Færslur: 2010 Júní

04.06.2010 22:33

Óli Gísla GK 112


            2714. Óli Gísla GK 112, í Sandgerði í gær © mynd Emil Páll, 3. júní 2010

04.06.2010 20:15

Halldóra GK 40


   1745. Halldóra GK 40, kemur inn til Sandgerðis í gær © mynd Emil Páll, 3. júní 2010

04.06.2010 19:04

Hildur GK 117 seld til Vopnafjarðar

Síðdegis í dag kom til Vopnafjarðar nýkeyptur bátur þangað, Hildur GK 117 sem er einn af bátunum sem áður voru í eigu Festis í Grindavík, þar til eignirnar voru seldar Völusteini í Bolungavík um síðustu áramót.


    2575. Hildur GK 117, í höfn í Sandgerði fyrir einhverjum misserum © mynd Emil Páll

04.06.2010 17:01

Hratt gengur á Valberg II

Hér birti ég tvær myndir sem ég tók kl. 16 í dag af niðurrifi Valbergs II VE 105 í Njarðvíkurslipp og ef þær eru bornar saman við þær myndir sem ég sýndi í morgun hér á síðunni og voru teknar rétt fyrir kl. 9, þá sést að hratt gengur að kurla skipið. Eitt mega þeir Hringrásarmenn þó eiga, en það er að það sem rifið er, er sett jafnóðum í gám og síðan er það flutt í safnstöð fyrirtækisins við Helguvík og því má segja að þetta gamla skip endi feril sinn í Helguvík.
   Staðan á niðurrifi Valbergs í Njarðvíkurslipp kl. 16 í dag © myndir Emil Páll, 4. júní 2010

04.06.2010 16:53

Svifryk þekur allt útsýni

Svifryk sem eru afleiðingar frá öskunni sem á dögunum kom úr gosinu í Eyjafjallajökli þekur nú mest allt suðvesturhorn landsins. Hér sjáum við t.d. smá myndasyrpu sem ég tók um kl. 16 í Reykjanesbæ. Þó útsýnið sé ekki gott, er þetta spurning um hvort þetta sé yfir hættumörkum, allavega er fólki með asma og lungnasjúkdóma varað við að vera úti nema með grímu fyrir öndunarfærum.


                                                          Keflavíkurhöfn


                                             Byggðin í Innri-Njarðvík


                                    Gamla frystihúsið í Innri - Njarðvík


               Víkingaheimar á Fitjum, í Njarðvik © myndir Emil Páll, 4. júní 2010

04.06.2010 14:40

Nafnlaus

Þessi hefur staðið nokkur misseri uppi á hafnarsvæðinu í Grindavík og sést aðeins skipaskrárnr. 5600 en ekkert nafn. Samkvæmt umræddu nr. er hér um að ræða bát sem smíðaður var á Borgarfirði eystri 1971.


                5600. Nafnlaus í Grindavík  © mynd Emil Páll, 3. júní 2010

04.06.2010 13:49

Oddur V.Gíslason og Bjarni Þór


   2743. Oddur V. Gíslason og 2748. Bjarni Þór í Grindavíkurhöfn í gær © mynd Emil Páll, 3. júní 2010

04.06.2010 12:15

Vörður EA 748 og Ágúst GK 95


     2740. Vörður EA 748 og 1401. Ágúst GK 95, í Grindavíkurhöfn í gær © myndir Emil Páll, 3. júní 2010

04.06.2010 12:08

Bjarmi og Búi

Hér koma myndir af tveimur plastbátum úr Grindavík, sem voru í höfn í gær. Annar þeirra Bjarmi hefur nýlega skipt um nafn, en hann hét áður Bjarni Egils ÍS 16


                                                      6999. Búi GK 266


        2398. Bjarmi GK 33 ex Bjarni Egils ÍS 16 © myndir Emil Páll, í Grindavík 3. júní 2010

04.06.2010 09:55

Niðurrif Valbergs II hafið

Í morgun hófu starfsmenn Hringrásar að kurla niður Valberg II VE 105 í Njarðvikurslipp og tók ég þessa myndasyrpu af því tilefni


   Síðustu stundir, síðasta óbreytta norsk smíðaða bátinn sem íslendingar létu smíða, Valberg II VE 105, í Njarðvíkurslipp © myndir Emil Páll, 4. júní 2010

04.06.2010 09:51

Arctic Wanderer

Hnattsiglingafarinn sem kom til Keflavíkur sl. haust á ferð sinni um hnöttinn þvernann og endilangann hafði bátinn til geymslu í Njarðvikurslipp í vetur og síðan var hann tekinn þar í gegn og kom út úr húsi í morgun og verður trúlega sjósettur í dag.
   Arctic Wanderer, farkostur hnattsiglingafarans í Njarðvíkurslipp í morgun © myndir Emil Páll, 4. júní 2010

04.06.2010 08:29

Vörður EA 748 kominn í hátíðarbúning

Þeir á Verði EA, tóku sjómanndaginn snemma í ár og voru búnir að setja upp signal í gær, fimmtudag er ég fór um Grindavík, enda hófst í raun hátíðinni Sjómaðurinn síkáti einmitt í gær.


      2740. Vörður EA 748, í Grindavíkurhöfn í gær © mynd Emil Páll, 3. júní 2010

04.06.2010 08:26

Ágúst GK 95


         1401. Ágúst GK 95, í Grindavíkurhöfn í gær  © mynd Emil Páll, 3. júní 2010

04.06.2010 07:52

Þrjú Þorbjarnarskip

Hér sjáum við þrjá báta frá Þorbirni hf. er líggja saman við bryggju í Grindavík, en myndin var tekin í gær.


    1272. Sturla GK 12, 1006. Tómas Þorvaldsson GK 10 og 2354. Valdimar GK 195, í Grindavík í gær © mynd Emil Páll, 3. júní 2010

04.06.2010 00:00

Líf í Sandgerði 2.hl.

Eins og fram kom í kvöld, eða ætti kannski að segja í gærkvöldi, þar sem nýr dagur er kominn er þetta kemur út, þá tók ég mikið af myndum af strandveiðibátum og öðrum bátum í Sandgerðishöfn. Hér birtist syrpa og síðan mun næstu daga koma myndir af einstökum bátum, sem teknar voru af þeim á siglingu.


           Frá Sandgerðishöfn, örtröð í löndun og stundum löndunarbið © myndir Emil Páll, 3. júní 2010