Færslur: 2012 Júní
25.06.2012 14:00
Viknafisk
Viknafisk, Honningsvag, Noregi © mynd shipspotting, frode adolfsen, 30.6.1996
25.06.2012 13:30
Njörður fundinn í Noregi - týndur í 996 daga
Í hádeginu í dag birti ég frétt af mbl.is um fund á björgunarbátnum Nirði Garðarssyni við Noreg en nú birti ég frétt vf.is af sama tilefni.

Njörður Garðarsson, björgunarbátur björgunarsveitarinnar Suðurnes sem
slitnaði aftan úr björgunarskipinu Hannesi Þ. Hafstein á Faxaflóa í
brotsjó árið 2009 er nú loks kominn aftur í leitirnar. Eftir að hafa
verið týndur í 996 daga þá fannst báturinn nú um helgina, 1077 mílum frá
þeim stað sem hann týndist. Njörður fannst við Vesterålen
sem er nyrst í Noregi en það var norskur fiskibátur sem var bátsins
var, en stefnið á Nirði stóð upp úr hafinu eins og sjá má á myndum hér
að neðan. Báturinn, sem er Atlantic 21 harðbotna björgunarbátur,
slitnaði aftan úr björgunarskipinu í október árið 2009 eftir að brotsjór
hafði komið á skipið og hvarf sjónum manna. Bátsins var leitað lengi
vel en án árangurs.
Kári Viðar Rúnarsson formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes sagði í
samtali við VF að það væru vissulega gleðitíðindi að heyra af bátnum og
hann var á því að fundurinn væri ansi merkilegur fyrir margra hluta
sakir. "Hönnuður bátsins hafði alltaf sagt að það væri varla hægt að
sökkva bátnum nema hann myndi hreinlega brotna í spað. Það hefur því
sýnt sig að hann hefur greinilega ekki sokkið og hreint ótrúlegt að hann
hafi komist alla þessa leið án þess að einhver yrði hans var," sagði
Kári og bætti því við að líklega myndi beinagrind bátsins sennilega
skila sér hingað til lands. "Norska strandgæslan er líkega á leið hingað
til lands í sumar og þá er möguleiki á því að leyfar bátsins verði með í
för, þetta er þó óljóst enn og við erum að bíða frekari upplýsinga frá
Noregi."
Að neðan eru myndir frá Norsku strandgæslunni af vettvangi.
Tengd frétt: Skipstjóri björgunarskips slasast í brotsjó


Þetta er það eina sem sjá mátti af bátnum.


