Færslur: 2012 Júní

12.06.2012 17:00

Óðinn


                               159. Óðinn © mynd shipspotting Birkir Agnarsson

12.06.2012 16:00

Húni II


                     108. Húni II © mynd shipspotting, Birkir Agnarsson, í júlí 2008

12.06.2012 15:05

Víkingur KE 10


                  2426. Víkingur KE 10 © mynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 12. júní 2012

12.06.2012 14:23

Votaberg SU 10


          962. Votaberg  SU 10, á Reyðarfirði © mynd shipspotting Birkir Agnarsson, 2002

12.06.2012 11:00

Jón Kjartansson SU 111


             155. Jón Kjartansson SU 111 © mynd shipspotting, Birkir Agnarsson, 2002

12.06.2012 10:00

Hafberg GK 377


                67. Hafberg GK 377  © mynd shipspotting, Birkir Agnarsson, í feb. 2004

12.06.2012 09:29

900 bátar komnir á sjó

mbl.is

Um 900 bátar eru nú að veiðum við landið, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. stækkaUm 900 bátar eru nú að veiðum við landið, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. mbl.is/Ómar

Um 900 strandveiðibátar og aðrir hafa tilkynnt sig á sjó til vaktstöðvar siglinga hjá Landhelgisgæslunni nú í morgunsárið og er mikið að gera hjá þeim starfsmönnum sem þar vinna við að taka á móti skráningum og halda utan um þær, en bátar verða að tilkynna sig á og af sjó.

12.06.2012 09:00

Kambaröst SU 200


           120. Kambaröst SU 200 © mynd shipspotting, Birkir Agnarsson í júní 2008

12.06.2012 08:00

Hvalur 8 RE 388


                   117. Hvalur 8  RE 388 © mynd shipspotting, Einar Örn Einarsson

12.06.2012 00:00

Kaldbakur EA 1 kominn heim

Þorgeir Baldursson bauð mér að birta þessa færslu óbreytta af síðu sínni, og þáði ég það með þökkum.

Likan af siðutogaranum Kaldbak EA 1

Kaldbakur EA 1 kominn til heimahafnar

Iðnaðarsafnið á Akureyri hefur fengið líkanið af síðutogaranum Kaldbak EA 1 lánað og verður það til sýnis á safninu í sumar. Það var Akureyringurinn Aðalgeir Guðmundsson sem smíðaði líkanið en hann var kyndari um borð í Kaldbak um tveggja ára skeið en fór þá  yfir á Harðbak. Hann notaði aðallega kopar og blikk í smíðina en líkanið er 92 cm langt. Kaldbakur EA kom nýr til Akureyrar árið 1947 en Aðalgeir fór um borð í togarann árið 1948 og starfaði þar þangað til Harðbakur kom nýr árið 1950. Þá fylgdi hann skipstjóra sínum á Kaldbak, Sæmundi Auðunssyni, yfir á Harðbak. Aðalgeir segir að það hafi verið yfir 30 manns á þessum skipum þegar verið var á veiðum við Grænland og saltað var um borð en færri á ísfiskveiðunum. "Lífið um borð var ágætt og manni fannst þetta alveg hátíð á fyrstu árunum."

Aðalgeir, sem orðinn er 87 ára gamall, segist hafa byrjað sem smástrákur að smíða báta og tálga ýmsa hluti með vasahnífnum. "Seinna datt mér svo í hug að láta á það reyna hvort ég gæti ekki smíðað eftirlíkingu af Kaldbak, þegar ég fékk teikningar af honum. Ég byrjaði á verkinu í kringum 1955, þegar ég var um borð í Harðbak. Svo kom þetta smán saman en ég vann mikið við smíðina um borð. Ef ég fór í frí, hafði ég líkanið með mér í land og vann við það heima en svo komu tímabil inn á milli, þar sem ég leit ekki við þessu. En þegar á leið sá ég að þetta myndi takast."

Aðalgeir segir að líkanið af Kaldbak hafi verið víðförult, því á þeim tíma sem hann var að smíða það, var hann við veiðar við Grænland og siglt með saltfiskinn tilEsbjergí Danmörku. Einnig var farið var í söluferðir með ferskfisk, til bæðiEnglandsog Þýskalands. Aðalgeir segir ómögulegt að segja til um það hversu margir tímar fóru í smíðina en hann segist hafa unnið við smíðina með hléum, frá 1955 og næstu þrjú til fjögur ár þar á eftir.

