Færslur: 2012 Júní
03.06.2012 14:02
Hópsiglingin Neskaupstað í morgun - framhald - seinni hluti
Seinni hluti frá hópsiglingunni Neskaupstað í morgun © myndir Bjarni Guðmundsson, 3. júní 2012
03.06.2012 13:35
Hópsiglingin á Neskaupstað í morgun
Hópsiglingin á Neskaupstað í morgun © myndir Bjarni Guðmundsson, 3. júní 2012
03.06.2012 12:02
Aleqa GR 12-192
Aleqa GR 12-192, Ilulissat, Grænlandi © mynd shipspotting, Stefan Niederen, 25. ágúst 2010
03.06.2012 11:15
Aðeins 33 skip á sjó

Sjómannadagurinn er í dag og flest skip eru komin í land. Samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar voru aðeins 33 íslensk skip og bátar á sjó klukkan sjö í morgun, aðallega flutningaskip og skemmtibátar.
Haldið verður upp á daginn um land allt með fjölbreyttri dagskrá.
Hér má nálgast dagskrána fyrir Hátíð hafsins í Reykjavík.
Dagskrá sjómannadagsins á Akureyri er hér.
Hátíðin Sjóarinn síkáti fer fram í Grindavík.
Hér er hægt að skoða hvað verður um að vera á Patreksfirði.
Hér má skoða dagskrána í Fjaraðbyggð.
03.06.2012 10:21
Endurgerð gamalla trébáta - Aðalbjörg og Haki, endurbyggð?
Við Gömlu höfnina er nú verið að gera upp nokkra gamla trébáta og er ánægjulegt að sjá vaxandi áhuga á þeirri iðju. Við Grandabryggjuna næst Norðurbugt er verið að gera upp tvo trébáta og á slippasvæðinu við Ægisgarð má sjá annan bát sem er verið að vinna við.
Þá er kominn gamli HAKI, sem eitt sinn þjónaði hlutverki lóðsbáts hjá Reykjavíkurhöfn og verður hann gerður klár á næstu mánuðum, en báturinn verður staðsettur á opna svæðinu norðan Mýrargötu.
Á síðasta ári héldu Faxaflóahafnir sf. í samvinnu við fjölda aðila, málþing um endurnýjun og endursmíði gamalla báta, en gömlum trébátum hefur farið ört fækkandi. Verkefnið er bæði þarft og brýnt og ánægjulegt að sjá að áhugasamir aðilar hafa lagt bátamenningunni lið.
Stórt verkefni bíður úrlausnar en það er endurnýjun Aðalbjargar RE 5, sem sá bátur á sér langa og merkilega sögu.
03.06.2012 10:00
Sæbyr ST 25, eftir stækkun
6625. Sæbyr ST 25, eftir stækkun © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is 2. júní 2012
03.06.2012 09:00
Kolbeinsey BA 123
1576. Kolbeinsey BA 123, í Færeyjum fyrir fjölda ára © myndir Skipini Í Vágum
03.06.2012 00:00
Nýjasti hvalskoðunarbáturinn hjá Eldingu
1919. Skrúður kominn að slippbryggjunni
Ný sandblásinn
Verið að grunna
Búið að grunna
Orðinn glæsilegur
Sjósettur í gær 1. júní 2012 kl. 14
1919. Nafnlaus tilbúinn í fyrstu hvalaskoðunarferðina sem átti að vera kl. 18 þann 1. júní 2012 © myndir af FB síðu SN 2. júní 2012
02.06.2012 23:00
Frigg ST 69
7363. Frigg ST 69 © myndir Árni Þ. Baldursson, í Odda, apríl 2012
02.06.2012 22:00
Skúli ST 75
2754. Skúli ST 75 © myndir Árni Þ. Baldursson, í Odda, apríl 2012
02.06.2012 21:00
Bára SI 10
1774. Bára SI 10 © mynd Árni Þ. Baldursson í Odda, apríl 2012
02.06.2012 20:36
Salka komin til Húsavíkur
Knörrinn, fyrsti bátur Norðursiglingar, kom í gær til Húsavíkur með skrokkinn af Sölku GK í togi. Salka hafði sokkið í Sandgerðishöfn í fyrra eftir árekstur við annað skip og stóð til að eyðileggja bátinn. Hjá Norðursiglingu heyrðu menn af málinu en um er að ræða systurskip Hildar, annarrar af tveimur skonnortum félagsins. Var því gripið inn í ferlið og falaðist eftir bátnum.
Systurskip skonnortu félagsins
"Þar sem að þetta var eina nákvæma systurskip hinnar stóru skútunnar okkar eigum við alla hönnun að reiða og öllu í skipið ef að við gerum það upp. Svo að ákveðið var að taka það hingað norður og sjá hvað gæti orðið úr því," sagði Heimir Harðarson, einn af eigendum Norðursiglingar, í samtali við mbl.is. Að sögn Heimis hafa umræddir bátar algjörlega slegið í gegn í núverandi hlutverki, þ.e. að skoða hvali og náttúruna, en þeir eru hljóðlátir, plássgóðir og hreyfast þægilega.
Salka er sjöundi eikarbáturinn sem að kemst í eigu Norðursiglingar. Vonast menn til að hægt verði að gera bátinn upp og þá á Húsavík, en Hildur var á sínum tíma gerð upp í Danmörku. Salka gæti því orðið þriðja skonnortan í flota Norðursiglingar.
Eikarbátar sem að fer fækkandi
Eikarbátar hafa reynst sérlega vel í skoðunarferðum um Skjálfanda og í Grímsey að sögn Heimis. Einnig hefur Norðursigling farið með ferðamenn um firði Sporöskjusunds í Grænlandi á skonnortum þess með góðum árangri. "Þetta eru eru eikarbátar sem að fer óðum fækkandi á Íslandi og verða líklegast aldrei smíðaðir aftur," sagði Heimir. "Þetta eru skip sem að geta farið hvert á hnettinum sem er, ekki síst ef að þau eru eins vel græjuð og systurskip Sölku er," bætti hann við.
1438. Salka GK 79 © mynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 17. feb. 2012
02.06.2012 20:00
Samskip Couriner
Samskip Courinet © mynd Jens Abbing, 14. okt. 2009
02.06.2012 19:05
Kappróðurinn Neskaupstað í dag
Kappróðurinn Neskaupstað í dag © myndir Bjarni Guðmundsson, 2. júní 2012
02.06.2012 19:00
Seinni dagurinn Sjónes á Neskaupstað
Seinni dagurinn á Sjónes, Neskaupstað © myndir Bjarni Guðmundsson 2. júní 2012
