Færslur: 2010 Júní
03.06.2010 23:16
Tryggvi Eðvarðs SH 2 á undan áætlun
Þann 11. maí sl. kom Tryggvi Eðvarðs SH 2 í Sólplast ehf., í Sandgerði til viðhalds og smávægilegra breytinga. Fékk fyrirtækið mánuð til að framkvæma verkið og það tókst því hann var sjósettur að nýju í Sandgerðishöfn í dag 3. júní 2010

2579. Tryggvi Eðvarðs SH 2, til búinn til sjósetningar fyrir hádegi í morgun


2579. Tryggvi Eðvarðs SH 2, eftir sjósetningu í Sandgerði í dag © myndir Emil Páll, 3. júní 2010

2579. Tryggvi Eðvarðs SH 2, til búinn til sjósetningar fyrir hádegi í morgun


2579. Tryggvi Eðvarðs SH 2, eftir sjósetningu í Sandgerði í dag © myndir Emil Páll, 3. júní 2010
Skrifað af Emil Páli
03.06.2010 22:49
Fjórir á Hornafirði
Hilmar Bragason sendi mér þessar fjórar myndir sem allar eru teknar á Hornafirði.

173. Sigurður Ólafsson SF 44

2618. Jóna Eðvalds SF 200

2464. Sólborg RE 270

2040. Þinganes SF 25 © myndir Hilmar Bragason

173. Sigurður Ólafsson SF 44

2618. Jóna Eðvalds SF 200

2464. Sólborg RE 270

2040. Þinganes SF 25 © myndir Hilmar Bragason
Skrifað af Emil Páli
03.06.2010 22:35
Töluverð umsvif í dag á Neskaupstað
Tölverð umsvif voru í höfninni í dag á Neskaupstað. Olíuskipið Clipper Leander kom snemma í morgun og fór aftur seinnipartinn Barði NK var að landa frosnu Bjartur NK að landa ísfisk, Silver River kom að lesta frosnar afurðir, 4 bátar frá Eskifirði komu í dag 2209 Bliki SU 10 , 7125 Krossanes SU 108, 1988 Guðný SU 1 og Guðjón SU og frá Reyðarfirði kom 7400. Gylfi SU 101 og eru þessir bátar væntanlega að taka þátt í sjóstangveiðimóti sem hefst í fyrramálið ásamt bátum frá Norðfirði. Svo eru hafnar æfingar á kappróðrabátunum
Á morgun er von á Beiti NK ex Margrét EA, að sögn Bjarna Guðmundssonar sem sendi okkur þessar myndir.

Clipper Leander á Neskaupstað í dag

Silver River

Silver River

1278. Bjartur NK 121

Þessir munu taka þátt í sjóstangaveiði á morgun.....

.... og þessir líka

Kappróðraæfing fyrir sjómannadaginn

Kappróður © myndir Bjarni G., 3. júní 2010
Á morgun er von á Beiti NK ex Margrét EA, að sögn Bjarna Guðmundssonar sem sendi okkur þessar myndir.

Clipper Leander á Neskaupstað í dag

Silver River

Silver River

1278. Bjartur NK 121

Þessir munu taka þátt í sjóstangaveiði á morgun.....

.... og þessir líka

Kappróðraæfing fyrir sjómannadaginn

Kappróður © myndir Bjarni G., 3. júní 2010
Skrifað af Emil Páli
03.06.2010 20:38
Mikið líf í Sandgerði
Segja má að mikið sé um að vera í Sandgerði þessar vikurnar, er strandveiðibátar og aðrir með skráninganúmerum GK, HF, KE, RE, SU, AK og meira fjölmenna þangað inn. Er aðsóknin svo mikið að dæmi voru um það a.m.k. í dag að þrátt fyrir 5 löndunarkrana, biðu 5 bátar eftir að komast að og skapaðist því löndunarbið. Tók ég fjölmargar myndir af bátum á siglingu að eða frá lönduninni og munu þær birtast næstu daga í bland við annað efni. Eftir miðnætti í nótt birti ég syrpu sem tekin var af bátunum ýmist að bíða eða landa.

