Færslur: 2012 Júní

23.06.2012 22:00

Emdem F 210 í Bergen

Í tilefni af því að í syrpu Faxagengisins frá Reykjavíkurhöfn 19. og 20 júní sem ég birti hér í fyrrinótt, birtist mynd af þessu skipi úr Sundahöfn, sendi Heiða Lára mér þessar fjórar myndir af skipinu sem hún tók af því í Bergen í Noregi í mars 2012
                  

 

                      Emdem F 210, í Bergen, í Noregi © myndir Heiða Lára, í mars 2012

23.06.2012 21:00

Langá

Hér koma þrjár myndir af Langá, en skipið hefur síðan það fór héðan borið eftirtalin nöfn: Margrid, Madrid, Mideast, Don Guillo, Almirante Eraso,  Adriatik og Sol Del Caribe og heimahöfn þar: Sao Tone and Prisipe.

                         966. Langá, í Goole, 1975 © mynd shipspotting, Bunts


                       966. Langá, í Reykjavík © mynd shipspotting, Hilmar Snorrason


                        966. Langá, Patreksfirði © mynd shipspotting, Hilmar Snorrason

23.06.2012 20:41

Vantar upplýsingar

Endurbirt auglýsing, af gefnu tilefni:


Ég, Þorgrímur Ómar Tavsen, og fyrir hönd Lofnar ehf auglýsi hér með eftir eftirfarandi eigum mínum. Allar upplýsingar eru vel þegnar og fundarlaunum heitið.

Tveimur kerrum var stolið frá Lofn ehf á Hofsósi. Önnur er ca. 2,55 á breidd, 3.0 á lengd og er útbúin með sturtum sem auðveldar að taka tvo snjósleða en hún er með snjósleðaskýli að framan. Smíðuð úr járni, með járnhliðum og er öll galvaníseruð. Hásinkin undir henni er úr Chervolet 1978, grænmáluð.

Sigurður Friðriksson Bakkaflöt smíðaði þessa kerru fyrir mig.

Hin kerran er smíðuð úr galvaníseruðu járni og brúnum krossvið, einnig útbúin sem snjósleðakerra með sturtum og vindhlíf, hjólaöxullinn undir henni er með Bronco nöfum, hún er opnanleg bæði að framan og aftan, er á Whitespoke felgum og var smíðuð af Óskari Halldórssyni Sauðárkrók fyrir mig.


Einnig var stolið úr veiðarfærageymslu Lofnar ehf Hofsósi, 20 feta frystigám, sem ég er búinn að eiga í 19 ár, með grásleppuúthaldi sem samanstanda af 600 grásleppunetum með 10mm norskum flottein, 9mm norskum blýtein, og kleinuhringjum á 7mm norskri línu. Netin eru tíu og hálf tomma 120 faðma slanga sem er felld niður í 31-32 faðma,færin eru 10 mm græn,gul með svörtu í,hvit með rauðu og blá með 4 litum og eru 50 til 80 faðmar, belgir, baujur úr 2 metra bambus og plast með rauðu kork búnar til af Fjólmundi Fjólmundssyni. Drekar smíðaðir úr 10 og 12mm steypustyrktarjárni með keðjum. Einnig var tekið tölvert af öðru veiðarfæratengdu en allt sem er merkt SK7 - 37 - 137 - 147 - 237 eða með nöfnunum Bergey eða Berghildi er þinglýst eign Lofnar ehf, undaskilin eru nokkur kör og belgir þannig merkt sem eru eign Grafarós ehf og Sveins Sveinssonar Hofsósi.


3 rótora netaspili,rústfríum netaniðurleggjara mið stærð og netaborð var einnig stolið en fannst í Hafnarfirði og er lögreglan þar með það mál. Ef einhver hefur vitneskju um það mál, væri hún vel þegin.

Úr 40 feta geymslugám Lofnar ehf, voru tekin öll handverkfæri afa míns, Þorgríms Hermannssonar sem hann ánafnaði mér.

Úr Skvettu SK7 var tekið rústfrítt línuspil, 20 færi ásamt belgjum, 7 sjóveiðistangir,sem hafa verið notaðar sl. 10 ár við sjóstangaveiði tengdar sumarbúðum fatlaðra að Löngumýri. Úr Nissan flutningabíl Lofnar, hvarf vörubrettatrilla.


