Færslur: 2012 Júní

02.06.2012 18:00

Samskip Innovator


                           Samskip Innovator © mynd dunelmpr.co. uk

02.06.2012 17:00

Samskip Express


                 Samskip-Express © mynd hamburgsued-frachtschiffreisen.de

02.06.2012 16:00

Samskip Endeavour                      Samskip Endeavour © mynd MarineTraffic, Delboy

02.06.2012 15:36

Skip Síldarvinnslunnar fara ekki á sjó

mbl.is:

Gunnþór Ingason tilkynnti ákvörðun Síldarvinnslunnar á fundi með bæjarbúum. stækkaGunnþór Ingason tilkynnti ákvörðun Síldarvinnslunnar á fundi með bæjarbúum. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Gunnþór Ingason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar á Norðfirði, tilkynnti bæjarbúum á Norðfirði að skip Síldarvinnslunnar munu ekki fara á sjó vikuna eftir sjómannadagshelgina.

Þetta tilkynnti Gunnþór þegar verið var að bjóða nýtt skip Síldarvinnslunnar Börk velkominn á Norðfjörð í tilefni sjómannadagsins. Ekki var tími til formlegrar móttökuathafnar þegar skipið kom fyrst til heimahafnar síðasta vetur. Þá hélt Börkur beint til loðnuveiða eftir nafnbreytingu sem var unnin að hálfu við komu skipsins og að hálfu við fyrstu löndun úr því.

Tíminn verður notaður að sögn Gunnþórs til að fara yfir málin með sjómönnum á Norðfirði og bæjarbúum varðandi fiskveiðifrumvörp ríkistjórnarinnar og áhrif þeirra á útgerð og fiskvinnslu í Fjarðabyggð.

Gunnþór sagði við það tækifæri að nú hömluðu ekki veður og sjólag veiðum frá Norðfirði, nú væru það menn innmúraðir í hlaðið steinhús í 101 Reykjavík sem réðu gæftum.


02.06.2012 15:20

Þoka leggst yfir

Stóðst ekki mátið að smella af þessari mynd þegar ég sá að þoka var að leggjast yfir Vogastapa og Vatnsleysuströndina núna rétt áðan.


               Þoka leggst yfir Vogastapa og Vatnsleysuströnd um kl. 15.15 © mynd Emil Páll, 2. júní 2012

02.06.2012 15:00

Samskip Pioneer


                                     Samskip Pioneer © mynd Samskip, 2006

02.06.2012 14:30

Athuga með leigu á öðrum farþegabát

mbl.is

Herjólfur í Landeyjahöfn. stækkaHerjólfur í Landeyjahöfn. mbl.is/GSH

Bæjaryfirvöld í Eyjum vilja skoða þann möguleika að fá til landsins farþegabát sem hægt væri að nota til siglinga í Landeyjahöfn næsta vetur, þegar Herjólfur þarf að sigla til Þorlákshafnar.

Í umfjöllun í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að bæjarstjórinn hefur óskað eftir því við vegamálastjóra að fá faglegan stuðning við athugun á þessum möguleika.

"Við þurfum meiri stöðugleika í ferjusiglingar en verið hefur," segir Elliði Vignisson bæjarstjóri um ástæður þess að farið var að athuga með varabát. Segir hann að ákveðið skip sé í sigtinu en það myndi aðeins verða háð ölduhæð en ekki dýpi hafnarinnar

02.06.2012 14:05

Flotinn fari ekki úr höfn

mbl.is:

Heimaey VE, nýjasta skipið í flotanum. stækkaHeimaey VE, nýjasta skipið í flotanum. Ljósmynd/Eyþór Harðarson

Landssamband íslenskra útvegsmanna og aðildarfélög þess hafa beint því til félagsmanna sinna að halda skipum sínum ekki til veiða eftir sjómannadag. Ástæðan er sú óvissa sem frumvörp ríkisstjórnarinnar um sjávarútveg skapar.

"Vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem blasir við íslenskum sjávarútvegi verði frumvörp til laga um stjórn fiskveiða og veiðigjöld sem nú eru til meðferðar á Alþingi að lögum er því beint til félagsmanna að halda skipum sínum ekki til veiða eftir sjómannadag," segir í yfirlýsingu frá Útvegsmannafélagi Austfjarða, Útvegsmannafélagi Akraness, Útvegsmannafélagi Hafnarfjarðar, Útvegsbændafélaginu Heimaey, Útvegsmannafélagi Hornafjarðar, Útvegsmannafélagi Norðurlands, Útvegsmannafélagi Reykjavíkur, Útvegsmannafélagi Snæfellsness, Útvegsmannafélagi Suðurnesja, Útvegsmannafélagi Vestfjarða, Útvegsbændafélagi Vestmannaeyja og Útvegsmannafélagi Þorlákshafnar.

