Færslur: 2010 Júní

13.06.2010 10:37

Ingólfur MB 67

Þessi bátur var smíðaður 1918 og gekk undir aðeins tveimur nöfnum, en endalok hans voru þau að hann brann og sökk út af Sandgerði 1965.


                     602. Ingólfur MB 67 © mynd í eigu Gylfa Bergmann


                  602. Ingólfur MB 67 © mynd í eigu Emils Páls

Smíðaður  í Korsör, Danmörku 1918.  Brann og sökk 24 sm. VNV af Sandgerði 4. febrúar 1965

Nöfn: Ingólfur MB 67 og Ingólfur KE 12.

13.06.2010 08:28

Keflavíkurhöfn fyrr á árum

Ekki er vitað hvenær þessi mynd var tekin er ljóst er að hún er mjög gömul


                            Keflavíkurhöfn, fyrr á árum © mynd í eigu Gylfa Bergmann

13.06.2010 08:24

Eftir að merki var gefið

Áður fyrr var það þannig að landróðrabátar, a.m.k. línubátar hópuðu sig saman á ákveðnum stað og biðu þess að merki var gefið og þá þutu þeir á væntanlega veiðislóð og sýna þessar tvær myndir slíkan atburð
                                Merkið gefið © myndir í eigu Gylfa Bergmann

13.06.2010 08:22

Fiskur goggaður inn


                            Fiskur goggaður inn © mynd í eigu Gylfa Bergmann

13.06.2010 08:08

Nokkrir af skipsfélögum Magnúsar Bergmann

Eins og ég hef áður sagt eru þessar gömlu myndir sem ég hef verið að birta nú í tvo daga og mun birta eitthvað áfram og eru sagðar í eigu Gylfa Bergmann í raun úr dánabúi föður hans Magnúsar Bergmanns, skipstjóra sem kenndur var við Fuglavík og var skipstjórai á fjölmörgum skipum m.a. Kópi, Jóni Guðmundssyni, Helguvík, Bergvík, Hamravík o.fl. Hér koma örfáar mannamyndir er sýna nafngreinda skipverja er með honum voru, þó það sé ekki alveg nákvæmar upplýsingar, en stuðst er við það sem hann hafði sjálfur skrifað aftan á myndirnar.


                              Baldur Guðmundsson, stýrimaður, þessi með húfuna


                                        Einar Jónsson, kokkur


                   Reynald landformaður og Óli © myndir í eigu Gylfa Bergmann

13.06.2010 00:00

Vitið þið nöfnin á þessum?

Hér koma myndir af sex bátum, en ég hef ekki vitneskju um nöfn bátanna, hvorki þegar myndirnar voru teknar, né á undan ef svo var, eða á eftir og því væri gaman ef einhver sem les þetta geti bjargað mér.
        Mér sýnist á þeim neðsta sé máluð stjarnar fyrir aftan númerið sem sennilega byrjar á GK og  á mynd nr. 4 er um að ræða NK eitthvað. Spurningin er því hvort þið þekkið þessa báta? © myndir í eigu Gylfa Bergmann12.06.2010 22:06

Green Atlantic ex Jökulfell

Tómas Knútsson sendi mér þessa mynd af Green Atlantic sem áður hét Jökulfell, en Tómas var einmitt skipverji á skipinu í rúmlega eitt ár, er það hét Jökulfell. Þegar bróðir hans Björn Ingi tók myndina á Reyðarfirði var einmitt upp á dag liðin 25 ár frá því að Jökulfell kom þangað, en Reyðarfjörður var heimahöfn skipsins.


    Green Atlantic ex 1683. Jökulfell, á Reyðarfirði © mynd Björn Ingi Knútsson

12.06.2010 21:31

Þráinn NK 70 o.fl.

Aðeins fremsti báturinn þekkist þar sem nr. NK 70 sést vel, engu að síður birti ég mynd af þeim báti sem ég á í safni mínu. Jafnframt er saga þess báts sögð


          Þráinn NK 70 fyrstur, en aðrir þekkjast ekki © mynd í eigu Gylfa Bergmann


                       Þráinn NK 70 © mynd í eigu Emils Páls

Smíðaður í Danmörku 1935. Seldur til Færeyja 17. júli 1946.

Bar aðeins þetta eina nafn, hérlendis, en upplýsingar eftir söluna erlendis eru óþekktar.

12.06.2010 17:55

Sjómannadagurinn í Keflavík á sjöunda áratug síðustu aldar

Hér koma tvær myndir frá Sjómannadeginum í Keflavík, önnur sú sem sýnir kappróður er tekin 1966, en hin sem sýnir fólkið að fylgjast með er einhvern tímann á þeim áratug.


   Kappróður á Sjómannadeginum í Keflavík 1966. Þarna má m.a. sjá 500. Gunnar Hámundarson GK 357, sem enn er á skrá © mynd í eigu Gylfa Bergmann


     Fylgst með hátíðarhöldum sjómannadagsins í Keflavík á sjöunda áratug síðustu aldar © mynd í eigu Gylfa Bergmann

12.06.2010 17:44

Síldveiðar hér fyrr á árum

Hér kemur mynd frá síldveiðum eins og þær voru stundaðar fyrir á árum
       Á efri myndinni er verið að háfa úr nótinni og á þeirri neðri sést nótabátur © myndir í eigu Gylfa Bergmann

12.06.2010 17:20

Ólafur Magnússon KE 25


                        916. Ólafur Magnússon KE 25 © mynd í eigu Gylfa Bergmann

 Í gærkvöldi birti ég mynd úr dánabúi Magnúsar Bergmanns skipstjóra sem sonur hans Gylfi Bergmann sendi mér og nú hefur hann sent mér enn fleiri myndir sem ég mun birta fljótlega ásamt öðrum myndum úr mínu safni af sama báti. En fyrst birti ég aðra mynd af Ólafi Magnússyni, sem er þá viðbót við þá sem ég birt í gær og síðan koma á eftir gamlar myndir af síldveiðum, því næst myndir af Sjómannadegi í Keflavík á sjöunda áratug síðustu aldar og síðan koma myndir frá honum koll af kolli inn á milli nýrra mynda og stundum hver á fætur annarri. Einnig eru nokkrar myndir sem ég veit ekki nöfn á viðkomandi bátum og vonandi eru einhverjir þarna úti meðal lesenda síðunnar sem geta hjálpað mér með nöfn sem þar vantar.

Saga bátsins birtist í gærkvöldi.

12.06.2010 12:01

Komið í Grófina

Hér sést Guðrún KE 20 vera að koma í Grófina í Keflavík í gær.


   Úr Grófinni, Keflavík í gær, 1621. Guðrún KE 20 innsiglingunni © mynd Emil Páll, 11. júní 2010

12.06.2010 11:57

Sægrímur GK 525 og Pysjan

Þessi mynd var tekin frá Vatnsnesi í Keflavík í gær og út á Stakksfjörðinn, í átt að Vogum


   6522. Pysjan sést til hliðar við 2101. Sægrím GK 525 á Stakksfirði í gær. Vogar í baksýn © mynd Emil Páll, 11. júní 2010

12.06.2010 11:55

Auði og Guðrún KE 20


   Það er varla hægt að greina Auða, en hann sést fyrir framan 1621. Guðrúnu KE 20, sem lítil þúst  hægra megin við masturstoppinn © mynd Emil Páll, 11. júní 2010

12.06.2010 11:52

Guðrún KE 20 og Pysjan


    1621. Guðrún KE 20 og 6522. Pysjan á Keflavíkinni í gær © myndir Emil Páll, 11. júní 2010