Af einu af heimilum mínum Hólavegi 27, hurfu næstum öll fötin mín, en þó að ég fari í burtu tímabundið, þá gefur það ekki öðrum leyfi til þess að ráðast á eigur mínar.


Vek ég athygli á 264. gr. almennra hegningarlaga en þar er m.a. kveðið á um eftirfarandi: Hver sem tekur við eða aflar sér eða öðrum ávinnings af broti samkvæmt lögum þessum skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum. Sömu refsingu skal sá sæta sem geymir eða flytur slíkan ávinning, aðstoðar við afhendingu hans eða stuðlar á annan sambærilegan hátt að því að tryggja öðrum ávinning af broti. Nú er brot ítrekað eða stórfellt og getur refsing þá orðið fangelsi allt að 4 árum. Sé brot framið af gáleysi varðar það sektum eða fangelsi allt að 6 mánuðum.


Ég hef kært öll þessi mál til lögreglu sem hefur ekki orðið neitt ágengt í rannsókn sinni. Bið ég því þá sem gætu hafa orðið varir við eitthvað af ofangreindu dóti, um að tilkynna það beint til sýslumanns eða lögreglu á Sauðárkróki, en ekki til fulltrúa þar því þeir eru vanhæfir vegna tengsla. Eða beint til mín.


Fundarlaun í boði. Ef næst sakfelling á þjófinum eða þýfiskaupanda býð ég allt að 40% af andvirði hvers hlutar í fundarlaun.


Þorgrímur Ómar Tavsen

s: 8430500
·

    • Þorgrímur Ómar Tavsen Þar sem eitthvað af dóti mínu sem stolið var er farið að líta dagsins ljós þá endurbirti ég auglýsinguna og minni á að sá sem kaupir þýfi er jafn brotlegur og sá sem stal samkvæmt 264 grein almennrar hegningalaga.

.

23.06.2012 20:00

Havskjer M-200-A


             Havskjer M-200-A, Alesundi, Noregi © mynd shipspotting, Aage, 20. apríl 2012

23.06.2012 19:00

Vestavind R-6-SK


           Vestavind R-6-SK, Alesundi, Noregi © mynd shipspotting, Aage, 24. apríl 2012

23.06.2012 18:00

Ingrid Majala F-225-M           Ingrid Majala  F-225-M, Tjeldsundet © mynd shipspotting, Aage, 21. okt. 2008

23.06.2012 17:00

Selis T-50-B


          Selis T-50-B, Tromso, Noregi © mynd shipspotting, frode adolfsen, 30. júní 1981

23.06.2012 16:00

Gyða BA 277


         7354. Gyða BA 277, Tálknafirði © mynd úr Flota Tálknfirðinga, Sigurður Bergþórsson, í júní 2012

23.06.2012 15:00

Bluefin


           Bluefin, Svolvaer, Noregi © mynd shipspotting, frode adolfsen, 22. júní 2012


23.06.2012 14:00

Albacore SF-18-F


       Albacore SF-18-F, Svolvaer, Noregi © mynd shipspotting, frode adolfsen, 22. júní 2012

23.06.2012 13:00

Flakið af nýrri Rangá á Strandstað

hh

MS "Ranga" shattered at the West Coast of Ireland.
   Rangá, var nýtt skip og í jómfrúarferð sinni er það strandaði, en nafnið hafði verið sett á skipið í hafi og því var það aðeins nokkra daga gamalt. Það strandaði við Írland 11. mars 1982

Kerry ~ storm aftermath ~ M. V. Ranga

23.06.2012 12:30

Jón Júlí BA 157 uppi á landi á Tálknafirði


        610. Jón Júlí BA 157, Tálknafirði í morgun © mynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 23. júní 2012

23.06.2012 12:00

Brynjar BA 338, Kló MB 15 o.fl. á Tálknafirði í morgun


            2539. Brynjar BA 338, 7331. Kló MB 15 o.fl. á Tálknafirði í morgun © mynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 23. júní 2012

23.06.2012 11:00

Reje Bent GR 3-82


              Reje Bent GR  3-82, í Aasiaat, Grænlandi © mynd shipspotting, Lase Atlantic Ship, 7. feb. 2007

23.06.2012 10:00

Rango N-15-V


              Rango N-15-V, í Vestfjorden © mynd shipspotting, frode adolfsen, 1. mars 1990