Færslur: 2011 Október
24.10.2011 00:00
Súlan / Stígandi / Jarl / Valdimar Sveinsson / Beggi á Tóftum / Bervík / Klængur / Margrét / Jökull

259. Súlan EA 300 © mynd af netinu, ljósm.: ókunnur

259. Súlan EA 300 © mynd af netinu, ljósm.: ókunnur

259. Stígandi ÓF 30 © mynd Ísland 1990

259. Stígandi RE 307 © mynd Snorrason

259. Jarl KE 31 © mynd Emil Páll

259. Jarl KE 31 © mynd Emil Páll

259. Jarl KE 31 © mynd Emil Páll

259. Jarl KE 31 © mynd Emil Páll

259. Valdimar Sveinsson VE 22 © mynd Jóhann

259. Valdimar Sveinsson VE 22 © mynd Ísland 1990

259. Valdimar Sveinsson VE 22 © mynd af netinu, ljósm.: ókunnur

259. Valdimar Sveinsson VE 22 © mynd Jón Páll, 1997

259. Beggi á Tóftum SF 222 © mynd mbl.is

259. Bervík SH 143 © mynd Jón Páll, 2000

259. Klængur ÁR 20 © mynd Jón Páll, 2004

259. Klængur ÁR 20 © mynd mbl.is

259. Margrét HF 20 © mynd Emil Páll, 4. mars 2010

259. Margrét HF 20, í Þorlákshöfn © mynd Emil Páll

259. Margrét HF 20 © mynd Jón Páll

259. Margrét HF 20, í Sandgerði © mynd Emil Páll

259. Margrét HF 20, í slippnum á Akranesi 19. des. 2009 © mynd Júlíus

259. Margrét HF 20, í slippnum á Akranesi © mynd Júlíus, 19. des. 2009

259. Margrét HF 20 © mynd Guðmundur St. Valdimarsson 2007
259. Jökull ÞH 259, á Húsavík © mynd Svafar Gestsson, 22. des. 2010
259. Jökull ÞH 259, á Akureyri © mynd Bjarni Guðmundsson, 19. feb. 2011
259. Jökull ÞH 259, á Húsavík © mynd Shipspotting, John Grace, 19. sept. 2011
259. Jökull ÞH 259, á Húsavík © mynd Kári Elvar Arnþórsson, okt. 20
Smíðanúmer 165 hjá Framnes Mek Verksted A/S, Sandefjord, Noregi 1964. Lengdur 1966. Yfirbyggður við bryggju í Keflavík 1982-1983 af Vélsmiðju Sverre Steingrímsen hf.
Nöfn: Súlan EA 300, Súlan EA 310, Stígandi ÓF 30, Stígandi RE 307, Jarl KE 31, Valdimar Sveinsson VE 22, Beggi á Tóftum VE 28, Beggi á Tóftum SF 222, Bervík SH 143, Klængur ÁR 20, Margrét HF 20, Margrét SK 20, Margrét HF 20 og núverandi nafn: Jökull ÞH 259.
23.10.2011 23:00
Skarðsvík SH 205
189. Skarðsvík SH 205, kemur hlaðin inn til Reykjavíkur, 1963
23.10.2011 21:00
Ásbjörn RE 400
17. Ásbjörn RE 400, við löndun í Reykjavík 1963
17. Ásbjörn RE 400, á leið inn til Reykjavíkur, trúlega með síldarfarm, 1. okt. 1963
23.10.2011 20:30
Arnar KE 260 / Njörður KÓ 7
Mun ég endurtaka sögu bátsins í máli og myndum fljótlega, en birti hér tvær myndir frá mér af honum og tvær til viðbótar vegna fyrirspurnar sem kom í dag og Sigurbrandur sendi mér af því tilefni. - En eins og fyrr segir kemur sagan öll eitthvað síðar.
1438. Njörður KÓ 7, að koma til Keflavíkur í okt 2009 © mynd Emil Páll
1438. Njörður KÓ 7, í Kópavogi í maí 2007 © myndir Sigurbrandur
1438. Arnar KE 260, í Keflavík © mynd Emil Páll, 1988
23.10.2011 20:00
Ísuð skip og gúmmíbjörgunarbátar

