Færslur: 2011 September
19.09.2011 15:39
75 ár frá strandi franska rannsóknarskipsins Pourpuis Pas?

Það komu góðir gestir frá Frakklandi í dag í Fræðasetrið, en tilefnið var að 16. september voru 75 ár liðin frá því að Franska rannsóknaskipið Pourpuoi pas ? fórst við Mýrar í Borgafirði og allir fórust nema einn maður.
Frú Anne-Marie Vallin-Charcot sem er barnabarn hins fræga dr. Jean-Bapitste Charcot sem var leiðangursstjóri í hinni örlagaríku ferð 16. september 1936, fór fyrir hóp úr hollvinafélagi Charcot í Frakklandi sem komu færandi hendi. Í för með þeim var Dr Oliver Garandeau sem er virtur læknir og portrait málari í Frakklandi og færði hann sýningunni Heimskautinn Heilla stórt portrait olíumálverk af dr Charcot, málverkið er 165x 123 cm.


Myndir: Smári/245.is | lifid@245.is
19.09.2011 09:31
Skandia orðin íslensk
Skandia, nú komin með nr. 2815 © mynd ríki Vatnajökuls, 2005
19.09.2011 00:00
Um borð í togskipi 2005
Á þessum var ég stýrimaður veturinn 2005 en þá var hann keyptur hingað frá Ísafirði og aflaði hráefni fyrir frystihúsið, útgerðin gekk brösuglega ekki að fiska en það gekk eins og í sögu og vorum við nánast alltaf með fullt skip, en kvótinn var enginn því fór sem fór. En þarna var gott að vera gott skip og fín áhöfn.
Trollið að koma. Við vorum aðallega á steinbít og ýsu en svo koma einhver sölutregða með ýsuna og vorum við þá sendir á karfa og þorsk. En hér erum við á steínbít útaf Kópnum og var oft helvíti gott hjá okkur eftir stuttann tíma.
Þarna er pokinn kominn ca 2 til 3 tonn í en við toguðum yfirleitt ekki lengur en 30 til 40 mín á þessari bleyðu
Allt að fyllast hjá lestarstjóranum og yfirvélstjóranum í þessum túr.
En það kom fyrir að við rifum og þá gat oft farið tími í súginn því steinbítur veiðist á á nóttunni á þessum árstíma en þetta er í feb aðeins á nóttunni. Svo þarna er bætingavinna í gangi hjá stýrimanninum og næturvaktinni.
Stýrimaðurinn að hífa.
Hér sjáum við Bílddælinginn og sjálfstæðismanninn Páll Ágústsson en við vorum aðeins tveir Bílddælingar í áhöfn ég og Palli. Þeir sem þekkja ekki Palla þá er hann auðvita á spilinu að hífa.
Sunnudagur um borð í Hallgrími lambahryggur í matinn ekki viss hvort hann var frá Eiríki eða Palla Magg held þó að hann hafi verið úr Bónus.
Hér stýrimaðurinn sjálfur á toginu og allt orðið rautt hjá honum og ekkert annað í stöðunni en að hífa.
Skipper Gísli Hallgrímsson að kanna lestina hvað mikið lestarpláss eftir, en þegar birta fór að degi kipptum við og leituðum að ýsu og í þessum túr kipptum við Norður á Straumnesbanka. En þarna áttum við lestapláss fyrir einhver tíu tonn og var ætlunin að fylla upp með ýsu á Straumnesbankanum.
Trollið að koma hjá okkur fyrsta hal á Straumnesbankanum en þau urðu aðeins tvö þar.
Já hölin uðru tvö þennan dag þarna á bankanum fyrra halið var ca 2 til 3 tonn eftir 4 tíma en seinna halið það var nokkuð gott eða um 20 tonn eftir rétt rúma tvo tíma en kallinn fékk blett undir sem gaf þennan flotta afla og hér sjáum við þegar halið er komið í rennuna.
Komið inn fyrir og Palli alveg í skýjunum með þetta en það er alltaf gaman að innbyrða stórt hal.
Ca 20 tonn.
Kallinn ánægður með aflann. Þessar myndir eru teknar í feb 2005 og eru settar saman úr þremur veiðiferðum. En veiðimynstrið var alltaf eins hjá okkur þarna steinbítur á nóttunni og leitað að ýsu á daginn. Og þarna var nóg að ýsu hjá okkur og ekkert vandamál að fiska hana eins var með steinbítinn nóg var af honum þarna útaf Kópnum.
© myndir og texti, Jón Páll Jakobsson, Bíldudal, 2005
18.09.2011 23:00
Tvöfalt meiri makríll unninn til manneldis á Vopnafirði
18.09.2011 21:00
Gunnólfur ÓF 35 / Freyfaxi KE 10 / Óli Toftum KE 1 / Jakob SF 66 /
Alltaf fannst mér þetta vera voða stór trébátur.

