Færslur: 2011 Október
09.10.2011 20:00
Hilmir ST 1 og kapteinn Mummi á KaffiRiis
Líkan af 565. Hilmi ST 1 á KaffiRiis
Smíðanúmer 1 hjá Dráttarbraut Keflavíkur hf. og hafði áður nafnið Hilmir GK 498
Mummi Kapteinn á Hilmi © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is 7. okt. 2011
09.10.2011 19:00
Hafsúlan, skemmdirnar og bráðabirðaviðgerðin
Hér sjáum við þá hlið skipsins sem slapp, en skemmdirnar voru á hinni hliðinni, nánar um það á miðnætti - 2511. Hafsúlan, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 8. okt. 2011
09.10.2011 18:00
Neskaupstaður í dag 09.10.11
2730. Beitir NK 123, að koma með síld að landi
Bro Anton
Reina og Bro Anton
Reina, Bro Anton og West Stream
West Stream © myndir Bjarni G., á Neskaupstað 09.10.11
09.10.2011 17:15
Fyrsta Loftleiðavélin
Fyrsta flugvél Loftleiða, Stinson SR 8, TF - AZX, á Ísafirði © mynd Púki Vestfjörð
09.10.2011 16:20
Loðnuvertíðin hafin
mbl.is
Víkingur AK kom til Vopnafjarðar í morgun með fyrsta loðnufarminn á vertíðinni, tæp 1000 tonn. Þetta er stór og góð loðna eða um 42 stk í kg. Loðnan fékkst í grænlensku lögsögunni norður af Horni. Um 250 sjómílna sigling var til Vopnafjarðar.
220. Víkingur Ak 100, kemur til Vopnafjarðar í morgun © mynd Jón Sigurðarson mbl.is
09.10.2011 16:00
Arnarstapi í gær - fremur rólegt
Báturinn sem sést aðeins í afturhlutan er Reynir Þór SH, hinir eru Katrín SH, Keilir II AK og Svala Dís KE.
7243. Reynir Þór SH 140, 2457.Katrín SH 575, 2604. Keilir II AK 4 og 1666. Svala Dís KE 29
o
1666. Svala Dís KE 29, 2604. Keilir II AK 4 og 2457. Katrín SH 575, á Arnarstapa © myndir Heiða Lára, 8. okt. 2011
09.10.2011 15:26
Ægir GK 350
Ægir GK 350, líkan eftir Grím Karlsson © mynd Emil Páll, 7. okt 2011
09.10.2011 15:00
Allt er þegar þrennt er - þriðja Bíldudalsfréttin í röð
1951. Andri BA 101, sem er að bíða eftir að opnað verði fyrir rækjuveiðar í Arnarfirðia
og 1733. Kristbjörg SH 189, sem fara á til veiða á Kúfiski, en þessi bátur hét áður Jörundur
Bjarnason BA 10 og lá í mörg ár við bryggju á Bíldudal, áður en hann var seldur á Snæ-
fellsnesið.
1733. Kristbjörg SH 189, á Bíldudal © myndir Jón Páll Jakobsson, 7. okt. 2011
09.10.2011 14:00
Plastbátasmiðja tekin til starfa á Bíldudal
Lítil plastbátasmiðja hefur tekið til starfa á Bíldudag og er búið að taka fyrsta bátinn til endurbóta. Það er M/B Anna BA sem er í eigum Jóns Pósts Halldórssonar en póstflutningar hafa stóraukist svo það var ekkert annað en að ráðast í endurbætur á bátnum.

Hér búið að taka bátinn í sundur. Ekki er búið að ákveða hvenær verklok eru eða hvenær næsti bátur verður tekin og hvort það verði endursmíði eða nýsmíði. En sá sem sér um breytingarnar er BMM-útgerð, þeir félagar Björn Magnús Magnússon og Jón Hákon Ágústsson.
© myndir Jón Páll Jakobsson, 7. okt. 2011
09.10.2011 13:34
Suðurnesjaaðili startar frystihúsinu á Bíldudal í fyrramálið
Hér birti ég þrjár myndir þ,e, af bátunum umræddu og svo húsinu sjálfu
Frystihúsið á Bíldudal © mynd mbl.is 2007
1428. Skvetta SK 7, heldur vestur á Bíldudal nk. þriðjudag © mynd Emil Páll, 4. okt. 2011
2177. Arney HU 36, í Grófinni Keflavík © mynd Emil Páll, 15. feb. 2011
09.10.2011 11:00
Happasæll KE 94 ex Drangur
38. Happasæll KE 94, líkan eftir Grím Karlsson © mynd Emil Páll, 7. okt. 2011
09.10.2011 10:00
Gunnfaxi KE 9
Gunnfaxi KE 9, líkan eftir Grím Karlsson © mynd Emil Páll, 7. okt. 2011
09.10.2011 09:13
Erling KE, Óskar RE og að mig minnir Regina
F.v. 233. Erling KE 140, 962. Óskar RE 157 og umrætt skip sem mig minnir að hafi heitið Regina og fékk íslenska skráningu sem ég man ekki alveg hver var © mynd úr auglýsingabæklingi Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur
09.10.2011 00:01
Nýi Þór kemur fyrst til Vestmannaeyja
Vaðskipið Þór RE smíðað í skipasmíðastöð ASMAR TALCAHUANO YARD í Chile. Skráð lengd skipsins er 84,69 en mesta lengd þess er 93,80 m. breidd 16 m. og dýpd 7,20 m. Br.tonn: 3920 Aðalvél ROLLS ROYCE 9000
Meðfylgjandi myndir tók Heiðar Kristinsson skipaskoðunarmaður Siglingastofnunar og fékk Sigmar Þór Sveinbjörnsson leyfi hans til að birta þær á bloggi sínu og í gegn um Sigmar Þór, fékk ég síðan leyfi til að birta þetta hér, þakka ég þeim félögum kærlega fyrir.
Á myndinni hér fyrir neðan er Georg Lárusson í ræðustól og Sigurður Steinar skipherra stendur til hægri .
Eyjafréttir: "Á dögunum var nýtt og glæsilegt varðskip, Þór afhent Landhelgisgæslunni en skipið var smíðað í Chile. Skipið mun leggjast að öllum líkindum leggjast að bryggju í Vestmannaeyjum miðvikudaginn 26. október næstkomandi og er það fyrsti viðkomustaður varðskipsins hér á landi. Í kjölfarið er gert ráð fyrir að bæjarbúar geti skoðað skipið.
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar sagði að þótt ekkert hefði verið formlega ákveðið, þá sé stefnt á það að Þór hafi viðkomu hér í Eyjum, áður en skipið siglir til Reykjavíkur. "Persónulega finnst mér að þetta eigi að vera þannig þar sem Landhelgisgæslan er ættuð úr Eyjum ef segja má sem svo. Björgunarfélagið er í raun upphaf Landhelgisgæslunnar og fyrsta varðskip Íslendinga sem bar sama nafn og nýja varðskipið, var keypt af Eyjamönnum áður en ríkið yfirtók skipið. Að auki eru Vestmannaeyjar okkar aðal verstöð með mikinn fjölda sjómanna svo tengingarnar eru fjölmargar," sagði Georg en formleg móttaka skipsins verður svo daginn eftir í Reykjavík".
Lúðrasveit spilaði við þessa athöfn
Íslenski fáninn dregin að hún við afhendingu skipsins
Myndin er úr brúskipsins sem er hin glæsilegasta og hér fyrir neða er ein áhafnarklefinn
