Færslur: 2011 Október
11.10.2011 21:00
Tveir íslensk/kanadískir togarar í Hafnarfirði
Atlantic Viking í minni kvínni í Hafnarfirði í morgun
Katsheshvk II, í stærri kvínni, í Hafnarfirði í morgun © myndir Emil Páll, 11.10.11
Atlantic Viking © mynd MarineTraffic, Wes Pretty
Katsheshvk II, í Hafnarfirði © mynd Shipspotting, Hilmar Snorrason í okt. 2005
Katsheshvk II © mynd Shipspotting, Nikulaj Petterson, 22. mars 2009
11.10.2011 20:00
Korri á skrá sem Ingibjörg
2818. Korri KÓ 8, sjósett í Grófinni, 10. sept. 2011, en hvergi er minnst á Korra nafnið varðandi bátinn, heldur aðeins 2818. Ingibjörg, hjá þeim á MarineTraffic. eins og sést hér fyrir neðan.
INGIBJORG
Upplýsingar um skip
Skipsgerð: FishingLengd x Breidd: 10 m X 2 m
Skráður hraði (Mesti / Meðal): 22.1 / 12.2 knots
Fáni: Iceland [IS]

Kallmerki: 2818
IMO: 0, MMSI: 251839470
Á þessu sést að 2818. sé Ingibjörg, en ekki Korri KÓ 8, eins og það er í raun. Skipið hefur aldrei borið annað nafn, en Korri, enda rétt mánuður síðan báturinn var sjósettur í fyrsta sinn.
11.10.2011 19:00
Pæja
Pæja, litla rauða skútan eða kjölbáturinn, í Smábátahöfninni í Hafnarfirði í morgun © mynd Emil Páll, 11.10.11
11.10.2011 18:00
Þór HF 4
2549. Þór HF 4, í Hafnarfirði í morgun © mynd Emil Páll, 11.10.11
11.10.2011 17:15
Kristján HF 100
2820. Kristján HF 100, í Hafnarfirði í morgun © mynd Emil Páll, 11.10.11
11.10.2011 16:00
Guðrún BA 127
2085. Guðrún BA 127, í Hafnarfirði í morgun © mynd Emil Páll, 11.10.11
11.10.2011 15:10
Federal Venture
11.10.2011 14:16
Bóti HF 84
2579. Bóti HF 84, í Hafnarfirði í morgun © mynd Emil Páll, 11.10.11
11.10.2011 11:00
Jón Gunnlaugs ÁR orðinn dökkblár
1204. Jón Gunnlaugs ÁR 444, við bryggju í Hafnarfirði í morgun © mynd Emil Páll, 11.10.11
11.10.2011 10:31
Seigur
2219. Seigur, í Skipasmíðastöð Njarðvikur © myndir Emil Páll, 10. okt. 2011
11.10.2011 08:00
Bára SU 526
318. Bára SU 526 © myndir Magni Þórlindsson
Smíðaður á Fáskrúðsfirði 1935. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 10. júní 1967,
Nöfn: Bára SU 526 og Bára VE 85
11.10.2011 05:30
Mikil olía lekið úr gámaflutningaskipi
Yfirvöld á Nýja-Sjálandi segja að mikil olía hafi lekið úr gámaflutningaskipi sem strandaði á rifi skammt frá landinu í miklu óveðri sl. miðvikudag.
Siglingastofnun Nýja-Sjálands segir að á bilinu 130 til 350 tonn af olíu hafi lekið úr gámaflutningaskipinu Rena sem hafi orðið fyrir miklum skemmdum í nótt að staðartíma.
Skipstjórnendur hafa sent frá sér neyðarkall og er unnið að því að koma björgunarmönnum til aðstoðar sem hafa unnið í skipinu, en mikill öldugangur er á svæðinu og hefur það gert mönnum erfitt fyrir. Talsmaður nýsjálensku siglingastofnunarinnar segir að neyðarkallið hafi verið sent í varúðarskyni til að tryggja það að nálæg skip komi til að aðstoða við að sækja fólkið.
Um fimm metra háar öldur skullu á skipið í nótt sem færðist úr stað. Talsmaðurinn segir hins vegar að skipið virðist vera nokkuð stöðugt á rifinu. Hann bendir á að aðstæður séu sífellt að breytast og að veðrið hafi verið vont. Menn vilji hins vegar tryggja það að koma mönnum örugglega frá borði.
11.10.2011 00:00
Svanur ÞH 100 / Svanur RE 475 / Árný GK 98 / Gísli Gunnarsson II SH 85 / Snorri / Lundi RE 20
950. Svanur ÞH 100 © mynd Snorrason
950. Svanur RE 475 © mynd Snorrason
950. Árný GK 98, í Sandgerði © mynd Emil Páll, 1984
950. Gísli Gunnarsson II SH 85 © mynd Snorrason
950. Snorri, á Dalvík © mynd Hilmar Snorrason, 1. júní 2005
950. Snorri, á Húsavík © mynd Markús Karl Valsson, í júní 2009
950. Lundi RE 20, í Reykjavík © mynd Markús Karl Valsson, 1. sept. 2009
950. Lundi RE 20 (sá til vinstri, en snýr stefninu að okkur), í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 2. júní 2011
950. Lundi RE 20 í Reykjavík © mynd Faxagengið, faxire9.123.is, 13. júní 2011
950. Lundi RE 20, í Reykjavík © mynd Emil Páll, 11. ágúst 2011
Smíðaður hjá Skipasmíðastöð KEA, Akureyri 1964, sem fiskiskip. Átti að úreldast 1997, en hætt var við það. Breytt í farþegaskip árið 2000.
Nöfn: Farsæll II EA 130, Svanur ÞH 100, Svanur RE 175, Svanur ST 6, Svanur RE 475, Svanur GK 98, Katrín GK 98, Árný GK 98, aftur Katrín GK 98 og aftur Árný GK 98 og í 3.sinn Katrín GK 98, Gísli Gunnarsson II SH 85, Gísli Gunnarsson II SH 585, Ásgeir SH 150, Ásgeir og aftur Ásgeir SH 150, Fríða RE 11, Fríða RE 10, Snorri EA 317, Snorri og núverandi nafn: Lundi RE 20
10.10.2011 23:30
Freyr SU 26 eða Papey SU 26
Ábendingar hafa komið um að hann hafi í raun aldrei heitið Freyr þó það standi á honum, heldur Papey SU 26, sm. á Seyðisfirði 1947, fékk síðar nöfnin Vörður Re og Geysir BA. Rak upp í Kóp og ónýttist.
Freyr SU 26 eða Papey SU 26 © mynd Magni Þórlindsson, einhvern tímann í kring um miðja síðustu öld
10.10.2011 22:40
Aldrei koma þeir aftur - eða nú er öldin önnur
Þetta er skemmtileg mynd frá Húsavík og eru flestir þessara báta horfnir með öllu, nema kannski einn en það er sá sem sést best 1012. Örn KE 13, sem enn er með íslenska skráningu í Morokka eða einhversstaðar þar niðurfrá © mynd Þorgrímur Aðalgeirsson
