Færslur: 2010 Júní

15.06.2010 19:47

Guðrún SH 190


                     6867. Guðrún SH 190, í Stykkishólmi © mynd Jón Páll 2010

15.06.2010 16:38

Hafnarstarfsmenn

Þeir eru margir sem halda að starf hafnarstarfsmanna, sé aðallega að vera inni á skrifstofu, en svo er víðs fjarri og hér greip ég í dag t.d. þrjá starfsmenn Reykjaneshafna þar sem þeir voru að útbúa bráðabirgðaleiðslu fyrir olíuskip til að taka vatn í Helguvík.


      Hluti starfsmanna Reykjaneshafnar f.v. Karl Einar Óskarsson (KEÓ), Einar Bjarnason og sá sem stendur er Aðalsteinn Björnsson © mynd Emil Páll, 15. júní 2010

15.06.2010 16:35

Vilborg ST 100

Hér sjáum við fyrrum fiskiskip sem nú er orðinn skemmtibátur og er með heimahöfn í Djúpuvík, en er í eigu aðila í Reykjavík


          1262, Vilborg ST 100 í Reykjavíkurhöfn © mynd Sigurður Bergþórsson

15.06.2010 16:30

Björgunarbáturinn LIV

Færeyski björgunarbáturinn LIV sem kom hingað til lands fyrir sjómannadag og hafði viðkomu í Vestmannaeyjum, Grindavík, Grófinni Keflavík, Akranesi og Reykjavík var síðan fluttur til baka með flutningaskipi. Hér sjáum við mynd af bátnum í Reykjavíkurhöfn, en áður höfðu birts myndir sem ég tók af honum í Grófinni og eins myndir sem Laugi tók af honum í Reykjavíkurhöfn á sjómannadaginn


     Liv í Reykjavíkurhöfn á sjómannadaginn © mynd Sigurður Bergþórsson í júní 2010

15.06.2010 15:53

Áður virðulegt fiskiskip - nú járna- og ruslahrúga

Skipið var löngum virðulegt fiskiskip, lengi vestur á fjörðum, síðar hér á suðvesturhorni landsins, en í dag er það hörmuleg sjón. Hér er verið að tala um niðurrif Valbergs II VE 105 í Njarðvikurslipp, en ef skipið er skoðað frá öðru borðinu er lítið sem mynnir á skip, en á hinu borðinu má sjá svona eftirstöðvar af skipsskrokki. Er ég leit við í dag voru starfsmenn Hringrásar á fullu að tæta skipið niður og gera úr því rusla- og/eða járnahrúgu, eins og sést á þessum myndum.


          Hér mynnir fátt á skip, nema þá helst spilið sem enn stendur á sínum stað


                   Fremst var einu sinni stefnið og þá sést inn í skipið, sem einu sinni var


      Stefnið með gamla flokksbókstaf Framsóknarflokksins  ,,B" híft upp á vörubíl. Vilji menn sjá nánar hvað átt er við um Framsóknarflokkinn, vísa ég á MOLA sem eru með tengil hér á síðunni


      Kannski má segja að héðan frá, mynni eitthvað á skip © myndir Emil Páll. 15. júní 2010 

15.06.2010 13:28

Loðnuskip að veiðum út af Papós


                      Loðnuskip að veiðum út af Papós © mynd Hilmar Bragason

15.06.2010 13:24

Gísli Árni RE 375


                    1002, Gísli Árni RE 375, á Hornarfirði © mynd Hilmar Bragason 

15.06.2010 12:33

Thomas Nygaard VN 690


    Thomas Nygaard VN 690, frá Vestmanna í Færeyjum © mynd Föroysk Skipsportalurin

15.06.2010 12:28

Ice Bird með rækju til Hólmavíkur

Flutningaskipið Ice Bird kom í morgun til Hólmavíkur með rækju og tók þá Jón Halldórsson á holmavik.123.is þessar myndir


    Ice Bird á Hólmavík í morgun og einnig sést 2106 Addi Afi GK 97 © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is  15. júní 2010

15.06.2010 00:00

Neisti ÍS 218 / Ásborg BA 84 / Tjaldur II ÞH 294

Þessi fertugi bátur, en einn þeirra sem er trébátum til sóma, sökum þess hversu vel honum er nú haldið við.


