03.06.2010 18:33

Útgerðarmaður: Kjörinn í bæjarstjórn í fyrsta sinn og fékk sama dag nýkeyptan bát

Trúlega verður laugardagurinn 29. maí 2010, lengi í huga Einars Magnússonar, útgerðarmanns á Ósk KE, því þann dag sigldi inn til Keflavíkurhafnar báturinn Geisli SH 41, sem hann hafði keypt í Ólafsvík og um kvöldið kom í ljós að hann hafði verið kjörinn í bæjarstjórn Reykjanesbæjar i fyrsta sinn.
Einar var ekki að draga málin því í dag var báturinn skráður sem Sævar KE 15, en það er eftir skipstjóra bátsins, sem um leið er tengdafaðir Einars, Sævar Brynjólfsson löngu landsþekktur skipstjóri.
Að sögn Einars verður aðalverkefni bátsins að vera þjónustubátur fyrir kræklingarækt, sem Einar er þegar kominn á stað með og er búið að koma fyrir línu í sjónum.
Það er hinsvegar af bátnum að segja að þetta er í þriðja sinn sem hann er keyptur til Keflavíkur og í báðum hinum tilfellunum fékk hann sama nafn þ.e. Hafborg KE 12.
       1587. Sævar KE 15, í Keflavíkurhöfn í morgun © myndir Emil Páll, 3. júní 2010