Færslur: 2010 Júní

26.06.2010 09:41

Hanse Explorer frá St. John's

Áður hef ég sagt frá þessu skipi, sem legið hefur í Keflavíkurhöfn frá því á mánudag, en tók þó í gær þessa mynd af skipinu á aftan, svona til að sýna hvar það er skráð og IMO töluna fyrir þá sem vilja grúska um skipið.


             Hanse Explorer, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 25. júní 2010

26.06.2010 00:00

Keflavík og Keflavíkurhöfn

Þá er komið að 4. og síðasta hluta þess myndefnis sem ég fékk í ferðinni á dögunum sem ég fór með hafnsögubáti Reykjaneshafna. Þessar myndir sem nú birtast sýna Keflavík og Keflavíkurhöfn frá sjó, eins og þið sjáið þær flestir, en ekki landkrabbarnir.


             Miðbær Keflavíkur, eða svæðið frá upphafi Hafnargötu og að Hafnargötu 29


         Hluti af Duushúsum lengst til hægri og upp að Hafnargötu 15 til vinstri


                                           Duushúsin og Grófin


                    Aðeins þrengra svæði eða frá Duushúsum og upp fyrir gamla Ungó


                                     Frá Hafnargötu 2 til Hafnargötu 17


                             Þessar þrjár neðstu myndirnar eru úr Keflavíkurhöfn
                                      © myndir Emil Páll, 23. júní 2010


25.06.2010 19:45

Vinur GK 96, fyrir og eftir brunann og í dag

Rétt áðan setti ég inn færslu um komu Vins GK 96 í Grófina rétt fyrir kvöldmat, eftir endurbætur og lengingu. Nú birti ég  nú myndasyrpu sem ég hef tekið saman og sýnir bátinn fyrir brunann 30. júlí 2009, eftir brunann, þegar búið var að rífa allt það brennda og endurbætur voru að hefjast og síðan mynd af honum eins og hann er í dag.


                            2477. Vinur GK 96 að koma inn í Keflavíkurhöfn 2009


                  2477. Vinur GK 96, í Grófinni, nokkrum dögum fyrir brunann
                2477. Vinur GK 96, í Grófinni, morguninn eftir brunann 30. júlí 2009


      2477. Vinur GK 96, kominn inn í hús hjá Sólplasti ehf. og búið að fjarlægja allt það sem brann


                 2477. Vinur GK 96, í Grófinni í dag, 25. júní 2010 © myndir Emil Páll

25.06.2010 18:57

Miðvík

Hér sjáum við skemmtibátinn Miðvík, frá Keflavík er hann kom í Grófina í Keflavík í dag, en því miður kom úrhellis rigning rétt á meðan báturinn sigldi inn í Grófina og því eru myndirnar ekki eins góðar og ef veðrið hefði verið betra.
              7524. Miðvík, í Grófinni í Keflavík © myndir Emil Páll, 25. júní 2010

25.06.2010 18:51

Vinur GK 96 kominn úr endurbótum og lengingu

Í dag var Vinur GK 96 sjósettur í Sandgerði eftir endurbætur og lengingu hjá Sólplasti ehf. í Sandgerði, en báturinn stórskemmdist í bruna í Grófinni í Keflavík 30. júlí 2009. Við tækifærið var báturinn lengdur um 1,20 metra og er því 9,90 m. að lengd. Sigldi báturinn strax yfir í Grófina og tók ég þessar myndir af honum þegar hann var kominn þar að bryggju.
             2477. Vinur GK 96, í Grófinni, Keflavík © myndir Emil Páll, 25. júní 2010

25.06.2010 16:57

Trausti EA 98


                                      Trausti EA 98 © mynd Hilmar Bragason

25.06.2010 15:54

Gísli í Papey og Sigurrós


                  1692. Gísli í Papey og 2627. Sigurrós © mynd Hilmar Bragason

25.06.2010 11:52

Sigurbjörg ÓF 1


                1530. Sigurbjörg ÓF 1, á Akureyri © mynd Hilmar Bragason í júní 2010

25.06.2010 11:50

Sólbakur EA 1


           1395. Sólbakur EA 1, á Akureyri © mynd Hilmar Bragason, í júní 2010

25.06.2010 08:52

Stormur KE 1


                1321. Stormur KE 1, á Hornafirði © mynd Hilmar Bragason 2010

25.06.2010 08:11

Súlan EA 300


           1060. Súlan EA 300, á Akureyri © mynd Hilmar Bragason í júní 2010

25.06.2010 08:05

Sif HU 39


                                        711. Sif HU 39 © mynd Hilmar Bragason

25.06.2010 00:00

Helguvík og nágrenni auk Brövig Breeze

Þá er það 3ja og næst síðasti hluti af ferðasögunni með hafnsögubát Reykjaneshafna. Hér sjáum við landlagið í Helguvík og umhverfi þess. Þá birtast einnig myndir af tankskipinu Brövig Breeze sem málið snérist um. bæði af því við bryggju í Helguvík, auk þegar það fer frá bryggju og siglir út víkina og tekur stefnuna á Akranes.


     Helguvíkurhöfn, Hólmsbergið á vinstri hönd og nýi sjóvarnargarðurinn á hægri hönd                    Nýi sjóvarnargarðurinn við Helguvík og Hólmsbergsviti


      Komið inn í Helguvíkina og skipið er Brövig Breeze frá Farsundi í Noregi


          Núverandi hafnarbakki fyrir uppsjávarskipin og eins farskipin, en þennan á eftir að lengja á báða vegu auk gerð bryggju með allri víkinni. Tankar frá fiskimjölsverksmiðjunni sjást einnig


                           Hólmsbergið og sjóvarnargarðurinn við Helguvík


         Hér sést aðeins á kollinn á klettinum Stakk, ofan við sjóvarargarðinn, en hann sést ekki sökum garðsins


                                   Brövis Breeze við bryggju í Helguvík


                                              Skipið orðið laust að aftan


                     Hér tekur það beygju og siglir það út úr Helguvíkinni


                Hafnsögumaðurinn farinn frá borði og stefnan tekin á Akranes
                                       © myndir Emil Páll, 23. júní 2010

24.06.2010 23:03

Mona Lisa


                 Mona Lisa á Akureyri © mynd Hilmar Bragason í dag eða í gær

24.06.2010 23:02

Örn KE 14


                             2313. Örn KE 14 © mynd Hilmar Bragason