Grindjáni, Fjöður og Fengur koma samtímis til Sandgerðishafnar í dag

Löndunarbið i Sandgerði © myndir Emil Páll, 3. júní 2010

Grindjáni, Fjöður og Fengur koma samtímis til Sandgerðishafnar í dag

Löndunarbið i Sandgerði © myndir Emil Páll, 3. júní 2010
Skrifað af Emil Páli
03.06.2010 18:33
Útgerðarmaður: Kjörinn í bæjarstjórn í fyrsta sinn og fékk sama dag nýkeyptan bát
Trúlega verður laugardagurinn 29. maí 2010, lengi í huga Einars Magnússonar, útgerðarmanns á Ósk KE, því þann dag sigldi inn til Keflavíkurhafnar báturinn Geisli SH 41, sem hann hafði keypt í Ólafsvík og um kvöldið kom í ljós að hann hafði verið kjörinn í bæjarstjórn Reykjanesbæjar i fyrsta sinn.
Einar var ekki að draga málin því í dag var báturinn skráður sem Sævar KE 15, en það er eftir skipstjóra bátsins, sem um leið er tengdafaðir Einars, Sævar Brynjólfsson löngu landsþekktur skipstjóri.
Að sögn Einars verður aðalverkefni bátsins að vera þjónustubátur fyrir kræklingarækt, sem Einar er þegar kominn á stað með og er búið að koma fyrir línu í sjónum.
Það er hinsvegar af bátnum að segja að þetta er í þriðja sinn sem hann er keyptur til Keflavíkur og í báðum hinum tilfellunum fékk hann sama nafn þ.e. Hafborg KE 12.


1587. Sævar KE 15, í Keflavíkurhöfn í morgun © myndir Emil Páll, 3. júní 2010
Einar var ekki að draga málin því í dag var báturinn skráður sem Sævar KE 15, en það er eftir skipstjóra bátsins, sem um leið er tengdafaðir Einars, Sævar Brynjólfsson löngu landsþekktur skipstjóri.
Að sögn Einars verður aðalverkefni bátsins að vera þjónustubátur fyrir kræklingarækt, sem Einar er þegar kominn á stað með og er búið að koma fyrir línu í sjónum.
Það er hinsvegar af bátnum að segja að þetta er í þriðja sinn sem hann er keyptur til Keflavíkur og í báðum hinum tilfellunum fékk hann sama nafn þ.e. Hafborg KE 12.


1587. Sævar KE 15, í Keflavíkurhöfn í morgun © myndir Emil Páll, 3. júní 2010
Skrifað af Emil Páli
03.06.2010 09:41
Glæsilegur færeyskur björgunarbátur í Grófinni
Á níunda tímanum í morgun kom færeyski björgunarbáturinn Rescue Liv TN 1400 frá Tórhavn í Grófina í Keflavík og tók ég þá þessa myndasyrpu af honum






Rescue Lív TN 1400 frá Thórshavn í Færeyjum í Grófinni í morgun © myndir Emil Páll, 3. júní 2010






Rescue Lív TN 1400 frá Thórshavn í Færeyjum í Grófinni í morgun © myndir Emil Páll, 3. júní 2010
Skrifað af Emil Páli
03.06.2010 00:00
Stafnes KE 130 / Sigurfari ÓF 30 / Sigurfari ST 30 / Solheimtrål M33F / Skarodd M-193-G
Þessi norska smíði sem var smíðuð fyrir íslendinga var ekki til hér á landi nema á ellefta ár, en þá seldur úr landi til Noregs og síðan þaðan til Rússlands þar sem hann er ennþá.

1916. Stafnes KE 130, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 1988

1916. Sigurfari ÓF 30 © mynd Svafar Gestsson

1916. Sigurfari ST 30 © mynd Snorrason

Solheimtral M33F © mynd Shipspotting, Aage Schjölberg 2005

Skarodd M-193-G © mynd Fiskeri
Smíðanúmer 33 hjá Moen Slip & Mekaniskt Verkssted A/S, Kolvereid, Noregi 1988, eftir hönnun frá stöðinni. Kom fyrst til heimahafnar í Keflavík 28. október 1988.
Seldur úr landi til Noregs í des. 1999 og þaðan til Rússlands 2006.
Nöfn: Stafnes KE 130, Sigurfari ÓF 30, Sigurfari ST 30, Solheimtral M33F, Skarodd M-193-G og núverandi nafn: Rossyoki.

1916. Stafnes KE 130, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 1988

1916. Sigurfari ÓF 30 © mynd Svafar Gestsson

1916. Sigurfari ST 30 © mynd Snorrason

Solheimtral M33F © mynd Shipspotting, Aage Schjölberg 2005

Skarodd M-193-G © mynd Fiskeri
Smíðanúmer 33 hjá Moen Slip & Mekaniskt Verkssted A/S, Kolvereid, Noregi 1988, eftir hönnun frá stöðinni. Kom fyrst til heimahafnar í Keflavík 28. október 1988.
Seldur úr landi til Noregs í des. 1999 og þaðan til Rússlands 2006.
Nöfn: Stafnes KE 130, Sigurfari ÓF 30, Sigurfari ST 30, Solheimtral M33F, Skarodd M-193-G og núverandi nafn: Rossyoki.
Skrifað af Emil Páli
02.06.2010 20:45
Jón Oddgeir sækir vélarvana bát
Jón Oddgeir kominn að þeim vélavana í morgun © mynd af vef Landsbjargar
Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Sandgerði, Jón Oddgeir, var kallað út um klukkan 9:30 í morgun vegna vélarvana báts sem var staddur um sjö sjómílum NNA af Sandgerði. Einn maður er um borð í bátnum. Björgunarskipið var komið á staðinn um klukkustund eftir að útkall barst og dró bátinn til hafnar í Sandgerði.Kemur þetta fram á vef Landbjargar.