556. Elliðaey VE 45 © mynd Sigmar Þór Sveinbjörnsson
Gamli og nýji tíminn.
Þessa myndir af Elliðaey VE og Þórunni Sveinsdóttir VE tók Sigmar Þór Sveinbjörnsson þær með nokkuð margra ára millibili. Það sem hann er að benda þarna á er mikill munur á frágangi á gúmmíbátum, en myndin af Elliðaey er tekin 1974 eða þar um bil þegar ekki var kominn losunar og sjósetningarbúnaður. Þarna uppi á Stýrishúsþaki til vinstri er kassi vel ísaður og í honum er annar gúmmíbjörgunarbáturinn, hann einnig geymdur fyrir framan stýrishúsið. Þarna á þessum tíma með skipið svona ísað hefði verið erfitt að ná til eða sjósetja gúmmíbáta við þessar aðstæður. Það kostaði mörg ár að fá það í gegn að það yrði settur í skip losunar og sjósetningarbúnaður.
Þessa myndir af Þórunni Sveinsdóttir tók Sigmar Þór mörgum árum síðar, en á henni má sjá losunar- og sjósetningarbúnað af Sigmund 1000 gerð svokallaður hliðargálgi, þarna er hann vel ísbrynjaður en það skiptir ekki máli því reiknað er með að hægt se að skjóta gúmmíbátnum út þótt hann sé mikið ísaður. Handföng til að sjósetja gúmmíbátinn eru inni í stýrishúsi, úti á dekki eða þar sem menn hafa kosið að koma fyrir handfangi til þess arna. Ef sjómennirnir hafa ekki tíma til að sjósetja bátinn eins og stundum kemur fyrir, þá gerist það sjálfkrafa þegar skipið er komið undir yfirborð sjáfar.
Þetta skip heitir Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 25 er að koma af Vestfjarðarmiðum þar sem oft er mikil hætta á ísingu, þarna er örugglega gúmmíbjörgunarbáturinn í ísbrynjuðum kassa.
23.10.2011 17:00
Köfunarþjónusta Sigurðar mun bjarga Sölku GK
Þessa mynd tók ég af 1438. Sölku um kl. 16.30 en þá var aðeins farið að falla frá og því sést meira en á myndunum sem ég birti fyrr í dag © mynd Emil Páll, 23. okt. 2011
23.10.2011 15:30
Salka GK 79 kafsigld nú rétt áðan
Fyrir rúmri klukkustund varð það óhapp að Rán GK 91, sigldi á Sölku GK 79 í Sandgerðishöfn með þeim afleiðingum að Salka steinsökk, heppni var að hann tæki ekki með sér Ástu GK 262 sem hann lá utan á, en hann rann undir hann og var Ástunni þegar bjargað af nærstöddum.
Hér eru myndir sem ég tók núna áðan svo og eldri mynd af Sölku GK. Sá bátur hefur legið í Sandgerðis alllengi og var kominn í eigu banka.
Þetta er það eina sem sést af Sölku GK 79, í Sandgerðishöfn
1921. Rán GK 91, í Sandgerði í dag
1231. Ásta GK 262, eftir að búið var að draga hana frá hinum sökkvandi báti 1231, Ásta GK 262. 1921. Rán GK 91 og 1438. Salka GK 79, í Sandgerði rétt fyrir kl. 15 í dag
1438. Salka GK 79, árið 2009 © myndir Emil Páll
23.10.2011 15:00
Morvern
Morvern, í Burtonport, Írlandi © mynd Tony Carner, 21. maí 1996
23.10.2011 14:00
Odd Lundberg
Odd Lundberg, í Bergen © mynd Jón Páll Jakobsson, í okt. 2011
23.10.2011 13:00
Vestvind í Helguvík - 2
Vestvind siglir inn í Helguvík um kl. 12 á hádegi í dag
Vestvind í Helguvík og 2043. Auðunn fylgist með © myndir Emil Páll, 23. okt. 2011
23.10.2011 12:07
Vestvind í Helguvík
´Hér sjáum við er Vestvind kemur til Helguvíkur nú fyrir nokkrum mínútum
Vestvind og 2043. Auðunn rétt fyrir utan Helguvík
Lóðsinn kominn um borð og stefna tekin á Helguvík © myndir Emil Páll, 23. okt. 2011
23.10.2011 10:30
Vilja sjá stórskipabryggju í Grindavík