"Útvegsmenn munu í næstu viku funda með starfsfólki, sveitarstjórnum og fjölmörgum aðilum sem byggja afkomu sína á sjávarútvegi um áhrif þess ef frumvörpin verða að lögum. 

Þrátt fyrir alvarlegar athugasemdir fjölmargra aðila við frumvörp um stjórn fiskveiða og veiðigjöld sem nú liggja fyrir Alþingi hafa þau ekki tekið nauðsynlegum breytingum.

Útvegsmenn hafa ítrekað leitað eftir samstarfi við stjórnvöld um niðurstöðu um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða en án árangurs.

Það er nauðsynlegt að ná farsælli lausn í þessu mikilvæga máli og í því skyni verður enn leitað eftir samstarfi við stjórnvöld.

Útvegsmenn líta á það sem neyðarúrræði að halda skipunum ekki til veiða, þó að um tímabundna aðgerð sé að ræða í þetta sinn. 

Okkur er ljóst að stöðvun fiskiskipaflotans mun hafa áhrif á fjölmarga aðila sem tengjast sjávarútvegi. Við biðjum þá alla að virða þessa ákvörðun enda væri ábyrgðarlaust að bregðast ekki við þeirri alvarlegu stöðu sem stefnir í. Markmið okkar er að koma í veg fyrir það mikla tjón sem við blasir."

Af Facebook:

    • Þorgrímur Ómar Tavsen Þeir hjá LÍU eiga að skammast sín að tengja þetta sjómannadeginum og sú útgerð sem ég vinn hjá hefur borgað á þriðjahundruð krónur fyrir hvert kíló og gefst ekki upp svo eiga þessi "grey" að borga nokkrar krónur og allt verður vitlaust.Það er ekki sama úr hvaða vasa peningarnir koma.

02.06.2012 14:00

Hvassafell                                          Hvassafell © mynd Hoek Van Holland

02.06.2012 13:00

Helgafell


             Helgafell © mynd Samskip

02.06.2012 12:00

Dísarfell


                    Dísarfell © mynd heimsnet.is

02.06.2012 11:25

Skipin á leið í land

mbl.is:


Myndin var tekin í gær í Reykjavíkurhöfn þar sem þessar konur æfðu sig fyrir kappróður ... stækkaMyndin var tekin í gær í Reykjavíkurhöfn þar sem þessar konur æfðu sig fyrir kappróður á sjómannadaginn. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fá fiskiskip er nú á sjó, en á morgun verður sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur. Mörg skip sigldu inn í höfn í gær og í nótt og síðustu skipin koma í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar voru 89 íslensk skip í lögsögunni kl. 9 í morgun, en þar eru fraktskip meðtalin.

Sjómannadagurinn er haldinn hátíðlegur víða um land en undir yfirskriftinni Hafnardagar í Þorlákshöfn og Sjóarinn síkáti í Grindavík, svo dæmi séu tekin. Í Reykjavík var dagurinn sameinaður Hafnardegi árið 1999 undir nafninu Hátíð hafsins.

Hátíðin í Reykjavík hefst í dag kl. 10 en þá er hátíðin flautuð inn af skipslúðrum en dagskráin stendur sem hæst frá kl. 13:00 - 17:00. Meðal atriða má nefna sjóræningjasiglingar, svífandi marglyttur, fiskasýning, lostæti úr hafinu, dorgveiði, listsmiðjur og Gói og Þröstur Leó verða á svæðinu.

Færeyski kútterinn Westward Ho siglir inn í Reykjavíkurhöfn um kl. 13:00.


02.06.2012 11:07

Arnarfell


                        Arnarfell © mynd mbl.is


                                           Arnarfell © mynd Samskip

02.06.2012 10:00

Horisont N-240-B        Horisont N-240-B, Bodo, Noregi © mynd shipspotting Björnar Henningsen, 24. maí 2012

02.06.2012 09:00

Fiskiskip suður af Nýfundalandi                   Fiskiskip suður af Nýfundalandi © mynd Jón Páll Ásgeirsson, 2012