Gaf skipstjóranum líkanið

Aðalgeir færði Sæmundi skipstjóra líkanið að gjöf en hann var þá fluttur frá Akureyri til Reykjavíkur. "Það var þar með komið úr minni umsjá en ég gerði engan fyrirvara um það hvernig ætti að fara með skipið eftir hans dag. Svo féll Sæmundur frá, fyrir aldur fram, en svo liðu nokkur ár, þar til ég frétti af líkaninu á Sjóminjasafni Reykjavíkur á Grandagarði. Ég veit ekki hver ástæðan er fyrir því að líkanið var komið á safnið í Reykjavík, hvort það var ekkjan eða börn þeirra sem höfðu ráðstafað því. En nú er það komið norður fyrir tilstilli Eiríks Ragnarssonar en hann hefur barist fyrir því af miklum krafti að fá það norður og ég aldeilis sáttur við það. Mér finnst að líkanið eigi heima hér fyrir norðan og held að það séu flestir á því að það tilheyri okkur. Það er hins vegar bara í láni en verður hér vonandi sem lengst."

Aðalgeir hætti til sjós í kringum 1960 og fór þá að vinna hjá Jóhanni Guðmundssyni bróður sínum í Sandblæstri og málmhúðun. Síðar gerðist hann næturvörður hjá Slippstöðinni í nokkur í ár. Aðalgeir á lítinn plastbát sem hann er með í Sandgerðisbót og hann segist hafa gaman að því að dunda við bátinn, þótt hann fari ekki mikið á sjó. Hann býr ásamt konu sinni í Sandgerði, rétt ofan við Sandgerðisbót og getur því horft yfir smábátaflotann heiman frá sér. Heimild Vikudagur.is


                    Likanið af Kaldbak EA 1 © mynd Kristján Kristjánsson Vikudagur 2012


                Aðalgeir Guðmundsson Við Kaldbak EA 1 © Mynd Kristján Vikudagur 2012 


                       Afturskipið á Kaldbak EA 1 © Mynd Kristján Vikudagur 2012


                        Framskipið og bakkinn © Mynd Kristján Vikudagur 2012


          Aðalsteinn Litur  yfir Likanið þvilik snilldarsmiði © Mynd Kristján Vikudagur 2012


11.06.2012 23:00

Sædís ÞH 305


         6105. Sædís ÞH 305, á siglingu við Mánárbakka © mynd Þorgeir Baldursson, 2012

11.06.2012 22:27

Yfirbyggingin á Bergi Vigfús: 8. dagur

Þá fer nú að ljúka framkvæmdum við yfirbygginguna á Bergi Vigfúsi hjá Sólplasti í Sandgerði og er búist við hann hann fari senn niður. Hér birtast myndir teknar í dag, sem er 8. dagur framkvæmdanna og þarna er verið að klára að mála yfirbygginguna.

        
            2746. Bergur Vigfús GK 43, hjá Sólplasti í Sandgerði og er þetta 8. dagur verksins © myndir Bogga og Stjáni hjá Sjólplasti 11. júní 2012

11.06.2012 22:00

Sóley ÞH 28

                    7382. Sóley ÞH 28 © myndir Þorgeir Baldursson, í mars 2012

11.06.2012 21:31

Annar færeyingur smíðaður á Íslandi

Skip og bátar, Klakksvík - Jóannes Niclasen:

>> Polarhav << Klaksvík. KG 1196, Trolskip. Radiofrámerki: XPVI.
592 tons brutto, 178 tons netto
Longd: 32,00 m, Breidd: 8,50 m, Dýpd: 4,40 m.
Maskina: Mitsubishi, Maskina KW: 1007, Smíðiár Maskina: 2004.
Ravmagn: 3x380/220 V. Ac.
Smíðistaður: Ìsland Smíðiár: 2004
Eigari:Klaksvíkar Trolarafelag P/F, Klaksvík
Ùtgerðarmaður: Jóhanna á Bergi.

11.06.2012 21:30

Þór stendur einn vaktina

mbl.is:

Varðskipið Þór er nú að vakta íslenska hafsvæðið. stækkaVarðskipið Þór er nú að vakta íslenska hafsvæðið. Ómar Óskarsson

Varðskipið Þór lagði úr höfn í Reykjavík síðdegis í dag en samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslu Íslands mun hann standa vaktina á íslenska hafsvæðinu næstu 18 daga. Að auki mun áhöfn varðskipsins nota ferðina til æfinga.

Sem stendur er Þór eina varðskipið sem vaktar íslenska hafsvæðið, en vert er þó að geta þess að eftirlits- og sjómælingabáturinn Baldur er við siglingar. Að auki heldur Landhelgisgæslan uppi eftirliti á Breiðafirði. Við það verkefni notast Gæslan við harðbotnabát en slíkir bátar henta einkar vel við verkefni sem þetta.

"Á Breiðafirði er nú mikið af bátum út af strandveiðunum þannig að þeir hafa verið að fylgjast vel með þeim," segir Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslu Íslands, í samtali við mbl.is.

Varðskipið Týr er við leiguverkefni erlendis, en það tók að sér að draga skip í brotajárn. Ægir liggur bundinn við höfn í Reykjavík og fer brátt í slipp, en síðar í sumar, eða í júlímánuði, mun hann svo sinna landamæraeftirliti fyrir FRONTEX á Miðjarðarhafi.