Jón Oddgeir kemur með bátinn til Sandgerðis í dag © mynd Smári á 245.is
Skrifað af Emil Páli
02.06.2010 20:27
Benni KE 18


1493. Benni KE 18 © myndir Emil Páll, 1989
Smíðaður hjá Trésmiðju Austurlands hf., Fáskrúðsfirði 1977. Afskráður 2006.
Nöfn: Ástvaldur NK 52, Árni ÞH 127, Sigmar NS 83, Stakkanes RE 105, Látungur SU 205, Benni KE 18, Pá GK 231, Smári GK 231 og Smári BA 231,
Skrifað af Emil Páli
02.06.2010 19:52
Guðbjörg KE 3

1836. Guðbjörg KE 3, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 1990
Skrifað af Emil Páli
02.06.2010 18:38
Lítið myndaefni
Við sem erum við Stakksfjörðinn höfum ekki þurft að hvarta yfir því að skortur væri á myndaefni, en nú er svo komið að nánast ekkert fellur til. Sem dæmi þá birti ég hér fjórar myndir sem teknar voru nú undir kvöldið og eru svona í raun lítið sem ekkert. Auðvitað er hægt að taka myndir af bátum sem ég er búinn að taka oft myndir af, en geri ekki að þessu sinni.

Ef menn skoða myndina vel má sjá grilla í Wilson Clyde á leið sinni frá Hafnarfirði og út fyrir Garðskaga nú í dag. Myndin er tekin frá Vatnsnesi í Keflavík.

Svo gæti farið að þetta sé ein síðasta myndin sem tekin er af Valbergi II, en tæki til að rífa það niður eru komin að skipinu. Annars eru þetta 127. Valberg II VE 105 og 399. Aníta KE 399, sem trúlega fer fljótlega niður úr Njarðvikurslipp.

Stefnin þrjú í Njarðvíkurslipp, 467. Sæljós ÁR 11, sem verið er að innrétta í sumarbústað, 245. Steinunn Finnbogadóttir BA 325, sem er kyrrsettur og Tony ex 46. Moby Dick, sem ég held að sé ennþá líka kyrrsettur

Einhver netabátur hefur lagt netin sína bókstaflega upp í harða landi og hér sjáum við slíkt dæmi til hliðar við hafnargarðinn í Keflavík © myndir Emil Páll, 2. júní 2010

Ef menn skoða myndina vel má sjá grilla í Wilson Clyde á leið sinni frá Hafnarfirði og út fyrir Garðskaga nú í dag. Myndin er tekin frá Vatnsnesi í Keflavík.

Svo gæti farið að þetta sé ein síðasta myndin sem tekin er af Valbergi II, en tæki til að rífa það niður eru komin að skipinu. Annars eru þetta 127. Valberg II VE 105 og 399. Aníta KE 399, sem trúlega fer fljótlega niður úr Njarðvikurslipp.

Stefnin þrjú í Njarðvíkurslipp, 467. Sæljós ÁR 11, sem verið er að innrétta í sumarbústað, 245. Steinunn Finnbogadóttir BA 325, sem er kyrrsettur og Tony ex 46. Moby Dick, sem ég held að sé ennþá líka kyrrsettur

Einhver netabátur hefur lagt netin sína bókstaflega upp í harða landi og hér sjáum við slíkt dæmi til hliðar við hafnargarðinn í Keflavík © myndir Emil Páll, 2. júní 2010
Skrifað af Emil Páli
02.06.2010 08:40
Stefnir ST 150

789. Stefnir ST 150 í Keflavíkurhöfn fyrir einhverjum tugum ára
© mynd Emil Páll
Skrifað af Emil Páli
02.06.2010 00:00
Hafnarey SU 110 / Þuríður Halldórsdóttir GK 94 / Jón á Hofi ÁR 42
Innlent raðsmíðaskip, sem enn er í gangi hérlendis, þó hann sé langt kominn með þriðja áratuginn.

