Færslur: 2010 Júní

05.06.2010 22:01

Frá kajakdeginum á Neskaupstað

Undir færslunni um sjómannadaginn á Neskaupstað hér aðeins fyrir neðan greinir Bjarni Guðmundsson okkur frá Kajakdeginum
      Frá Kajakdeginum á Neskaupstað í dag © myndir Bjarni G. 5. júní 2010

05.06.2010 21:58

Sjóstangaveiðimót á Neskaupstað

Umfjöllun um mótið má finna á færslunni hér fyrir neðan


      Frá Sjóstangarmótinu á Neskaupstað © myndir Bjarni G. 5. júní 2010

05.06.2010 21:49

Sjómannadagurinn á Neskaupstað

Bjarni Guðmundsson sendi myndarlegan myndarpakka og svohljóðandi texta:

Dagurinn byrjaði á Neskaupstað, á að bátar frá sjóstangveiðifélaginu Sjónes héldu á sjó kl 06.00 síðan var dorgveiðikeppni á milli 11 og 12 og grill á eftir kl 12.30 var nýjum bát Björgunarsveitarinnar Gerpis gefið nafnið Glæsir og sóknarpresturinn Sigurður Rúnar Ragnarsson blessaði síðan bátinn, en hann er keyptur frá Rnli í Englandi af gerðinni Atlantick 75 . Beitir NK 123 lagðist síðan að bryggju kl 13.00 var þá móttökuathöfn við skipið, lykill af skipinu var afhentur það gerði Kristján Vilhelmsson frá Samherja og við lyklinum tók Gunnþór Ingvarsson fostjóri SVN Sigurjón Valdimarsson gaf síðan skipinu nafnið Beitir NK 123 en Sigurjón var skipstjóri á gamla Beiti á meðan SVN átti hann og var búinn að vera skipstjóri á skipum SVN þar áður. Sóknarpresturinn blessaði síðan skipið í sjómannamessu á morgun verur afhent sjóferðabæn til Beitis og Glæsis . Um tvö leitið fóru síðan bátar Sjónes að tínast í land einnig var farið í siglingu á nýjum bát Gerpis og fólk fékk fólk að prófa kajaka hjá kajakfélaginu Kaj deginum lauk síðan á kappróðri. Í kvöld er síðan lokahóf hjá Sjónes og almennur dansleikur á eftir. Á morgun kl 10.00 er síðan hópsigling og ýmis skemmtiatriði og verðlaunaafhendingar fyrir kappróður og fl

Hér birti ég í  þremur færslum myndir frá Neskaupstað, þe. afhending og vígsla Glæsis, frá sjóstangaveiðinni og um kajakana. Eftir miðnætti kemur svo löng syrpa um komu Beitis til Neskaupstaðar í dag.
                  Nýja björgunarskipið Glæsir á Neskaupstað © myndir Bjarni G. 5. júní 2010

05.06.2010 15:39

Frá Sjómannadeginum á Höfn

Svafar Gestsson sem nú er staddur á Höfn, þar sem hann heldur sjómannadaginn í ár, sendi mér eftirfarandi myndir og með þeim eftirfarandi lýsingu:

Sjómannadgaurinn er haldinn hátíðlegur hér á Höfn og eru það Jónumenn ásamt áhafnarmeðlimum á Dögg SF sem eru sjómannadagsráð þetta árið Sjómannahóf verður í kvöld í boði Skinneyjar Þinganes og verður vel mætt ef að líkum lætur.

Fyrst verður mætt hjá Guðmundi skipstjóra og tekin smá upphitun fyrir kvöldið og síðan dansað og djammað frameftir nóttu.


                                 Betri helmingur Jónumanna í kappróðri


                       Bjössi stýrimaður og Capt. Guðmundur á Jónu Eðvalds


                2403. Hvanney SF 51, 2731. Þórir SF 77 og 2780. Ásgrímur Halldórsson SF 250 í hátíðarbúningi á Höfn


        Frá Sjómannadeginum á Höfn í dag, 2780. Ásgrímur Halldórsson SF 250 í baksýn 
                               © myndir Svafar Gestsson, á Höfn 5. júní 2010

05.06.2010 15:18

Beitir NK 123 kominn til heimahafnar

Beitir NK 123 sem áður hét Margrét EA 710 kom í dag til heimahafnar á Neskaupstað í fyrsta sinn og tók Bjarni Guðmundsson þá þessa mynd af skipinu.


