Hið rétta mun þó vera að Margrét Þórhildur og eiginmaður hennar Henrik voru við opinbera heimsókn á Grænlandi í síðustu viku og ferðuðust með snekkjunni þangað en fóru loftleiðina heim til Danmerkur. Snekkjan þurfti eftir sem áður að sigla aftur frá Grænlandi og hafði viðkomu hér, eins og dönsk varðskip gera reglulega, til að sækja vistir og eldsneyti og mun líklega snúa aftur til Danmerkur um helgina. Drottningarsnekkjan ber nafnið Dannebrog líkt og danski þjóðfáninn gerir. Síðan 1912 hefur verið hefð fyrir því að snekkjur dönsku konungsfjölskyldunnar kallist Dannebrog, þessi var tekin í notkun árið 1932.
Í meðfylgjandi myndasafni má sjá myndir sem ljósmyndari DV, Gunnar Gunnarsson tók af drottningarsnekkjunni í dag
Dannebrog í Reykjavík í dag © myndir af dv.is, 28. júlí 2011
Dannebrog á landinu