Norskt strandgæslufók þrífur bátinn á dekkinu á systurskipi Þórs. Á efstu myndinni má sjá hvernig Njörður lítur út eftir yfirhalninguna.
25.06.2012 12:35
"Við trúðum þessu ekki"
"Þetta er alveg með ólíkindum, eins og maður segir. Að hann skuli hafa fundist þykir mér mjög merkilegt," segir Kári Viðar Rúnarsson, formaður björgunarsveitarinnar Suðurnes, um björgunarbát félagsins sem fannst um sl. helgi við Noregsstrendur. Hann hafði þá verið týndur í tæp þrjú ár eða 996 daga.
Kári Viðar segir í samtali við mbl.is, að sjómenn á fiskiskipi hafi fundið björgunarbátinn, sem heitir Njörður Garðarsson, við Lofoten í Noregi sl. laugardag. Þeir höfðu samband við norsku strandgæsluna sem fór á staðinn á systurskipi íslenska varðskipsins Þórs.
"Þeir finna hann og þá er stefnið sem stendur upp úr. Þeir hífa hann um borð og hann var nú hálf drullugur og ógeðslegur, eins og maður getur rétt ímyndað sér eftir þrjú ár í sjó," segir Kári Viðar.
Mótorarnir á sínum stað
Merkingar björgunarsveitarinnar komu í ljós þegar báturinn var þrifinn. "Þeir gúggluðu bara eins og allir gera í dag," segir Kári Viðar og hlær. "Þeir hringdu í okkur og spurðu hvort það gæti verið að við ættum bát. Við vorum svo agndofa yfir þessu en við trúðum þessu ekki," segir hann.
Björgunarsveitin hafði samband við Landhelgisgæslu Íslands sem kannaði málið hjá norska hernum sem var með ljósmyndir. "Þá kemur bara í ljós að þetta er nú reyndar báturinn en það vatnar nú blöðrurnar á hann. En harðbotna skelin, sem er í botninum á honum, er nokkuð góð að sjá og mótorarnir eru á honum," segir Kári Viðar að einnig hafi verið að finna ýmiskonar annan búnað um borð í bátnum.
Björgunarbáturinn, sem er af gerðinni Atlantic 21, hvarf árið 2009 þegar hann fékk á sig brotsjó en björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein var þá með hann í togi, en Njörður átti að taka þátt í landsæfingu sjóbjörgunarsveita.
Átti ekki að geta sokkið
Báturinn fékk á sig brot um nóttina og við það slitnaði hann úr toginu. Kári Viðar segir að skipstjórinn hafi slasast og menn hafi farið strax að hlúa að honum. En þegar menn litu til baka þá sáu þeir að báturinn var farinn. Haft var samband við Gæsluna sem sendi þyrlu til leitar en án árangurs.
Kári Viðar fékk þær upplýsingar frá hönnuði bátsins að hann ætti ekki að geta sokkið nema að brotna í spón. Hann sagði það með ólíkindum að báturinn hefði sokkið. "Það verður gaman að hafa samband við þá [Konunglega sjóbjörgunarfélag Bretlands] og láta þá vita að hann hafi fundist," segir Kári Viðar.
25.06.2012 12:30
Fengu Mínu mús í trollið
"Við vorum á humarveiðum við Eldey og blaðran kom upp með trollinu. Hún var ótrúlega heilleg miðað við flakkið sem hafði verið á henni," segir Anna Ragnheiður Grétarsdóttir rannsóknamaður hjá Hafrannsóknastofnun á Ísafirði í samtali við Bæjarins besta.
Í síðustu viku blasti við starfsmönnum á rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni heldur óvenjuleg sjón þegar gasblaðra kom upp úr trollinu, líklega vegna þess að 17. júní var í vændum. Á gasblöðrunni var Walt Disney músin Mína, og þótt nær allur litur hefði verið afmáður af henni eftir sjósundið mátti enn greina andlitið geðþekka, sem hefur kætt börn í áratuga raðir.
Líklegt má þó telja að þessi Mína hafi þó grætt eitthvert barnið, enda áreiðanlega lagt óumbeðin í ferðalag sitt á hafsbotn.
25.06.2012 12:00
Frá Tromsö í Noregi
25.06.2012 10:00
Rosabaugur um sólu
Rosabaugur um sólu © myndir Svafar Gestsson, 25. júní 2012
25.06.2012 09:12
Neptune á leið í Barentshafið - með Svafar Gestsson um borð
Svafar Gestsson er nú hættur að starfa við smábátanna í Portúgal og búinn að flytja sig nær okkur. Hér er mynd af Neptune, sem hann er nú vélstjóri á og texti frá Svafari:
Kom í gær til Tromsö og um borð í rannsóknarskipið Neptune. Þetta skip er mér ekki með öllu ókunnugt þar sem ég vann töluvert í þessu skipi á sínum tíma í Akureyrarslipp þegar það var keypt til Skagastrandar 1995 og hét þá Betty HU. Núna erum við á útleið frá Tromsö í Barentshafið með slatta af vísindamönnum sem munu taka botnsýni vegna olíuleitar.
2266. Neprune í Tromsö, Noregi © mynd Svafar Gestsson, 24. júní 2012
25.06.2012 09:00
Svein Frode
Svein Frode N-12-V © mynd shipspotting, frode adolfsen, 30. apríl 1993
25.06.2012 08:00
Sylvía
1468. Sylvía © mynd Þorgeir Baldursson, thorgeirbald.123.is 2012
25.06.2012 00:00
Fáskrúðsfjörður 21. júní 2011
Rex NS
Hoffellið að landa makríl
Óðinn Ómars og Halli Unu á kamrinum
Hann er ekki ófagur frá þessu sjónarhorni, þessi
Útbærinn
Salthúsið
Franska hverfið
Spítlagrunnurinn og Vattneshúsið
Franski fáninn blaktir við hún
Franski grafreiturinn
Doddi og Bjössi
© myndir og myndatextar: Óðinn Magnason, 21. júní 2012
24.06.2012 22:30
Þangsöfnun við Galtará og út frá Reykhólum
1400. Karlsey að sækja þang að Galtará, sumarið 1977
Brasað við þangið fyrir útskipun í Karlsey © myndir úr safni Sigurbrands
24.06.2012 22:00
Svebas N-200-B
Svebas N-200-B © mynd shipspotting, frode adolfsen

