Færslur: 2012 Júní

02.06.2012 08:00

Travesau                        Travesau, Aviles, Spáni © mynd shipspotting, snip, 25. okt. 2011

02.06.2012 07:29

Litskrúðug ganga í sjávarbænum

mbl.is:

Íbúar fjölmenntu í litaskrúðgönguna í Grindavík. stækkaÍbúar fjölmenntu í litaskrúðgönguna í Grindavík. mbl.is/Haraldur Hjálmarsson

Skrúðgangan var stærsta og jafnframt litskrúðugasta atriði á fyrsta degi Sjóarans síkáta í Grindavík í gær. Íbúar hafa verið duglegir að skreyta hverfin og litirnir mættust í skrúðgöngu úr hverfunum fjórum að hátíðarsvæðinu við Hafnargötu. Mikið fjölmenni var í skrúðgöngunni enda veður með eindæmum gott í Grindavík.

Sjóarinn síkáti er fjölskyldu- og sjómannahátíð sem haldin er um hverja sjómannadagshelgi. Er þetta ein af veglegustu sjómannahátíðum.

Grindavík er hefðbundinn sjávarbær þar sem ferðaþjónusta fer vaxandi. Þannig lýsir Róbert Ragnarsson bæjarstjóri staðnum. Hann segir að þótt ferðamenn séu boðnir velkomnir sé ekki ætlunin að fórna grunnstoðinni. Í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag segir Róbert gera sitt til þess að svo megi verða, meðal annars með því að reyna að lokka fleiri sjómenn í bæinn.


02.06.2012 00:00

Sjómannadagurinn: Siglfirsku togaranir

SK.Siglo.is

Löndun úr Sigurbjörgu ÓF-1
Löndun úr Sigurbjörgu ÓF-1

Eins og alþjóð veit styttist óðfluga í sjómanndaginn og eru frystiskip Ramma hf. komin til hafnar líkt og önnur skip félagsins af því tilefni.

Mánaberg landaði í Reykjavík á fimmtudag afla sem svarar til 466 tonna upp úr sjó, að mestu úthafskarfi.  Mánaberg hafði áður millilandað i Reykjavík 184 tonnum upp úr sjó og var því heildarfali í veiðiferðinni sem stóð í 27 daga um 650 tonn að verðmæti 220 milljónir:

Í dag er verið að landa fullfermi  af blönduðum afla úr Sigurbjörgu á Siglufirði um 444 tonnum upp úr sjó.

Sigurbjörg hafði einnig millilandað í veiðiferðinni; á Siglufirði 10. maí 323 tonnum upp úr sjó.  Heildarafli veiðiferðarinnar sem stóð í 33 daga, telst því vera 767 tonn að verðmæti ríflega 291 milljónir sem ku vera mesta verðmæti sem Sigurbjörg hefur borið að landi í einni veiðiferð.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í Siglufjarðarhöfn í morgun af löndun úr Sigurbjörgu og Múlabergi að koma í höfn.

Múlaberg SI-22

Texti: Heimasíða Ramma h/f

Myndir: GJS

01.06.2012 23:08

Hólmavík
           Logn á Hólmavík í dag © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is  1. júní 2012

01.06.2012 22:20

Jóhanna TG 326 kom til Neskaupstaðar

Í framhaldi af myndabirtingu og frásögn hér 29. maí sl. af Jóhönnu TG 326 sagði Bjarni Guðmundsson mér frá því að myndin hefði verið tekin á Neskaupstað, þegar Jóhanna kom þangað fyrir nokkrum árum. Þar keyptu þeir síðan eitthvað af fiski og sigldu með á markað í Englandi.


        Jóhanna TG 326, í Neskaupstað fyrir nokkrum árum

01.06.2012 22:03

Myndir frá fyrri degi Sjóstangaveiðimóts Sjónes á Neskaupstað í dag

Hér eru nokkrar myndir af fyrri degi Sjóstangveiðimóts Sjónes í dag, Sem Bjarni Guðmundsson tók á NEskaupstað


Fyrri dagur Sjóstangaveiðimóst Sjónes á Neskaupstað í dag © myndir Bjarni G., 1. júní 2012

01.06.2012 22:00

Saga Sea


                     Saga Sea © mynd shipspotting, Sture Petersen, 25. maí 2012

01.06.2012 21:00

Einar Erlend N-45-ME         Einar Erlend N-45-ME, í Bodo, Noregi © mynd shipspotting, björnar Henningsen, 24. maí  2012

01.06.2012 20:00

Bergur Vigfús GK 43: Dagur 2, yfirbyggingin komin á

Já þeir hjá Sólplasti eru ekki að draga málin, hér sjáum við stöðuna á 2. degi frá því að Bergur Vigfús kom í yfirbyggingu og nú er yfirbyggingin komin á.
                2746. Bergur Vigfús GK 43, í dag á 2. degi yfirbyggingarinnar hjá Sólplasti í Sandgerði og yfirbyggingin komin á © myndir Bogga og Stjáni, Sólplasti 1. júní 2012

01.06.2012 19:10

Helga María AK 16

Hér sjáum við togarann Helgu Maríu AK 16 í dag, nýkominn inn fyrir Garðskaga á leið inn á höfuðborgarsvæðið.


                    1868. Helga María AK 18, í dag © mynd Emil Páll, 1. júní 2012

01.06.2012 18:00

Sjómannadagurinn 2012Sendi sjómönnum og fjöldskyldum þeirra bestu hamingjuóskir á sjómannadaginn

                                                      Kær kveðja

                                                      Emil Páll

01.06.2012 17:30

Sólin á vesturhimni


                           Ekki tunglið heldur sólin á vestur himni eins og sést hér fyrir neðan
                                          © mynd Ragnar Emilsson, 2012


Af Facebook:
Ragnar Emilsson þetta er reyndar sólin á vestur himninum þegar drullumistrið var sem mest í síðustu viku .

01.06.2012 16:42

Silver Choperhagen

Þessi færsla birtist nýlega hér en nafn skipsins  var rangt, rétt nafn er Silver Choperhagen. 

Svona var færslan óle3iðrétt:

Alma, í Þorlákshöfn

                  Flutningaskipið Alma, í Þorlákshöfn © myndir Ragnar Emilsson, 2012

Að sögn Ragnars Emilssonar er þetta Silver Choperhagen en ekki Alma.

01.06.2012 16:36

Goðafoss

Svohljóðandi færsla birtist hér fyrir nokkrum dögum

Einhver Fossinn             Hér sjáum við einhvern Fossinn á siglingu © mynd Ragnar Emilsson, 2012

Að sögn Ragnars Emilssonar er þetta Goðafoss og leiðréttist þetta hér með.

01.06.2012 12:00

Reykhólahöfn 26. maí 2012
           

             Frá Reykhólum © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is  26. maí 2012