58. Gunnólfur ÓF 35 © mynd Snorri Snorrason

58. Freyfaxi KE 10 © mynd Snorri Snorrason

58. Óli Toftum KE 1 © mynd Emil Páll

58. Jakob SF 66 © mynd Snorri Snorrason
Smíðaður í Korsör í Danmörku 1956. Stækkaður 1980. Úreldur 1988. Fargað 3. feb. 1989.
Nöfn: Gunnólfur ÓF 35, Freyfaxi KE 10, Óli Toftum KE 1, Jakob SF 66, Dröfn SI 67 og Júlíus ÁR 111.
18.09.2011 19:00
Sæborg til Færeyja

Saeborg til Føroyar um eina viku
17.09.2011 - 11:16 - Kiran Jóanesarson
Reiðarríið Supply Service í Leirvík kann av sonnum sigast av vera ein av undangongufyritøkunum í Føroyum, sum sær møguleikar í øðrum vinnum enn fiskivinnuni og sum torir at taka við avbjóðingum. Fyrst kom Eldborg í flotan, nú kemur Saeborg, og í næsta ár kemur Sjóborg.
Til Føroya 24. september
Um góða viku kemur spildurnýtt frálandaskip til Føroya, tað næsta í flotanum hjá Supply Service reiðaríinum í Leirvík. Talan er um Saeborg, eitt PSV skip, ið stendur fyri "platform supply vessel". Skipið, sum líkist nógv "Eldborg", kemur á Havnina leygardagin 24. september.
Skipið, sum er smíðað í Turkalandi og liðugtbygt í Norra, er nakað størri enn Eldborg. Umframt at sigla sum veitingarskip, er skipið eisini útgjørt til bjaring og oljurudding. Í sambandi við oljurudding hevur skipið ein kapacitet til 1930 m3.
Manningin á Saeborg verður føroysk, og skiparar verða Tórhallur Staksá og Hans Pauli Henrysson. Manningin telur 12, og tað verða sostatt 24 mans knýttir til skipið.
Skipið hevur longu fingið sáttmála við Det Norske Oljeselskap og Faroe Petroleum. Sáttmálin er fyri 4 brunnar, sum Maersk Guardian skal bora á norskum øki.
Sjóborg
Triðja skipið hjá leirvíksreiðaríinum er Sjóborg, eisini eitt PSV skip, sum er uppaftur størri ennn hini bæði. Sjóborg verður sjósett í Turkalandi nú leygardagin 17 sept. Síðani verður skrokkurin sleipaður til Noregs, á Havyard skipasmiðjuna, har tað skal gerast liðug á somu skipasmiðju sum Saeborg.
Sjóborg hevur somu longd som Saeborg, men er 2 metrar breiðari. Dekkið er 1002 m2. Dekkið á Eldborg er 800 m2 og á Saeborg 900 m2. Skipið skal eftir ætlan latast 1. apríl 2012.
Kostnaðurin fyri tey bæði nýggju skipini er uml. 700 mio. kr., so her er talan um eina risa íløga sæð við føroyskum eygum.
Vilja vaksa
Jens Meinhard Rasmussen, stjóri í Supply Service sigur við oljan.fo, at tey ynskja at menna og vaksa um reiðaríið støðugt, og hesi bæði nýggju skipini eru sjálvsagt ein týðandi partur av hesi menningarætlan.
"Nú er umráðandi hjá okkum at fáa hesi skipini í vinnu. Eingin ivi er um, at vit ynskja at vaksa enn meira, men tað er eisini umráðandi, at vit gera tað við skili og ikki vaksa skjótari enn, at vit klára at fylgja við. Í hesi vinnuni fáa vit bara ein møguleika, og tí er umráðandi at vit gera tað rætt fyrstu ferð."
Mynd: Nýggja frálandaskipið Saeborg kemur til Føroyar 24. September. Mynd Supply Service.
Kelda: Oljan.fo/Jan Müller
18.09.2011 18:00
Sjóborg sjósett í Tyrklandi

Sjóborg sjósett í Turkalandi
18.09.2011 - 18:14 - Sverri Egholm
Turkiski flutningsmálaráðharrin fagnaði Supply Service og Føroyum, tá hann helt røðu í sambandi við sjósetingina av tí triðja frálandaskipinum til reiðaríið í Leirvík.
18.09.2011 17:00
Mission complete. Andri BA-101 kominn heim
Af bloggsíðu Jóns Páls Jakobssonar á Bíldudal, 17.9.2011 - sjá tengil hér til hliðar
Fyrir rúmri viku fórum við með Andra BA-101 (bryggjublómið) í slipp í Stykkishólm. Þar sem hann var þykktarmældur,bolskoðaður,öxuldreginn og málaður. Hann var svo tekinn út af Skipaskoðun Íslands og er kominn með kvaðalaust haffæri sem er auðvita fínt í bryggjuna á Bíldudal.

Hér komum við svo í morgun og eins og þið sjáið klikkar ekki veðrið á Bíldudal. Við lögðum af stað kl 2000 í gærkveldi frá Stykkishólmi og fengum gott veður alla leiðina og ferðin gekk bara vel. Í áhöfn voru undirritaður, Snæbjörn Árnason og Svanur Þór Jónsson
Sólin að koma upp og vogurinn spegilsléttur.
Hann lítur bara vel út hjá okkur svona nýmálaður og flott veður á Bíldudal en og aftur.

Og hér komum við inn í höfnina og breytingin á stýrinu virðist virka vel því það er allt annað stýra bátnum. En við stækkuðum stýrið og setum vinkil einnig vinkill aftan á það.
Svo er ekkert eftir nema setja hann á sinn stað og bíða hvort verða einhver verkefni fyrir hann það á eftir að koma í ljós.

Meirihlutinn af áhöfninni eftir velheppnaða heimsiglingu og eru þeir ánægðir að vera komnir í heimahöfn.
© myndir og texti: Jón Páll Jakobsson, Bíldudal
18.09.2011 16:00
Æsa GK 115
6794. Æsa GK 115, í Sandgerðishöfn í gær © mynd Emil Páll, 17. sept. 2011
18.09.2011 15:00
Guðmundur á Hópi GK 203
2664. Guðmundur á Hópi GK 203, í Sandgerði í gær © mynd Emil Páll, 17. sept. 2011