1645. Hafnarey SU 110 © mynd Þór Jónsson

1645. Þuríður Halldórsdóttir GK 94

1645. Þuríður Halldórsdóttir GK 94 © mynd Hafþór Hreiðarsson 2006

1645. Jón á Hofi ÁR 42, í Þorlákshöfn © mynd Emil Páll í október 2009

1645. Jón á Hofi ÁR 42, í Þorlákshöfn © mynd Emil Páll, í október 2009

1645. Jón á Hofi ÁR 42, í Njarðvikurslipp © mynd Emil Páll
Smíðanúmer 36 hjá Þorgeir & Ellert hf., Akranesi 1983, í flokki raðsmíðaskipa. Afhent 10. mars 1983.
Úreldingastyrkur var samþykktur 1994, en hætt við að nota hann 31. des. 1995.
Smíðað sem skuttogari og sérstaklega búið til togveiða, en einnig var gert ráð fyrir búnaði til línuö og netaveiða.
Lengdur 1992. Breytt í línuveiðiskip með beitingarvél hjá Skipasmíðastöð Þorgeirs & Ellerts hf., Akranesi 2003.
Nöfn: Hafnarey SU 110, Þuríður Halldórsdóttir GK 94 og núverandi nafn: Jón á Hofi ÁR 42.

1645. Hafnarey SU 110 © mynd Þór Jónsson

1645. Þuríður Halldórsdóttir GK 94

1645. Þuríður Halldórsdóttir GK 94 © mynd Hafþór Hreiðarsson 2006

1645. Jón á Hofi ÁR 42, í Þorlákshöfn © mynd Emil Páll í október 2009

1645. Jón á Hofi ÁR 42, í Þorlákshöfn © mynd Emil Páll, í október 2009

1645. Jón á Hofi ÁR 42, í Njarðvikurslipp © mynd Emil Páll
Smíðanúmer 36 hjá Þorgeir & Ellert hf., Akranesi 1983, í flokki raðsmíðaskipa. Afhent 10. mars 1983.
Úreldingastyrkur var samþykktur 1994, en hætt við að nota hann 31. des. 1995.
Smíðað sem skuttogari og sérstaklega búið til togveiða, en einnig var gert ráð fyrir búnaði til línuö og netaveiða.
Lengdur 1992. Breytt í línuveiðiskip með beitingarvél hjá Skipasmíðastöð Þorgeirs & Ellerts hf., Akranesi 2003.
Nöfn: Hafnarey SU 110, Þuríður Halldórsdóttir GK 94 og núverandi nafn: Jón á Hofi ÁR 42.
Skrifað af Emil Páli
01.06.2010 21:05
Neskaupstaður í dag: Strandveiðibátar, prufutúr með kræklingaplóg og flotbryggjur
Bjarni Guðmundsson tók þessa myndasyrpu í dag á Neskaupstað og sendi mér núna í kvöld.

Strandveiðibátarnir 2171. Guðjón SU 61 og 7242. Víkingur NK 3 á Neskaupstað í dag

Strandveiðibáturinn Vöggur NK 40 að koma inn til löndunar

6314. Krummi NK 15 og 6517. Olsen NK 77

1867. Nípa NK 19 og 7545. Mónes NK 26

2157. Hafþór NK 44 og 7305. Sandvíkingur NK 41

2395. Inga NK 4 að koma inn úr prufutúr með nýjan kræklingaplóg

Á Neskaupstað er nú verið að smíða þrjá fleka eða flotbryggjur fyrir Fjarðabyggðarhafnir og sést hér einn þeirra © myndir Bjarni G. 1. júní 2010

Strandveiðibátarnir 2171. Guðjón SU 61 og 7242. Víkingur NK 3 á Neskaupstað í dag

Strandveiðibáturinn Vöggur NK 40 að koma inn til löndunar

6314. Krummi NK 15 og 6517. Olsen NK 77

1867. Nípa NK 19 og 7545. Mónes NK 26

2157. Hafþór NK 44 og 7305. Sandvíkingur NK 41

2395. Inga NK 4 að koma inn úr prufutúr með nýjan kræklingaplóg

Á Neskaupstað er nú verið að smíða þrjá fleka eða flotbryggjur fyrir Fjarðabyggðarhafnir og sést hér einn þeirra © myndir Bjarni G. 1. júní 2010
Skrifað af Emil Páli
01.06.2010 17:10
Innsiglingin til Grindavíkur í dag
Þessar myndir voru teknar í dag af innsiglingunni til Grindavíkur







Þessar myndir tók ég skömmu eftir hádegi í dag frá hafnargarðinum í Grindavík og út innsiglinguna © myndir Emil Páll, 1. júní 2010







Þessar myndir tók ég skömmu eftir hádegi í dag frá hafnargarðinum í Grindavík og út innsiglinguna © myndir Emil Páll, 1. júní 2010
Skrifað af Emil Páli
