðingarskyni og setja Gandí VE á söluskrá. Gripið er til þessara aðgerða í kjölfar stórhækkaðs veiðigjalds sem samþykkt var nýverið, en einnig vegna skerðinga aflaheimilda um 700 þorskígildistonn á næsta fiskveiðiári og skerðingar á makríl fyrir Gandí VE. Meðal þeirra sem sagt var upp var allri áhöfninni á Gandí VE, alls 30 manns og 11 manns í landvinnslu VSV í Vestmannaeyjum. 

Stjórn VSV fól einnig framkvæmdastjóra félagsins að vinna að endurskoðun á rekstri félagsins með frekari hagræðingaraðgerðir í huga í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin í íslenskum sjávarútvegi. 

Sjá nánar fréttatilkynningu frá VSV á vef LÍÚ. 


28.06.2012 12:00

Örfirisey RE 4, Ásbjörn RE 50 og Ottó N. Þorláksson RE 203

Myndasyrpa sem hið duglega Faxagengi tók 25. júní sl. og hefur birt á síðu sinni faxire9.123.is, hef ég nú klofið niður og birt í morgun


Örfirisey RE-4 við Norðurgarðinn

Ottó N Þorláksson RE-203 við Norðurgarðinn.

Ásbjörn RE-50 á leið til hafnar

HB Granda togararnir Örfirisey, Ásbjörn og Ottó

Örfirisey RE-4 og Ottó N Þorláksson RE-203 við Norðurgarðinn © myndir Faxagengið, faxire9.123.is  25. júní 2012

28.06.2012 11:00

Frosti VE 144, Helga RE 49. Kristrún RE 177, Stefnir ÍS 28 og Freri RE 73


Kristrún RE-177

Frosti VE-144 og Helga RE-49


Stefnir ÍS-28 og Freri RE-73 í slippnum í Reykjavík.


                               © myndir Faxagengið, faxire9.123.is 25. júní 2012

28.06.2012 10:00

Dagný RE 113

Ég hef alltaf verið skotin í þessum gömlu fiskiskipum sem gerð hafa verið upp til að nota ýmist í ferðaþjónustua eða sem skemmtibátar. Hér er einn sem fellur undir að vera skemmtibátur og held að hann sé notaður fyrir tómstundir.


     1149. Dagný RE-113 © mynd Faxagengið, faxire9.123.is  25. júní 2012

28.06.2012 09:00

Carina II TN 703


              Catina II TN 703, Tórshavn, Færeyjum © mynd shipspotting, FOship, 25. júní 2012

28.06.2012 08:00

Hafdís GK 202                 7189. Hafdís GK 202, í Sandgerði í fyrradag © myndir Emil Páll, 26. júní 2012

28.06.2012 00:00

Kvika KE 4
                           6689. Kvika KE 4, í Sandgerði © myndir Emil Páll, 26. júní 2012

27.06.2012 23:20

Sædís SU 78 dreginn að landi á Fáskrúðsfirði - myndir á morgun

Það voru fleiri bátar en Dóri GK sem dregnir voru að landi á Austfjörðum í dag, Einn þeirra var Sædís SU 78 og koma myndir af því á morgun, en hér kemur ein mynd af bátnum, en fleiri koma á morgun


      7661. Sædís SU 78 © mynd Óðinn Magnason, 27. júní 2012
- Fleiri myndir á morgun -

27.06.2012 23:20

Elín Kristín GK 83, Hannes Þ, Hafstein og Ásta GK 262          7425. Elín Kristín GK 83, 2310. Hannes Þ. Hafstein og 1231. Ásta GK 262, í Sandgerði í gær © mynd Emil Páll, 26. júní 2012

27.06.2012 23:00

Sandvíkingur NK 41 og hnúfubakur lentu í árekstri í gær

Frá Bjarna Guðmundssyni, Neskaupstað:
Hér á firðinum hafa verið Hnúfubakar undanfarna daga í einhverju æti í gær gerðist það að Sandvíkingur NK var að koma af veiðum og var rétt utan við hafnarminnið að Hnúfubakur var búinn að vera á undan bátnum og snéri síðan við og kom á móti Sandvíking  NK og lentu þeir í árekstri en ekki mun hafa orðið neitt tjón bát eða hval en þessir hvalir eru í æti því þeir koma oft upp með opinn kjaftinn kv Bjarni G

          7303. Sandvíkingur NK 41, sem lendi í áreksti við hnúfubak á Norðfirði i gær © myndir Bjarni G, 27. júní 2012

27.06.2012 22:33

Hafbjörg kemur með Dóra GK að landi í Neskaupstað í kvöld með hjálp Glæsis

Eins og áður hefur komið fram var Hafbjörgin  og Björgunarsveitin Gerpir Neskaupstað kölluð út á sjöunda tímanum vegna þess að Dóri GK 42 varð vélarvana um 1/2 sjómílu frá Norðfjarðarhorni. Dró Hafbjörg síðan Dóra GK í land í Neskaupstað og Glæsir dró síðan bátinn upp að olíubryggjunni en hann mun hafa verið oliulaus.
     


                       Hafbjörg og Glæsir ásamt Dóra er sá síðast nefndi var dreginn til Neskaupstaðar í kvöld © myndir og texti Bjarni G, 26. júní 2012

27.06.2012 22:00

Fiskanes KE 24 og Elsa KE 117


             6185. Elsa KE 117 og 7190. Fiskanes KE 24, í Sandgerði í gær © mynd Emil Páll, 26. júní 2012