Færslur: 2010 Júní

12.06.2010 11:50

Aníta KE 399


                 399. Aníta KE 399 í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll, 11. júní 2010

12.06.2010 11:46

Pysjan
        6522. Pysjan á siglingu út Keflavíkina og út á Stakksfjörðinn © myndir Emil Páll, 11. júní 2010

12.06.2010 11:31

Auði
              Auði, í Grófinni, Keflavík í gær © myndir Emil Páll, 11. júní 2010

12.06.2010 11:19

Guðrún KE 20 og Sægrímur GK 525


   2101. Sægrímur GK 525 og 1621. Guðrún KE 20 © mynd Emil Páll, 11. júní 2010

12.06.2010 11:11

Guðrún KE 20

Þessi var eitthvað að aðhafast á Keflavíkinni í þó nokkurn tíma í gær og tók ég þá syrpu af honum en birti þær þó ekki allar og síðan tók ég myndir er hann kom inn í Grófina.


                         1621. Guðrún KE 20 © myndir Emil Páll, 11. júní 2010

12.06.2010 00:00

MSC POESIA í HafnarfirðiÍ gærmorgun þ.e. föstudag,  kom skemmtiferðaskipið MSC POESIA til Hafnarfjarðar með um 2300 farþega um borð. MSC POESIA er 93.000 tonna skip og um 300 metrar á lengd. Skipið er 11 hæða og rúmar mest 3013 farþega.

Um borð eru um 2.300 farþegar og um 1.800 manna áhöfn. Skipið er í sinni fyrstu ferð til Íslands. Á miðvikudag var það á Akureyri, sl. fimmtudag á Ísafirði og í gærmorgun í Hafnarfirði. Það lagðist að bryggju kl 09:00 og fór aftur kl 18:00. Flestir farþeganna fóru í skipulagðar skoðunarferðir, ýmist 4 eða 8 klst. Þetta er langstærsta skip, sem komið hefur til Hafnarfjarðar hingað til.

Mikið var um að vera við komuna, nemendur vinnuskólans skemmtu farþegum og áhöfn með tónlist og leik. Öllum farþegum var færð táknræn gjöf, hraunmola, frá Hafnarfirði og þannig boðin velkomin til Hafnarfjarðar, bæjarins í hrauninu.
            MSC Poesia í Hafnarfjarðarhöfn © myndir Emil Páll, 11. júní 2010

11.06.2010 22:10

Ólafur Magnússon KE 25

Nú á sjómannadaginn var Bátasafninu í Duushúsum afhent nokkur líkön m.a. líka sem Grímur Karlsson hafði gert af Ólafi Magnússyni KE 25, sem smíðaður var í Dráttarbraut Keflavíkur. Birti ég nú nýjar myndir af líkaninu og um leið ljósmynd af bátnum. Þá ljósmynd færði Gylfi Bergmann mér, en hún er úr dánabúi foreldra hans og mun ég fá að njóta fleiri mynda. Fyrir þá sem ekki vita, þá er Gylfi sonur Magnúsar, heitins Bergmanns sem kenndur var við Fuglavík og var m.a. skipstjóri á Helguvík, Bergvík, Hamaravík o.fl. bátum.


  916. Ólafur Magnússon KE 25 © mynd í eigu Gylfa Bergmanns
        916. Ólafur Magnússon KE 25, líkan eftir Grím Karlsson © myndir Emil Páll, 6.
júní 2010

Smíðanúmer 4 hjá Dráttarbraut Keflavíkur hf., Keflavík 1946 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Hljóp af stokkum um mánaðarmótin jan/feb 1946. Dæmdur ónýtur 20. jan. 1978.

Nöfn: Ólafur Magnússon GK 525, Ólafur Magnússon KE 25, Þórður Ólafsson SH 140, Auður BA 46 og Ólafur SH 44.

11.06.2010 21:38

Tvö skemmtiferðaskip í Tallin

Bjarni Guðmundsson sendi mér í kvöld þessa mynd sem sýnir tvö skemmtiferðaskip í Talin í Eistlandi í sept. 2007


        Tvö skemmtiferðaskip í Tallin í Eistlandi © mynd Bjarni G, í sept. 2007

11.06.2010 19:42

Sægrímur farinn vestur

Sægrímur GK 525 lét úr höfn nú síðdegis og er stefnan tekin á Snæfellsnesið og verða stundaðar þaðan a.m.k. til að byrja með skötuselsveiðar. Báturinn var fyrir vesta allt síðasta sumar og fram á haust og er stefnt á svipað úthald í ár.


   2101. Sægrímur GK 525, æðir út Stakksfjörðinn, með fjallið Keilir í baksýn og hluta af byggðinni í Vogum © mynd Emil Páll, 11. júní 2010

11.06.2010 19:35

Valberg II VE 105 í lok 5. niðurrifsdags

Nú hafa starfsmenn Hringrásar unnið í 5 daga við að tæta niður Valberg II VE 105 og er verkið langt komið, eins og sést á þessum myndum sem teknar voru nú í kvöld
    127. Valberg II VE 105 ex Valberg VE 10, er að hverfa smátt og smátt í Njarðvíkurslipp © myndir Emil Páll, 11. júní 2010

11.06.2010 19:22

Laugarnes í Njarðvíkurslipp

Í morgun var eina íslenska olíuflutningaskipið tekið upp i Njarðvikurslipp og voru þessar myndir teknar er skipið var komið upp


        

                  2305. Laugarnes, í Njarðvíkurslipp © myndir Emil Páll, 11. júní 2010

11.06.2010 17:51

Núpur BA 69


             1591. Núpur BA 69, í Hafnarfirði © mynd Emil Páll, 11. júní 2010

11.06.2010 17:49

Bylgja VE 75


                     2025. Bylgja VE 75, í Hafnarfirði © mynd Emil Páll, 11. júní 2010

11.06.2010 15:57

Smyrill í dag, Vestfirðingur í gær

Í morgun birti ég mynd sem ég tók í gær af Vestfirðingi í Hafnarfjarðarhöfn og er ég var þar á ferð í dag var búið að skipta um nafn á bátnum og heitir hann nú Smyrill SK 4.


             6470. Smyrill SK 4, í Hafnarfirði í dag © mynd Emil Páll, 11. júní 2010

11.06.2010 15:53

Msc Poesia - langstærsta skip sem komið hefur til Hafnarfjarðar

Það er tignarlegt skemmtiferðaskipi sem legið hefur í Hafnarfjarðarhöfn í dag, enda gnæfir það yfir bæinn, nánast hvaðan sem á hann er litið. Birti ég nú eina mynd sem ég tók af skipinu eftir hádegi í dag, en eftir miðnætti í nótt birti ég fleiri myndir af skipinu auk frétta af því.


      MSC Poesia í Hafnarfjarðarhöfn í dag © mynd Emil Páll, 11. júní 2010