02.06.2010 18:38

Lítið myndaefni

Við sem erum við Stakksfjörðinn höfum ekki þurft að hvarta yfir því að skortur væri á myndaefni, en nú er svo komið að nánast ekkert fellur til. Sem dæmi þá birti ég hér fjórar myndir sem teknar voru nú undir kvöldið og eru svona í raun lítið sem ekkert. Auðvitað er hægt að taka myndir af bátum sem ég er búinn að taka oft myndir af, en geri ekki að þessu sinni.


  Ef menn skoða myndina vel má sjá grilla í Wilson Clyde á leið sinni frá Hafnarfirði og út fyrir Garðskaga nú í dag. Myndin er tekin frá Vatnsnesi í Keflavík.


    Svo gæti farið að þetta sé ein síðasta myndin sem tekin er af Valbergi II, en tæki til að rífa það niður eru komin að skipinu. Annars eru þetta 127. Valberg II VE 105 og 399. Aníta KE 399, sem trúlega fer fljótlega niður úr Njarðvikurslipp.


  Stefnin þrjú í Njarðvíkurslipp, 467. Sæljós ÁR 11, sem verið er að innrétta í sumarbústað, 245. Steinunn Finnbogadóttir BA 325, sem er kyrrsettur og Tony ex 46. Moby Dick, sem ég held að sé ennþá líka kyrrsettur


Einhver netabátur hefur lagt netin sína bókstaflega upp í harða landi og hér sjáum við slíkt dæmi til hliðar við hafnargarðinn í Keflavík  © myndir Emil Páll, 2. júní 2010