Árni Johnsen er fyrsti flutningsmaður að þingsályktunartillögu þar sem skorað er á innanríkisráðherra að hefja undirbúning og kostnaðaráætlun að dýpkun og breikkun innsiglingarinnar í Grindavíkurhöfn og aðstöðu fyrir stórskipabryggju við Stórubót eða innan hafnar.
Þess er vænst að Siglingastofnun geti á skömmum tíma skilað hugmyndum að möguleikum bóta og uppbyggingar í Grindavík varðandi fiskiskipahöfn og aðstöðu flutningaskipa en mikilvægt er að hafa sem raunhæfasta kostnaðaráætlun til þess að vinna með að framgangi málsins.
Rannsóknir vegna þessara hugmynda hafa þegar verið unnar en eftir er að vinna nánar úr þeim. Mikilvægt er að ganga nú þegar til gerðar kostnaðaráætlunar og hugmynda að verkferli, bæði með tilliti til þess að Grindavíkurhöfn er ein mikilvægasta fiskihöfn landsins og að margvísleg áform eru uppi um iðnað í stórum stíl sem kallar á stórskipalægi.
Í greinargerð með tillögunni segir m.a. að innsiglingin í Grindavíkurhöfn hefur lengi verið ein erfiðasta innsigling landsins en harðsækni sjómanna þar hefur aldrei slaknað og því er Grindavík ein öflugasta verstöð landsins og í fararbroddi á margan hátt. Um 35 þúsund tonn af fiski fara um höfnina á ári hverju. Þá eru uppi margvísleg áform um stóriðju í tengslum við orkunýtingu á hinu orkuríka svæði í landi Grindavíkur og nágrennis. Ljóst er að á næstu missirum og árum verður gengið til framkvæmda á þeim vettvangi. Þess vegna er mikilvægt að ljóst liggi fyrir um möguleika á og kostnaði við gerð stórskipabryggju.
Höfnin getur nú þegar tekið á móti allt að 6-7 þúsund lesta skipum en til að mynda tvöföldun í þeim efnum myndi skipta miklu máli. Þá gæti höfnin tekið á móti a.m.k. 130 metra löngum skipum og 20 metra breiðum í stað um 100 metra löngum og um 16 metra breiðum skipum eins og nú er. Reynsla af síðustu aðgerðum í gerð garða og dýpkun og breikkun innsiglingarinnar í rennunni inn að höfninni, u.þ.b. 300 metra lengd, hefur reynst vel en þó kom fljótt í ljós að rennan þyrfti að vera a.m.k. 20 metrum breiðari þannig að hún væri minnst 50 metra breið alla leið.
Nauðsynlegum rannsóknum á innsiglingu og endurbótum á bryggjuplássi er lokið hjá Siglingastofnun en eftir er að vinna úr þeim, meta og gera tillögur að gerð mannvirkja og kostnaðaráætlun. Þessa þætti er mikilvægt að fá upp á borðið nú þegar, ekki síst þar sem öllum grunnrannsóknum er lokið. Rannsóknir Siglingastofnunar á innsiglingunni í Grindavíkurhöfn og aðstæðum þar voru mjög viðamiklar og hafa m.a. reynst grunnurinn að hönnun mannvirkja við gerð Landeyjahafnar við Bakka á Landeyjasandi. Þess er vænst að Siglingastofnun geti á skömmum tíma skilað hugmyndum að möguleikum bóta og uppbyggingar í Grindavík varðandi fiskiskipahöfn og aðstöðu flutningaskipa en mikilvægt er að hafa sem raunhæfasta kostnaðaráætlun til þess að vinna með að framgangi málsins að því er segir í frétt Tímans.
23.10.2011 10:00
BEFFEN: Sundabátur í Noregi
Hér sjáum við sundbátinn sem ferjar fólk yfir Vaagen í Bergen, það er einn í áhöfninni sennilega bæði með vélstjórnar og skipstjórnarskírteini.
Hann má taka 15 farþega og gengur hann frá kl 0800 til 1600 og er ferð á 10 mín fresti. Hef séð svona bát einnig í Kristiansund.
© mynd og texti Jón Páll Jakobsson, í Noregi í okt 2011