                        1109. Neisti ÍS 218 © mynd Snorrason


                            1109. Ásborg BA 84 © mynd Hafþór Hreiðarsson


                                        1109. Ásborg BA 84 © mynd Jón Páll


                 1109. Tjaldur II ÞH 294 © mynd Hafþór Hreiðarsson 2010


                1109. Tjaldur II ÞH 294 © mynd Svafar Gestsson 2. maí 2010


                   1109. Tjaldur II ÞH 294 © mynd Hafþór Hreiðarsson 2010


                  1109. Tjaldur II ÞH 294 © mynd Hafþór Hreiðarsson 2010

Smíðanúmer 21 hjá Trésmiðju Austurlands hf., Fáskrúðsfirði 1970, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Þessi bátur og sá nr. 1564 eru minnstu bátarnir sem smíðaðir hafa verið eftir teikningu Egils.  Afskráður sem fiskiskip 2007.

Nöfn:  Neisti RE 58, Neisti ÍS 218, Ásborg BA 84 og núverandi nafn: Tjaldur II ÞH 294

14.06.2010 22:29

Geir ÞH 150

Þessar myndir tók Bjarni Guðmundsson, er Geir ÞH kom að bryggju á Neskaupstað um hálftíuleitið í kvöld
     2408. Geir ÞH 150, kemur til Neskaupstaðar í kvöld © myndir Bjarni G, 14. júní 2010

14.06.2010 21:49

Aries Gril og Northern Truck

Hér sjáum við tvo af þeim fjölmörgu dráttar- og hjálparbátum sem eru í þjónustu við borpallanna í Norðursjó.

 
                                      Aries Gril


                                Northern Truck © myndir Einar Örn Einarsson

14.06.2010 21:40

Tina ex Dettifoss

Hér sjáum við mynd sem Einar Örn Einarsson tók 22. október 2009, af flutningaskipinu Tína sem áður hét Dettifoss. Skipið er í föstum ferðum milli Tanger, Hamborgar og Bremerhaven.


                Tina ex Dettifoss © mynd Einar Örn Einarsson, 22. október 2009

14.06.2010 21:18

Hrafn GK 111 á Neskaupstað - Og þegar björgunarskipið Hafbjörg náði í veikann mann í hann

Bjarni Guðmundsson sendi mér þessar myndir. Annarsvegar af Hrafni GK í dag  á Neskaustað og sést aá annarri þegar olíubíll er að koma til þeirra. Þá eru líka myndir síðan 7.janúar.2008  er voru teknar þegar þeir  fóru á Björgunarskipinu Hafbjörgu og náðu í veikan mann í Hrafn GK 111, austur af Gerpi. Þær myndir eru teknar að kvöldi til í myrkri


                                1628. Hrafn GK 111, á Neskaupstað í kvöld


                      Olíubíll kemur að Hrafni GK 111 © myndir Bjarni G., 14. júní 2010

                                                           - o -


                              Komið að togaranum úti á rúmsjó


                                   1628. Hrafn GK 111 úti á rúmsjó í myrkri


       Björgunarskipið Hafbjörg kemur að Hrafni GK 111 © myndir Bjarni G, 7. jan. 2008

14.06.2010 19:50

Þórhalla HF 144 og Seefalke á Stakksfirði

Hér sjáum við þýska skipið Seefalke sem fylgdi þjóðverjum er þeir komu hingað til lands til að annast loftrýmiseftirlitið og strandveiðbátinn Þórhöllu HF 144 sem var einn örfárra báta sem voru á sjó út frá höfnum við Stakksfjörð í morgun, en í dag var síðasti dagurinn sem strandveiðibátar á þessu svæði máttu vera á sjó í þessum mánuði, er augljóst að þegar Fiskifræðingar ákváðu þetta fyrir helgi voru þeir, fiskifræðingarnir eða blessaðir vitringarnir ekkert að spá í veðurspánna.
     6771. Þórhalla HF 144, kemur inn Stakksfjörðinn á leið til löndunar í Keflavík rétt fyrir hádegi í morgun og þýska skipið Seefalker á Stakksfirði © myndir Emil Páll, 14. júní 2010