            2730. Beitir NK 123 kemur í fyrsta sinn til heimahafnar í Neskaupstað í dag
                                            © mynd Bjarni G. 5. júní 2010

05.06.2010 12:00

Sjómannadagurinn 2010

Efni það sem nú birtist er einskonar syrpa í tilefni sjómannadagsins. En efni síðunnar að öðru leiti í dag og á morgun verður tengt sjómannadeginum, auk annarra mynda að sjálfsögðu. T.d. á ég von á að fá myndir frá Bjarna Guðmundssyni á Neskaupstað sem sýnir er Beitir NK koma í fyrsta sinn undir því nafni til Neskaupstaðar en skip þetta hét áður Margrét EA. Þá er hann kominn í bláa litinn og það þó fullyrt hafi verið á einni skipasíðunni að samkvæmt áreiðanlegum heimildum myndi hann halda rauða litnum. Að auki birtist auðvitað annað efni með. En hvað um það hér birtast táknrænar myndir í tilefni Sjómannadagsins.


 Sjóarinn síkáti, þeirra Grindvíkingar er einskonar sambland af sjómannadeginum og byggðarhátíð. Að vísu held ég að mynd þessi sé spegilmynd af merki þeirra, en það skiptir kannski ekki öllu máli.


   311. Baldur KE 97, kominn með fána dagsins upp snemma í morgun © mynd Emil Páll, 5. júní 2010


05.06.2010 11:30

Farsæll SH 30, Hamar SH 224 og Baldur

Jón Páll tók mikla myndasyrpu úr lofti yfir Breiðafirði nú fyrir skemmstu og hefur hann lánað mér til birtingar þrjár myndir úr þeirri syrpu sem ég birti núna hverja á fætur annarri. Sendi ég honum kærar þakkir fyrir


                     1629. Farsæll SH 30 © mynd Jón Páll, 30. apríl 2010


                          253. Hamar SH 224 © mynd Jón Páll, 30. apríl 2010


                                2727. Baldur © mynd Jón Páll, 28. maí 2010

05.06.2010 11:10

As Livadia

Núna rétt áðan kom þetta olíuskip inn Stakksfjörðinn og bíður nú eftir að verða tekið upp að löndunarútbúnaðinum í Helguvík. Um er að ræða 183 metra langt og 27 metra breitt tankskip, sem siglir undir fána Liberíu


            AS LIVADIA, séð frá Vatnsnesi í Keflavík fyrir örfáum mínútum


                     As Livadia, framan við hafnargarðinn í Helguvík


   As Livadia og hér til vinstri á myndinni sjást löndunarkerin sem skip eins og þetta leggjast upp að © myndir Emil Páll, 5. júní 2010

05.06.2010 10:34

Eftir óveður

Hér birti ég tvær myndir sem ég tók fyrir einhverjum áratugum af bátum sem fóru á ferð í óveðri.
                              © myndir Emil Páll, fyrir einhverjum tugum ára

05.06.2010 10:31

Sandvíkingur GK 312


           2131. Sandvíkingur GK 312 © mynd Emil Páll, fyrir einhverjum tugum ára

05.06.2010 10:28

Hafbjörg HU 101

Þessi mynd var tekin árið 1989 í Sandgerði


            1842. Hafbjörg HU 101, í Sandgerði © mynd Emil Páll 1989

05.06.2010 09:00

Úr Sandgerði

Þessar myndir tók ég í Sandgerði í fyrradag og þann tók ég margar myndir af strandveiðibátum o.fl. sem voru að koma inn til löndunar, en þær birti ég síðar.


                                                 1905. Berglin GK 300


                                                  1743. Sigurfari GK 138


     Ýmsir við hafnargarðinn, s.s. Búddi KE 9, Hans Jakob GK 150 og Sóley Sigurjóns GK 208 © myndir Emil Páll, 3. júní 2010

05.06.2010 00:00

Helgi hífður á land

Þessa myndasyrpu tók ég sl. fimmtudag í Sandgerði er Helgi GK 404 var hífður á land til að gera eiithvað við varðandi skrúfuna.


    2195. Helgi GK 404 við bryggju í Sandgerði nokkuð áður en kraninn kom á staðinn
                                  © myndir Emil Páll, 3. júní 2010

04.06.2010 22:50

Arnarfell og Bjarnarey í baksýn

Gísli Gíslason tók þessa mynd af Arnarfellinu í dag kl. 18.30 er það sigldi fram hjá Bjarnarey í Vestmannaeyjum


    Arnarfell siglir fram hjá Bjarnarey í Vestmannaeyjum um kl. 18.30 í dag © mynd Gísli Gíslason, 4. júní 2010

04.06.2010 22:35

Lóðsinn

Gísli Gíslason sendi mér þessa mynd af  Lóðsinu, í Vestmannaeyjum, tekin í dag um kl. 18 :30

Skipstjóri á Lóðsinum er Sveinn Valgeirsson en áður var hann með Túnfiskskipið Byr sem hann átti ásamt öðrum fyrir nokkrum árum síðan.

Sendi ég Gísla kærar þakkir fyrir myndina og upplýsingarnar um skipstjórann.


                    2273. Lóðsinn í dag kl. 18.30 © mynd Gísli Gíslason 4. júní 2010